Morgunblaðið - 04.06.1967, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNf 1967.
f SKRIFSTOFU sinnl á tí-
undu hæð, efst í hæstu bygg-
ingu Kólóradó-háskóla, hefur
dr. Edward U. Condon prýði-
lega aðstöðu til að rannsaka
himininn í leit að fljúgandi
— eða ÓFF, óþekktum fljúg-
andi fyrirbærum.
Úr gluggum hans sér í
norðvestur í átt að rótum
Klettafjallanna, í norður áleið
is til Cheyenne í Wyoming-
fylki, i austur yfir hinar víð-
áttumiklu sléttur, sem teygja
sig að Mississippi-fljóti, í
suðaustur i átt til Denver í
60 km. fjarlægð.
Ogí vissum skilningi er Ed-
ward Condon, eðliisfræðing-
ur, að svipast um eftir ó-
þekktum fljúgandi fyrirbær-
um. Hann stjórnar hópi vís-
indamanna, sem rannsaka
skýrslur um „fljúgandi diska“
sem sumir telja gesti frá fjar-
lægum plánetum.
Sjálfur hefur dr. Condon
aldrei séð „fljúgandi disk.“
í Washington starfar Ric-
hard Hall, varaformaður
Óþekkt fljúgandi fyrirbæri. Þetta er ein af þremur myndum sem Rex nokkur Heflin tók í
Kaliforníu 3. ágúst 1965 og ekki hefur fengizt skýring á.
„Fljúgandi diskar“
Eftir Alton Blakeslee
NICAP (en það er nefnd, sem
rannsakar fyrirbæri í lofti),
í skrifstofu á þriðju hæð með
útsýni ytfir götur í miðborg-
inni. Með hliðsjón af starfs-
reynslu sinni álítur hann að
sum hinna óþekktu fyrirbæra
komi utan úr geimnum.
Sjálfur hefur Hall aldrei
séð „fljúgandi disk.“
Og það hefur heldur ekki
dr. J. Allen Hynek, en hann
er skeggjaður stjamfræðing-
ur, sem í næstum tvo ára-
tugi hefur verið vísindalegur
ráðunautur flughers Banda-
rikjanna um óþekkt tfljúgandi
fyrirbæri. Frá skrifstofu sinni
á jarðhæð í Dearborn rann-
sóknarstafunni við North-
western-háskóla í Evanston í
Illinois-tfylki hefur dr. Hynek
barizt fyrir strangri, vísinda-
legri afstöðu til þessara fyr-
irbæra, sem menn kalla fljúg
andi diska, og þessi krafa
hans flýtti fyrir stofnun
Condon-nefndarinnar.
í næstum 20 ár hafa fljúg-
andi diskar valdið miklu
moldviðri meðal Bandaríkja
manna. Skoðanir eru skiptar,
sumum er þetta tilfinninga-
mál, aðrir gera gys að öllu
saman og enn aðrir fylgjast
rólegir með framvindu mála.
Milli ötfganna í skoðunum
er langt bil, sumir eru sann-
færðir um, að hægt sé að út-
skýra öll skipti, sem diskum
hefur sézt bregða fyrir, sem
eðlileg eða sálfiræðileg fyrir-
bæri, og aðrir eru sannfærðir
un, að stundum sé sannarlega
um að ræða gesti utan úr
geimnum. Þar á milli eru
milljónir manna, sem einfald-
lega vilja ekkert fullyrða.
Sennilega er tflóknasta
spurningin, hvers vegna þetta
mál er enn rætt, eftir allan
þennan tíma? Hvers vegna
sjá menn fyrirbæri, sem ekki
fást skýrð?
Frá öðru sjónanmiðinu eru
röksemdirnar, sem liggja fyr-
ir, þessar:
Sum óþekkt fljúgandi fyr-
irbæri gætu verið utan úr
geimnum, ekkert sannar, að
svo sé ekki. Ymislegt sem
þjálfaðir athugendur, þar á
meðal vísindamenn og flug-
menn, hafa séð bendir sterk-
lega til þess. Flugher Banda-
ríkjanna hefur í rauninni
ekiki rannsakað málið ná-
kivæmlega. Fiugherinn á þátt
í samsæri til að breiða yfir
sannleikann. „Vísindastofnun
in“ þek/kir staðreyndirnar, en
vill ekki viðurkenna, að æðri
siðmenning og vísindi séu til
annars staðar. Vísindamenn
og aðrir hafa oft gert gys að
heiðarlegu og velmetnu fólki
fyrir að lýsa því, sem það sá,
í stað þess að leggja við eyr-
un og rannsaka sögur þess.
Og fxá hinu sjónarmiðinu:
Flugherinn segist fullviss
um að þessi óþekktu fyrir-
bæri séu engin ógnun við
þjóðaröryggi. Að sanna að
fyrirbærin séu yfirnáttúruleg
ætti að vera í verkahring
þeirra, sem því trúa. Með
aukinni viðleitni og fjár-
magni væri sennilega hægt
að sikýra fyrirbærin án þess
að álíta að þau komi frá öðr-
um hnöttum. Sumt, sem menn
segjast sjá, er bull, en oftast
er um að ræða loftbelgi, flug
vélar, stjörnur, loftsteina og
annað slíkt.
Og einn sálfræðingur segir,
að „óvirðingin við að út-
sikýra“ hæfi ekki „mikilfeng-
leika atburðarins", sem menn
upplifðu eða lönguninni til að
trúa á heimisóknir frá öðrum
heimi.
Vissulega hatfa vísindaskáld
sögur og ályktanir, sem vís-
indamenn hafa birt, stuðlað
að vaxandi meðvitund al-
mennings um, að verið gæti
líf á milljónum eða billjón-
um annarra pláneta meðal
allra þeirra billjóna billjóna
stjarna, sem til eru í alheim-
inum. Úr því að maðurinn
sendir rannsóknartæki til ná-
lægra pláneta, gæti ekki ein-
hver háþróuð siðmenning
annars staðar verið að rann-
saka jörðina?
Fyrirbærin fljúgandi hafa
fært sumum höfundum tals-
verðar tekjur, en alvarlegum
rannsóknum hefur lítið miðað
vegna ta-kmarkaðra fjárveit-
inga.
í rnargar aldir hafa menn
séð einkennileg Ijós eða
óskýrð fyrirbæri á himnum.
Sumar sagnir, í Kína, Perú
og víðar, hafa verið túlkaðar
þannig, að lífverur utan úr
geimnum hafi komið til að
byggja jörðina.
Núverandi útbreiddi áhugi
á fljúgandi fyrirbærum í
Bandaríkjunum kviknaði
vegna þess að árið 1947 skýrði
flugmaðurinn Kenneth Arn-
old frá því, að hann hefði séð
níu einkennilega hluti á
hreyfingu yfir Rainier-fjalli í
Washington-fylki. Og nafnið
„filjúgandi diskur“ var búið
til.
Síðla árs 1947, en það ár
óx spenna kalda stríðsins
mjög, hóf flugherinn rann-
sókn, sem síðar hlaut nafnið
„Áætlunin BLáa bókin.“ „Bláu
bókinni" barst árlega stöðug-
ur straumur frásagna um
hluti á flugi, 1.501 tilfelli 1952,
1.006 á árinu 1957 og 1.060
árið 1966.
Majór Hector A. Quintan-
illa jr. herforingi, sem er yfir
„Bláu bókinni" á stöð flug-
hersins nálægt Dayton í Ohio
fylki, gerir eftirfarandi yfir-
lit yfir hinar 11.107 tilkynn-
ingar síðan 1047:
Sex af hundraði, — 676 —
eru enn skráðar sem óupp-
lýstar, þar á'meðal 30 frá síð
asta ári. Aðrar 242 eru skráð-
ar þannig, að skort hefði
nægilegar upplýsingar til að
komast að niðurstöðu.
Svar „Bláu bókarinnar" er
neikvætt við þremur spurn-
ingum:
Ekkert bendir til þess að
þau dæmi um fljúgandi fyrir
bæri, sem rannsökuð hafa
verið, feli í sér neina ógnun
við þjóðaröryggL
Ekkert bendir til þess, að
þessi „óskilgreindu“ fyrir-
bæri séu neitt fyrir handan
svið vísindalegrar þekkingar
nú á dögum.
Ekkert bendir til þess, að
óskilgreindu fyrirbærin séu
farartæki frá öðrum hnöt.t-
um. En „filugherinn neitár
ekki þeim möguleika, að líf í
einhverri mynd kunni að vera
til á öðrum plánetum í al-
heiminum".
Og því er bætt við, að all-
ar ljósmyndir, sem rannsak-
aðar hafa verið, hafi verið úr
skurðaðar „mistúlkun á eðli-
legum eða þekktum hlutum".
Að því er „Bláu bókinni"
viðvíkur, er „óskilgreint fyr-
irbæri“ skýrsla, sem, að
því er virðist, „inniheldur
allar viðeigandi upplýsingar
til að benda á gilda tilgátu
viðvíkjandi útskýringu á
skýrslunni, en lýsingu hlutar
ins og ferða hans er ekki
hægt að samræma neinum
þekktum hlutum eða fyrir-
bærum".
En hvað sér fólk þá? „Bláa
bókin“ telur að í flestum at-
vikum sé um að ræða flug-
vélar, veður- og endurvarps-
loftbelgi, gervituhgl, loft-
steina, skærar stjörnur og
plánetur, eldtflaugar, leitar-
ljós, ský, fugla, endurspegl-
anir, uppstreymi, hillingar,
neita frá rafmagnslínum,
fenjagras og jafnvel vita.
Majór Quintanilla glottir
að þeim gróusögum, að Flug
herinn hafi líkhús þar sem
séu „verur frá því er fljúg-
andi diskur hrapaði“, eða að
skritfstofur „Bláu bókarinn-
ar“ hafi eitt sinn haft „fljúg-
andi disk í kjallarainum".
„Byggingin hafði engan kjall
ara“, sagði majórinn.
Bandaríkin eru svo að
segja ein um að hafa opin-
bera skrifstofu til að rann-
saka fregnir um „óþekkt
fljúgandi fyrirbæri", er nið-
urstaða athugunar sem
Associated Press gekkst fyrir
meðal 21 þjóðar. Sú athuga-
semd kom frá Moskvu, að
Sovétríkin „ræði ekki málið".
Bretland hefur enga opin-
bera skrifstofu, en skýrslur
eru sendar varnarmálaráðu-
neytinu. í Svíþjóð skráir
Rannsóknarstofnun varnar-
mála skýrslur og rannsakar
sum tilfellin. í Ástralíu reyn
ir ástralski fiugherinn að
meta skýrslurnar.
Borgaraiegir klúbbar og
félög um „fyrirbærin“ eru
starfrækt í helmingi land-
anna, sem könnunin náði tiL
Dagblöð birta fréttir stund-
um æsilegar og stundum af
litlum ákafa.
Vísindamaðurin.n, sem
sennilega hefur lengsta
reynslu í þessum málum, dr.
Hynek, segir: „það skiptir
ekki meginmálL hvað þetta
„óskilgreinda fyrirbæri“ er,
við skulum líta alvarlega á
málið. Engar knýjandi líkur
benda til þess að þetta sé af
öðru en eðlilegum orsökum,
og 95 af hundraði af fregn-
unum má auðveldlega skýra,
sem loftbelgi, loftsteina, eld-
hnettL fugla, gervitungl, hill-
ingar eða annað“.
„En hversvegna ættu slík-
ar tilkynningar að vera til?
Hvað græðir fólk á þessu?
Virðulegir vísindamenn hafa
séð sum fyrirbærin og geta
ekki skýrt það, sem þeir sáu.
Samt eru sumar sögur mjög
langsóttar."
„Við ættum ekki að taka
þá afstöðu, þegar einhver
lyeggur fram skýrslu, að eng
in mynd hafi verið á sjáaldri
hans. Þetta er mikið hávaða-
mál. En við ættum að gizka
á menntaðan hátt á hvað
kemur hávaðanum af stað og
rannsaka það“.
Dr. Hynek telur, að smám
saman geti vísindamenn öðl-
azt nýjar upplýsingar um
veðurfræðiieg og loftfræði-
leg fyrirbæri.
Eins lengi og til eru ein-
hver „óskilgreind fyrirbæri"
verður spurningunni .um,
hvort „fljúgandi diskar“ komi
frá öðrurn hnöttum að verða
ósvarað.
„Aldrei hefur farið fram
nein raunverulega vísindaleg
rannsókn á fyrirbærunpm",
segir dr. Hynek. „Erum við
að gera sama glappaskotið og
Franska vísindaakademían.
þegar hún vísaði á bug sög.um
um steina, sem „féllu af himn
um?“ En að lokum voru loft-
steinar viðurkenndi af vís-
indunum.“
Verölag á
BLAÐINU hefur borizt eftirfar-
andi til kynning frá Grænmetis-
Verzlun landbúnaðarins.
Undanfarinn hálfan mánuð
hafa blöðin í Reykjavík verið
að birta meiri eða minni út-
drætti úr sálsýkiskenndum þvætt
ingi um Grænmetisverzlun land-
húnaðarins, sem Sveinn Áseirs-
son dreifði út á blaðamanna-
fundi 28. apríl sl. og hefir það
tekið sum blöðin allt að því
hálfan mánuð að ákveða hvort
þetta væri birtingarhætft eða
ekki:
í upphafi þess, sem Sveinn
Ásgeirsson fékk fréttamönnun-
kartöflum
um í hendur var siðlaus aðdrótt-
un að Saksóknara ríkisins, um
að hann hafi látið hjá líða að
höfða mál á Grænmetisverzlun
landbúnaðarins, þó að hún væri
sek um öll kæruatriði, sem kært
var yfir í málsherferð neytenda-
samtakanna. Þann kafla hafa
fiest blöðin fellt niður, sennilega
ekki þótt hann birtingarhæfur,
og var það að vonum.
Það, sem er nýtt í þessu síð-
asta „Sveinsbréfi" er, að Græn-
metisverzlun landbúnaðarins er
sökuð um að hafa með verðlagi
á erlendum kartöflum í vetur
okrað á neytendum og grætt
þannig offjár.
Þessi fjarstæða var leiðrétt í
Útvarpsfréttum, um leið og á-
sakanir Sveins voru lesnar yfir
landsfólkinu, en vegna þess hve
hæpið er að fólk almennf hlusti
á alla fréttatíma útvarpsins,
þykir hlýða að birta, einnig í
blöðum frásögn um gang þessa
máls.
Þegar íslenzku matarkartöfl-
urnar þrutu í janúar í vetur og
sala hófst á erlendum kartöflum,
höfðu verið sett verðfestingar-
lög, sem bönnuðu verðhækkanir
á vörum. Hins vegar var vitað
að verð á erlendum kartöflum
á heimsmarkaði rokkar nokkuð
upp og niður eftir framboði og
eftirspurn. Viðskiptamálaráðu-
neytið taldi því nauðsynlegt að
setja fast verð á innfluttar kart-
öflur, sem stæði óbreybt til mán-
aðamóta apríl-maí. Viðskipta-
málaráðuneytið lét síðan reikna
út slíkt verð eftir meðal úttflutn-
ingsverði á dönskum kartölfum
frá árinu áður. Síðan skyldi það
athugað í lok apríl og verðið þá
ákveðið að nýjiu, eftir því hver
útkoman hafði orðið yfir þann
tíma, sem liðinn var.
Þetta var svo gert 24.—26.
apríl og vegna þess að útflutn-
ingsverð á dönskum kartöflum
hatfði farið lækkandi er á vetur-
inn leið, öfugt við það sem gerð-
ist árið áður, þá var nokkurt fé
handibært, og var þá ákveðið að
hota það til að greiða niður verð
<á kartöflum á næsta tímabili,
eftir því sem það hrykki til.
1 1 samræmi við það var svo
gefið út ráðuneýtisbréf, 26. apríl
•sl. þar sem svo er ákveðið að
heildsöluverð á pökkuðum kart-
öflum skuli lækka um kr. 2,00
pr. kg., eða úr kr. 7,70 í 5,70 pr.
pakkað kg. og hefir það verð
gilt frá þeim degi.
Það sem Grænmetisverzlun
landbúnaðarins hefir fyrir sitt
starf er af ráðuneytinu ákveðið
það sama og hún hefir fyrir a5
Selja íslenzkar kartöflur. Af
Iþessu er augljóst hvílík regin
biekking það er að reyna að
læða því inn hjá neytendum að
Grænmetisverzlun landlbúnaðar-
ins hafii ráðið verðinu á þessum
erlendu kartöflum og grætt á
því einhverjar ofboðslegar fjár-
tfúlgur.
Þar sem aðrar ásakanir í þessu
Sveinsbréfi eru á álíka góðum
‘rökum reistar verða þær ekki
Iraktar hér nánar að sinnL '