Morgunblaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1967.
i
99
íbúðaskortur“ hjá möfuglum!
Víðar eru húsnæðisvandræði
en hjá mannfólkinu. Meira
segja hjá fuglunum bryddir á
þeim, og það með áþreifan-
legum hætti, og við það urð-
um við varir hérna á dögun-
um.
Tveir ungir piltar voru á
dögunum að skimast um eftir
fuglum í næsta nágrenni borg
arinnar. Flaug þá Hrossagauk
ur upp undan fótum þeirra.
Þar lágu eggin hans, móleit,
græn mr/ð brúnum deplum,
en við hlið þeirra 2 stærri,
ljósleit og ókennileg.
Þetta vakti að sjálfsögðu
mikla furðu hjá piltunum, og
svo fór, að þeir kölluðu til
mann, fuglafræðing, sem gekk
með þeim nokkrum kvöldum
seinna á vettvang.
Ekki gat hann strax sagt
þeim, hvers fugls aukaeggin
væru, en með þolinmæði vökt
uðu þeir hreiðrið, og þá kom
hið sanna í Ijós. Með góðum
sjónaukum sáu þeir Stelk
setjast á hreiðrið Hrossagauks
ins, og þótt eggin skrýtnu
væru í ljósara lagi, virtist
enginn vafi leika á því, að
®MÍ
Hér
hafa Hrossagaukur og Stelkur lagt saman í eina „íbúð“
vegna húsnæðisskorts.
þarna hefðu Hrossagaukur og
Stelkur hafið samihýli f einu
„herbergi", ef svo má segja.
Taldi fuglafræðingurinn senni
legustu skýringuna á þessu
sjaldgæfa fyrirbrigði, að svo
þröngt væri orðið um mófugl-
ana á þes-sum stað, að þeir
hefðu gripið til þess ráðs að
rugla saman reitum sínum,
sækja saman um „húsnæðis-
málastjórnarlán" og búa sam
an í sátt og samlyndi, meðan
það entist.
Við birtum hér mynd af
hreiðrinu, að vísu hefur eggj-
um fækkað, en það á sér eðli
legar orsakir. Allt um það,
tók Sveinn Þormóðsson mynd
ina við góð skilyrði, og frá-
sögnin er sönn. Og svo bíð-
um við bara eftir öðru til-
felli, sem sýnir þessi geysi-
legu húsnæðisvandræði hjá
fuglum. — Fr .S.
Hrossagaukur á hreilJri.
sá NÆST bezti
Stúdentinn (með reigingi) „Hvort er þyngra, eitt pund af járni
eða eitt pund af fiðri?“
Smalinn: „Láttu það det.ta ofan á fótinn á þér. Þá finnurðu
muninn“.
Áheif og gjafir
TVÆR ungar og framtakssam-
er stúlkur í Skerjafirði, Soffía
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Reyni
stað, og Ragnheiður Erla Bjarna
dótir, Skildinganesveg 30 (13 og
14 ára) óku sig til fyrir nokkru,
bökuðu kökur, fengu gefins ýmsa
aðra smáhluti, og stofnuðu til
hlutaveltu í hverfinu.
Agóðann af hlutaveltunni kr.
2000,00 gáfu þær Barnaheimilinu
Tjaldanesi, Mosfellssveit, en það
er heimili fyrir vangefin börn.
Stjórn Barnaheimilisins hefur
beðið blaðið að færa þessum dug
legu stúlkum alúðarþakkir fyrix
hugulsemi þeirra og myndarskap.
Hinn 23. maí s.l. barst Kálfa
tjarnarkirkju mikil gjöf, kr.
30.000.00 og er hún gefin til
minningar um hjónin Sigríði
Brynjólfsdóttur og Benedikt
Pétursson frá Suðurkoti í Vog
um í Kálfatjarnarsókn en 23.
maí voru 100 ár liðin frá fæð
ingu Benedikts. Hann var
fæddur í Bræðraparti í Vog-
um, en Sigríður, kona hans,
var fædd 1. nóv. 1864 að Ár-
bæ í Landssveit. Þau hjón
bjuggu í Suðurkoti í Vogum
allan sinn búskap. Gjöfina
gefa börn þeirra hjóna Jón
Benediktsson og Guðrún
BenediktsdóttÍT og fósturson-
ur þeirra Guðmundur Jónsson.
Fyrir þessa miklu og höfð-
inglegu gjöf, sem gefendur
óska að gangi til sæta eða lag-
færingar á sætum kirkjunnar,
færir sóknarnefnd fyrir hönd
kirkju og safnaðar innilegar
þakkir.
Sóknarnefnd Kálfatjarnarsókn
ar.
VÍ8UKORN
Andans styrkur eykst við trú,
efasemdir þverra.
Hvergi er myrkur þar sem þú
þjónar lífsins Herra.
Kjartan Ólafsson.
80FN
Ásgrímssafn, Bergstaða-
stræti 74 er opið sunnudaga,
þriðjudaga og fimmtudaga
frá kl. 1.30 — 4.
Listasafn Einars Jónssonar
er opið daglega frá kl. 1:30
til 4.
Náttúrugripasafnið verður
opið frá 1. júní alla daga
frá 1:30 til 4.
Akranesferðir
Akranesferðir Þ.Þ.Þ. mámidaga,
þriðjudaga, fimmtudaga og laugar-
daga frá Akranesi kl. 8. Miðvikudaga
og föstudaga frá Akranesi kl. 12 og
sunnudaga kl. 4. Frá Reykjavík alla
daga kl. 6, nema á laugardögum kl.
Z og sunnudögum kl. 9.
Spakmœli dagsins
Sælir eru þeir, sem hiemþrá
hafa, því að þeir munu komast
heim. — Jung-Stilling.
clulcli máttur
Ég dáist að þcim krafti, er ríkjum ræður einn.
Þó ráði lífsins gátur og skilji ekki neinn.
Sólarljóssins herra á heima í hverri sál,
sem hjartað lætur tala og skrifar guðamál.
Ég er aðeins dropl. og drýp í lífsins haf
með draumsjónir og vonir, er alfaðir mér gaf.
Tilverunnar rúnir ég ræ'ð ei eða skil
þá rökkur slær á hmiin, ég hverf í þennan hyl.
Hjálmai frá Hofi.
Húsmóðir óskar eftir heimavinnu eða kvöldvinnu, t. d. ræstingu. Tilboð merkt „Vandvirk — 537“ sendist Mbl. fyrir miðvikudag. Peningaveski tapaðist Svart peningaveski tapað- ist 1. júní sl. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 24644 gegn fundarlaunum.
íbúð til leigu Til leigu nú þegar er 3ja herb. íbúð á Teigunum. — Uppl. í síma 822/8. Reglu- semi áskilin. Kvenkápur Ódýrar sumarkápur, heils- árskápur og dragtir til sölu. Sími 41103.
Hestur Til sölu 7 vetra hestur. Hefur allan gang og góðan vilja. Verð 17 þús. kr. Sími 34629 á kvöldin. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu
Apaskinnsjííkkar
unglinga- og kvenstærðir.
tf'Á.
Laugavegi 31.
™^D
Rafmagnstalíur
Höfum fyrirliggjandi
200 — 400 og
500 kg. talíur
Útvegum stærri talíur
með stuttum fyrirvara.
Laugavegi 15,
sími 11620,
og 1-3333
-
1 LUD\ STOI riG i RR ,
L J
Allt á barnið — veljið það bezta
Hollenzkir
drengiajakkar
á 2ja — 12 ára. Aldrei meira úrval en nú.
/\>® r
Austurstmti 12
DR. SCHOLL'S
SÁPUHÚSIÐ Vesturgötu 2
auglýsir.
Nýkomnir sjúkrasokkar
nylon með Lycra-Spandex
þræði, allar stærðir.
Fjölbreytt úrval af
Dr. Scholl's vörum
fyrir þreytta fætur.
PÓSTSENDUM,
Vesturgötu 2 — Sími 13155.