Morgunblaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1967. JOfnunarmark ur víta- spyrnu á síöustu mínútu IJrvalið og Hearts gerðu Jaíntefli 3-3 ■ÚRVALSLIÐ landsliðsnefndar og skozka atvinnumannaliðið Hearts gerðu jafntefii í skemmti- legum leik í gærkvöld 3:3. Jöfn- unarmark úrvalsins var skor ið úr vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins. Sáu fæstir af hverju sú vítaspyrna var dæmd, enda mót- mæltu Skotarnir dómnum ákaf- lega. Það var Högni Gunnlaugs- son sem framkvæmdi spyrnuna og skaut föstu skoti í hornið niðri, óverjandi fyrir markvörð Hearts. Leikurinn í gær var fjörugur frá upphafi til enda. íslending- arnir léku í fyrri hálfleik und- an snarpri norðan golu, en eigi að síður voru það Skotar sem að sóttu meira fyrstu mínúturn- ar. Sókn þeirra fylgdi þó ekki veruleg haetta við íslenzka mark- ið, enda virtist þeim margt betur gefið en að skjóta. Á 12. mín. leiksins kom svo fyrsta tækifær- ið sem eitthvað kvað að. Ingvar einlék þá skemmtilega inn á víta teiginn, en hikaði þegar mark- vörður kom á móti honum og skotið lennti framhjá. Skömmu siðar var Ingvar aftur í góðu færi en þá náði hægri bakvörður Karl og Siguröur segja upp KARL G. Benediktsson, þjálf ari ísl. landsliðsins í hand- knattleik og Sigurður Jóns- son „einræðisherra" um val landsliðsins hafa skrifað stjórn Handknattleikssam- bandsins bréf og beðist und- an störfum sínum í sambandi við landsliðið í handknatt- leik. Báðir færa þeir sömu rök fyrir uppsögn sinni, þau að þeir geti ekki sinnt þeim vegna anna. Hafa þeir Karl og Sigurð- ur hafið störf hjá nýju bygg- ingafélagi, Breiðholti h.f., sem er eitt þeirra félaga er tekið hafa að sér störf í sam- bandi við byggingu hins nýja hverfis í Breiðholti. Það hverfi mun rísa með ógnar- hraða, sem kunnugt er, og því mun mikil vinna vera hjá þeim er verk hafa tekið að sér í sambandi við bygging- arnar. Treysta þeir félagar sér ekki til að sinna störfum sínum fyrir HSÍ um sinn að minnsta kosti. HSÍ hefur ekki fjallað um málið enn. Þeir félagar höfðu nýlega sent HSÍ tillögur um þjálfun landsliðsins og lagt þar áherzu á nauðsyn þess að þjálfað yrði í allt sumar, ef verulegur árangur ætti að nást. Uppsögnin veldur því miklum áhyggjum, en vænt- anlega tekzt HSÍ að ráða fram úr vandanum. Hearts að bjarga í horn sem síðan var ekkert úr. Um miðjan hálfleikinn skora svo fslendingar tvö mörk með stuttu millibili. Voru þar að verki þeir Ingvar Elísson og Elmar Geirsson, voru bæði mörkin góð, sérstakfega þó mark Elmars, en hann nýtti út í hörgul mistök sem urðu í vörn Hearts. Skotarnir sóttu nokkuð eftir mörkin, en tókst ek'ki að skapa sér hættuleg tækifæri þar sem varnarmenn úrvalsins voru ágættega á verði og gáfu þeim ekki tíma til að athafna sig. Þegar 10 mín. voru eftir af hálfleiknum var sfeammt stórra högga á mili. Elmar sfeoraði mark, sem dæmt var af vegna rangstöðu. Hermann komst einn inn fyrir og átti bara eftir að koma knettinum framhjá mark- manninum, en tókst það ekki, heldur skaut beint í fang hans. Á 43. mín. kom svo þriðja mark hálfleiksins, en það skor- aði vinstri innherji Skotanna með lausu skoti, eftir mistök í vörn úrvalsins. Síðari hálfleikur Síðari hálfleikur var framan af nokkuð þófkenndur og tókzt hvorugu liðinu að skapa sér hættuleg tækifæri. Skotarnir voru þó að mun ágegnari við ísfenzka markið, enda léku þeir nú undan vindi. Á 30. mín. hálf- feiksins var nokkuð þóf við ís- lenzka markið og endaði það með góðu skoti frá miðherja Hearts. Guðmundur hafði hætt sér um of framarlega og var því úr leið, en á síðasta augna- bliki kom Sigurður Albertsson aðvífandi og tókst að skalla út fyrir markströng. Örfáum mín- útum síðar jafnar Hearts 2:2. Var þar að verki hægri útherj- inn sem skoraði með föstu og fallegu skoti af löngu færi. Átti Guðmundur ekki möguleika á að verja það. Og fimm mín. síðar skora svo Skotarnir aftur. Að pessu sinni með lausum skalla eftir hornspyrnu, en ís- lenzka vörnin og markamður- inn stóð frosin á marklínunni og gerðu ekkert til varnar. Þegar þrjár minútur voru til leiksloka sótti úrvalið fast, og endaði sú sókn með því að Guðni Kjartansson, sem kom inn á í síðari hálfleik fyrir Elmar, skallaði í stöng. Og er ein mín. var eftir var dæmd vítaspyrna sú er áður er frá sagt. Liðin Lið Hearts er fremur jafnt og liggur styrkur þess að mestu í því. Þeir hafa skemmtilega knattmeðferð og spila vel sam- an úti á vellinum. en þegar kem ur upp að markinu er eins og sóknin fari úr böndunum, því Dundee vunn SKOZKA liðið Dundee og enska meistaraliðið Manch. Utd. kepptu í San Francisco i gær. Var báðum liðunum boðið vest- ur þangað til þess að kynna knattspyrnuna. Dundee vann frægan sigur skoraði. 4 mörk gegn 2. Voru liðsmenn ákveðnir mjög en liðs menn Manch. Utd. virtust iíta á leikinn sem aukaleik í sumar- fríi. eins og áður segir virðast þeir ekki hafi miklum skotmönum á að skipa. Landsliðsnefnd má vera á- nægð með lið sitt eins og það lék í gærkvöld. Vörnin var sterkasti hluti liðsins, með þá 'Sigurð Albertsson og Árna Njálsson sem beztu menn. I heild börðust varnarmennirnir mjög vel og gáfu Skotum lítið tóm til að athafna sig. í fram- l'ínunni átti Elmar Geirsson og Ingvar Elísson beztan feik, en þeir ógnuðu mjög með hraða sín um og dugnaði. Þá átti Eyleif- ur þokfcalegan leik, en urðu oft á mistök í sendingum. Björn Lár usson skilaði hlutverki sínu mjög þakkalega, en lítið reyndi 'á hann, sérstakleag í fyrri hálf- leik. — sjl: íslendingar áOL í Mexíco OLYMPÍUNEFND Islands hefur nýlega ákveðið þátt- töiku fslands í sumarleikun- um í Mexico á næsta ári, sagði Björn Vilmundarson form. FRÍ á blaðamanna- fundi í gær. Kvað hann þetta Vera merkasta framtíðarverk efni frjálsíþróttamanna. Þá gat hann þess að FRÍ gerði ráð fyrir landskeppni við Dani og Skota á næsta ári, en næsta Evrópumót verður haldið í Aþenu 1969. Næsta ár verður því „stórt ár“ hjá FRÍ ef allt fer að líkum. 400 m hlaupið á Vormóti I.R. Þórarinn Ragnarsson sigrar Halldór Guðbjörnsson. J Hvað gerir Guð- mundur í kvöld? EÓP-mótið á IHelavellinum — í KVÖLD íer fram EÓP-mótið — frjálsíþróttamót KR og hefst aðalhluti þess kl. 8 á Melavelli, en keppni í stangarstökki mun hefjast kl. 7.30. Hápunktur þessa móts verður án efa kúluvarps- keppnin, þar sem athyglin bein- ist fyrst og fremst að Guðmundi Hermannssyni, sem í kuldanum á Vormóti ÍR varpaði 17.34 m., en fær vonandi betra veður í kvöld. Einnig mun athyglin beinast að syni hans Arnari, sem á æfingum að undanförnu hefur verið að varpa um og yfir 15 metra. Keppnisgreinar eru annars 22 ef allt er talið með, drengja- sveina og stúlknakeppni. Keppn- isgreinar eru: Karlar: 100 m hl., 400 m hl., 800 m hl< 5000 m hl., 110 m gr.hl. og 4x100 m boðhl., kúluvarp, spjótkast, sleggjukast, stangarstökk og hástökk. Drengir 17—18 ára: 100 m hl., 400 m hl., 4x100 m boðhl., spjótkast. Sveinar 14—16 ára: 100 m hl., 400 m hl., 4xl0C m boðhl. og spjótkast. Stúlkur: 100 m hl., 80 m gr.hl. og 4xfeQ m boðhl. Alls taka um 50 manns þátt í mótinu frá 7 félögum og sam- böndum. Frjálsíþróttamenn á fimm mótum erlendis í sumar Á FUNDI með fréttamönnum í gær gaf stjórn Frjálsíþróttasam- bandsins yfirlit um starfsemi sína sem í vændum er á sumr- inu. Hafði Björn Vilmundarson formaður FRÍ orð fyrir stjórn- inni og kvað hana ánægða með vetrarstarfið og innanhússmót- in, nema hvað aðsókn hefði verið helzt til lítil. Hann kvaðst vona að þau „efni“ sem skotið hefðu upp kollinum í vetur myndu halda áfram og auka af- rek sín og eins að fleiri bættust við — t. d. að allur sá skari sem handknattleik stundaði að vetr- inum sneri sér að frjálsum íþróttum að sumrinu til. Björn ræddi um aðsókn að mótun frjálsíþróttamanna og kvað hafa verið dauft yfir þeim hvað hana snerti, en að stjórn FRÍ hefði þá trú að nú væri að rofa til og framundan væru betri tímar. Hann gaf síðan yfirlit yfir mót innanlands á vegum FRÍ og munum við birta það síðar, en einnig ræddi hann um mót erlendis með þátttöku íslend- inga. Munu íslendingar taka þátt í að minnsta kosti 5 mótum er- lendis og eru þau þessi: 24. — 25. júni. Bikarkeppni Evrópu í Dublin. Riðlakeppni fer fram í nokkruim borgum Evrópu á þessum tíma, en í okk- ar riðli keppa auk íslands, Belgía og írland. Luxemburg hefur hætt við þátttöku í keppn- inni. Einn keppandi er í hverri grein. Gert er ráð fyrir auka- keppni í írlandi á eftir. Við höf- um gert okkur von um lands- keppni við Skota í þessari ferð, en úr því getur ekki orðið að þessu sinni. I. — 2. júlí. Tugþrautarkeppni í Kaupmannahöfn. Mót þetta er haldið í sambandi við 800 ára áfmæli Kaupmannahafnar. Óvíst er um fjölda þátttakenda héðan. II. — 12. júlí. Landskeppni unglinga milli Noregs, Finn- lands og Svíþjóðar, sem háð verður í Stavanger, Noregi. Þetta er árfeg keppni þessara landa og hefur Frjálsiþróttasambandið nú óskað eftir því að nokkrir íslenzkir unglingar gætu tekið þátt í þessu móti, ef einstök fé- lög eða héraðssambönd vildu senda sína beztu unglinga til þessarar keppni. Sambandsaðil- ar eru vinsamlega beðnir aS hafa samband við stjórn FRÍ um þetta mál. Danir hafa oft áít' einstaka þátttakendur í þessu móti. 16. — 17. sept. Meistaramót Norðurlanda í tugþraut haldið ! Kaupmannahöfn. Óvíst er um fjölda þátttakenda héðan. 27. — 28. sept. Landskeppni í tugþraut í Schwerin í Austur- Þýzkalandi. Keppendur verða 3. Boð hafa borizt um þátttöku í fleiri mótum t. d. Skotlandi en ekkert hefur verið ákveðið um þátttöku í þeirn. Þjálfun. Fráfall Benedikts Jakobssonar hefur orðið frjáls- um íþróttum þungt áfall. Mjög fáir einstaklingar hafa lagt stund á sérmenntun í þessari íþróttagrein en skortur á leið- beinendum og íþróttakennur- um er mikið vandamál hér á landL Frjálsíþróttasambandið mun eigi hafa þjálfara í sinni þjónustu í sumar en mun reyn* að hafa milligöngu um ráðn- ingu þjálfara fyrir sambanda- aðila, ef þess er óskað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.