Morgunblaðið - 04.06.1967, Side 8

Morgunblaðið - 04.06.1967, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1967. Norræn leiklist og leikhúslíf Rætt við fjóra leikstjóra á norræna leikstjóra- námskeiðinu í Reykjavík NÝLOKIÐ er hér í Reykjavík norrænu leikstjóranám- slkeiði, hinu fyrsta, sem haldið er hér á landi. Þrettán íslen23kir og um fjörutíu erlendir leikstjórar sóttu þetta námskeið og voru þeir frá öllum Norðurlöndum og víð- ar að. Þetta leikstjóranámiskeið nefnist Vasa-námskeið- ið og er hið fimmta 1 röðinni. Fyrir því stóð hér svo- nefnd Vasa-nefnd, sem Guðlaugur Róvinkranz þjóðleik- hússtjóri er formaður fyrir. Morgunblaðið hiltti að máli fjóra hinna erlendu leik- stjóra í því skyni að spyrja þá um leiklist og leikhús- líf í heimalöndum þeirra, hvaða skoðanir þeir hefðu myndað sér um íslenzka leiklist og leikhús og um námskeið það, sem nú er nýlokið. Eftirvænting í norsku leik- húslifi Kirsten S0rli/e frá Oslo er og hefur verið lausráðinn leik stjóri við ýms leikihús. Þetta er í fyrtsta sinn, sem hún hef- ut komið til fslands. Hún hóf ledkhússtörf sem leikkona og var það í tíu ár en hefur unn- ið við leikstjórn sl. fimm éir. Frá unga aldri hefur áhugi hennar verið hjá leiklistinni. — Hvemig er norsku leik- húslífi farið nú að yðar áliti? — Eiins og er þá ríkir eft- irtvænting í leikhúslífi okk- ar, vegna þess að öll leikhús í Noregi munu á naestu þrem ur árutm fá nýja leikhús- stjóra. Hjá okkur hefur það fyrirkomulag verið við lýði, að leikhússtjórarnir voru ár- um saman fastráðnir í stöðum sínum. Nú á breyting að verða á þessu, og við erum þeirrar skoðunar, að það Verði mun heppilegra fyrir- komulag fyrir okkur, heldur en að sami leikhússtjórinn sitji í stöðu sinni alla aevi. Hvaða leikritahöfundar njóta nú einkum hylli í Nor- egi? — Ég myndi segja, að það væri Shakespeare einis og raunar í svo mörgum löndum öðrum. Hvað ný leikrit snert ir, þá er ég þeirrar skoðun- ar, að nú sé heðið ettir ein- hverjum miklum leikritahöf- undi eins og t.d. Bredht, sem Kirsten Sörlie myndi blása nýju lifi í leik- húsið, endurnýja það. Eins og er, þá búum við við „Smörregosrepertoire“ þ.e.a.s. leikrit okkar eru af ýmsum tegundum, gamanleikir. póli- tísk leikrát o.s. frv. Þessu geðjast mér ekki að. Ég álít, að efnisvalið eigi að vera þrengra en eiga þá þeim mun meira erindi til okkar. Það verður að vera fyrir hendi einhver sérstök þörf, sem leik húsið verður að fullnægja. — Hvaða skoðanir hafið þér myndað yður á íslenzkri leiklist og leikhúslífi? — Ég hef séð ýmsar leik- sýningar hér í báðum leik- húsunum í Reykjavík og tel að þær hafi verið mjög já- kvæðar einkum hjá Leikfél- agi Reykjavíkur. Leikfélagið hefur á sér mjög einkennandi ledkhússvip. Ég vil taka það fram, að drvöl mín hér hefur verið mjög ánægjuleg og ætla mér að koma hingað bráð- lega aftur. Ný tegund leikhúss í Dan- mörku Mads-Peter Neumann er untgur leikstjóri og leikari, sem starfar við Gladsaxe Te- ater, en það er nýtt leikhús fyrir utan Kaupmannahöfn, sem taka á til starfa nú í haust. Hann stundaði leiklist- arnám við leikskólann í Ar- ósum í þrjú ár og starfaði síðan við Árósaleikhúsið fyrst sem leikari en síðan sem aðstoðarleikstjóri. Hann hefur sett á svið ný dönsk leikrit og var hið fyrra þeirra einn- ig fyrsta verk höfundarins og leikmyndateiknarans. — Hvað teljið þér mark- verðast nú í danskri leiklist og leikhúslífi. — Það sem ég álít mark- verðast er leikhúsið í Glad- saxe. Með því er verið að koma á fót nýrri tegund leik húss. Við köllum það alþýðu- leikhús í uppeldislegum skiln ingi. Við beinum athygli fólks að okkur með aðferð, sem er alveg ný af nálinni í Danmörku, þ.e. með þvi að hafa fyrirlestra og umræður eftdr sýningarnar á milli ann ars vegar leikara og leikstjóra og hins vegar leikhúsgestanna i salnum. Einnig látum við leikara okkar lesa upp í skól um ræða þar við nemendur i því skyni að fræða þá um, hvað ledkhús er. Á fyrirlestrunum, sem haldnir eru í leikhúsinu, sýn- um við tækni leikhússins og hvað gert er við leiksviðið og hvernig. Við reynum að ná til fólks af öllum stéttum og kenna því að þekkja leikhús- ið. Þess má geta, að við starf rækjum barnfóstruþjónustu, þar sem fólk getur pantað barnfóetru um leið og það Mads-PeCer Neumann pantar leikhúsmiðana. — Hvað mynduð þér vilja segja um íslenzka leiklist og leikhús eftir drvöl yðar hér? — Hvort tveggja hefur kom ið mér ánægjulega á óvart. Ég hafði ekki vænzt þess að koma hingað til lands og verða aðnjótandi listrænna viðburða, en hér hef ég séð virkilega góðar leiksýningar, og þó einkum hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Öll skipulagn- ing þar fellur mér miklum mun betur en hjá Þjóðleikhús inu. Tengslin milli áhorfenda og leiksviðsins sterkari hér Lennart Kollberg er ungur leikstjóri við Borás Stads- teater í Sviþjóð. Hann byrj- aði sem leikari en hafði alltaf hug á að leggja stund á leik- stjórn. Hann kom fyrst fram á sviði í „Riksiteatern“ en það er umferðarleikhús, sem hef- ur sýningar um gjörvalla Sví þjóð, en byrjar sýningar sín- ar í Stokkhólmi. Þar starfaði hann í sex ár eða til 1962 sem 'leikari og framkvæmdaistjóri leikflokks sins. Tilgangur han,s þar var að læra eins mikið um leikhús og unnt var. Árið 1962 fór hann til Finnlands og starfaði þar við Vasateatret bæði sem leikari og leikstjóri, en árið eftir hélt hann aftur til Sviþjóðar og starfaði þar sem ófastráðinn leikstjóri við ýms leikhús. Nú er hann fastráðinn leikstjóri Við Borás Stadsteater eins og að framan greinir. Á sumrin starfrækir hann eigið leikhús í Stokkhólmi. — Á hvaða leikritahöfumd- um hafið þér mest dálæti? — Ég hef mest fengizt við verk klassískra höfwnda eins og Shakespeares og Molieres, en ég geri ráð fyrir, að í framtíðinni muni ég í vax- andi mæli fást við verk nú- tímahöfunda. Franski leikrita höfundurinn Georges Scheha dé hefur vakið mjög áhuga minn en einnig Berthold Brecht og ég vonast til þess að geta nú hafizt handa um að setja verk þedrna á svið. — Hvað vilduð þér segja um nýja sænska leikritahöf- unda? — Það er varla unwt að segja, að fram bafi komið að undanförnu miklir sænskir leikritahöfundar nema Peter Weisa, ©n enda þótt hann «é búsettur í Svíþjóð þá er efni viður hans fremur alþjóðleg- ur en sænskur og ef til vill varla rétt að láta á Weiss sérstaklega sem sænskan höf- und. — Hvernig finnst yður, að námskeiðið hér hafi tekizt? — Ég bef haft mikið gagn af því að sækja þetta nám- skeið og af því að koma hing að til íslands. Þetta er í fyxsta sinn, sem ég kem hingtað til ’lands og þetta er í fyrsta sinn, setn ég tek þátt í nám- skeiði af þessu tagi Lennart Kollberg — Og hvaða skoðanir haf- ið þér getað myndað yður um íslenzkt leikhús. — Leikhúsið gegnir meira hlutverki hér í þjóðfélaginu en í Svíþjóð. Ég tók eftir því einkum í Iðnó t.d. að leik *húsið hafði eittbvað að segja 'áhorfandanum og að tengslin milli áhorfenda og leiksviðs voru miklu strekari en ég á að venjast. Mér finnst sem meiri áhugi, baráttuvilji otg sterkari andi riki á meðal en í Þjóðleikhúsinu af hvaða ieikaranna á sviðinu í Iðnó en í' Þjóðleikhúsinu af hvaða ástæðu, sem það kann að stafa. Kolf Langbacka Tangó tilkomumest Ralf Lángbacka, einn af fulltrúum Finnlands á nám- skeiðinu er tiltölulega ungur maður. Hann á að baki mikla reynslu sem leikari og leik- stjóri og er nú einn helzti og þekktasti leikstjóni í Evrópu. Hann tekur blaða- manni Mbl. hlýlega og talar eins og sá sem valdið hefur enda blaðamönnum og öllu slíku vanur. Aðspurður kveðst hann nú starfa sem lisitrænn leikhús- stjóri Sænska leikhússins í Helsingfors, en vinnur auk þess mjög víða við að setja á srvið leikrit bæði 1 Finn- Iandi og Svíþjóð. Hann rómar íslenzka leikhúsmenningu, þegar tillit er tekið til fbúa- fjölda ag annarra staðhátta. Hann hefur ásamt erlendu og íslenzku leikhúsmönnunum verið í leikhúsi hér á hverju kvöldi meðan á dvölinni stóð og segir að margar sýningarn ar hafi verið góðar og þá eink um Tangó, Þjófar, lík og fal- ar konur og HornakóraJlinn. — Ég varð fyrir vonbrigðum með sýránguna á „Mar.ad /Sade“ hér í Þjóðleikhúsinu, sagði hann — ekki af því að ég telji míniar eigin uppfærsl- oir á því leikriti hafa verið svo góðar (en Langbacka hef ur tvisvar sett „Marad/Sade“ é svið) heldur fannst mér sýn ingin mjög ruglingsleg og ég er hræddur um að hinn al- menni leikhúsgestur hafi ekki fengið það út úr leikritinu, sem Weiss upphaflega hafði ætlast til, þar isem þáttiskil og atburðarrás íslenzku sýn- ingarinnar voru mjög ógreini feg. Eins og aðrir erlendir gest- ir sem íslend hafa heimsótt og giist landið um lengri eða Bkemmri tíma dáist Lang- backa að íslenzkri náttúru- Æegurð. — Hér ríkir þögn og frið- ur, segir hann og það hefur Verið sérlega ánægjulegt að eyða hér frístundunum. Mitt í þýgninni heyrði ég duninn í Gullfoss og Geysi gjósa, en svo gart ég fljótlega aftur horf ið út í náttúruna — út í þögn ina til að búa mig undir istarf dagsins. Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins Hvetur al\t stuðningsfólk sitt til oð gera skil. Skrifstofan í Siálfstœðishúsinu er opin í dag. Dregið á þriðjudag um 5 evrópskar bifreiðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.