Morgunblaðið - 04.06.1967, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.06.1967, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1967. ú t oitmH Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritst j órnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: f lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ÁBYRGÐ ÆSKUNNAR ¥ bosmin.gun'uim nœstkosn- ■*- andi sunnudag, ganga 12000 kjósendur í fyrata síkip'ti að kjörborðinu. Þetta uniga fólk hefur í mörgum tilvikum ekki tekið ákveðna aflstöðu í stjórnmiá'lum fram til þessa, en ábyrgð þess er miikil, þegar það kemur í kjörklefann vegna þess, að atkvæði hinna ungu kjós- enda geta ráðið úrslitum um það, hverjir fara með stjóm landsins næstu 4 ár. Hin unga og upprennandi kynslóð, sem nú er að kom- ast tifl. vits og ára og láta að sér kveða í íslenzku þjóðlífi hefur um margt í æsku sinni og á uppvaxtarárum búið við betri kjör en foreldrar hennar og afar og ömmur áttu við að búa í sinni æsku. Og það er nauðsynlegt að æska Íslands í dag geri sér þess fyllilega grein, að þau Mfskjör ,sem íslendingar búa nú við, hafa ekki unnizt átaka- og erfiðislaust. Fyrir þau lífskjör á æskan eldri kynslóðunum mikla skuid að gjalda. En um leið og æskan met- ur og virðir það mikla starf sem tvær kymslóðir hafa unn ið á íslandi á undanförnum áratugum llítur hún fram á veg og er staðráðin í að tryggja sér og sínum á næstu áratugum sambærileg lífls- kjör við það, sem bezt ger- i)st með öðrum og stærri þjóðum. Hún horfir fram ti'l þess að byiggja upp sína eiig- in framtíð og sitt eigið heim- ili og elur í brjósti glaesta drauma um framtíð íslands á síðari hluta 20. aldarinnar. Það val, sem unga fólkið stendur frammi fyrir í dag er ákaflega einfalt og auð- vdlt. Það verður að gera upp við sig, hvort það vill halda áfram því uppbygg- ingarstarfi, sem unnið hefur verið í tíð núverandi ríkis- stjórnar undir fórustu Sjálf- stæðisflokksins um nær 8 ára skeið og hefur gert hvoru tveggja í senn að tryggja hraðari uppbyggingu at- vinnuveganna en nokkru sinni fyrr og þjóðinni betri Iffskjör en áður, og aamibæri- leg við það sem bezt gerist með öðrum þjóðum, eða hvort hún viil kalla yfir sig þau höft á athafnafrelsi fólks ins í landinu, sem foreldrar þess áttu við að búa á sín- um yngri árum, skömmtun og ofstjórn pólitískra nefnda og róða. Þetta er valið, sem æskan stendur frammi fyrir í dag og ábyrgð hennar er milkil. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur allt frá stofnun sinni not- ið meira trausts íslenzkrar æsku en nokkur annar stjónn málaflokkur, og hann hefúr sýnt æskunni meiri trúnað en nokkur annar stjórnmála- flokkur. Sjálfstæðisflokkur- inn heitir þvtf, að hann muni í framttfðinni sem hingað tál, vinna að hinum sérstöku hagsmunamálum æskunnar á sviði húsnæðismála og menntamála um leið og hann mun hefja nýja og ötfluga framfarasókn sem byggist á þeim trausta grundvelli, sem viðreisnin hefir lagt. Sjáltfstæðisflokkurinn býð- ur æskunni krafta stfna og hann viflfl njóta krafta henn- ar til þess að ísland megi á næstu áratugum skipa traust an og virðulegan sess í sam- félagi þjóðanna og að íslend- ingar megi á næstu áratug- um búa við jafngóð lífskjör og bezt þekkist með öðrum þjóðum. Sjálfstæðisflokkur- inn er flokkur framtíðarinn- ar, framtíðin er æskunnar, þess vegna munu Sjálfstæðis flokkurinn og æskan taka höndum saman í þessum kosningum um að tryiggja framtíð og veMerð íslenzku þjóðarinnar. „DAUÐ OG KÖLKUÐ GRÖF" FMnn af frambjóðendum á ^ lista Hannibals hefur lýsit því yfir í blaðagrein, að Alþýðubandalagið sé eins og „dauð og kölkuð gröf“. Þessi opinskáa lýsing lýsir vel ástandinu í Alþýðubandalag- inu og vissulega munu marg- ir taka undir það með fram- bjóðanda þessum að Alþýðu- bandalagið sé eins og „dauð og kölkuð gröf“. Sami frambjóðandi Al- þýðubandalagsins hefur lýst því yfir, að „enginn neiti því að lffskjör íslendinga eru fyllilega sambærileg við það, sem bezt er erlendis, þar sem við þekkjum til.“ Þetta er að sjáMsögðu sannmæli, en hitt er svo annað mál, hvort kjósendur muni treysta hinni „dauðu og kölkuðu gröf“ Al- þýðubandalagsins til þess að tryggja að svo verði í fram- tíðinni. Alþýðubandalagið er sundr uð og tætingsleg stjómmála- samtök, sem vegna innbyrð- is deilna og klofnings hafa enga möguleika á að vinna uppbyggjandi starf að fram- tíðar velferð íslenzku þjóð- arinnar. Þess vegna fer bezt á því, að hin „dauða og kalk- aða gröf“ Alþýðubandalags- ins sé látin í friði um sín Ferðaskrifstofa banda- manna í Vestur - Berlín Berlín, (Associated Press) Ferðaskrifstofur Banda- manna (A.T.O.) í Vestur-Ber- lín er formælt af austur- þýzkum kommúnistum, en samt fundu þeir á síðasta ári einu, að það var í þeirra þágu að nota hana meira en 8000 sinnum. Þeir Austur-Þjóðverjar, sem stjórnin leyfir að fara yfir hin vandlega vöktuðu landamæri til að sækja um ferðaleyfi til hins vestræna heims á skrifstofunni eru eink um íþróttamenn, listamenn og kommúnistar, sem njóta trausts og eru sendir í við- skiptaerindum. Flestum hinna 17 milljón íbúa Austur-Þýzkalands leyf- ist samt ekki að stíga fæti vestur fyrir hinn kuldalega vegg, sem klýfur Berlín að- eins í tveggja mílna fjarlægð frá ferðaskrifstofunni í Pots- damer stræti. Stöku sinnum nota óánægð ir Austur-Þjóðverjar ferðina til skrifstofunnar sem tæki- færi til að leita hælis fyrir vestan. Að minnsta kosti tvær austur-þýzkar íþrótta- konur hafa einmitt gert þetta á síðasliðnum tveim árum. Önnur skauzt burt frá ferða- félögum sínum og faldi sig í snyrtiherbergi og sneri sér síðan til öryggisvarðar fyrir vestan. Hin flúði, þegar hún steig út úr austur-þýzkum strætisvagni fyrir utan bygg- ingvrna, þar sem umsækjend- ur verða að mæta í eigin per sónu. Ferðaskrifstofan er rekin í sameiningu af Bandaríkja- mönnum, Englendingum og Frökkum. Hún gefur út ferða skjöl til Austur-Þýzkalands og síar burt umsóknir, sem lagðar eru fram af áróðurs- mönnum kommúnista. Hún aðstoðar einnig við að halda uppi þeirri stefnu NATO að viðurkenna ekki það Austur- Þýzkaland, sem Sovétríkin halda uppi. Að undanskildu Vestur- Þýzkalandi, sem lítur á ferða lög milli hinna tveggja huta Þýzkalands sem innanríkis- mál, viðurkenna önnur NATO lönd ekki austur-þýzk vega- bréf, það gera ekki heldur írland, Ástralía og Nýja Sjá- land. í þessum löndum kemur ferðaskjalið í stað vegabréfs. Án þessa skjals eru hliðin venjulega lokuð Austur-Þjóð verjum. Austur-þýzka stjórnin, sem haldið er í skefjum af þeirri stefnu vestrænna ríkja að neita henni um viðurkenn- ingu, ræðst á skrifstofuna sem tæki í herkænsku Vestur- Þýzkalands og NATO, og tel- ur hana brot á alþjóðalögum og leið til að skipta sér af innanríkismálum A.-Þýzka- lands. Til að andmæla þessari full- yrðingu segir amerískur em- bættismaður: „Sérhvert full- valda ríki getur ráðið hverj- um það vill hleypa inn fyrir landamæri sín og með hvaða skilyrðum. NATO-þjóðirnar hafa allar samþykkt sömu stefnu. Þetta er greinilega i samræmi við alþjóðalög. 1 rauninni eru það kommúnist- ar, sem rjúfa alþjóðarétt, með steinveggnum sínum, gaddavír og hugarfari. Þrátt fyrir kvartanir sínar lögðu Austur-Þjóðverjar fram 8.280 umsóknir á skrifstofunni á starfsárinu, sem endaði 31. október, 1966. Þar af voru 6,650 samþykktar og 7® hafn- að. Af þeim sem eftir eru var ekki fylgt eftir af um- sækjendum af einni eða ann- ari ástæðu. Tveir þriðju hlut ar skjalanna komu í hlut manna, sem ferðuðust í verzl unarerindum. Skrifstofan á I nánu sam- starfi við ræðismannaskrif- stofur ríkja þeirra, sem Aust- Fram'h. á bls. 23 F erðaskrifstof an eigin vandamál og að kjós- endur snúi sér undir forustu SjáMstæðisflokksins að því að tryggja áfram það upp- byggingarstarf, sem núver- andi ríkisstjóm hefur unnið að um 8 ára skeið. íslending- ar hafa ekkert við „dauða og kalkaða gröf“ að gera. INNANFLOKKS- MÁL ALÞÝÐU BANDALAGSINS C. 1. mánudags- og þriðju- ^ dagskvöld fór fram í sjón varpinu kynning á starfi og stefnu stjórnmiálaflokkanna. S.l. föstudagskvöld var fram- boðsfundur í sjónvarpssal og í næstu viku mun verða um- ræðufundur með tforustu- mönnum stjómmálaflokk- anna og jafnframt útvarps- umræður. Það er ástæða til að leggja áherzlu á það, að Hannibal Valdimarsson, setti ekki fram neinar óskir um það að fá sérstakan tíma í sjónvarpi og útvarpi, enda er það yfir- lýst af hans hálfu, að fram- boðslisti hans í Reykjavfk, sé settur fram á vegum Al- þýðubandalagsins og með því að veita framboðslista hans sérstakan tíma í útvarpi og sjónvarpi, mundi Alþýðu- bandalagið njóta forréttinda fram yfir aðra stjómmála- flokka. Á sama hátt er ástæða til að leggja á það áherzlu, að hver stjómmála- flokkur ræður því sjálfur hvaða forustumaður hana kemur fram í umræðutfundi forustumanna stjómmála- flokkanna í sjónvarpinu. Það er því algjörlega mál Al- þýðubandalagsins, hvort Hannibal Valdimarsson kem- ur fram í sjónvarpi og út- varpi í þessari kosningabar- áttu eða ekki. Kommúnistar hafa séð til þess, að svo verð- ur ekki. Hér er einungis um innanflokksmál Alþýðu- bandalagsins að ræða og Hannibal getur ekki ásakað aðra fyrir það, þótt hans eig- in flökksmenn sýni honum þann yfirgang að neita sjáM- um formanni Alþýðubanda- lagsins um tírna í útvarpi og sjónvarpi. Það þýðir ekki að saka aðra um slílafc.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.