Morgunblaðið - 04.06.1967, Page 20

Morgunblaðið - 04.06.1967, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1S67. ÞÆT T I R n oivi SMAL Bótamál vegna bifreiðaáreksturs NÝLEGA var kveSinn npp í Hæstarétti dómur í máli, sem Hörður Ingvarsson, Reykjavik, höfðaði gegn Rafmagnsveitum ríkisins og til réttargæzlu Xrygg ingu h.f. Mál þetta reis út af skaðabótum vegna bifreiða- áreksturs. Gerði Hörður Ingvars son þær kröfur, að Rafmagns- veitur ríkisins yrðu dæmdar til greiðslu bóta að fjárhæð kr. 9.640.000 auk vaxta og máls- kostnaðar. Málsatvik eru þau, að um kl. 23 sunnudaginn 28. febrúar 1965 varð árekstur á Strandgötu í Hafnarfirði milli bifreiðanna R- 9994, sem Hörður Ingvarsson á og ók, og R-15321, sem er eign Rafmagnsveitna ríkisins. Góð rafmagnslýsing var á áreksturs- stað og loft bjart, en mikil !hálka á strætinu. Hörður ók bif- reið sinni, sem er fjögurra manna einkabifreið af Moskvits gerð, norður Strandgötu. í sama bili var R-15321, sem er jeppa- bifreið af Volvo-gerð, ekið aft- ur á bak út á götuna. Hörður kvaðst bæði bafa hemlað og gef- ið hljóðmerki, en ekki hafa átt þess kost að sveigja til hliðar vegna aðstæðna. Vinstra megin hafi verið ljósastólpi, en bifreið 'komið á móti. Lenti bifreið Harð ar aftan á jeppanum og skemmd ist talsvert. Ökumaður jeppabif- reiðarinnar hafði komið suður Strandgötu, en var að snúa við, er áreksturinn varð. Var hann kominn aftur á bak þvert yfir götuna og búinn að snúa jepp- anum svo, að bifreiðin sneri nokkurn veginn rétt á götuna og sneri í norður. Hvorug bifreið in var búin keðjum á hjólum. Hörður Ingvarsson, stefnandi 4 málinu, taldi ökumann R- 15321 eiga alla sök á árekstrin- «m og því væri Rafmagnsveit- vn rikisins sem eiganda bifreið- arinnar skylt að bæta allt tjón stefnanda. Af hálfu Rafmagnsveitna rík- isins var því haldið fram, að bif- reiðin R-15321 hefði verið kyrr- stæð, er áreksturinn varð. Stefn andi hefði ekki gætt nægilegrar varkárni miðað við aðstæður með því að aka of hratt. Hefði - BOKSALAR lEVamhald af bls. 2. Islenzka útgefendur. Þess vegna skorar fundurinn á ríkisstjórn- ina að beita sér nú þegar fyrir endurskoðun á tollum á efni til bóka- og blaðaútgáfu, svo að ís- lenzkir útgefendur hafi ekki lak- ari afstöðu í sínu eigin landi en erlendir keppinautar þeirra. Sömuleiðis minnir fundurinn á, að fyrir alllöngu hafa Bretar af- numið söluskatt á þarlendum bókum, og nylega hafa norsk stjórnvöld gert hið sama. Telur aðalfundur Bóksalafélags ís- lands að feta eigi í fótspor þess- ara þjóða og afnema nú þegar söluskatt af íslenzkum bókum“. í stjórn Bóksalafélags fslands eiiga nú sæti: Oliver Steinn Jó- hannesson formaður, en með- •tjórnendur: Arnbjörn Kristins- ®on, Böðvar Pétursson, Gísli Ólafsson, Gunnar Einarsson, Hilmar Sigurðsson og Steinar Þórðarson. hann ekki getað stöðvað bifreið- ina, þótt hann hefði haft a.m.k. 20 metra til þess. Þá hefði hann ekki sveigt bifreiðina til vinstri eíns og ljóst væri, að hann hefði átt að gera. Kröfðust Rafmagns- veitur ríkisins verulegrar lækk- unar á kröfum stefnanda og þess, að málskostnaður yrði lát. inn niður falla. Niðurstaða málsins varð sú sama í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Segir í forsendum héraðs- dómsins, að telja verði, að hraði bifreiðar stefnanda hefði verið meiri en aðstæður leyfðu og að honum hefði borið að sveigja til vinstri inn á bifreiðastæði, sem þar væri. Yrði hann því ta;- inn eiga nokkra sök á árekstrin- um. Ökumaður jeppabifreiðar- innar hefði átt að gæta þess, að engin hætta væri því fylgj- andi að snúa bifreiðinni R-15321 við og aka henni aftur á bak eins og aðstæður voru. Honum hefði borið að taka tillit til hálk- unnar, sem var, svo og þess, að Strandgatan var aðalbraut. Var samkvæmt þessu talið, að Rafmagnsveitur ríkisins ættu að greiða Herði Ingvarssyni 75% af tjóni hans, sem var talið kr. 7.230.00 auk vaxta og kr. 2.600.00 í málskostnað fyrir héraðsdómi og málskostnaður í Hæstarétti var dæmdur kr. 6.000.00 til stefnanda. Þessi myna var tekin á fjöl ins var Bjarni Benediktsson, mennum klúbbfundi HEIMDALLAR í gær. Gestur fundar- forsætisráðherra. - „TIMAFRETT" Framh. af bls. 2 við vinmuna á sýningunni feaigu samskonar hótanir. Komu nokkrir þeirra til mín og báðu mig ásjár. Sagði ég þeim, að ég mundi sjá um, að þeir yrðu skaðlausir, ef til þess kæmi. að framið yrði á þeirn ofbeldi og kaup þeirra tek- ið af þeim. Menn þeir, sem fyr- ir hótununum urðu voru mjög sárir út af þessari meðferð og þótti hart, ef Sveinafélagið léti .jhýrudraga" þá eing og það var orðað, þótt þeir hjálpuðu til við sýninguna. Minnist ég þess sér- staktega, að einn af mönnunum spurði mig, hvort hann rnæbti ekki „gefa Héðni kaupið“, því það vifldi hann heldur en að láta Bandaríska flugmóðurskipið „Intrepid" leggur frá höfn í Port Said eftir Suez-skurðinum til Rauða hafsins. í Port Said efndu Arabar til mikilla mótmæla ve gna komu skipsins, sem getur borið 77 orrustuflugvélar. - STYRJOLD Framhald af bls. 1. undirskriftum helztu siglinga- þjóða heims lögð fyrir. öryggis- ráð SÞ. Wilson fer flugleiðis til New York í dag til vðiræðna við U Thant. Á blaðamannafundi í Washington í gærkvöldi sagði hann, að ástandið í Austurlönd- um nær væri svo alvarlegt, að það væri einungis spurning um klukkustundir eða daga hvenær stríð hæfist í þessum löndum, sem hæglega gæti orðið að heims styrjöld, ef ekki yrðu gerðar ráðstafanir þegar í stað til að fyrirbyggja að svo fari. „Málpípa" Nassers á vettvangi utanríkismála, Mohmad Riad, lýsti því yfir í gær, að undir- skrift undir yfirlýsingu um frjálsan siglingaTétt um Akaba- sund jafngilti árás á virðingu og rétt Egyptalands, og yrði hún ekki þoluð. Yfirlýsing de Gaulle, Frakk- landsforseta um hlutleysi Frakk- lands til kreppunnar fyrir botni Miðjarðarhafs hefur vakið al- menna beiskju ísraelsmanna og aukið mjög trú fréttamanna og stjórnmálamanna, að fsraelsríki búi sig nú undir langvarandi styrjöld. Stjórn fsraels vildi ekkert segja um yfirlýsingu de Gaulle, en viðbrögð hins almenna ísraelska borgara er að vonum beiskja, þar sem litið var á Frakka sem tryggustu bandamenn ísraels- manna, en þeir virðast nú hafa snúið skyndilega við þeim bak- inu. Bandaríska daglblaðið Was- hington Post upplýsti í dag, að Johnson forseti hefði nýlega sent sérstakan útsendara sinn, Charles Yost, til Egyptalands til viðræðna við Nasser forseta. Blaðið segir, að enginn árángur hafi orðið af þessum samræðum og afleiðingar misheppnaðra samningaviðræðna við Nasser yrðu líklega þær, að Arabarí'kin verði beitt valdi. Blaðið heldur því fram, að innan tíu daga verði bandarískur herskipafloti send- ur inn í Akaba-flóann til að sannreyna hvað hæft væri í stað hæfingum Egypta um að tund- urdufl hafi verið lögð í Tiran- sund. Bandaríska utanríkisráðu- neytið vildi ekkert segja um þessa fregn Was'hington Posts. kúga það af sér á þann hátt, sem hótað var. Ég sé ekki ástæðu til að lýsa framferðinu gagnvart mönnun- um ýitarlega að þessu sinni. en ég býst við að flestir skilji, að mér þótti það meira en lítið miður að menn, sem höfðu hlaup ið undir bagga við sýninguna, þegar mest lá á og fyrir mín, orð skyldu verða fyrir svo harka legum árásum. Mér þótti þetta framferði því meira óþolandi, stan hér var um að ræða, að iðn aðarmenn ætluðu að bregða fæti fyrir, að unnt væri að opna iðn- Sýninguna á auglýstum tima, vegna þess, að aðrir iðnaðar- menn höfðu lagt það á sig að vinma dag og nótt til að ljúka því seinasta, sem geira þurfti við sýninguna og komið var í ein- daga“. í framhaldi af þeim atburð- um, sem að framan er lýst, sagði ég svo upp starfi þremur þeirra manna, sem hótanirnar höfðu uppi, en einm þeirra var endur- ráðinn skömmu síðar. í máM, sem annar hinna tiveggja höfð- aði, taldi Félagsdómur að visu, að ekki væri fullsannað um nægi legt tilefni til uppsagnarinnar. En hvorki dómarinn né aðrir gerðu svo mikið sem orða „at- vinnufcúgun", og þær árásir, sem ég varð fyrir vegna þessa máLs, Urðu til þess, að 150 starfsmenn mínir sendu mér sérstaka trausts yfirlýsingu, sem ég mat mjög trvikils. Á sama hátt vona ég, að árásir vegna þess nú, sem ætlað er að skaða Sjálfstæðisflokflrinn, Krerði eánungis til þess, að kjós- endur sýni flokknum aukið 'traust í kosningunum 1,1. júní •n.k. - SKRYMSLIÐ Framhald af bls. 32. ekkert frétzt af niðurstöðum hans. Sveinn Sveinsson, verkfræð ingur hjá Vitamálastjórninni var staddur í embættiserind- um norður á Þórshöfn nú í vikunini og skrapp hann til þess staðar, er hræ furðu- skepnunnar liggur í fjör- unni og tók af henni myndir. Eins og áður hefur komið fram í Mbl. mældist skepna þessi 7 metrar og er hún haus laus. í gær sýndi Ingimar óskars- son grasafræðingur myndir þessar og taldi hann að um tvö dýr gætu verið að ræða, þegar tekið væri ti'llit til stærðar skepunnar. Annars vegar taldi hann að um hval gæti verið að ræða, hins veg- ar gæti verið um beinhákarl að ræða, eins og Lúðvík í Heiðarhöfn taldi í fyrstu. Samkvæmt myndunum virð ist þaragróður hafa fest ræt- ur á skepnunni. Bendir það til þess að um beinhákarl sé að ræða þar eð á honum er skrápur, sem þaragróður á auðvelf með að ná rótfestu á. Húð hvalsins er hins vegar ekki eins vel fallin fyrir þara gróður. Beinhákarl er brjóskfiskur, en þegar hann hefur legið dauður um tóma, harðnar hryggurinn og verður bein- kenndur. Hryggjarliðdrnir, sem sjást á tveggja dálka myndinni gætu bent til Mryggjarliða í beinhákaxli — þeir líkjast meir fiskíbeinum en hvalbeinum. Á myndunum sést einnig hali. Ingimar sagði, að þegar hræið rotnaði gæti hryggurin litið út sem hali. Beinhákarlar geta orðið 1B metrar að lengd, ef ekki lengri og taldi Ingimar stærð skepnunnar á Langanesi al- genga mjög. —REYKJAVIKURBR Framh. af bls. 2 festingairleyfi hafði ekki fengist fyrir efri hæðum þeirrar byg'g- ingaT! Ég var tíundi maður í bið röðinni og síðasti maðurinn, sem fékk Æöt. Hinir höfðu beðið heilia nótt til einskis. Menn geta svo hugleitt hvers vegna það var Ultíma ein, sem hafði fengið leyfi fyrix fataefni í þetta sinn“. Biðjum ekki um sérréttindi í ræðu sinni vitnaði Gísli Jóns son einnig til ummæla iðnrek- anda á Akureyri, sem hann hatfði haft á hiundrað ára af- mæli Akureyrarkaups<taðar. Iðn- rekandinn minntist m. a. á hafta tímabilið og sagði: „Þó ljótt sé frá að segja, voru þá öll iðnaðar- og verzlunar- leyfi í hinum pólitísiku höndum, og þá geta allir ímyndað sér, hvernig við það var að eiga. Ég vil ekki lýsa því öllu nánar, því að það var hreinasta harmasaga fyrir alla þá, sem á knjánum þurftu að liggja í þá daga, og kanns'ki hafa sumir lagzt ennþá flatana.“ Síðan rakti iðnrekandinn, hvernig snnám saman hafði losn- að um höftin upp úr 1959 og sagði: „Tímabilið 3 síðastliðin ár bef ur fært einstaklingsframtaikið upp á við og gefið því bjartari vonir, og má sjá það hér á Akureyri, að mörg ný fyrirtæki hatfa risið á legg. Þegar höftdn og bönnin voru leyst, ruddi ein- stalklingsframtakið sér braut eins og lækur í vorleysinigu, og þessi 3 ár sýna, svo að efkki verð ur um villzt, framkvæmda- vilja og framkvæmdagetu ein- staklinganna á Akureyri. Við biðjum efcki um sérréttindi en við krefjumst þess, að allir séu jafnir fyrir lögunum. Saga ís- lendinga sýnir, að frjáLsræðið er þeiim lífsnauðsyn“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.