Morgunblaðið - 08.06.1967, Page 21

Morgunblaðið - 08.06.1967, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1967. 21 Sjötugur: Árni Ólafsson kaupmaður 3ÞAÐ ERU nú rétt 70 áx síðan sveinn einn mikill sá fyrst dags- ins ljós austur í hinum forna Eyrarbakkahreppi. En eins og öllum lýð er kunnugt, hafa á þessum árum orðið mestu ger- byltingar í hvers konar tækni, «em sagan getur um. Og það er eins og það hafi verið skráð í •tjörnunum, að einmitt þetta skeið ætti sveinninn að lifa, svo mjög sem tæknin hefur átt hug hans, og ef hin vinsæla og stór- brotna iðja sjörnuspámanna hefði verið til taks í þann tíð, er ekki ósennilegt, að sjáin fyrir þennan herrans dag, 8. Júní 1897 hafi hljóðað eitthvað á þá leið, að sveinninn, sem þá fæddist, „nyti jákvæðra áhrifa f þá átt að fá snjallar hugmynd- ir og ætti auðvelt að kveikja éfhuga annarra á framkvæmd þeirra" líkt og gat að líta í blaði einu nýlega eftir einn speking- inn. En þennan dag herma heimildir, að Árni Ólafsson, Sólvallagötu 27 hér í borg, nú kaúpmaður, en einnig stýri- maður, loftskeytamaður, hug- ▼itsmaður og þúsund þjala smið ur m.a., hafi verið í heiminn borinn. Verður þess vegna að trúa því, að hann sé sjötugur í dag, þótt fjarri fari, að hann beri utan á sér, að svo sé. Og það er þá svo sem ekki í fyrsta sinn, að Árni kann að koma mönnum á óvart. Hann er fæddur að Borg i Hraunshverfi í Eyrarbakka- hverfinu hinu gamia, sonur hjón anna Guðrúnar Gísladóttur og Ólafs Árnasonar, er þar bjuggu þá. Ólst hann þar upp í frum- bernsku, en á unga aldri tóku hann til sín föðursystir hans, Sigríður, og maður hennar, Jón Gíslason, bóndi að Eystri-JLofts- stöðum í Gaulverjabæjarhreppi. Var sú vist ráðin í því skyni að létta undir með þungu heimili foreldra hans. Atvikin höguðu því svo, að úr því fóstri fór hann ekki, og ólst hann þar upp fram að fullorðinsárum. Hefur hann oftlega minnzt bernsku- og æskúheimilis sins með virð- ingu og þökk. Á unglingsárum stundaði hann algenga vinnu, eins og þá var títt, fór ungur til sjós á tog- urum og var við þau störf um skeið. Hann fór í Sjómannaskól- ann og lauk þaðan stýrimanns- prófi, en hafði jafnan mikinn álhuga á öllu því, er varðaði loft- skeyti og loftskeytatækni, og gerðist loftskeytamaður að auki. Beygðis't snemma krókurinn til þess, sem verða vildi. Eignaðist hann fljótlega eigið loftskeyta- tæki og mun hafa verið með fyrstu mönnuim, sem svo var um, og hafði náttúrlega jafnan með sér, hvar sem hann fór, á sjó eða landi. Er óhætt að full- yrða, að hann er með fyrstu brautryðjendum þeirrar tækni hérlendis. Allt það, sem þau víSindi varðar, hefur alla tíð heillað hann og tekið hug hans. Hann varð þannig, á árunum áður en Útvarp Reykjavík varð til, frægur maður fyrir að fá eér útvarpstæki og smíða, eftir atvikum, og ferðast með það um allar sveitir, fyrir allan lýð að sjá og heyra. En þótt hugur hans væri mjög svo við þessi furðu- tæki bundinn, var hann fjarri því einskorðaður við hann. Á sjómennskuárunum var það víst ekki einsdæmi, að hann eigldi bæði sem stýrimaður og loftskeýtamaður, heldur braut hann heilann mjög um, hversu bæta mætti og vanda veiðiað- ferðir og veiðibúnað. Á árunum upp úr 1920 gerði hann þannig uppdrátt að flotvörpu, sem eitt- hvað lítillega var síðan reynd, en þær tilraunir stöðvuðust illu heilli, væntanlega bæði af skiln- ingsskorti og fjárskorti. Hafa fróðir menn sagt mér, að tillaga Árna hafi verið mjög hugvits- samleg og sýni glöggt bæði áhuga hans og þekkingu á þess- um efnum, svo og það, hversu langt hann var á undan samtíð sinni um þess konar tilraunir. ^ Eftir að í land kom, stundaði Árni margs konar vinnu og lagði á margt gjörva hönd. Hann sinnti jafnan hugðarefni sínu varðandi útvarpsptæki, en stund aði jafnhliða um langt skeið veggfóðrun, og eru þeir margir, sem notið hafa þjónustu hans í þeim efnum. Á árunum kringum 1930 byggði hann fbúðarhús við Sólvallagötu, og eftir stríðsárin síðustu byggði hann bæði við það og ofan á og gerði úr stór- hýsi. Að langmestu leyti vann hann hvort tveggja byggingar- starfið einn og áreiðanlega ekki mörg verkefni við það, sem hann ekki kom nálægt eigin höndum. Mundu ekki margir leika það eftir. í nýbyggingunni stofnaði hann svo til verzlunar með margvíslegan varning, allt frá fiskileitartækjum til saum- nála, og hefur það verið aðal- starfi hans síðan að sinna þeirri kaupsýslu. En aldrei hygg ég hann ánægðari en þegar hann er í náinni snertingu við þau viðundur tækninnar, sem varða fjarskipti og því skiylt, og stenzt aldrei glaðari en þegar gnægð er í kringum hann þeirra smá- hluta af vír, flækjum, gormum og þess háttar, sem í byggingu slíkra tækja fara. Eiginkona Árna var Ásta Kristinsdóttir, mikil mætis- og traustleikakona, sem lézt 1965. Var mikil eftirsjá að henni. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn, sem öll eru á lífi, upp- komin. Árni hefur ekki farið alfara- vegu á æviskeiði sínu, og væri sjálfsagt sízt að skapj hans að þurfa að taka upp slíka háttu. Hann á þá e.t.v. ekki heldur sam leið með hverjum, sem er. En hann er mikill vinur vina sinna, traustur í háttum og skiptum, hófsamur og nægjusamur, með næmt auga fyrir því skoplega og skrýtilega og hefur mikið yndi af hvers kyns gamanmál- um. Kringum þessi tímamót brá hann sér stutta ferð út fyrir pollinn og er því ekki heima í dag. En hvar sem hann er nú staddur, senda vinir hans, sam- ferðamenn og grannar honum og fjölskyldunni einlægar heilla- óskir, í voninni iim, að allt megi ganga honum að óskum um alla hans framtíð. EP. Þvottaduft Vorum að taka upp mjög gott amerískt lágfreyð- andi þvottaduft fyrir sjálfvirkar þvottavélar og uppþvottavélar. Allar konur kvarta undan miklum reksturskostnaði þessara véla, en nú bjóðum við úrvalsgott þvottaefni mjög ódýrt. KOMIÐ O G REYNIÐ. Miklatorgi. pumH ----OG BOLTINN LIGGUfí í NETINU Feður! Gefið syninum vandaða knattspyrnuskó! Sportvöruverzlun Kristins Benediktssonar, Óðins- götu 1, sími 38344. Framtíðarstarf á Austurlandi Óskum að ráða forstöðumann til starfa á skrifstofu félagsins fyrir Austurlandsumdæmi. Umsóknir sendist til skrifstofu félagsins, Lauga- vegi 103, Reykjavík, fyrir 15. júní n.k. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS. Barnaregnkápur nýkomnar. — Telpna- og drengjanáttföt, 1—12 ára. Athugið. Ýmsar eldri vörur á niðursettu verði, svo sem telpnakjólar, sólföt, telpna og drengja jakkar og fleira. Barnafataverziunin LÓAN, Laugavegi 20 B. Gengið inn frá Klapparstíg á móti Hamborg. Fyrir 17. júní Telpnahattar, með töskum og stakar töskur í glæsi- legu úrvali. Hvítir hanzkar, sportsokkar, drengja- húfur, smábarnakjusur. Barnafataverzlunin LÓAN, Laugavegi 20 B. Gengið inn frá Klapparstíg á móti Hamborg. NYGENstriginn er STERKARI EN STÁL ADEINS GENERAL HJÖLBARDINN ER MEÐ NYGEN STRIGA INTERNATIONAL hiólbarðinn hf. LAUGAVEG178 SÍMI 35860 Ódýrir karlmannasandalar frá Frakklandi fjölbreytt og fallegt úrval. Verð kr. 178.—344. Skóbúð Ausfurbœjar LAUGAVEGI 100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.