Morgunblaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1®67.
5
„Ég vil helzt ekki segja
hver maðurinn var....“
Framsóknarmenn halda áfram að sanna sök
sína í Fáskruðsfjarðarhneykslinu
BÍLAKAUR
TILRAUNIR Framsóknar
blaðsins til þess að breiða
yfir Fáskrúðsfjarðar-
hneykslið tókn sannast
sagna einkennilega stefnu
í gær, eins og sjá má af
viðtölum við unga konu,
Guðnýju Þorvaldsdóttur
og Sölva Kjerúlf, sem birt
ust I Framsóknarblaðinu í
gær en viðtal við Sölva
Kjerúlf birtist einnig i
Morgunblaðinu í fyrradag.
Morgunblaðið telur
ástæðu til að birta kafla úr
viðtali útsendara Fram-
sóknarflokksins á Fá-
skrúðsfirði við Guðnýju
Þorvaldsdóttur vegna þess
að það er eitt af mörgu,
sem birzt hefur í Fram-
sóknarblaðinu undanfarna
daga, sem sannar sök
Framsóknarbroddanna í
þessu máli. Þessi kafli er
svohljóðandi:
— Þú ert ein í hópnum,
sem ætlaði að stofna Félag
ungra Siálfstæðismanna
er það ekki?
— Jú.
— Hvað olli því eigin-
lega, að þið hættuð við
það. Er það tilfellið, að
þið hafið verið beitt at-
vinnukúgun og þvingun-
um til þess að hætta við
það?
— Ekki ég.
— Og það hefur ekki
verið talað við þig af yfir-
boðara þinum í kaupfélag-
inu um það, að þú yrðir
ekki meðal þátttakenda í
þessu?
— Hann talaði aldrei við
mig persónulega — en
hann — ég veit ekki hvað
ég á að segja.
— Það var komið nokk-
uð margt ungt fólk á þenn
an lista er það ekki?
— Jú.
— Þið hafið boðað til
stofnfundar?
— Já, já.
— Ekki hefur þetta allt
verið starfsfólk í kaupfé-
laginu sem var á listan-
um?
— Nei, nei.
— Hvað var það þá, sem
olli þvi, að þið létuð ekki
verða af stofnun félagsins,
nú skilst mér að meðal
stofnenda hafi verið Ólaf-
ur Bergþórsson, sem er
bæði kennari og sparisjóðs
stjóri. Ekki hefði Guðjón
getað rekið hann úr vinnu.
Mér skilst líka, að þarna
hafi verið ýmsir aðrir sem
ekkert hafa undir kaupfé-
lagið að sækja. Hvað olli
því að þið hættuð við
stofnunina?
— Ja, þann umrædda
dag, sem fundurinn átti að
vera heyrðum við á skot-
spónum, að við, sem vinn-
um hjá kaupfélaginu yrð-
um öll rekin, ef við stofn-
uðum félagið þetta kvöld.
Einn samstarfsmaður
minn, sem átti að verða
einn af stofnendum þessa
félags fór og talaði við
Guðjón, þegar hann kom
til baka sagði hann að
þetta væri staðreynd —
við yrðum rekin.
— Hver var það?
— Ég vil helzt ekki segja
hver maðurinn var, það er
bara nóg að ég segi: „Einn
samstarfsmaður minn.“
Nú er rétt að menn velti
því fyrir sér hvers vegna
Guðný Þorvaldsdóttir
vildi ekki skýra frá því í
viðtali við Tímann um
hvaða samstarfsmann
hennar var að ræða.
Vel með farnir bflar til tölu |
og sýnit ( bílageymslu okkar
að Lougavegi 105. Tsekifæri
til að gera góð bllakaup., —
Hagstæð greiðslukjör. —
Bilaskipti koma til greino.
Zephyr árg. 196ð
Opel Record árg. 1963
Opel Caravan árg. 1962
Renault R-4 árg. 1963
Mercedes-Benz 180 árg. ’561
Opel Kapitán árg. 1959-'601
Ford Prefect árg. 1956
Moskwitch árg. ’59
Ford Fairlane árg. ’64’/65
Renault Dauphine árg. ’63
Taunus 12M árg. ’63
Taunus 17M Station ’#6.
Taunus 17M árg. ’65
Corvair árg. ’63
Ford Custom árg. ’63
Toyota Corona árg. '86
Simca 1000 árg. '63
Ford Station árg. ’68
Opel Caravan árg. ’66
Willys árg. ’65
MercedesBenz 17 sseta
árg. ’64
[Tökum góða bíla I umboðssðlul
| Höfum rúmgott sýningarsvæði í
innanhúst. ]
UMBODIÐ
SVEINN EGILSSON H.F.
LAUGAVEG 105 SIMI 22466
Iðnaðar- skriffstofu- og verzlunarhúsnæði
1 : i i i iiii
Til sölu við Drekavog—Langholtsveg atvinnuhúsnæði í húsi Fóstbræðra. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofunni.
SKIP og FASTEIGNIR Austurstræti 18 — Sími 21735.
f
Olafsvakan
í Færeyjum
Lönd og Leiðir vilja vekja athygli á því, að ferðaskrif-
stofan hefur frátekið farþegarými um borð f Ms. Kron-
prins Frederik vegna 1Ö daga hópferðar á ólafsvökuna
í Færeyjum á tímabllinu 24. júlí—2. ágúst. Þar sem allt
pláss í þessari ferð er þegar pantað, nema það pláss,
sem L&L hefur vilyrði fyrir, er mjög nauðsynlegt að
væntanlegfr þátttakendur skráf sig í þessa ferð sem
allra fyrst, og elgi síðar en 10. júní.
FÆREYJAFERÐIN
24. júlí: Siglt með Kronprins Frederik frá Reykjavík.
26. júlí: Komið til Thorshavn. Dvalizt verður f Færeyj-
um meðan á ólafsvökunni stendur.
31. júlf: Látið aftur úr höfn f Thorshavn.
2. ágúst: Komið til Reykjavfkur.
Verð frá kr. 4.985.—
LÖND & LEIÐIR, Aöalstræti 8,simi 2 4313
©AUQLVSINGASTOFAN