Morgunblaðið - 19.04.1967, Side 30

Morgunblaðið - 19.04.1967, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1967. 52. Víðavangshlaup ÍR: Um 20 þátttakendur í Víðavangshlaupi ÍR UM 20 þátttakendur hafa til- kynnt þátttöku frá ýmsum fé- lögum og samböndum. KR-ingar eru með flesta keppendur eða 5. U.M.S.E. með 2 og aðrir að- eins með einn keppanda. Reiknað er þó með að eitt- hvað bætist við er að sjálfu hlaupinu kemur og einhver félag anna reyni að hafa þar sveit. Keppt verður um þriggja, fimm og tiu manna sveitabik- Rússor bæia fyrir Vieincn gönuhloup FRJ ÁLSÍ ÞRÓTTASAMB AND Sovétrikjanna hefur boðizt til að greiða Bandaríkjunum 100 þús. dollara bætur (4,3 millj. kr.) fyrir samningsrtff vegna lands- keppninnar er ákveðin var í fyrra en Sovétmenn hættu við á síðustu stundu og báru fyrir sig stríðið í Vietnam. Bandaríska sambandið hafði áður farið fram á 200 þús. dala bætur en segist gera sig ánægt með þetta tilboð Rússa, ekki sízt þar sem Pól- verjar hafi áður fallizt á að greiða sömu upphæð. en þeir rufu landskeppnissamning við Bandaríkjamenn á síðustu stundu af sömu ástæðu. ara sem ýmis fyrirtæki hafa gef ið. Þriggja manna bikarinn hef- ur Hagtrygging gefið, fimm manna bikarinn Gunnar Ás'geirs son og bikarinn fyrir tíu manna sveitina hefur Olíufélagið Skelj- ungur gefið. Bikararnir eru allir nýir og keppt um þá í fyrsta skipti. Þriggja og fimm manna bik- ararnir þurfa að vinnast þrisvar í röð eða fimm sinnum alls, til þess að vinnast til eignar. en bikarinn fyrir tíu manna svelt- ina vinnst til eignar í hvert ski.iti fyrir sigur tíu manna sveitar og Arsenal til Kýpur HIÐ fræga enska lið Arsenal heldur 18. maí í keppnisferðalag til Kýpur og leikur í Nikósiu, Famagusta og Limassol til 5. júní. Arsenal hefur afþakkað áð- ur fyrirhugaða ferð til Danmerk- ur, Noregs og Svíþjóðar. Köríuhnattleikur í KVÖLD er næst síðasta keppn- iskvöld körfuknattleiksmanna og verða þá leiknir tveir leikir í 1. deild karla. Fjrrst mætast KR og KFR og síðan ÍR og ÍKF. Leikirnir hefjast kl. 20.15 í íþróttahöllinni. Litla bikarkeppnin Kópavogur - ÍA 2:2 Keflavík - Hafnarf. 4:0 Á SUNNUDAG fór fram fyrsti knattspyrnuleikur sumarsins, Kópavogur og Akranes kepptu á heimavelli fyrrnefndra og var leikurinn liður í Litlu-bikar- keppninni. Hafnarf jörður og Keflvíkingar áttu að leika í sömu keppni á sunnudag, en leik var frestað af þeim sökum að bæði Hafnarfjarðarliðin voru að keppa í handknaltleik um kvöldið, og i knattspyrnu- og handknattleiksliðum Hafnar- fjarðar eru mikið til sömu menn irnir. Leikurinn í Kópavogi var ekki upp á marga fiska, enda voru skiiyrði til knattspyrnu ekki góð. Bæði óhagstætt veður og völlur. Kópavogsmenn áttu Drengjuhlaap Ármunns DRENGJAHLAUP Ármanns fer fram að venju fyrsta sunnudag í sumri (23. apríl) og hefst kl. 2 e.h. í Hljómskálagarðinum. — Keppt er í þriggja og 5 manna sveitum. KR vann bikara í þriggja og 5 manna sveitum til eignar sl. sumar og hafa þeir Gunnar Eggertsson form. Ár- manns og Jens Guðb:örnsson fyrrum form. gefið nýja bikara. Þátttökutilkynningar skulu ber- ast til Jóhanns Jóhannessonar Blönduhlið 12 simi 19171 fyrir föstudagskvöld. Bcyern Munch- ern vunn 2-0 BAYERN Múnehen vann belg- íska liðið Standard Liege 2-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslit um í keppni um Evrópubikar bikarmeistara. Leikurinn fór fram í Múnchen á þriðjudags- kvöld. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. 44 þús manns sáu leikinn. Síðari leikurinn verður 26. apríl. það eru litlar líkur á því að í þetta skipti verði um nokkra tíu manna sveit að ræða. Keppendur eiga að mæta við Hljómskálann kl. 10 f.h. þá á að ganga með þeim og leggja braut ina um Vatnsmýrina, en hlaupið hefst svo kl. 2 e.'h. Að hlaupinu loknu býður stjórn Í.R. til kaffi- drykkju og verðlaunaafhending- ar, keppendum og starfsmönn- um. Gordcn Bunks seldur fyrir 6,2 milljénir GORDON Banks sem í fyrra átti sinn þátt í því sem markvörður að England hlaut heimsmeistara- titil í knattspyrnu hefur nú ver- ið seldur frá sínu félagi, Leicester, til Stoke City. Kaup- verðið er 52 þúsund pund eða 6,24 millj. króna. Þetta er önnur hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir markvörð í enskri knattspyrnu. Á háestu verði fór Alex Stephney frá Manch. City til Chelsea í fyrra fyrir 56 þús. pund. Gordon Banks er 28 ára gamall o>g hefur leikið með sínu liði í 8 ár. Tilfærslan er í góðu sam- komulagi gerð. Floyd Patterson er eini heimsmeistarinn í hncfaleikum sem reynt hefur til þess þrívegis að vinna titilinn. „Þeir koma aldrei aftur" er frægt orðtak um heimsmeistara sem tapa. Hann hefur gert það. Og nú var hann á góðri leið með að fá kappleik, sem opnaði honum möguleika til að vinna heims- meistaratitil í þriðja sinn. Á þessari skemmtilegu mynd er Floyd Patterson í Madison Square Garden að horfa á hnefa- leika. Það er ljósmyndari með gott auga sem tók þessa mynd. heldur meira í leiknum og í hléi stóð 1:0 fyrir þá. í síðari hálfleik jöfnuðu Skagamenn svo, en Kópavogur tók aftur for ystuna 2:1 og stóð þannig er rúm mínúta var eftir af leik. Var þá dæmrt vítaspyrna á Kópa vog og jöfnuðu Skagamenn úr henni. Jafntefli verða að telj- ast sanngjöraustu úrslit þessa leiks, sem var ti-.s og áður seg- ir heldur lélegur, og bar bess glögg merki að ‘eikmenn vor-u ekki í mikilli a:f?ngu. Á mánudagskvöld fór síðan fram leikur ÍBK . og ÍBH í Keflavík og unnu Keflvíkingar 4:0. Höfðu þeir yfirburði í leiknum. Mörkin skorðu nýliði í Keflavíkurliðinu á 5. mín og síðan Einar Gunarsson innherji þrjú. Næstu leikir keppninnar verða á sumardaginn fyrsta, — á morgun. Clay kvaddur í herinn og bótaskyldur um 20 millj. IMeitar og segist taka hvaða hegningu sem er ÞAÐ virðist ekki allt fengið með því að vera heimsmeist- ari í hnefaleikum. Cassius Clay hefur fengið að kenna á ýmsu mótlæti að undan- förnu. Hæst ber baráttu hans gegn þvi að verða kallaður í bandaríska herinn. Hann hef- ur staðið í málaferlum út af slíkum málum ærið lengi og nú á mánudaginn hafnaði hæstiréttur Bandaríkjanna beiðni hans, um að verða leystur undan herskyldunni. Tilfærir Cassius Clay aðallega sínar trúarlegu ástæður fyrir sýknubeiðninni og viðbjóð sinn á stríði. Lögfræðingar segja, að hugsanlegt sé að Cassius Clay gæti fengið undanþágu hjá hæstaréttinum, en það muni aldrei gerast fyrir 28. apríl nk., en þann dag er Clay skyldur til að mæta til her- skráningar. Allt þetta mál hefur haft all-langan aðdraganda og Clay hefur tekizt margsinnis að skjóta sér — með hjálp lög ítuiinn vurð heimsmeisturí iTALINN Benvenuti vann að- faranótt þriðjudags himsmeist- aratitil í léttþungavigt hnefa- leika. Sigraði hann heimsmeist- arann Emil Griffith á stigum í kappleik á Madison Sq. Garden. Þeir hafa nú gert samning um annan kappleik 13. júlí á sama stað. ítalinn sem eitt sinn var Olympíumeistari í léttvigt og millivigt hefur aðeins tapað ein- um af 75 kappleikjum er hann hefur háð sem atvinnumaður. fræðinga — undan herskyldu. Nú virðast öll sund lokuð í bili, en Clay gefur sig ekki samt og segir: — Ég fer fram á frekari rannsókn, bið um undanþágu. En ég stend við mínar trúar- legu sannfæringar, hvort sem ég verð settur í fangelsi eða stillt upp frammi fyrir vélbyssum. Ég mun aldrei myrða nokkurn mann, né taka þátt í styrjöld. Ég er reiðubúinn að taka hvaða hegningu sem er, og standa við trú mína. Áður en þetta mál kom til úrslita voru Clay og ráðgjaf- ar hans að undirbúa kappleik 25. april — svo hann gæti enn einu sinni varið titil sinn, áður en hann væri kvaddur í herinn. Margir mótherjar komu til greina, en Floyd Patterson varð fyrir valinu’. í upphafi átti leikurinn að fara fram í Pittsburg, en Clay fékk betra tilboð í Las Vegas í Nevada og ákvað leikinn þar við fádæma reiði Pitts- Juckie Chulton tóbrotinn JACKIE Charlton, miðvörður Leeds og enska landsliðsins, mun vart geta tekið þátt í kappleik næstu vikurnar vegna tábrots er hann hlaut í landsleik Englend- inga og Skota. Víst er að hann getur ekki leik- ið með Leeds í borgakeppni Evrópu á miðvikudagskvöld en þá mætir Leeds ítalska liðinu Bologna. Bologna vann fyrri leik liðanna 1:0 á sínum heima- velli. Þá mun Charlton ekki verða með í bikarúrslitunum milli Leeds og Chelsea 29. apríl. burgmanna. Þá skarst rikis- stjórinn í leikinn og sagði að fyrst Pittsburg væri ekki nógu góður staður væri Nev- ada það heldur ekki og Clay fengi ekkij keppnisleyfi þar. í sama streng tóku fleiri rikis stjórar og Clay aflýsti leikn- um. Leikurinn gegn Patterson kom mjög skyndilega á sjón- arsviðið, en áður hafði Clay samið um kappleiki við þrjá hnefaleikakappa. Allir áttu þeir að fara fram í sumar. Voru þeir samningar undirrit aðir með nafninu Muhamed Ali. Hann byggir frestkæru sína um innritun í herinn á að hæstiréttur virði það nafn hans. Hann hefur fengið neit- un í fyrstu atrennu og fari svo einnig um framhaldið er hann bótaskyldur við sína þrjá samningsaðila um upp- hæð er nemur 460 þúsund dölum. Það er því ekki spilað lág- spilum á þessum vígstöðvum. Víluvungshlaup HcfnaiíjurSur VÍÐAVANGSHLAUP Hafnar- fjarðar fer fram á sumardagi.rn fyrsta. Hefst hlaupið við Barna- skólann við Skólabarut kl. 4 síð- degis. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur áður en hlaupið hefst. Keppt verður þermur ald ir- flokkum drengja, 17 ára og eldri, 14—16 ára og 13 ára og yngri svo og í 2 aldurflokkum stúlk.ia, 12 ára og eldri og 11 ára og yngri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.