Morgunblaðið - 08.06.1967, Side 24

Morgunblaðið - 08.06.1967, Side 24
24 MORGUNBLAÐI©, FIMMTUDAGUR ». JÚNl 1967. Siiih ifornu- óhipiá EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON mjög glæsilegar hallir, er Miro kvað vera musteri eða kirkjur íbúanna, því að guðþjóivustur þeirra færu yfirleitt fram á stöð- um sem bæri hátt. ^ „Hvar er þeirra Guð?“ spurði Ómar Holt. „Guð er hinn sami allstaðar 1 tilverunni“, svaraði Miro glað- lega. „En auðvitað er hann nefndur ýmsum nöfnum. Hér á Satúrnusi þýðir heiti Hans Skaparinn. Enginn efast hér um til-veru Hans og allir hlýða þeim lögtum er hann hefur sett íbúum hnattarins. Af þeim sökum ríkir hér hamingja og friður, sem þið Jarðarbúar þekkið naumast nema að nafninu til. — En nú förum yið hér niður á flugvöll þessarar borgar'*. Þeir liðu hægt níður á slétta grund, en þar biðu þeirra raokkr- ar manneskjur, klæddar marg- litum skikkjum, og með ilskó á fótum. „Við stígum snöggvast út“, sagði Miro brosandi. „>á getur þú með sanni sagt að þú hafir komið til Satúrnusar“. mun fáa stjörnufræðinga ykkar gruna það. Nú getum við séð niður á yfirborðið gegnum loft- hafið, en yztu lög þess varna því að hnötturinn sjálfur sjáist I stjörnusjám. Hann er mörgum sinnum atærri en jörðin, en eðlisþyngd hans svo miklu minni að þyngd hlutanna er ná- lega hin sama á yfirborði hans og Jarðarinnar. Málmarnir hafa blandazt sjálfri jarðskorpunni, en ekki safnazt í kökk hið innra, eins og hjá ykkur, og á það víst einhvern þátt í léttleika þessarar jarðstjörnu. Annars er ég ekki svo vel að mér, að ég viti hvern- ig hún er að öðru leyti saman- sett". Ómar Holt heyrði naumast til félaga síns, hann starði hug- fanginn niður á yfirborð Satúrn- usar, er þeir nálguðust nú óð- flugu. Við honum blöstu vötn og elfur, höf og íönd, fjöll og dalir, borgir og býli. Allt var vafið gulhvítri birtu, mjög líkri jarðnesku sólskini, og var hvergi neitt myrkur sjáanlegt, en þó skuggsýnna nokkuð út við rönd sjóndeildarhringsins. Þeir flugu á mikilli ferð allt i kringum hnöttinn, og fóru þá yfir tvö breið belti, sem voru dá- lítið rökkvuð. Hvergi var mjög þéttbýlt, og borgir ekki stórar, þær mestiu á stærð við Kaup- mannahöfn, en fjöldi þeirra mikill. Gat Ómar athugað þær vel í firrðsjánni, og sá að bygg- ingar voru afar skrautlegar, en stilhreinar og ekki mjög háar. Mest bar á meðalstórum húsum, og allvíðlendir garðar í kringum þau flest. Vélknúin farartæki sáust hvarvetna, þó aðallega í lofti, og virtust fara fremur hægt. Engan asa var að sjá á fólk inu neinstaðar. Ekki varð munur á því séður og Jarðarbúum, nema 1 klæðaburði, en búningar Satúrnusmanna voru léttir og litfagrir. Lönd voru víða hæðótt, en fjöll hvergi mjög há, og víðast gróin allt til toppa. Á hæstu tindumun voru nær allstaðar í hópnum, sem beið, voru bæði menn og konur, hvoru- tveggja búin á Mkan hátt, en þó muniur kynjanna bersýnilegur, því að konurnar voru svo yndis- fagrar og fcvenlegar að það hlaut að snerta hjarta hvers karlmanns. Fíngert var þstta fólk allt, en þó hraustlegt og ljómaði af því lífsþróttur og gleði. Karlar voru einnig fríðir sýnum, og lítill stærðarmunur á þeim og kvenkyninu. Allir heilsuðu með því að krossleggja hendur á brjósti sér. Málfar þessara manna var mjúklegt og þítt, en að vonum skildi Ómar ekkert af því sem það sagði. Farþeginn var unglegur mað- ur, rór í fasi og léttur í hreyf- ingum. Hann hafði ekki annað meðferðis en litla tösku. Allir þeir, er komið höfðu í fylgd með honum, föðmuðu hann að sér í kveðjuskyni og lögðu kinn sína við kinn hans, en hryggð eða söknuður sást ekki á neinu and- liti. Þeir stóðu aðeins við í fáein- ar mínútur og brátt leið diskur- inn aftur upp í háloftin, þar sem hið bogadregna lýsandi hvel blasti við hvarvetna. Þannig líta þá hringar Satúrnusar út, þegar að þeim er komið, hugsaði Ómar Holt, og vildi vita úr hverju þeir væru samansettir. Satúrnusbú- inn, er var hinn þægilegasti, svaraði þeirri spurningu: „Ein- hvern tíma endur fyrir löngu hefur það einkennilega fyrir- bæri gerzt hér, sem annars er sjaldgæft, að meirihlutinn af málmum jarðstjörnunnar hefur þyrlazt frá henni út í geiminn og myndað þessa þunnu og breiðu hringa, er safna yl og birtu sólarinnar og endursenda hvorutveggja niður á hnöttinn. Þó var í jarðskorpunni nægilegt af málmi handa okkur til not- kunar í fyrstu, en nú orðið sækj- um við hann í hringana, því þar er forðinn ótæmandi.“ Er þeir komu aftur til skips- ins, fylgdi Miro Ómari til her- bergis hans og kvaðst mundu §* í dag er ^ K AFFIK YNNIN GIN , í verzluninni / • HAMRAKJÖR, Stígahlíð 45—47. O. JOHNSON & KAABER HF. dvelja þar hjá honum um stund, því að nú yrði ferðin aukin, og er þeir kæmu út fyrir sólkerfið myndu þeir fara í svonefndan geimþyt. „En sú umbreyting verkar dálítið óþægilega á menn, sem óvanir eru henni, þó aðeins stutta stund“. „Hvað er það sem þið kallið geimþyt?" spurði Ómar Holt. „Það er ég naumast fær um að skýra“, ansaði Miro“ En eins og þið á Jörðinni hafið þegar farið gegnum hljóðmúrinn, förum við i gegnum það er kalla mætti ljósmúrinn, eða fram úr hraða ljóssins. Því sem þá gerist er af- ar torvelt að lýsa, en í rauninni erum við þá ekki lengur í þeim þriggja vídda heimi, ,sem ofckur er eiginlegur. Þá er ekki um að ræða hraða í venjulegum skiln- ingi, heldur miklu líkara því sem hugur mannsins aðhefst, er hann fer á svipstundu hvert sem honum þóknast. Að vísu tekur ferðalag skipsins nokfcurn tíma, það er til dæmis heilt ár að fara frá einni rönd sólkerfis- ins til annarar, en ljósið er hundrað þúsund ár á þeirri leið. Þá er það mikill fcostur að i geimþyt getur skipið ekfci rek- izt á neitt, hvorki loftsteina né hnetti — en allt þetta mun Lenai Dorma segja þér miklu betur en ég“. Miro gaf nú félaga sínum sæt- beiskan svaladrykk úr litlu glasi, og lét hann síðan leggjast á hægindi I svefnherberginu. Sjálfur settist hann í djúpan stól, og þeir röbbuðu saman um hitt og þetta nokkra stund. Allt í einu fann Ómar Holt aðkenn- inu af svima og um leið varð líkami hans svo þungur að hann hann gat hvorki hreyft legg né lið. En þetta varaði aðeins stutta stund. Miro Kama reis brosandi á fætur og sagði að nú væri skipið komið yfir í geim- þytinn, og úr þessu myndu þei.r ekki verða fyrir neinum óþæg- indum, n. Tíminn leið fljótt í stjörnu- skipinu, þar var svo margt nýst- árlegt að sjá og reyna fyrir ís- lendinginn frá plánetunni Jörð. Hann kynntist fljótt mörgum ferðafélögum sínum, og hafði aldrei á ævi sinni fyrirhitt alúð- legra og þjónustusamara fólk. Jafnvel Krass, risinn frú Dúmi, er oftast var þungbúinn á svip, var mjög vingjarnlegur, er þeir tóku tal saman. Sama var að segja Hnirra Faxmann, sem hafði litla hófa á fingrum sér í staðinn fyrir. neglur, og hló líkt og graðhestur hneggjar, en var ávallt reiðubúinn að leiðbeina honum og fræða hann. Þá voru stúlkurnar þrjár, er sátu til borðs með honum, Imenna Kha, Lolla, hin samvaxna og eðlu- kynjaða mær, er gat lært ófcunn tungumál á svipstundu, og síð- ast en ekki sízt Me-lú hin fagra, sem vakið hafði athygli hans frá fyrstu stundu, og reyndist jafn hjartahlý og útlit hennar var unaðslegt — þær sóttust beinlín- is eftir að veita honum fylgd sína um skipið, og þreyttust aldrei á því að kynna honum leyndardóma þess. Þetta var eins og heil borg, með fjölda íbúa. Á hverjum degi mætti hann nýju fólki, er hann hafði aldrei séð áður, og þarna voru saman komnir menn og konur frá mörgum jarðar- stjörnum víðsvegar úr geimn- um. Sumt af því fólki var nokk- uð frábrugðið mönnum, þótt flest væri það í mannsmynd. Til dæmis var hann dag einn kynnt- ur fyrir þrem lífverum, er voru áþekkar górilaöpum, þó miklu fríðari í andliti og hávaxnari. Þær voru þaktar silfurgulu, snöggu hári um allan líkamann, nema á andliti, höndum og fót- um, en raunar lífctust fætur þeirra mjög höndum. Honum var sagt að þær væru vel viti born- ar og sérfræðingar i meðferð allskonar véla. Þá hitti hann einpig vitveru, sem líktist skor- kvikindi, þótt hún væri á stærð við íslenzkan hund. Gekfc hún i fjórum fótum en hafði aufc þess fjórar hendur, en andlit hennar var gjörólíkt mannsandliti; — Halló! Herra forstjóri, voruð þér ekki að auglýsa eftir búktalara? hafði hún þó mál og gat talað margar tungur. Var Ómári sagt að hún væri mjög þörf í könn- unarferðum, þar er hún gæti séð, eða öllu heldur skynjað, gegn- um holt og hæðir. Nefndist hún Spú. Skömmu eftir að ferðin var hafin, var ýtarleg læknissikoðun gerð á Ómari Holt. Var hann síðan lagður í sjúkrahús skips- ins og dvaldist þar um hríð í hálfgerðu móki. En er hann losn- aði þaðan, þótti honum sem hann hefði aldrei á ævi sinni vitað hvað heilbrigði var fyrr en nú. — „Það var eiginlega ekk- ert að þér“, sagði læknirinn, ungleg kona kolsvört að lit og allstórvaxinn, en mjög fríð sýn- um og þægileg í viðmóti. „Við getum orðað það svo, að ofur- lítið ryk hafi fallið á líffæri þín og virðist það orsakast af óhollri fæðu og of miklum taugaæs- ingi“. „Ég hef aldrei vitað að ég hefði neinar taugar“, mælti Ómar brosandi. „Jæja, þú ert að minnsta kosti í lagi núna“, sagði svarta konan og klappaði á öxl hans. „En mundu að borða ekki óþverra, og láta ekki æst umhverfi spilla hugarró þinni“. Miro Kama reyndist honum góður og nytsamur fræðari. Hann sýndi honum í þrívíddar- kvikmyndum annála hans eigin sólkerfis og ýmissa hnatta í geimnum, allt frá þvi að þeir voru glóandi þokúmekfcir og þar til þeir byggðust vitsmunaver- um. Kom Ómari það mjög á óvart, að menningarþjóðir höfðu verið uppi á Jörðinni í meira en hundrað þúsund ár. En allar höfðu þær liðið undir lok, og mannkynið fallið aftur niður í villimennskuna langtímum sam- an. Hann kannaðist þó. við að hafa heyrt sögusagnir um sokk- in meginlönd, Lemúríu og Atlantis, en hafði aldrei tekið þær trúanlegar. „Þið eruð nú á góðum vegi með að glata enn menningu ykkar, er sjaldan hefur verið jafn glæsileg og 'nú“, mælti Miro Kama alvarlegur í bragði. „Við vildum mjög gjarnan forða ykkur frá því í þetta sinn, og vonandi lánast það, þótt það hafi verið reynt áður, mörgum sinnum, og ekki tekist“. „Það verður víst hægara sagt en gert“, ansaði Ómar. „Ég ótt- ast kjarnorkusprengj una“. „Já. Og fólk á öðrum hnött- um í sólkerfi ykkar hræðist líka þetta brambolt ykkar með hana. Eins og þú hefur séð í annál- um sólkerfisins, var einu sinni hnöttur fyrir utan Mars byggð- ur vel greindu mannfcyni, og þú sást hvernig fór fyrir þvi: Það fór óvarlega með kjarnorkuna, og einn góðan veðurdag varð keðjusprenging, sem eyðilagði hnöttinn gersamlega, svo að nú er ekki eftir af honum annað en belti af smástirnum og klettum, á hinni fornu braut hans kring- um sólina. En sprengingin oHi hræðilegum hamförum 1 aól- kerfinu öllu, «vo að brautir sumra hnattanna skekktust, og þar urðu víða miklar eyðilegg- ingar. Það eru því ekki aðeins þið, sem við berum fyrir brjósti, heldur öll önnur mannkyn i þessu sólfcerfi“. „Af hverju taka þá ekki hin mannkynin í taumana, og fcenna okkur með harðri hendi að breyta rétt?“ „Við höfum ekfci leyfi til þess að beita valdi við kynþætti sem komnir eru á ykkar þroskastig. Það eru fyrirmæli hinna æðstu fræðara, sem birta okkur lög til- verunnar. Jafnvel Skaparinn sjálfur lætur alla menn fara sínu fram — en þeir verða að taka afleiðingunum, og þær yrðu hroðalegar fyrir ykkur“. Þeir voru báðir þögulir langa stund. Svo spurði Ómar Holt: „Hvert er ferð okkar nú heitið?" Við stefnum að stjörnu einni, úti á yztu rönd sólnahverfisins, er nefnist á mínu máli Holla. Hún hefur marga fylgihnetti, sem enn eru lítt kunnir, og er ætlun ofckar að rannsaka þá nánar. En stjórn skipsins mun hafa í hyggju að leyfa þér og öðrum farþegum okkur að kynn- ast ýmsum mannkynum í vetr- arbrautinni, frá þeim lægstu til þeirra hæstu. Líður nú óðum að því að við nálgumst þessa stjörnu“. Litlu síðar var skipið tekið út úr því ástandi er Miro nefndi geimþyt, og var það nú aftur statt í þeim þriggja vídda heimi er Ómar Holt hafði alizt upp L Vinur hans hafði þegar kennt honum að nota firðsjána, og var það nú hans fyrsta verk að litast um gegnum hana. Útsýnið var þarna mjög einkennilegt: á aðra hönd kolsvart myrkur geimsins, með nofckrum mjög daufum ljósdeplum hér og þar: skini fjarlægra sólnahverfa, en á hina hans eigin vetrarbraut 1 allri sinni dýrð, sporösfcjulagað ljóshaf. En beint framundan var stór, ljósrauð sól, er nálg- aðist óðfluga. Skipið var enn á mikilli ferð og fór hringinn í kringum hina framandi stjörnu, meðan verið var að draga úr hraðanum. Miro Kama sat við hlið Óm- ars við firðsjána, og er stund leið sagði hann honum að taka nú vel eftir. „Við erum 'komnir að fyrsta hnettinum sem á að rann- saka, og höfum við nefnt hann Lólan. Þarna sérðu hvar hann veltur utan úr myrkrinu á móts við okkur, stór og fögur jörð, og sýnilega byggð vitsmunaver- um. En hverjar þær eru, vitum við ekki. Hér hefur aldrei verið lent. En nú munum við fara nið- ur á yfirborðið á diskum, og verður þú með ofckur Lenai". „Kunnið þið ekki skil á öll- um jarðstjörnum sólnahverfia- ins?“ sputði Ómar Holt. Miro Kama hristi höfuðið brosandi. „Síður en «vo“, ansaði hann. „Það eru milljarðar hnatta, 1 þessu hverfi, aem þið kallið Vetrarbrautina. MifciR fjöldi rannsóknarskipa atarfar að þvi sýlknt og heilagt að kanna þá og kortleggja, en við eigum ennþá langt í land að kynnast þeim öllum. Að vísu höfusn við nú yfirlit yfir aólnabverfið, og vitum nokkurnveginn hvar þær jarðstjörnur eru að finna, aeaa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.