Morgunblaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1967.
15
Ólafur BjÖrnsson, prófessor:
Nýi vísitölugrundvöllurinn
og kjör launafólks
UNDANFARIN 2—3 ár mun
hafa verið að því unnið á veg-
um kauiplagsnefndar og Hag-
stofu íslands að búa til nýjan
grundvöll til notkunar við út-
reikning vísitölu framfærslu-
kostnaðar. Er þess í sjálfu sér
ekki vanþörf, þar sem núver-
andi vísitölugrundvöllur er
byggður á neyzlurannsókn, sem
gerð var árið 1953 og er því orð
inn 14 ára gamall, en víst er að
miklar breytingar hafa orðið á
neyzluvenjum á því tímabilL
Drög munu fyrir hendi að hin-
um nýja vísitölugrundvelli, en
ekkert hefur enn verið birt opin
berlega um niðurstöður þeirrar
nýju neyzlurannsóknar er hann
mun verða byggður á. Þykir
mér sú líklegust skýring á
jþessu, að ekki hafi enn náðst
um það samkomulag í kaup-
lagsnefnd að nota hinn nýja
igrundvöll við útreikning vísi-
'tölu framfærslukostnaðar.
Það bar þó við fyrir síðustu
bæjarstjórnarkosningar, að
stjórnarandstæðingar tóku að
beita því í kosningaáróðri sín-
um, að upplýsingar er þeir töldu
sig hafa hlerað frá þeim er
unnu að hinum nýja vísitölu-
grundvelli, sýndu ljóslega, að
þorri láglaunafólks hafði minni
tekjur en Hagstofan væri nú
búin að reikna út, að þyrfti til
að geta lifað af, eins og þeir
orðuðu það. Rökstuðningurinn
var á þann veg, að meðalútgjöld
fjölskyldu af meðalstærð voru
miklu hærri en a.m.k. flestar
tekjur þorra launafólks.
Eftir kosningarnar dofnaði
hins vegar áhugi stjórnarand-
stæðinga fyrir hinum nýja vísi-
tölugrundvelli, og hefur ekki
verið á hann minnzt, þar til nú
fyrir fáum dögum, að hafinn ar
á ný samskonar áróður og fyrir
bæjarstjórnarkosningar í fyrra.
Mér er ókunnugt um niðurstöð-
ur þeirrar neyzluannsóknar,
sem hinn nýi vísitölugrundvöll-
ur verður byggður á. Hins veg
ar má telja víst vegna breyttra
neyzluvenja, og betri lífskjara
almennings nú en var fyrir 14
árum, að allmiklar breytingar
hafa á honum orðið og meðalút-
gjöld vísitölufjölskyldunnar
hafi hækkað meira en nemur
verðlagshækkunum á sama
'tíma. En eins og sýnt skal fram
á hér á eftir, sannar þetta alveg
hið gagnstæða við það, sem
stjórnarandstæðingar halda
fram, og í rauninni byggist allur
þessi málflutningur á því, að
þeir, sem í honum taka þátt,
virðast enga grein gera sér fyrir
því, hver tilgangurinn með vísi-
töluútreikningi og þeim neyzlu-
rannsóknum, er hann byggist á,
er. >að er t.d. firra ein, að
grundvöllur vísitölunnar gefi
vísbendingu um það, hvað séu
þær lágmarkstekjur, sem fólk
þurfi til að lifa af. Er mér ekki
kunnugt um það, að nokkurn
tíma hafi verið framkvæmd
neyzluTannsókn, hvorki hérlend
is né erlendis, sem haft hafi slíkt
markmið, enda væri slíkt alveg
út í bláinn. Það sem hins vegar
vakir fyrir með slíkum neyzlu-
rannsóknum, er að fá upplýs-
ingar um það, hver sé hin hlut
fallslega skipting heildarút-
gjalda þeirra heimila, er þátt
taka í rannsókninni á einstaka
tegundir keyptrar vöru og þjón
ustu. Hver heildarútgjöld meðal
fjölskyldu eru, segir auðvitað
ekkert um það, hvaða tekjur
fólk þurfi til þess að geta lifað,
niðurstaðan í því efni verður
algjörlega undir því komin, hve
' tekjúháar þær fjölskyldur eru,
sem þátt taka í rannsókninni.
Samkvæmt niðurstöðum
neyzlurannsóknarinnar frá 1953,
sem núgildandi vísitölugrund-
völlur er byggður á, námu heild
arútgjöld meðalfjölskyldu mið-
að við verðlag í marz 1959 (en
þá var grundvöllurinn tekinn í
Danskir ferðamenn
hart leiknir í Kína
Ólafur Björnsson
notkun) 00182 kr. Með núver-
andi verðlagi kostar sama magn
vöru og þjónustu 129922 kr.,
þannig að vísitalan hefur hækk-
að um 95%. Ef neyzluvenjur
væru þær sömu 1953 og kaup-
máttur atvinnutekna sá sami og
í marz 1959, ættu meðalútgjöld
fjölskyldu af þeirri stærð, sem
miðað var við þá að nema 129
þús. kr.
Sé það hins vegar rétt, sem nú
er haldið fram í áróðri stjórn-
arandstæðinga, að meðalútgjöld
vísitölufjölskyldunnar samkv.
hinni nýju neyzlurannsókn muni
jafnvel allt að 250 þús. kr., þá
hlýtur það einkum að liggja í
því, að fólk veitir sér nú miklu
meira en verið hefir 1959. Til
þess að kaupa sama magn vöru
og þjónustu og 1959 þurfa tekj-
urnar að hafa hækkað sem verð
hækkunum nemur, eða út 06,2
þús. í 129,0 þús. Það sem meðal-
útgjöldin hafa aukizt umfram
þetta, eru því, ef gert er ráð fyr-
ir óbreyttum vinnutíma, þær
raunverulegu kjarabætur, sem
fólkið hefir fengið á umræddu
tímabilL
Þetta kemur óneitanlega mjög
í bága við það, þegar Tíminn
hefir verið að reyna að „sanna“
að kaupmáttur launa hafi ekkert
breytzt síðan 1959. Þó að vitað
sé, að lífskjör almennings hafa
að vísu batnað stórkostlega á
umræddu tímabili. þá hygg ég
þó, að kjarabætur geti varla ver
ið svo miklar, sem vera ætti, ef
þessar staðhæfingar stjórnmála-
andstöðunnar væru réttar. Hygg
ég, að annað hvort hljóti hækk-
un grundvallarins að vera eitt-
hvað ýkt eða þá að hinar tekju-
hærri launastéttir vegi meira í
nýja grundvellinum en þeim
gamla. Vera má og, að raunveru
legur vinnutími sé eitthvað
lengri nú en var 1959, þó að mér
vitanlega liggi ekki fyrir nein-
ar upplýsingar um það, hvort
svo sé eða ekki.
Meginástæða hækkunar vísi-
tölugrundvallarins er þó tví-
mælalaust hin aukna neyzla eða
hin breyttu lífskjör almennings
á tímabilinu, þannig að sé rétt
farið með þessar upplýsingar
stjónarandstæðinga um niður-
stöður hinnar nýju neyzlurann-
sóknar, þá sanna þær alveg hið
gagnstæða við það, sem þeir
ætlast til.
Eldur í ein-
ongrun húss
Grunur um íkveikju
SAMKVÆMT upplýsingum frá
slökkviliðinu í Reykjavík kom
upp eldur í einangrun hússins
að Grenimel 48, laust eftir
klukkan 20 í fyrrakvöld.
Húsið er í smíðum og var eig-
anda, ásamt slökkviliði, þegar
gert viðvart. Tókst fljótlega að
slökkva eldinn, en skemmdir
munu hafa orðið nokkrar. Elds-
upptök eru ókunn, en álitið er
að um íkveikju hafi verið að
ræða.
Peking 22. maí AP—NTB
DANSKIR ferðamenn, 19 talsins
sem hafa verið á ferðalagi í Kína
síðustu 17 daga, komu í dag til
Mongólíu og höfðu heldur ljóta
sögu að segja af dvöl sinni hand
an landamæranna. Létu þeir svo
um mælt, að væntanlega mundi
'lngur tími þar til ferðamanua-
'hópur frá Danmörku legði upp í
Kínaför á ný.
I ferðamannahópnum var
.blaðamaður nokkur frá Árós-
um. Hann hafði á fundi með há-
skólamönum í Shanghai fyrir
tlu dögum látið falla einhverjar
•athugasemdir, sem Rauðir varð-
liðar töldu niðrandi fyrir Mao
Tse-tung og kínversku þjóðina.
Þegar hópurinn kom til Hanc-
how daginn eftir komst hann
að því, að ferðaáætlun hans
hafði verið gersamlega felld nið
ur, en þess í stað var Dönunum
gert að vera á fundi með 250
Rauðum varðliðum. Varðliðarnir
kröfðust þess, að Danirnir bæru
fram afsakanir og tryggðu, að .
þeir segðu ekkert niðrandi um
Kína er heim kæmi. Að svo
búnu skyldu þeir taka þátt í að
lesa tilvitnanir úr verkum Maos
og syngja byltingarsöngva með
varðliðunum. Eftir hálfrar
þriðju klukkustundar þóf neydd
ust Danirnir til að láta undan.
Ekki bar fleira til tíðinda með-
an þeir dvöldust í Kína, en þeir
fóru þaðan í algeru uppnámi
eftir þessa meðferð.
Starf forstfóra IMorræna
hússlns
STJÓRN Norræna hússins hefir
ákveðið að auglýsa laust til um-
sóknar starf forstjóra stofnunar-
innar, og er starfið auglýst á
öllum Norðurlöndum. Starf for-
stjórans er ákveðið í samþykkt-
um fyrir stofnunina. Er það fólg
ið í að veita forstöðu þeirri
starfsemi, sem fram fer í stofn-
uninni, en henni er ætl-
að að stuðla að aukinni þekk-
ingu íslendinga og áhuga á
norrænum menningarmálum
svo og að stuðla að auk-
inni þekkingu og áhuga manna á
hinum Norðurlöndunum á ís-
lenzkri menningu. Umsækjandi
skal hafa lokið háskólaprófi og
hafa gott vald á einu norrænu
tungumáli og a.m.k. nokkra
þekkingu á íslenzkri tungu.
Starfið verður veitt frá 1. janúar
1968 til fjögurra ára og er hægt
að endurráða forstjórann eftir
lok þess tírna. Árslaun eru
322.000,— ísl. kr. og nýtur for-
stjóri leigulausarar íbúðar 1
Norræna húsinu eftir að hún er
tilbúin. Umsóknir um starfið
ber að senda til háskólarektors,
Ármanns Snævars, fyrir 15. júli
n.k.
(Frétt frá stjórn Norræna
hússins).
ÞjóðleikhúsiÖ — Lindarbœr:
Nemendasýning
Leiklistarskólans
Leikstjóri: Kevin Palmer
Maður fótbrotn-
ar í bygginga-
vmnu
ÞAÐ slys varð að Geitlandsey 3
í Reykjavík um klukkan 22 í
fyrrakvöld, að Guðjón Þor-
valdsson, til heimilis að Háa-
leitisbraut 18, datt er hann vann
að byggingu hússins og fótbrotn-
aði.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Reykjavík var
Guðjón fluttur strax í Slysavarð
stofuna, en þaðan skömmu síðar
í Landsspítalann. , X
LEIKLISTARSKÓLA Þjóðleik-
hússins var slitið í síðustu viku,
og útskrifuðust þá fyrstu nem-
endur, sem stundað hafa þriggja
ára nám við skólann, tíu talsins.
'Lokapróf þessara nemenda voru
að því leyti söguleg, að hvorug-
an daginn, sem þau stóðu yfir,
voru allir kennarar eða prófdóm-
arar skólans viðstaddir, og verð-
ur það að teljast vítaverð van-
ræksla á augljósum skyldum, að
ekki sé meira sagt.
Hins vegar var að þessu sinni
brugðið á þá gleðilegu nýbreytni
að efna til sérstakrar nemenda-
sýningar um helgina, þar sem
fullnaðarprófsnemum var gef-
inn kostur á að koma fram í
tveimur einþáttungum við sitt
hæfi. Var Kevin Palmer falið að
stjórna sýningunni, og valdi
hann einþáttungana sem sýndir
voru. Stjórnaðist valið fyrst og
fremst af því sjónarmiði, að allir
nemendurnir fengju færi á að
koma fram, en að sjálfsögðu
voru hlutverk þeirra misstór og
gáfu misjafna möguleika til
túlkunar.
Einþáttungarnir, sem valdir
voru, eru báðir eftir bandaríska
höfunda, en annars mjög ólíkir
að inntaki og allri gerð.
Sá fyrri, „Yfiirborð“ (Over-
tones), er eftir bandarísku
skáldkonuna Alice Gerstenberg,
sem af ýmsum er talin vera
ifrumkvöðull expressjónismans
í leikritun. Leikurinn er saminn
árið 1913 og bregður upp svip-
mynd af tveimur konum, sem
eru tvöfaldar í roðinu á leik-
sviðinu, hvor þeirra túlkuð af
tveimur leikkonum. Túlkar
önnur innri mann persónunnar,
en hin yfirborðið — það sem að
öðrum snýr. Gefur þessi sam-
stilling tilefni til skemmtilegra
víxlverkana og leikrænna
átaka, sem komu þó ekki fram
nema að takmörkuðu leyti í túlk
un hinna ungu leikkvenna, en
þær gerðu efninu samt furðugóð
skil, þegar á allt er litið. Viða
sýndu þær talsverð tilþrif; svip-
brigði og raddbeiting voru yfir-
leitt í góðu lagi, en blæbrigði
samtalanna kornu ekki öll tdl
skila og sums staðar var farið
heldur geyst í sakirnar. Leik-
nemarnir sem fram komu voru
Anna Guðmundsdóttir, Auður
Guðmundsdóttir, Guðrún Guð-
laugsdóttir og Margrét Helga Jó-
hannsdóttir. Fallegir búningar
þeirra voru teiknaðir af Unu
Collins. Þýðinguna gerði Sigurð-
ur Skúlason og virtist mér hún
vera á tungutömu máli.
Seinni einþáttungurinn og sá
viðameiri var „Dauði Bessie
Smith“, frægt verk eftir kunn-
asta leikskáld Bandaríkjanna af
yngri kynslóð, Edward Albee.
Leikurinn gerist í borginni
Memphis í Tennessee í septem-
ber 1937 og hefur að bakgrunni
hörmuleg endalok blökkusöng-
konunnar frægu, Bessie Smith,
sem fékk ekki aðgang að sjúkra-
húsi fyrir hvíta menn, eftir að
hún hafði lent í bílslysi, með
þeim afleiðingum að hún lét líf-
ið. Albee fjallar fyrst og fremst
um starfsfólk spítalans, hjúkrun
arkonu og kandídat, og leitast
við að finna undirrót hins ömur-
lega atviks í sálarlífi þeirra og
umhverfinu sem hefur mótað
þau. Er krufning hans áhrifa-
sterk.
Leiknemarnir sex, sem fluttu
þennan einþáttung, skiluðu hon-
um furðuheillegum, og náði
sýningin víða mjög sterkum
tökum á áhorfendum. Jónína
Jónsdóttir kom sennilega mest
á óvart í hlutverki hjúkrunar-
konunnar, því hún hefur ekki
komið fram á leiksviði fyrr, svo
talizt geti. Túlkun hennar var
skapheit og blæbrigðarík, þó
'hún væri ívið ýkt með köflum,
og í sumum atriðum var hún
hrífandi, t.d. þar sem hún lýsir
hatri sínu og viðbjóði á öllu sem
kringum hana er. Fæ ég ekki
betur séð en hér sé á ferð efni
í eftirtektarverða leikkonu. Sig-
urður Skúlason hefur leikið
nokkur stór hlutverk áður og
kom því ekki á óvart í hlutverki
kandidatsins, sem var vand-
virknislega túlkað, en það var
eins og vantaði sannfæringar-
kraftinn. Hákon Waage lék Jack,
samfylgdarmann söngkonunnar,
af miklum sannfæringarkrafti i
leikslok, en náði ekki sambæri-
legum tökum á hlutverkinu 1
byrjun, þó margt væri snotur-
lega gert í einræðunum við
söngkonuna. í minni hlutverk-
um voru Jón Gunnarsson, Ketill
Larsen og Sigrún Björnsdóttir,
sem öll skiluðu sínum verkefn-
um með sóma.
Þýðingurna gerði Margrét Jóns-
dóttir, og var hún liðlega unnin.
Þó þessi nemendasýning verði
tæplega talin til leiklistarvið-
burða, er hún kærkomin ný-
breytni sem bæði hlýtur að örva
leiknema til dáða og veita
áhugamönnum um leiklist
nokkra hugmynd um hvar á
vegi stödd leiklistarkennslan er
og hvers má af nýliðunum
vænta. Sigurður A. Magnússon.