Morgunblaðið - 25.05.1967, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 25.05.1967, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1967, Pétur Friðrik sýnir í Iðn- skólanum í Hafnarfirði Sextug í dag: María Jóhonnsdóttii "ÞESSA dag'ana írtendur yfir mál verkasýning Pétu f! Friðriks í Iðnskolanum í Hafnarfirði, en hún er til húsa í sömu bygg- ingu og Bókasafn Hafnarfjarð- ar og stendur húsið við Mjó- sund siem liggur inn úr Hverf- Isgötunni. Er við litum inn á sýninguna hittum við þar 19 t.a- manninn og inntum hann eftir móttökum er verk hans hefðu fengið á sýningunni. — Ég má vera ánægður með þær, sagði Pétur Friðrik. Ég opnaði hérnar á Iaugardaginn og á fyrstu þremur dögunum hafa komið hér milli þrjú og fjögur hundruð manns. — Hvað ertu með margar myndir á sýningunni? — I>ær eru 48. 42 olíumálverk og 6 vatnslitamyndir. Þetta er •að miklu leyti ný málverk, eða frá þessu ári og frá því í fyrra. — Hvað eru margar myndir seldar? — Rúmlega þrjátíu. — Og hvernig er að sýna hérna? — Ég mundi segja að það væri allgott. Birtan er náttúr- lega ekki uppá það bezta, til þess eru gluggarnir of litlir og ljósin verka illa á litina. Sal- irnir eru hinsvegar snyrtilegir og það hefur auðvitað mikið að segja. Þetta er t.d. allt annað en að hengja upp I Listamanna- skálanum, þar sem maður getur átt það á hættu að myndirnar skemmist. Ég hef einu sinni sýnt hér áður og þá með þeim Eiríki Smith og Sveini Björnssyni. — Það er mikið að húsamynd um á sýningunni. — Mér hefur alltaf fundizt gaman að mála myndir af hús- um, sérstaklega gömlum sem Þórsmörk eru búin að öðlast einhvern „kar akter“, ef ég má orða það svo. Hér í Hafnarfirði er líka svo víða skemmtilegir klettar og gróður milli húsanna, þannig að þetta verður skemmtilegt mót- ív. — Og að lokum Pétur. Hvaða áhrif hafa sýningar á listamenn? — Það er sjálfsagt misjafnt eftir einstaklingum, en góð að- sókn og góðar undirtektir sýn- ingargesta hafa örfandi áhrif a.m.k. á mig. Sýning Péturs Friðriks verður opin til 29. þ.m. frá kl. 14—22. Hong Kong. 23. maí — AP-NTB KOMMÚNISTALEfÐTOGAR i Hong Kong, sem staðið hafa fyr ir mótmælaaðgerðunum gegn Bretum þar í borg undanfarna 11 daga beindu í dag árásum sinum að kínverska verkafólk- inu í Hong Kong, sem er 99% alls vinnuafls í borginni. Breiddu útsendarar kommún- ista út alls konar sögusagnir og hótuðu þeim verkamönnum öllu illu, sem ekki taka þátt í að- gerðunum gegn Bretum. Strætis vagnabílstjórar fóru í verkfall og stöðvuðust við það um 400 almenningsvagnar, um 2000 hafnarverkamenn hófu setu- verkfall og ýmsar smávægilegar vinnustöðvanir áttu sér stað. Fregnir í Hong Kong herma að á næstu dögum kunni að koma til víðtækra verkfalla og munu kommúnistar hafa í hyggju að reyna að loka vatns- veitum, gasstöðvum og raf- magnsveitum. Fréttaritarar í Hong Kong telja að næstu tveir dagar muni skera úr um hvort Bretar eða kommúnistar nái yf- irtökunum í borginni, en stjórn- Fluteyri í DAG á frú Maria Jóihannsdótt- ir, póst- og símstöðvarstjóri á Flateyri, • sextugsafimæli. Þessi merka kona er fædd að Hólmum í Reyðarfirði 25. maí árið 1907. Foreldrar hennar voru frú Guð- rún Torfadóttir og séra Jóhann Lúter Sveinbjarnarson, prófast- ur í Suður-Múlasýslu, mikilhæft og gott fólk. María ólst upp hjá foreldrum sínum, en faðir hennar lézt með- an hún var kornung. Bftir lát hans fluttist frú Guðrún Torfa- dóttir með börn sín vestur á feðraslóðir sínar að Sólbakka í Önundarfirði. Átti hún síðan heima þar vestra til dauðadags. Frú Guðrún Torfadóttir var hin merkasta kona, ágætlega gefin og skörungur í sjón og raun. Kom hún börnum sínum farsællega og myndarlega til þrosika og var heimili hennar jafnan meðal önd vegisheimila á Flateyri. Var hún símstöðvarstjóri í kauptún- inu frá því að hún fluttist þang- að vestur um 1912 og fram til ársins 1942 en þá tók María dótt- ir hennar við starfi símstjóra á Flateyri, og síðar tók hún einnig við póstafgreiðslu á staðnum. María Jóhannsdóttir giftist ár- ið 1938 Kristjáni Ebenezersyni, skipstjóra á Flateyri, myndarleg- in í Hong Kong hefur sagt að hún hafi full tök á ástandinu þar og geti auðveldlega haldið uppi lögum og reglu, þrátt fyr- ir örvæntingarfullar tilraunir kommúnista til að æsa fólkið upp. Öflugur lögregluvörður var á götum borgarinnar í dag og virtist ró yfirleitt vera rikj- andi. Brezka stjórnin vísaði í dag á bug mótmælaorðsendingu Pek- íngstjórnarinnar vegna grimmd- arverka Breta í Hong Kong, eins og sagði í orðsendingunni. Það var kínverski sendifulltrúinn í London, Shen Ping, sem gekk á fund Williams Rodgers, aðstoð- arutanríkisráðherra Bretlands og afhenti honum orðsending- una. Var í orðsendingunni kraf- izt þess að Bretar hættu þegar öllum „fasistaaðgerðum" sínum í Hong Kong. Rodgers tilkynnti sendifull- trúanum hins vegar, að brezka stjórnin væri reiðubúin að ræða við Pekingstjórnina um kvart- anir hennar í góðu tómi og á formlegan hátt. um og dugandi manni. En sam- búð þeirra varð ekki löng, þar sem Kristján lézt árið 1947 £ bezta aldri. Var að honum hina mesti mannskaði. Áttu þau hjón tvö mannvænleg börn, Jóhönnu Guðrúnu, stúdent og kennara, sem gift er Erlingi E. Halldórs- syni rithöfundi og Einar Odd, sem er póstafgreiðslumaður á Flateyri, og býr þar hjá móður sinni. Frú María Jóhannsdóttir hefur starfað mikið að ýmsum félags- málum á Flateyri. Hún var um árabil formaður kvenfélagsins á staðnum, var þar kirkjuorganisti og gegndi margvíslegum öðrum störfum. Öll hafa störf hennar mó'.lizt af frábærum dugnaði hennar, reglusemi og samvizku- semi. María Jóhannsdóttir er glæsi- leg og vel gefin kona. Á heimili hennar ríkir frábær gestrisni og höfðingsskapur. Mest um verð er þó sú alúð og hlýja, sem staf- ar frá allri framkomu húsmóð- urinnar. Frú María Jóhannsdótt- ir nýtur vinsælda og virðingar allra er henni kynnast. Hún er traust kona og hreinlynd og legg ur gott eitt til allra mála. Ég óska þessari merku konu innilega til hamingju á tímamót- um um leið og ég árna henni, börnum hennar og öðru skyldu- liði allrar blessunar í nútíð og framtíð. S. Bj. V Málverk af húsum i Hafnarfirði. Verkföll í Hong Kong ERUÐ ÞÉR EINMIG M HUGSA UM ÍRLAND Margt stuðlar að því, að áhugi íslendinga hefur á undan- förnum árum beinzt í auknum mæli að írlandi. íslending- ar, sem hafa ferðazt til írlands, hafa verið sérstaklega ánægðir með kynni af landi og þjóð. Á írlandi eru margir sögufrægir staðir, náttúrufegurð er viðbrugðið og þetta er gósenland fyrir veiðimenn og golfleikara, svo dæmi sé tekið. Lönd og Leiðir efnir til 8 daga hópferðar til ír- lands á tímabilinu 31. maí — 7. júní, og eru því síðustu forvöð að panta far. FERÐIN KOSTAR AÐEINS KR. 6758.- Innifalið í verðinu er flugferð með RR-400 til og frá Dublin bílferð um írland, gistingar á góðum hótelum, morgun- verður, hádegisverður, fararstjórn og söluskattur. Ferðaskrifstofan Lönd & Leiðir hf. Aðalstræti 8 — Símar 24313 og 20800.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.