Morgunblaðið - 08.06.1967, Side 3

Morgunblaðið - 08.06.1967, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1967. 3 ■ TÍMI skemmtiferðaskipanna er kominn. Hið fyrsta í ár varð Argentína, sem kom hingað með 319 farþega sl. miðvikudag. Akraborgin ferj aði fólkið milli skips og lands og ferðalangarnir reikuðu um borgina, litu í kringum sig, tóku myndir og töluðu hátt — framandi fólk í fram- andi landi. Vi5 brugðum okkur niður að höfn til að spjalla við nokkra af ferðalöngunum, Niiður á Grófarbriggju hitt- um við fyrir Frogelhjónin frá Flórída, þasr sem þau sátu á vöruflekum og hvíldu lúin bein eftir gönguna um borg- ina. — Það, sem helzt kom mér á óvart var bílamergðin, sagði frúin og brosti. — Um- ferðin er eins og í milljóna- borg. — Þetta er 1 fyrsta sinn sem við komum hingað, sagði hann. — Áðutr höfðum við les ið al'lt um ísland, sem við gátum komið höndum yfir. Œ>að, sem við sáum hérna var jafnvel enn betra en við átt- um von á. Bill Herz og Twohgy-mæðgurnar. „Það virðist gott að vera íslendingur" — Reykjavík er falleg borg, sagði hún. — Fólkið glaðlegt og frjálsmannlegt og Hótel Saga dásamleg. Útsýn- ið þaðan var stórkostlegt. — Mér kom eiginlega mest á óvart, hve mikil velmegun virðist vera hér, sagði herra Frogel. — Glæsilegar bygg- ingar, búð við búð, mikið af nýjum bifreiðum og fólkið virðist áhyggjulaust og hafa nóg af öllu. Það virðist sann- arlega gott að vera íslending ur. Nú var Akrabcxrgin að fara svo að þau hjónin flýttu sér að sitja fyrir hjá ljósmynd- aranum og skunduðu svo um borð. — Við eigum örugglega eftir að koma aftur og sjá meira af landinu ykkar, sagði frúin að skilnaði ★ Næst vakti athygli okkar ung og íturvaxin kona, sem stefndi ákveðnum skarefurn niður að Loftbryggju. — Jesús minn. Hvað æt.li ég geti svo sem sagt? sagði hún, þegar við báðum hana að spjalla við okkur stundar- korn. Það kom þó í ljós, að hún hét Ingrid A. Reyes, er þýzk að uppruna, en búsett í New York. — Hinni dásamlegu New York, sagði ungfrúin og hló. — Nei, nei, ég hef komið hingað áður — í fyrrasumar. Þá vann ég á skemmtiferða- skipinu Brazil. Núna starfa ég sem símadama um borð í Argentína. — Áhöfnin? Við erum 400 manns og skipið getur flutt 560 farþega, þegar hvert rúm er skipað. Þetta er dásamlegt líf. Ég hef svo gaman af að ferðast — áður var ég flug- freyja, en fannst það of ein- hæft og fór út í þetta. Nú hafði dregið ský fyrir sólu og dálítið kul var komið Frogel-hjónin niður við höfnina. — Mér er kalt, sagði ung- frúin og nuddaði saman lóf- unum. — Sólin er horfin. Er virki*ega aldrei almennilegt sumar hérna? — Jú, jú, sögðum við og flýttuni okkur að fullvissa Ingrid A. Reyes um það, að hún hefði lítið séð af íslenzka suínrinu eins og það raun- verulega væri. — Það er gott fyrir ykkur, sagði hún og brosti. — Ekki vildi ég búa hérna, ef aldrei kæmi betra veður en þetta. En borgin er aðlaðandi. Hún er hrein og loftið er tært. Nú bað ljósmyndarinn um að fá að smella mynd og Ingrid brosti sínu blíðasts brosi. — Heyrðu, sagði hún, þeg- ar myndatökunni var lokið — Viltu taka mynd af mér í mína vél? Ég á nefnilega al- búm heima. Auðvitað var Ijósmyndarinn fús ti). þess og ekki lækkaði brúnin á blaða- manninum, þegar ungfrúin bað hann að vera með á mynd inni. Björgunarhringur Slysa varnafélagsins var valinn sem bakgrunnur. — Gott, sagði Indrid. Nú verð ég að fara. Báturinn minn er að leggja frá. Bless. Og Ingrid A. Reyes var þot- in. ★ í m-und er við komum aftur á Grófarbryggjuna kom þar að leigubifreið og út stigu þær Twohy-mæðgur frá New Jersey og' Bill Herz frá New York. — Þetta er í þriðja sinn, sem ég kem hingað, sagði hann. — Fyrst kom ég hing- að áirið 1950, svo í fyrra og aftur núna. Það sem ég furða mig mest á eru þær gífur- legu breytingar, sem orðið hafa á Reykjavík síðan ég kom hingað fyrst og reyndar einnig síðan I fyrra. Þær eru stórkostlegar. Annars ættirðu heldur að tala við þær mæðg ur, því þetta er fyrst heim- sókn þeirra hingað. — Méir finnst börnin hérna alveg einstaklega falleg og mannvænleg, sagði frú Ingrid A. Reyes. Twohy. Annað var það, sem ég tók sérstaklega eftir, en það var kurteisi bifreiðastjór anna. Hvað eftir annað námu þeir staðar á akbrautunum og hleyptu okkur yfir. Þetta er nokkuð, sem varla sést annars staðar. — Borgin er svo hrein og þrifaleg, sagði dóttir hennar, Mary Jo. — Og unga fólkið virðist fylgjast vel með tízk- unni. — Við höfum haft mjög gaman af dvölinni hérna, sögðu þau öll, og þjónustan á Hótel Sögu var ágæt svo ekki sé minnzt á útsýnið úr Grillinu. Þið getið vissulega verið stoltiir af borginni ykk- ar. Og enn leysti Akraborgin laixdfestar og hélt út á ytri höfnina að Argentina. Þrjú- ferðin upp á Akranes féll nið ur þennan daginn. Vorhlýindin komin v/ð Breibafjörb LOKSINS eni varhlýindan kom in við Breiðafjörð og í síðustu viku Uefur haginn grænkað að mun og landið tekið litaskiptum. Anmars er rétt nýbyrjað að seija f kartöflugarða, því að frost er «wn sumsstaðlar í jörðu. Litið hef Ur veirið um sjóróðra siðan á lokadag, en nú eru bátair að bú ast til handfæravéiða, og einn bátur stundar handfæraveiðar fyrir sunnan. Sumarhótelið 1 Stykkiistiólmi hetfur nú opnað veitingasölu og gisrtihúsrekistur, og er forstöðu- ’konain siú sama og í fyrra, frú María Bæringsdóttir. Og er það eitt út af fyrir sig meðmæli með þessu ágæta hóteli. Hótelið tek- u-r á móti gestum til lengri eða skemmri dvalar, sér um að út- vega báta út um eyjar, og eins móttöku á ferðamannahópum M. s. Baldur fer nú eins og í fyrra'sumar á hverjum mánu- dagi í áætlunartferð tál Flateyj- ar og Brjánslækjar. Fer hann 'strax eftir komu áætlunnarbif- Teiðarinnar til Stykkishólms, eða kl. 1—2 etftir hádegi. Þessar sum arferðir eru ákaflega vinsælar og voru óspart notaðar atf ferða- STAKSTEIMAR Fölsunum kommún- / ista mótmælt \ fóilki í fyrra og voru otft um og yfir 100 manns í ferð. Geta men dvalið í Flatey meðan bát- urinn fer til Brjánslækjar, og er sú dvöl oft um 3 tímar og nota menn þá tímann til að líta á markverða hluti þar, skoða kirkjuna með hinum ágætu lista verkum Baltazars og ýmdslegt annað sem fróðlegt og gaman er að skoða. Eins geta menn Mka fairið allla leið að Brjánslæk, en þá er tirninn skammur til við- komu í Flatey. Er vitað að þesis ar fecrðir verða miikið notaðar í sumar. — Fréttaritari. Hin ýmsn starfsgreinafélög nú þegar farin að mótmæla þeim fölsunum og blekkingum, sem kommúnistar höfðu í frammi I Alþýðubandalagsblaðinu svo- nefnda með því að birta nöfn fólks úr ýmsum stéttarfélögum á þann veg, að svo virtist að það ritaði undir ávarp um stuðning við kommúnista í nafni félags- samtaka sinna. Morgunblaðið hef ur þegar birt yfirlýsingar frá Póstmannafélagi fslands og félagi isl. simamanna, en bæði þessi félög vekja athygli á þvi, að þess ar undirskriftir séu ekki á veg- um félagsins og framkvæmda- stjórn félags simamanna „harm- ar að ofangreindar undirskriftir hafi verið birtar á þann hátt er sé til þess fallinn að valda mis- skilningi og með þvi reynt að draga ópólitísk samtök út í kosn- ingabaráttuna og telur slíkt með öllu óviðeigandi". Búast má við að fleiri félög fylgi í kjölfarið og verður fróðlegt að sjá hvort komm únstablaðið birtir þessar yfirlýsingar. Framsókn svertir sam vinnuhreyfinguna í grein í Framsóknarblaðinn i gær segir Páll H. Jónsson: „1 vik unni sem leið, næst síðustu vik- unni fyrir kosningar gerði Morg unblaðið hverja hriðina af ann arri að samvinnufélögunum og forustumönnum þeirra. Var sýni legt, 'að nú þótti mikið liggja við. Hins vegar voru árásarefnin úr lausu lofti gripin, sem jafnan fyrr og ósannindi og dylgjur not aðar til þess að reyna að gera samvinnufélögin og leiðtoga þeirra tortryggilega. Er ekki vit að til, að stjórnmálamenn f nokkru Iandi beiti sér á þann hátt gegn samvinnufélögum, enda ern í félögunum menn og konur af öllum stéttum og tilheyrandi öllum flokkum. Bitna því árásir andstæðinganna á engum flokk öðrum fremur“. Ástæða er til þess að vekja athygli þessa manns á eftirfarandi staðreynd- um: f fyrsta lagi hefur Morgun- blaðið einungis skýrt frá stað- reyndum í sambandi við þann atburð sem varð á Fáskrúðsfirði fyrir um það bil hálfum mánuði. í öðru lagi hafa kaupfélagsstjór inn og forustumaður Framsóknar flokksins á Fáskrúðsfirði í sam- tali við Morgunblaðið viðurkennt atvinnukúgunina og í þriðja lagi er Ijóst, að sá eini aðili, sem „gert hefur hríð“ að samvinnufélögun um og gert þau og leiðtoga þeirra „tortryggilega“ er Framsóknar- flokkurinn, sem hefur misnotað samvinimihriíyfinguna á ósvífiinn hátt. Hér er um harmleik að ræða — harmleik íslenzkrar samvinnuhreyfingar og höfuð- hlutverkið í þeim harmleik leik- ur Framsóknarflokkurinn og formaður hans Eysteinn Jónsson. • • Orvæntingarfullur áróður Framsóknar manna Framsóknarmenn hafa nú grip ið til örþrifaráða í áróðri þeirra í Reykjavík og sýna þær áróðurs aðferðir, sem þeir beita, að þeir eru nú orðnir mjög örvæntingar- fullir um úrslit kosninganna. Morgunblaðinu er kunnugt um að Framsóknarmenn hafl haldið því að ýmsu eldra fólki, að þvi verði sagt upp vinnu eftir kosningar. Slíkur á- róður er auðvitað fáránlegur og ekkert mark á honum takandi, en hann sýnir bezt hversu örvænt- ingarfullir Framsóknarleiðtogarn ir eru nú orðnir, að þeir skuli grípa til slikra öþrifaráða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.