Morgunblaðið - 08.06.1967, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 08.06.1967, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1&67, ísLmet í kúluvarpi 17.44 -19 ára ungLmet bætt 15.18 - IR vann stigakeppni Sveinameistaramótsins FIMMTAÞRAUT Reykjavíkur- mótsins fór fram á Laugardals- vellinum í gær og auk þess var keppt í nokkrum greinum auka- lega. Þá náðist enn sem fyrr glæsilegur árangur í kúluvarpi. Guðmundur Hermannsson bætti íslandsmetið enn — nú um tvo sentimetra varpaði 17.44 m. Er- lendur Valdimarsson ÍR, bætti 19 ára gamalt unglingamet Vil- hjálms Vilmundarsonar. Varp- aði Erlendur 15.18 m, en gamla metið vem Vilhjálmur átti, var 14.85 m. Er þetta glæsilegur árangur. í íimmtarþrautinni sigraði ólafur Guðmundsson KR, mað miklum yfirburðum, hlaut 3209 en þarna er met Björgvins Hólm ÍR 3467 stig. Árangur Ólafs var: 6.80 í langstökki, 52,63 í spjót- kasti, 23.5 í 200 m, 32.49 í kringlukasti og 4:36.2 í 1500 m hlaupi. Annar í þrautinni varð Helgi Hólm ÍR, með 2574 stig og 3. Finnbjörn Finnbjörnsson ÍR með 1685. Trausti Júlíusson FH keppti sem gestur og hlaut 2567 stig. í gær var lokið við tvær grein ar sem ólokið var frá Sveina- meistaramóti Reykjavíkur. Úr- slit urðu þau að ÍR-ingar hlutu flest stig á mótinu í heild eða 84, KR hlaut 77 og Ármann 44. Kepptu sveinarnir í gær- kvöldi í hástökki og stangar- stökki. Úrslit urðu: Byssuskot kveöur við að loknum hálfleik ALÞJÓÐA knattspyrnusambanT! ið er nú að reyna að koma á sáttum milli tveggja starfandi knattspyrnusambanda í Banda- ih^junum. öir Stanley Rous hefur til- kynnt að hann hafi bréflega fengið samþykki formanns „At- vinnumannadeildarinnar banda- rísku“ til að mæta á sáttafundi með stjórnarmöhnum alþjóða sambandsins og formanni „Bandaríska knattspyrnusam- bandsins" eins og það heitir. Fundurinn verður 10. júní í New York. Eitt af mörgum atriðum sem ná þarf samkomulagi um er að hætt verða að gefa tímamerki í hálfleik með byssuskoti, eins og nú er gert í Bandaríkjunum. Sagði Sir Stanley að knatt- spyrnumenn í Bandaríkjunum yrðu að virða reglur alþjóða knattspyrnu og auk þess gamla siði hennar og venjur. Form. bandaríska sambands- ins, sem staddur var á þingi al- þjóðasambandsins á dögunum var að því spurður af blaða- mönnum af hverju Bandaríkja- Framhald á bls. 20 Hástökk: 1. Elías Sveinsson ÍR 1.60, Friðrik Þór Óskarsson ÍR, 1.55, 3. Stefán Jóhannsson Á, 1.50. Stangarstökk: Elías Sveinsson ÍR, 2.80, 2. Einar Þórhallsson KR, 2,80. í öðrum aukagreinum á mót- inu urðu úrslit þessi: 800 m hlaup: 1. Halldór Guð- björnsson KR, 1:57.4, 2. Þórarinn Arnórsson ÍR, 1:59.2. Kringlukast: Erlendur Valdi- marsson ÍR, 44.26, 2. Jón Þ. Ól- afsson ÍR, 43.56, 3. Þórarinn Arn órsson ÍR, 32.25. Stangarstökk: Hreiðar Júlíus- son KR, 3.70, 2. Páll Eiríksson KR, 3.60. Hástökkvurum mistókst við byrjunarhæðir vegna þess hve aðhlaupsbrautin og uppstökks- svæðið var laust í sér. Erlondur bætti ára gamalt met. Úrslit nalgast í knatt- spýrnukeppni drengja KNATTSPYRNUMÓT drengja í Reykjanesumdæmi er nú langt MOLAR BORUSSIA Dortmund vann fjórða leikinn sem háður er í sambandi við heimssýning- una í Kanada. Sigurðu Þjóð- verjarnir belgíska liðið Standard Liege með 1—0. SKOTAR unnu Ástralíumenn í knattspyrnulandsleik í Ade- laide með 2—1 í fyrri viku. í hálfleik stóð 1—1. Boðlsiundsisveit LangholtsBkóIa. Gísli Þorstainason með bikaaínn. 100 kepptu á Sundlaugarmðtinu SUNDKEPPNI fór nýlega fram milli unglingadeilda Laugarnes- skóla, Laugalækjarskóla, Lang- holtsskóla og Vogaskóla í Sund- laugum Reykjavíkur. Keppend- ur voru um 100. Þetta er í 4. sinn, sem sundkeppni fer fram milli skólanna og hefur orðið til þess að auka mjög áhuga nem- enda fyrir sundi. Mótsmet voru sett í nær öllum einstaklings- sundgreinum. Gísli Þorsteinsson (Einarssonar íþróttafulltrúa) Langholtsskóla, var mesti af- reksmaður mótsins. Keppt var um bikara í boðsundum sem Toyota-umboðið hefur gefið Langholtsskólinn sigraði í keppni pilta en Laugalækjar- skólinn í keppni stúlkna. Áhorfendur voru fjölmargir. Vonandi fer þetta mót fram í nýju Sundlaugunum næsta ár. komið og úrslitaliðin í 4. og 5. aldursflokki ráðin. í 4. flokki léku FH og KFK í öðrum undaniúrslitum og unnu hinir fyrrnecBnidu báða leik- ina. Fyrri leikinn í Keflavík með 7—1, en seinni leikinn, sem átti að leika í Hafnairfirði gaf KFK. Hinn undanúrslitaleikurinn var milli UMFK og Stjörnunnar úr Garðahreppi. Fyrri leikinn, sem fór fram á Kópavogsvelli vann UMFK með yfirburðum — eða 10—0. í seinni leiknum var sama sagan og í áðurnefndum undanúrslitaleik, þ.e. Stjarnan mætti ekki til leiks. Til úrslita í 4. flokki leika því Ungmennafélag Keflavíkur og Fimleikafélag Hafnarfjarðar og fer sá leikur fram þriðjudags- kvöldið 13. júní. í 5. flokki léku Grótta og Haukar í undanúrsHtum á Hafn arfjarðarvelli og sigruðu Hauk- ar 4—1 (samanlagt 9—2). í hinum undanúrslitaleiknum mættust KFK og FH á Kefla- víkurvelli. FH sigraði með 1—0 (samanlagt 2—1). Hafnarfjarðarfélögin Haukar og FH leika þvi til úrslita í þess um flokki. Úrslitaleikurinn fer fram nk. mánudagskvöld kl. 6. í 3. flokki er keppnin hörð milli FH, Breiðablik og UMFK. Leiknum milii Keflavíkurfélag- anna KFK og UMFK lyktaði með jafntefli, 0—0. f kvöld leika í Keflavík, UMFK gegn FH og KFK gegn Haukum. Staðan í 3. flokki er nú þessis FH 3 Breiðablik 4 UMFK 3 Stjarnan 4 KFK 3 Haukar 3 3 0 0 ð—2 6 3 0 1 16—4 6 210 7—1 5 1 0 3 8—14 2 0 1 2 -2—4 1 0 0 3 1—14 0 Unglingakeppni FRÍ er hafin — stendur til 15. ágúst og fjórir beztu í hverri grein mœta í úrslitakeppni ÚTBREIÐSLUNEFND Frjáls- íþróttasambands íslands vill minna á, að unglingakeppni FRÍ er hafin. Keppt verður í þremur flokkum og eiga 4 beztu í hverri grein rétt á að mæta til úrslitakeppni, sem verður háð í Reykjavík 26.—27. ágúst. Mun FRÍ greiða hluta af ferðakostn- aði utanbæjarfólks. Keppnin stendur til 15. ágúst og verða árangrar sem berast eftir þann þann tíma ekki teknir til greina. Til þess að keppni þessi verði sem skemmtilegust eru sam- bandsaðilar beðnir um að senda árangur jafnóðum og þeir nást. Keppt verður í eftirtöldum flokkum: Sveinar (f. 1951 og síðar): 100 metra hlaup, 400 metra hlaup, 800 metra hlaup, 80 rnetra grindahlaup, hástökk, langstökk, stangarstökk kúluvairp, kringlu- kast og spjótkast. Drengir (f. 1949 og síðar): 100 metra hlaup, 200 metra hlaup, 400 metra hlaupp, 800 metra hlaup, 150 metra hlaup, 110 metra grindahlaup, hástökk, langstökk, stangastökk, þrístökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast og sleggjukast. Stúlkur (f. 1949 og síðar): 100 metra hlaup 200 metra hlaup, 80 metra grindahlaup, há- stökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast. Upplýsingar um árangra skulu sendir til FRÍ, Box 1099 I Reykjavík. (Frá útbreiðslunefnd FRÍ)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.