Morgunblaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1967. Frá aðalfundi Hagfryggingar hf. Heildarveltan 20 millj. kr. - hagnaður rúmar 3 millj. AÐALFUNDUR Hagtryggingar var haldinn laugardaginn 20. maí s.l. í veitingahúsinu Sigtúni. Fundarstjóri var Árni Guðjóns- son hrl. en Sigurður Sigurðsson lögfræðingur var ritarL 1 skýrslu félagsstjórnar sem stjórnarformaður Arinbjörn Kol beinsson, læknir, flutti var skýrt frá starfsemi, skrifstofurekstri og hag félagsins og komu þar fram ýms athyglisverð atriði. Á starfsárinu hafði skrifstofa fé- lagsins flutt í nýtt og hentugt húsnæði. Þar hefur verið tekin í notkun nýtízku skýrsluvéla- tækni í sambandi við bókhald, tjónatíðni og ökuferil hinna tryggðu, þannig að auðvelt er fljótlegt að fylgjast með afkomu hverrar tryggingartegundar, tjónatíðni bifreiðatrygginga og ýmsu öðru, er varðar rekstur félagsins. Bifreiðatryggingar eru enn umfangsmesta starfsgrein Hag- tryggingar enda þótt félagið hafi nú tekið upp flestar al- mennar tryggingagreinar, svo sem heimilistryggingar, innbús- tryggingar, glertryggingar, bruna tryggingar, smábátatryggingar, almennar slysatryggingar, ferða- slysatryggingar, farmtryggingar og ábyrgðartryggingar. Fjöldi ábyrgðartrygginga bifreiða hafði aukizt um 20% á árinu og eru nú í ábyrgðartryggingu hjá fé- laginu rúmlega á sjöunda þús- und bifreiðar. Lægsti iðgjalda- flokkur félagsins var opnaður 1. maí s.l. svo sem gert hafði verið ráð fyrir þegar félagið var stofnað. Hann er eingöngu ætl- aður beztu ökumönnum, þeim sem verið hafa í næstlægsta ið- gjaldaflokki í 2 ár, án þess að hafa valdið neinu meiriháttar tjónL en svo sem kunnugt er, hafa minni háttar tjón ekki í för með sér færslu milli flokka í tryggingarkerfi Hagtryggingar. Um 70% tryggjenda fluttust í þennan flokk og nemur heildar- bifreiðatryggingaiðgjöld því lækkað mjög mikið, tjónabætur hafa í sumum tilvikum verið auknar, launagreiðslur til skrif- stofufólks og bifvélavirkja hafa verið auknar um eða yfir 40% en við þessar ráðstafanir bregð- ur svo furðulega við að unnt er að breyta afkomu bifreiðatrygg- inga í landinu almennt þannig að nú eru þær ekki lengur reknar með tapi heldur taldar vera eftirsóknarverð og sæmi- lega arðvænleg þjónustustarf- semi. Þá var einnig á það bent, að ekki muni verð á neinni annarri þjónustustarfsemi í landinu hafa lækkað á þessu tímabili. Leiddar voru líkur að því, að það fé, sem bifreiðaeigendum á öllu landinu muni sparast á þessu ári, vegna hinna lækkuðu inu var rúmlega 20 milljónir króna og hagnaður 3.088.000,00 kr. Enda þótt hinar almennu tryggingagreinar hefðu aukizt mikið hjá Hagtryggingu á síð- asta starfsári er aðalhluti ágóð- ans af bifreiðatryggingum, þeim tryggingum, sem áður voru reknar með tapL þegar iðgjöld voru hærri en nú en reksturs- kostnaður aftur á móti mun lægri. Á árinu hafði félagið stjrrkt ýmis konar slysavarnarstarf- semi og gefið út almanak með leiðbeiningum til ökumanna. Þar er að finna flestar þær meg- inreglur sem menn þurfa að hafa í huga til þess að geta ekið tjónalaust. Reglurnar eru settar fram á mjög einfaldan hátt og er þeim skipt niður á mánuði ársins, þannig að á hvern IJlgerðarmenn - skipsf jórar Frá aðalfundi Hagtryggingar. — Valdimar J. Magnússon fra mkvæmdastjóri í ræðustól. Arin- björn Kolbeinsson stjórnarfor maður, ásamt fundarstjóra og f undarritara. Höfum fyrirliggjandi nýuppsetta 40 om- far síldarnót á mjög hagstæðu verði. Stærð: 100 faðma löng, 265 faðma djúp. Leitið upplýsinga. Hmjjón G.dLlaAQnF Sími 20000. lækkun iðgjalda til þessa hóps á yfirstandandi tryggingaári um 3 milljónum króna. Á það var bent, að þegar Hag- trygging tók til starfa, voru bif- reiðatryggingar taldar sú þjón- ustugrein sem rekin var með einna mestu tapi hér á landi. Hagtrygging kom með nýtt tryggingakerfb þar sem miðað var að því að nota trygginga- tæknb til þess að koma í veg fyrir umferðarslys. Meiri ábyrgð var færð yfir á þá, sem títt valda tjónum en gjöld lækk- uðu hjá venjulegum ökumönn- um. Það kom fram að frá því Hagtrygging tók til starfa hafa bifreiðatryggingaiðgjalda, nemi vart minni fjárhæð en 40—50 milljónum króna. Skýringin var talin: sanngjarnir iðgjaldaskil- málar, nýtt tryggingarkerfi, sem stuðlað hefur að minnkuðum tjónum og slysum í umferðinni, samfara bættum vexti bifreiða- trygginga almennt. Valdimar J. Magnússon fram- kvæmdastjóri félagsins las reikn inga þess og gerði grein fyrir fjárhag. EQutafé um síðustu ára- mót var 12 milljónir króna og var þá lokið fyrsta áfanga í hlutafjársöfnun og hefur hluta- fé nú verið innkallað og er að mestu greitt. Heildarvelta á ár- BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU —-K----TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN KVIKSJA Cwn - - - - --X- FRÓÐLEIKSMOLAR HUGMYNDIN um stærð íbúa jarðarinnar á rætur sínar að rekja til mismunandi stærð- arhlutfalla fólksins á jörðinni. — Oft hefur hugmyndaflug mannsins skapað hinar furðu- legustu hugmyndir um stærð mannanna. Árið 1718 kom fram mjög óvenjuleg hug- mynd um stærð mannsins. Hugmyndin kom frá háttsett- um frönskum menntamanni og vakti mikla athygli, þó fá- ir væru á sömu skoðun. Þessi franski menntamaður hélt því fram að Adam hefði verið 125 fet á hæð (um 40 metrar), en Eða um 2,5 metrum minni. Þá viidi hann halda því fram að líkamsstærð mannsins hefði minnkað með hverri kynslóð. Abraham var t.d. „aðeins“ 9,5 metrar og Moses var „ekki meira“ en 4,5 metr- ar, sem þó er mjög mikið mið að við hæð nútímamannsins. Alexander mikli var 2 metr- ar á hæð en Cæsar samkvæmt upplýsingum þessa Frakka, 140 cm. Þannig geta hinar ó- trúlegustu hugmyndir átt sér stað í hugarheimi mannsins. mánuð almanaksins er prentuð sú regla eða þær reglur sem mestu máli skipta á hverjum árstíma. Er hér í raun og veru um að ræða slysavarnaralmanak, sem tryggjendum er hagkvæmt að nota. Á fundinum urðu nokkrar umræður m. a. um vandamál hinna ungu ökumanna í umferð- inni og hvernig unnt sé að flokka þá þannig, að þeir komist í réttlátan iðgjaldaflokk strax 1 byrjun síns ökuferils. Það var á það bent að í rauninni er ekki réttlátt að fiokka alla unga öku- menn með sama hætti strax I byrjun, enda þótt vitað sé að þeir sem bafa minni ökureynslu en 5 ár valdi um 40% tjóna. Bent var á það kerfi sem sums- staðar er notað í Bandaríkjun- um, til þess að flokka unga öku- menn og gera sér grein fyrir væntanlegum ökuferli þeirra. Það byggist á námsskeiðum með sérstökum prófum, sem ungir ökumenn verða að takast á hend ur ef þeir óska að verða aðnjót- andi lágra iðgjalda. Þetta er þó ekki unnt að framkvæma hér á landi eins og sakir standa af ýmsum ástæðum. Fyrst og fremst þarf að afla þessu máli aimenns skilnings, því slíkt námsskeið og próf er ekki unnt að reka nema nægileg þátttaka fáist, einnig vantar þjálfað starfs lið og sérstök æfingarsvæði til þess að unnt sé að koma slíkum námsskeiðum á. Á fundinum var samþykkt til- laga stjórnarinnar um að greiða hluthöfum 15% arð fyrir síðast- liðið ár. í því sambandi var þó bent á að vegna hinna háu og óhagstæðu skattstiga, fara arð- greiðslur sem eru yfir 10 %' venjulega allar í skatta þegar litið er á félagið og hluthafa sem eina hagsmunaheild. Þá var einnig einróma samþykkt á fundinum að heimila stjórn fé- lagsins að auka hlutafé í allt að 30 milljónir króna, Hluthafar Hagtryggingar eru nú 980, á fundinum voru mættir hluthaf- ar og umboðsmenn þeirra sem höfðu umboð fyrir 8,5 milljónir af hlutafé félagsins. í stjórn voru kosnir Arinbjörn Kolbeinsson, Garðar Sigurgeirs- son, Gísli Hermannsson, Guð- finnur Gíslason, Sveinn Torfi Sveinsson. Framkvæmdastjóri félagsins er Valdimar J. Magn- ússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.