Morgunblaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1967.
|jr stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins
STEFNT verði að víðtæku samkomulagi um verðlag
og kaupgjald er treysti gengi krónunnar og tryggi
atvinnuvegunum samkeppnisaðstöðu en launþegum
batnandi Mfskjör. Unnið verði að samkomulagi um
öflugan verðjöfnunarsjóð er jafnað geti verðsveifl-
ur á útflutningsframleiðslu landsmanna.
Hátíðafundur bæjar-
stjórnar Sauöárkróks
Sauðárkróki, 24. maí.
HÁTÍÐAFUNDUR í bæjarstjórn
hófst kl. 9 £ kvöld í samkomu-
húsinu Bifröst í tilefni tuttugu
ára kaupstaðarafmælis staðar-
ins. Var fundurinn settur af for-
seta bæjarstjórnar. Guðjóni
Ingimundarsyni. sem flutti
ávarp. Lýsti hann aðdraganda
þessa breytta skipulags á yfir-
stjórn bæjarmálanna og las upp
nofn þeirra, sem setið hafa í
bæjarstjórn á tímabilinu og
einnig nöfn bæjarstjóra og for-
seta bæjarstjórnr.
Fyrsti bæjarstjórinn var Ey-
steinn Bjarnason, en hann
gegndi starfinu aðeins um tíma
eða frá því í júlí og fram á
haustið, en þá tók við Björgvin
Bjarnason, núverandi sýslumað-
ur á Hólmavík. Hann gegndi
embættinu til 1958, en þá var
kjörinn bæjarstjóri Rögnvaldur
Finnbogason, sem gegndi em-
bættinu til ársins 1966. Núver-
andi bæjarstjóri er Hákon Torfa
son
Næst gat forseti um það, að
kosin hefði verið afmælisnefnd
til að undirbúa- 100 ára byggð-
arafmæli staðarins 1971 og voru
lesnar upp tillögur þeirrar
nefndar. Hún leggux til, að efnt
verði til samkeppni um skjaldar
merki staðarins fyrir þann
tíma. Ennfremur að saga Sauð-
árkróks verði komin út fyrir 100
ára byggðarafmælið, en Krist-
mundur Bjarnason, fræðimaður,
Sjávarborg, hefur unnið að und-
irbúningi að útgáfu þeirrar bók
ar.
í>ví næst flutti Jóhann Sal-
berg Guðmundsson, sýslumaður
bæjarfógeti kveðju frá sýslu-
nefnd og lýsti með nokkrum orð
um samskiptum og sameignum
Skagafjarðarsýslu og Sauðár-
krókskaupstaðar. Þá voru lesin
upp nokkur skeyti, er bárust,
m.a. frá borgarstjóranum í
Reykjavík. Að lokum söng Karla
kór Sauðárkróks nokkur lög
undir stjórn Ögmundar Svavars
sonar. — jón.
Ingólfur Jónsson
Steinþór Gestsson
Fucdur á Hveragerði
Sjálfstæðisfélagið Ingólfur í
Hveragerði og fulltrúaráð Sjálf-
stæðisfélaganna í Árnessýslu
halda almennan stjórnmálafund
í Hótel Hveragerði mánudaginn
29 .maí kl. 21. Ræðumenn verða
Jónsson landbúnaðar-
og Steinþór Gestsson
Sigurður A. Magnússon
ritstjdri Samvinnunnar
Ingólfur
rsiðhsrrs
bóndi Hæli& Að^loknum^fram- ™annahjálp «uk þess sem hann
MEÐ mánaðamótum júní og júlí
hættir Páll H. Jónsson ritstjórn
Samvinnunnar og hverfur jafn-
framt frá störfum hjá Samtoandi
íslenzkra samvinnufélaga sam-
kvæmt eigin ósk.
Páll hefur verið forstöðumað-
ur Fræðsludeildar Sambandsins
síðan í júní 1961 og jafnframt
ritstjóri Samvinnunnar siðan í
ársbyrjun 1964.
Ritstjóri Samvinnunnar hefur
verið ráðinn Sigurður A. Magn-
ússon rithöfundur.
Sigurður A. Magnússon er
fæddur 31. marz 1928, sonur
Magnúsar Jónssonar verka-
manns, sem kenndur var við
Selalæk, og konu hans, Aðal-
heiðar J. Lárusdóttur, sem ættuð
var af Barðaströnd.
Sigurður lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík 1948 og stundaði síðan um
tveggja ára skeið guðfræðinám
við Háskóla fslands, jafnframt
því sem hann kenndi tungumál
við Stýrimannaskóla fslands og
Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Haustið 1950 fór hann utan og
stundaði næstu árin nám í Kaup
mannahöfn, Aþenu, Stokkhólmi
og New York þar sem hann
lauk BA-prófi I bókmenntum
1955. Jafnhliða náminu vann
hann fyrir sér með ýmsu móti.
f Höfn var hann gæzlumaður
íþróttavallar. í Grikklandi vann
hann að endurreisnarstarfi eftir
borgarastyrjöldina og að flótta-
Guðrún Sverrisdóttir.
Athugasemd
frá Guðrúnu Sverrisd.
ÉG varð þeirrar ánægju aðnjót-
andi, að láta rödd mína hljóma
á einni síðu Tímans 19. þ. m.
Flest það sem kemur fram í
þessu stutta spjalli er algjörlega
rangfært, og tel ég mig ekki
ábyrga fyrir þeim svörum, sem
lögð eru mér í munn. Vísa ég
þeim skilvíslega til föðurhúsa.
Enda þótt ég sé „að sjálf-
sögðu“ fjarskalega mikilhæf og
sjálfkjörin til allra forystustarfa
innan bekkjarins, lét ég aldrei,
— fyrir hæversku sakir, svo um
mælt við viðkomandi blaðakonu.
Hvað viðvíkur húsakosti
Hjúkrunarskólans, voru það
ekki mín orð, að hann væri lé-
legur, en öðru máli gegnir að
hann er þröngur, og þar á er
merkingarmunur.
Seinasta spurningin var á þá
leið, hvort Hjúkrunarskólinn
byði einhverjum sérstökum
skóla til árshátíðarinnar. Svar
mitt var, að við byðum sjálfar
herrum. Um spennuna, kátínuna
og eftirvæntinguna, sem ríkja
á meðal hjúkrunarnemanna, veit
ég ekki, en „að sjálfsögðu" er
það undir hverri og einni kom-
ið, hvernig „tekst til með herr-
ana“.
Læt ég hér með þessari sparða
tínslu lokið.
Með þökk fyrir F’'amsóknar-
polkann, — hann dugir fyrir
lífstíð.
(Aths. þessa ne: Tíminn
að birta). \ 1
Rifrildi innan Alþbl
— um útvarps- og sjónvarpsdagskrá
AÐ undanförnu hefur mikiff
rifrildi staffið innan Alþbl.
um þátt þess í útvarps- og
sjónvarpsdagskrám fyrir kosn
ingar. Svo sem kunnugt er
lagði Hannibal lista sinn í
Reykjavik fram í nafni Albbl.
og hefur lagt höfuðáherzlu á
aff fá hann viðurkenndan sem
slíkan. Landskjörstjórn hefur
og fyrir sitt leyti gert þaff.
Af þessum sökum er aug-
Ijóst að Hannibal getur ekki
krafizt þess, að útvarpsráð
úthluti honum sérstökum
tíma í dagskránum. Þaff
er mál Alþbl. og ráffa-
manna þess, hvemig tíma
bandalagsins er skipt milli
einstakra frambjóðenda þess.
Kommúnistar hafa nú enn
einu sinni leikiff á Hannibal
og útilokaff hann frá þátt-
_stundaði kennslu og vann £ boka
soguræðum verða svo frjalsar . f . , ...
* .... „ „ safm. Siðan reðst hann haseti a
umræður. Allir eru velkomnir , . _ . . , . .
a f„nHinn sænskt flutnmgaskip og sigldi
1 viða um Miðjarðarhaf, aður en
hann hélt til Stokkhólms þar
sem hann var um hálfs árs
skeið næturvörður við nýbygg-
ingu. f New York var hann m.a.
pakkhúsmaður, veitingaþjónn,
kénnari við tvo háskóla (New
York City College og The New
School) og útvarpsfréttamaður
hjá Sameinuðu þjóðunum.
Sigurður kom heim til fslands
haustið 1956 og hefur starfað
við Morguniblaðið síðan, að und-
anteknu rúmu ári (1960—61)
þegar hann dvaldist í Grikklandi
og Indlandi. Haustið 1957 varð
hann aðalbókmenntagagnrýnandi
Morgunblaðsins, en hefur verið
leiklistargagnrýnandi þess síð-
an 1962, jafnframt því sem hann
hefur haft umsjón með Lesbók
Morgunblaðsins frá ársbyrjun
töku. Frá sjónarhóli almenn-
ings er í sjálfu sér ekkert
réttlæti í því, en hvenær hef-
ur Hannibal reynt Moskvu-
kommúnista aff því aff vera
réttlátir? Hann ætti aff þekkja
þá. Aff öffru leyti er gagns-
laust fyrir Hannibal að saka
affra um þaff þótt á honum
sé troðið i hans eigin flokki
og sýnir raunar bezt áhrlfa-
leysi sjálfs formanns Alþbl. í
eigin samtökum aff hann skuli
í svo einföldu máli láta
kommúnista snúa á sig.
Hvernig væri annars aff
Hannibal talaði viff „nánasta"
samstarfsmann sinn, Lúffvík
Jósepsson, varaformann Al-
þbl. og bæffi hann um leiff-
réttingu mála sinna. Þaff ætti
varla að vera óleysanlegt
vandamál fyrir formanninn
og varaformanninn.
Bjarni Benedikts
son.
Jóhann Hafstein
Matthías Á.
Mathiesen.
Sigurður A. Magnússon.
1962. Hann hefur skrifað fjölda
greina í blöð, tímarit og safn-
rit á Norðuríöndum, i Banda-
ríkjunum Grikklandi, Indlandi
og Belgiu.
Frá hendi Sigurðar hafa kom-
ið átta bækur á íslenzku: Ferða-
bækurnar „Grískir reisudagar“
(1953) og „Við elda Indlands“
(1962), ljóðabækurnar „Krotað
í sand“ (1958) og „Hafið og
kletturinn" (1961), Skáldsagan
„Næturgestir" (1961), smásagna-
safnið „Smáræði“ (1965), leikrit-
ið „Gestagangur" (frumsýnt
1962, útg. 1963) og greinasafnið
„Nýju fötin keisarans" (1959).
Safn af Ijóðum hans var gefið
út á grísku í Aþenu 1960 undir
nafninu „Dauði Baldurs og önn-
ur ljóð“. Von er á stóru riti
eftir hann á ensku um ísland
fyrr og nú, sem ber heitið „Ice-
land and Her Viking Descend-
ants“ og kemur út hjá Almenna
bókafélaginu að ári.
Sigurður hefur þýtt allmörg
verk úr ensku, dönsku, þýzku
og grísku, þeirra á meðal „Fa-
bíólu“ eftir Wiseman kardínála
(1950), „Túskildingsóperuna" eft
ir Bertolt Brecht (1959), „Sól
dauðans" eftir Pandelis Prevel-
akis (1964), „Goðsögu" eftir
Gíorgos Seferis (1967), „fsrael“
eftir Robert St. John (1963) og
„Kína“ eftir Loren Fessler
(1965).
Sigurður hefur verið formað-
ur félags íslenzkra leikdómenda
síðan 1963 og aðstoðarritstjóri
„Iceland Review" frá upphafi.
Jafnframt því sem Sigurður
A. Magnússon verður ritstjóri
Samvinnunnar, er hann einnig
ráðinn sem blaðafulltrúi fyrir
Sambandið.
(Fréttatilkynning frá S.f.S.)
Pétur Bene-
diktsson.
Sverrir Júlíus-
son.
Axel Jónsson.
Oddur
Andrésson.
Vormót Sjálfstœðismanna i
Reykjaneskjördœmi
Sjálfstæffisfélögin í Reykjanes
kjördæmi efna til tveggja vor-
móta á næstunni i Félagsheim-
ilinu Stapa í Njarffvíkum og Fé-
lagsgarffi í Kjós.
I STAPA.
Vormótið í Stapa verður föstu-
daginn 26. maí n.k. og hefst
kl. 21. Bjarni Benediktsson
forsætisráðherra mun flytja
ræðu, en stutt ávörp flytja al-
þingismennirnir Sverrir Júlíus-
son, Axel Jónsson og Matthías Á
hías Á. Mathiesen. Að-
göngumiðar verða afhentir á
kosningaskrifstofum Sjálfstæðis-
flokksins og hjá trúnaðarmönn-
um D-listans.
í FÉLAGSGARÐL
Vormótið í Félagsgarði í Kjós
verður haldið laugard. 27. maí
n.k. Þar flytur Jóhann Hafstein,
dómsmálaráðherra aðalræðuna,
en ávörp flytja Oddur Andrés-
son bóndi, Pétur Benediktsson
bankastjóri og Matthías Á. Mat-
hiesen alþingismaður. Síðan
verffa skemmtiatriði og flytja
þar gamanþátt leikararnir Ró-
bert Arnfinnsson og Rúrik Har-
aldsson og hljómsveitin Kátir
félagar leikur fyrir dansi. Þá
verður ennfremur efnt til spenn-
ar.di happdrættis. Aðgöngumið-
ar að vormótinu verða afhentir
á kosningaskrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins í Mosfellssveit og hjá
trúnaðarmönnum D-listans. Er
allt Sjálfstæðisfólk og annað
stuðningsfólk D-listans hvatt til
þess að mæta á vormótunum.