Morgunblaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 27
JVIUKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAI 1967. Kínverskur píanósnilling ur með Sinfóníusveitinni — á siðustu áskriftartónleikum hennar á morgun KÍNVERSKI píanósnillingurinn Fou Ts'ong er einleikari á 16. og síðustu áskriftartónleikum Sinfóniuhljómsveitar fslands á þessu starfsári. Tónleikamir verða haldnir á fimmtudags- kvöld og hefjast kl. 20.30. Stjórn andi verður Bodhan Wodiczko. Á þessum tónleikum leikur Fou Ts‘ong Fíanókonsert í B-dúr, KV 456 eftir Mozart. Auk kon- sertsins verður leikið eitt dáð- asta verk Moazrts, serenaðan „Eine kleine Nachtmusik“. Einn ig konsert fyrir sjö blásturs- hijóðfæri, bumbur og strengja- sveit eftir Frank Martin, sem heyrist nú í fyrsta sinn á ís- landi, en Martin er eitt fremsta tónskáld Svisslendinga. Tónleik- unum lýkur með Paganini-til- brigðunum eftir Boris Blacher. Fou Ts'ong er ungur að árum, 33 ár-a gamall, en hlaut snemma heimsfrægð, er hann vann fyrstu verðlaun í Chopin-keppninni í Varsjá árið 1955. Síðan hefur hann leikið í flestum menning- arlöndum heims. Þess má geta, að hann er tengdasonur fiðluleikarans fræga Yehudi Menuhins. Á fundi með fréttamönnum lauk Fou Ts'ong miklu lofsorði á Sinfóníuhljómsveit fslands og kvað hana standa frama-r sinfó- níuhljómsveitum af sömu og svipaðri stærð á hinum Norður- löndunum. Fou Ts'ong hefur haldið hljómleika í öllum höfuð- borgum Skandinavíu, en þetta er í fyrsta sinn sem hann kem- ur til íslands. Fyrri aukatónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða n.k. föstudag, 26. maí, og þá leikur Fou Ts'ong einleik í Píanókon- sert í C-dúr, KV 415 eftir Mozart og í Píanókonsert nr. 2 eftir Chopin. f>á mun hljóm- sveitin leika sinfóníu í D-dúr eftir Johann Christian Bach. Stjórnandi verður Bodhan Wodiczko. Síðari aukatónleikarnir verða haldnir 1. júní. Verða 'það tékkn eskir tónleikar, sem Zdenek Mácel stjórnar. Á efnisskránni verða verk eftir Dvorak, píanó- konsertinn, sem Radoslav Kvapil leikur, og h-moll celló- konsertinn, sem Stanisl-av Apo- lin leikur. Þess má að lokum geta, að á síðustu áskriftartónleikum Sin fóniuhljómsveitarinnar mun gest um gefinn kostur á að tryggja sér áskriftarskírteini næsta vet- ur og verða sérstök eyðublöð því afhent á tónleikunum. Áskrifendur hljómsveitarinnar munu og fá að njóta annarra forréttinda að þessu sinni, þar sem þeim gefst öllum kostur á forkaupsrétti að miðum á báða aukatónleikana, sem hljómsveit in heldur að þessu sinnL Gunnar Guðmundsson, framk væmdastjóri Sinfóníuhljomsveit arinnar og Fou Ts‘ong. Heybirgðir nægar Fréttir úr Holtum Myikjunesi, 1. maí: LANGUR vetur er liðinn, en lít ið fer fyrir sumrinu enn sem komið'er, Veturinn var í harð- asta lagi, veðra’samur og Kald- ur, en snjóþyngsli yfirleitt ekki mikil. Klaki er þó ekki mkll í jörðu, en síðan fyrr sumarmál hefur verið kalt í veðri með allmiklu frosti stundum svo að klakinn hefur ekki horfið með öllu.. Sauðfé er búið að vera á gjöf síðan um miðjan nóvember og hafa mikil hey gefizt. Fénað- - EGYPTAR Framhald af bls. 1. Tæddum löndum. Goldberg mótmælti dylgjum rússneska fulltrúans og sagði, að það væri að fela höfuðið í sand- inum, að neita að viðurkenna þá ógnun við friðinm, sem komið hefði fram síðan U Thant fór frá New York til Kaiiro. í Washington og New York er álitið, að fundur Öryggisráðsins muni ekki bera tilætlaðan áramg ur vegna þessana orðaskipta þeg- ar í byrjun hans. U Thant í Kairo. ^ Aðalritari SÞ, U Thant, hefur nú dvalið í Kairo í tvo daga og rætt við Mohmoud Riad utan- ríkisu-áðherra Arabíska sam- bandslýðveldisims, en ekkert hef- ur varið látið uppskátt um við- ræður þeirra. Talið er fullvíst, að Thant hafi hvatt Riad til hóf semi í aðgerðum sínum gegn ísrael, og einmig farið fram á það að gæzlusveitir SÞ fái á ný að gæta landamæra Egyptalands og ísraels, en þær væru kvadd- ar frá Sinai-skaganum í byrjun síðustu viku, að kröfu Egypta. U Thant varð þegar við þessari kröfu og hefur hann sætt harðri gagnrýni bæði í Banda-ríkjunum og Evrópu fyrir svo skjóta ákvörðun. Aðalritarinn hefur ekki enn hitt að máli Nasser forseta Ara- bíska sambandslýðveldisins, og ekki er vitað hvenær fundum þeirra ber saman. Fullvíst er þó, að U Thant mun ekki fara frá Kairo fyrr en hann hefur hitt forsetann að máli. Aðalritairinn mun ekki heim- sækja fsrael né Arabaríki utan Egyptal-ands í þeseari för sinni. Deilur um Akaba-flóann. Nasser hefur sent aukinn liðsafla og vopnabúnað til Sharm el Sheikh við Tiran- sund, er tengir saman Rauða hafið og Akaba-flóa. Þar hef- ur og verið komið fyrir öfl- ugum fallbyssum. Það er í Tiran-sundinu, sem Egyptar hafa lagt tundurdufl. Ekki er vitað um neitt ísraelskt skip á leið til Tiran-sundsins, en Eshkol forsætisráðherra Csra- els hefur lýst því yfir, að lok un Tiran-sunds, jafngildi stríðsyfirlýsingu og verði ísra ekkt skip sprengt upp á leið til Eilath muni ísrael þegar hefja styrjöld á hendur Egypt um. Forsætisráðherra Stóra- Bret- la-nds, Harold Wilson, siagði í dag, að Bretland liti á Ak-aba- sundið sem alþjóðlega siiglinga- leið, og brezka stjómin muni styðja allar aðgerðir gegn lokun sundsins. Samskonar yfirlýsingu hefur Johnson Bandaríkjaifor- seti einnig gefið. Wilson vísaði til brezkrar yfir lýsingar frá allsherjarþingi SÞ 1957, þar sem sagði, að Stóra- Bretland Mti svo á, að allar þjóð ir hefðu siglingarétt í gegnum Tira-n-sundið. Wilson ræddi við Abba Eoan utanrítoisráðherra ísraels í da-g, er Eban var á leið frá Tel Aviv til New York með viðkomu í París og Lundúnum. I París ræddi Eban í hálfa klukku stund við De Ga-ulle forseta. f New York mun Eban sitja fund Öryggisráðsins, sem kom saman að nýju eftir stutt hlé í kvöld. Bandaríska utanríkisráðnueyt- ið neitaði í dag þeim orðrómi, að Bandaríkin hefðu hótað Egyptum ofbeldi, ef nauðsynlegt væri til að halda opnum Akaba-flóan- um. Sagði í yfirlýsingu frá utan- ríkisráðuneytinu, að slíkar að- gerðir væru í mótsögn við yfir- lýsta stefnu Bandaríkjanna í kreppúnni fyrir botni Miðjarðar hafs. Stórveldin eru því á öndverð- um meiði varðandi kreppuna. Sovétríkin hafa heitið arabíska Samabandslýðveldinu fullum stuðningi í deilunni við ísrael, en Bandaríkin og Stóra-Bretland hafa tekið afstöðu með ísrael. Fjórveldaráðstefna? Franska stjórnin hefur látið í ljós ósk um ráðstefnu fjór- veldanna frá seinni heimsstyr- jöldinni, þ.e. Bandaríkjanna, Bret lands, Frakklands og Sovétríkj- anna. Á þessi ráðstefna að stuðla að sáttum í deilu Araba og fsra- elsmanna. Bandarikjastjórn hefur þegar lýst sig fylgjandi þessari tillögu, og talsmaður utanríkisráðuneyt- isins, sagði á blaðamannafundi í dag, að með þátttöku Sovétríkj- anna væri ef til vill hægt að komast að raunhæfri niðurstöðu um málið, og hvað tka ætti til bragðs í sambandi við það. Tals- maðurinn kvað það ekki vitað enn hvort Bandaríkjastjórn eða stjórnum hinna fjórveldanna hefði borizt tillaga Frakka förm- lega. \ Skandinavar kallaðir heim. Hafið er að flytja skandin- avíska borgara frá fsrael, og síð- degis í dag kom SAS-flugvél með 150 skandinavíska rikisborgara frá Tel Aviv til Rómaborgar. Sendiherrar Norðurlandanna fjögurra "skipuleggja brottflutn- ingana. Danska utanríkisráðu- neytið hefur upplýst, að um 1000 skandinavískir ríkisborgarar séu í fsrael, þar af 450 Danir. 500 Skandinavar hafa þegar óskað eftir að hverfa frá ísrael. Meðal þeirra eru margir æskumenn, sem hafa unnið á ísraelskum samyrkj ubúum. Bandaríkin, Bretland, Frakk- land og ríkisstjórnir fjölmargra annarra landa hafa óskað eftir því að ríkisborgarar landanna hverfi heim frá ísrael vegna sVrjaldarhættunnar. Þúsundir manna hafa orðið við þessari beiðni og eru flug frá Tel Aviv fulllbókuð langt fram í tímann. Sjálfboðaliðar. Sendiráð ísraels í París skýrði frá því dag, að mörg hundruð Frakkar hefðu boðizt til að gegna herþjónustu i ísrael. Opinberir ísraleskir embættismenn hafa fært fram þakkir sínar, en kveða ísraelsmenn fullfæra um að verja sig sjálfir. Sendiráð fsraels í New York hefur og upplýst, að það fái mörg hundruð upphringinga á dag frá mönnum, sem bjóða aðstoð sína við að verja landið, ef til styrj- aldar kemur. Sendiráðið hefur þakkað sjálfboðaliðunum, en bent á að strið sé ekki enn hafið og að þeir séu amerískir ríkis- borgarar. Síðustn fréttir. Á siðari fundi öryggisráðs 9Þ i kvöld lýsti Bandaríkjastjórn þvi yfir, að hún væri reiðubúin til samvinnu við Sovétríkin, Frakkland og Bretland, bæði ut- an og innan Sameinuðu þjóð anna til að hindra styrjöld í Austurlöndum nær. Sovétrikin hafa ekki vísað á bug tillögum Frakka um fjór- veldaráðstefnu, en fáeinum mín- útum eftir að yfirlýsing Banda ríkjastjórnar var lesin upp, krafð ist fulltrúi Sovétríkjanna í Ör yggisráðinu, Fedorenko, þess að Bandaríkin og Bretland kölluðu herskipaflota sina frá Miðjarð- arhafinu. Sagði Fedorenko, að flotar þessara ríkja stuðluðu hvað mest að þeirri spennu, sem nú ríkir í Austurlöndum nær. ur er þó vel fram genginn og ekki er að óttast að heybirgðir verði ekki nægar, nema þá að gefa þurfi fram eftir öllu sumri. Ekki hafa neinar teljandi samgöngutruflanir orðið hér í vetur fyrr en klaki fór að þiðna úr vegum, en þá urðu sumir vegir hér í uppsveitum eins og grautur í potti og eina úrræð- ið að loka spotta af þeim, enda er það hæg framkvæmd og etoki fjártfrek. Heilsufar hefur verið óvenju gott hér í vetur og tæplega að kvef hafi gert vajrt við sig. Hér hefur verið starírækt tónlistar- dedld við Barnaskólann á Lauga landi í vetur, eins og við fleiri skóla hér í Rangárþngi. Kenn- airi hetfur verið Ólafur Yngvason. Hefur þessi starfsemi gefið góða raun og verður vonandi fram- hald þar á. Félagslíf hefur verið nokkurt i vetur t.d. hefur ungt fólk komið saman að Laugalandi vikulega í vetur, hefur þar verið svokallað föndur, fþróttir o.fl. Þá eru stöku sinnum spilakvöld 'Og er samvinna um þau á milli nágrainnafélaga. Annars er fólk- ið fátt og störfum hilaðið svo að támstund'ir eru af skornum skammti. Nýlega var aðlatfundur Veiði- félags Landmamnaafréttar hald- inn. Vair þar ákveðið að leigja öll vötnin (þ.e. Veiðivötn) út til staingaveiði frá því veiði getur hafizt og þar til um miðjan ágú’st að tveimur vötnum und- anskildum, sem friðuð verða fyr ir allri veiði í sumar. Samvinna hefur tekizt á milli Veiðifélags ins og Ferðafélags fslands um byggingu sæluhúss við vötnin og er áformað að neyna það í 'sumair. Formaður félagsins er Sigurþór Árnason, Hrólfstaða- helli. Á síðastMðnu sumri var stofn- að hér í sveitinni hlutafélag, hf. Hrafn, til að kaupa og reka skurðgröfu. Að félaginu standa Búnaðarfélag sveitarinnar og nokkrir einstaiklingar. Grafnir voru um 170 þú's. rúmmetrar þar af um 120 þús. i Holtahreppi, en hér eru næg verkefni fyrir hendi á þessu sviði. Formaður félagsins er Sigurður Sigurðsson, Skamm-beinaistöðum. Tæpast líður svo dagur að etoki sé einhversstaðar sett upp sjónvarp og eru þau komin mjög viða hér um sveitir. Skilyrði til móttöku sjónvarps eru víða dá- góð, þegair sendirinn í Vest- mannaeyjum er í lagi, en út af því virðist bnegða stundum. Er ekki að efa að eftir eitt ár eða svo verður sjónvarp komið á flesta bæi hér um sóðir. Ekki hefur neitt teljaindi bor- ið á vatnsskorti hér í vetur, enda sumsstaðar lagðar nýjar vatnsleiðslur í haust þar sem erfiðast vair með vatn í fyrra- vetuT. Nokkur tíðindi eru það að nú skuli von á nýrri símaskrá, enda mál að sú gamla falli fyrir borð. Þegar símaskráin kom út síðaist höfðu fallið niður nöfn 17 símnotenda hér við símstöð- ina í Meiri-Tungu. T.d. áttu þaT að vera nöfn átta Magnúsa, en var öllum sleppt, einhverra hluta vegna. Hins vegar fund- ust þessir menn við álagningu atfnotagjalda. Það verðuT að gera þá kröfu að símaskráin sé þainnig úr garði gerð að henni megi treysta. Nýlátinn er Gunnar Runólfs- son hreppstjóri, Syðri-Rauða- læk, eftir stutta legu. Hann var áttatíu og þriggja ára að aildrL M. G. Fjöísóltiu land- ur í Grindovík SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Grinda- víkur hélt fund í samkomuhús- inu í Grindavík í fyrrakvöld. Pétur Antonsson, formaður félagsins setti fundinn og stjórn aði honum. Síðan tóku til máls þrír af frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör dæmd: Matthías Á. Mathiesen, Pétur Benediktsson og Sverrir Júlíusson. Ræddu þeir þjóðmál- in og gerðu fundarmenn góðan róm að máli þeirra. Kom fram mikill einhugur um að vima vel að framgangi D-listans I komandi kosningum. Firnakeppni í bridge ÞRIÐJU og næstsíðustu umferð í firmakeppni Bridgefélags Kópavogs er lokið. Tíu efstu fyr- irtækin eru þá þessi: Efnagerð- in Valur, Bifreiðaverkstæði Pét- uirs Maiack, Bakarí Gunnars Jó- hannessonar, BMkksmiðjan Vog- ur, Kópavogs Apótek, Borgarbúð in, Málning h.f., Sjúkrasamlagið, KRON, Álfhólsvegi og Islenzk húsgögn. - MALBIKUN Framhald af bls. 32. og hliðargötur við Háaleitis- brauL einnig Vesturbrún, Draga vegur, Ásvegur, Hjallavegur og Kam'bsvegur. Þá verður malbito- að í holtunum, Bolholt, Hjálm- holt, Vatnsiholt, Brautarholt, Einholt og Þverholt. Næst verð- ur haldið inn í Voga og mal- bikaðir Skeiðarvogur, Karfa- vogur, Snekkjuvogur, Nökkva- vogur og Ferjuvogur. Þá verða malbikaðar þessar götjur: Hvassa leitL BrekkugerðL SmáagerðL Stóragerði, HeiðargerðL Sogaveg ur og Breiðagerði. Loks skýrði Ingi frá þvi, að lokið yrði við malbikun tveggja gatna í Vesturbænum, hluta af Ægissíðu og Hagamel. Enn- fremur sagði hann, að Reykja- víkurborg myndi aðstoða Sel- tjarnarneshrepp við einhverjar malbikunanframtovæmdir og eins yrði eitthvað unnið við mal- biíkunarframkvæmdir á Reykja- víkurflugvellL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.