Morgunblaðið - 08.06.1967, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1967.
__HL*
Örvarnar sýna hvernig ísraelsmenn hafa sótt fram.
- GJORSIGRAÐ
Framh. af bls. 1
• Orðrómur er á kreiki um
að Nasser forseta arabiska
Sambandslýðveldisins hafi
verið steypt af stóli. Flugu-
fregnir eru einnig á kreiki
um, að Hussein Jórdaníu-
konungi verði steypt af stóli.
George Brown, utanríkisráð-
herra Stóra-Bretlands, sagði
f dag, að brezka stjórnin hafi
ekki fengið þessar fregnir
staðfestar.
# tsraelsmenn kváðust hafa
tekið Suez-skurðinn í dag.
Þeir hafa einnig tekið á sitt
vald Sharm el Sheikh við
Tiran-sund og þar með rofið
siglingabann Egypta um
Aqaba-flóann. ísraelsmenn
tóku einnig í dag þann hluta
Jerúsalem, sem tilheyrði
Jórdaníu, eftir sjö klukku-
stunda bardaga.
Yfirstjórn egypzka hersins til-
kynnti fyrir hádegi í dag, að
egypzki herinn hefði yfirgefið
fyrstu víglínu sínar og að harðir
bardagar geisuðu nú á öðrum víg.
línum. Kairó-útvarpið skýrði frá
því, að herinn hefði hörfað sök-
um mikilla loftárása, en í þeim
hefðu erlendar orrustuþotur auk
hinna ísraelsku tekið þátt. Út-
varpið skýrði frá því, að herinn
hefði hörfað sökum mikilla loft-
érása, en í þeim hefðu erlendar
orrustuþotur auk hinna ísraelsku
tekið þátt. Útvarpið skýrði einnig
frá því, að fsraelsmenn hefðu
tekið Sharm el Sheikh, sem er
hernaðarlega mjög mikilvægur
staður. Útvarpið gerði ekki at-
hugasemdir við ákvörðun ör-
yggisráðsins 'að hlé verði gert á
vopnaviðskiptum ísraelsmanna
og Arabaríkjanna, en sendiráð
Egypta í París staðfesti í dag,
að egypzka stjórnin hefði neitað
að gera vopnahlé. Abba Bben,
utanríkisráðherra ísraels, hefur
látið svo ummælt, að fsrael sé
reiðubúið að gera vopnahlé svo
fremi Arabaríkin geri slíkt hið
sama.
Sigur ísraels.
Itzak Rabin, hershöfðingi, lýsti
því yfir í dag fyrir hönd ísraels-
stjórnar, að ísraelsher hefði
gjörsigrað Egypta og réðu nú
lögum og lofurn á breiðu svæði
frá vesturbökkum Jórdan-fljóts
til austurbakka Suezskurðar.
Sagði Rabin, að meginaðgerðir
Egypta nú væru að forða sér
yfir Suezskurðinn og herjir
þeirra væru á algjöru undan-
haldi. Rabin lýsti þróun mála
sl. sólarhring á þessa leið:
1. Mcstur hltrti vesturbakka
Jórdan-fljóts eru á valdi ísraels,
þar með talin Jeríkó.
2. Sinai-skaginn er allur í
höndum ísraels.
3. Samanborið við það sem
unnist hefði væri mannfall í liði
ísraelsmanna ekki mikið.
Rahin sagði, að þessa sigra
hefðu herir ísraels unnið upp á
eigin spýtur, án nokkrar utan-
aðkomandi hjálpar.
ísraelsmenn fóru, samkvæmt
fregnum AP-fréttastofunnar, yfir
Sinai-skagann í þremur fylking-
um: gegn Qantara í norðri, Is-
maliu í miðju og hafnarborginni
Toufiq í suðri. ísraelski flug-
herinn er allsráðandi í lofti og
virðist hafa eyðilagt allan
egypzka flugherinn. Allt her-
stöðvarkerfi Egypta á NA-Sinai
er á valdi fsraelsmanna.
Bardaginn um austurhluta
Jerúsalem stóð í nokkrar klukku
stundir og var allharður. Hon-
um lyktaði með því, að ísraels-
menn umkringdu borgarhlutann
og tóku einnig borgina Nablus
48 km suður af Jerúsalem.
Fregnir um töku A-Jerúsalem
vakti mikinn fögnuð Gyðinga og
rabbíinn Schlomo Goren blés í
Schofar á mörkum borgarhlut-
anna, en í þetta hom eru aðeins
blásið, er miklir trúarlegir eða
^gulegir atburðir gerast hjá
y ^ingum.
Þá var einnig tilkynnt frá Tel
Aviv, að ísraelsmenn hefðu náð
Betlehem, fæðingarstað Krists, á
sitt vald eftir harða orrustu á
þriðjudag. Eldar brunnu í Betle-
hem er ísraelskir hermenn komu
þangað í morgun.
Orrustan um Suez-skurðinn
var einnig allhörð, en er líða
tók á daginn virtust Egyptar
hætta að veita mótstöðu og hefja
skipulagt undanhald. Veittist
fsraelsmönnum létt að taka borg
ina Rumana við Miðjarðarhafs-
ströndina en þaðan eru einung-
is um 50 km. til Port Said.
Jórdanski herinn barðist von-
litilli baráttu við landamæri
Jórdaníu og ísraels og í A-Jerú-
salem. Stjórnin í Amman sendi
snemma í morgun sendilboða á
fund öryggisráðsins, sem fór
þess á leit, að vopnahléi yrði
þegar komið á milli landanna.
Ellefu klukkustundum síðar hélt
Hussein Jórdaníukonungur út-
varpsræðu, þar sem hann hvatti
þjóð sína til að veita viðnám
og berjast með „tönnum og ber-
um hnúum“ til hinzta manns.
Hann sagði, að jórdanskir her-
menn hefðu úthellt dýrmætu
blóði við að verja austurhluta
Jerúsalem. Skömmu eftir að
Hussein hélt þessa útvarpsræðu
birti jórdanska stjórnin yfirlýs-
ingu þar sem sagði, að hún væri
fyrir sitt leyti samþykk vopna-
hléi þegar í stað. Virðast eiga
sér stað innbyrðis á'tök milli
Husseins konungs og stjórnar
hans.
Bandarískir diplómatar og
blaðamenn fóru frá Kairó í dag,
en þeim var sagt að hafa sig á
brott er Egyptaland sleit stjórn-
málasambandi við Bandaríkin.
Blaðamennirnir eru 22 talsins og
var þeim stranglega bannað að
senda fréttir frá Egyptalandi á
leiðinni úr landi.
Fréttamenn sem farið hafa um
borð í flugmóðurskip Breta og
Bandarfkjamanna á Miðjarðar-
hafi segja það staðleysu, að orr-
ustuþotur hafi verið sendar frá
þeim til að aðstoða fsraelsmenn
í flughernaði þeirra. Brezka
stjórnin kallaði ásakanir Egypta
um meintan stuðning við Israel
„rakalausar lygar“. Egyptar
höfðu sakað Breta um að hafa
sent Canberra-þotur til hjálpar
ísrael. Stjórnin í Alsír hefur lýst
því yfir, að hún muni senda
sovézkar MIG-þotur til aðstoða
egypzka flugherinn.
Rabin hershöfðingi tilkynnti I
kvöld, að ísraelski flugherinn
hefði nú skotið niður alls 44
egypzkar þotur á þremur dög-
um. Sagði Rabin, að ísraelsstjórn
hefði aldrei látið sig dreyma um
svo góðan árangur, og sannaði
hann, að ísraelsmenn ættu á að
skipa beztu flugmönnum heims.
Meðalaldur flugmanna í ísraels-
her er 23 ár. Rabin sagði einnig,
að ísrael hefði nú tvístrað flug-
her Egypta gjörsamlega, og að
nú væri ætlunin að tvístra öllu
á jörðu niðrL
Öryggisráðið
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna,
U Thant tilkynnti Öryggisráðinu
í dag, að gæzlusveitir St> á Gasa-
svæðinu væru ekki lengur í
hættu. í indversku gæzlusveit-
inni hafa níu menn fallið, en
26 eru særðir og 12 er saknað.
Þar að auki hafa einn írskur og
einn brazilískur hermaður fall-
ið.
Johnson Bandaríkjaforseti hef.
ur tilkynnt, að hann hafi farið
þess á leit við Öryggisráðið, að
það skipaði 'A’”taka nefnd til að
kanna hva* r>-",Jiríkin gætu
gert til að k^ma á friði við botn
Miðjarðarhafs.
Á meðan hefur Federenko,
sendifulltrúi Sovétríkjanna í Ör-
yggisráðinu, haldið uppi stöðug-
um árásum á ísael, sem hann
kveður hafa hafið styrjaldarað-
gerðir fyrir botni Miðjarðarhafs.
Federenko hefur einnig ásakað
Bandaríkin og Bretland fyrir að
hafa reynt að kynda undir því
báli, er logar í þessum löndum.
f Karíó og Alexandríu hefur
múgur manns brotið rúður í
sendiráðum Bandaríkjanna og
Bretlands og reynt að setja eld-
að sendiráðsbyggingunum.
Síðustu fréttir.
Sendifulltrúi Egyptalands Mo-
hamed el-Kony hjá öryggisráð-
inu ásakaði ísraelsmenn fyrir að
hafa skellt skollaeyrum við
vopnahlésákvörðunum öryggis-
ráðsins, og krafðist þess að^ ráðið
fordæmdi árásarstefnu fsraels
og skipaði stjórn landsins að
draga herflokka sína aftur að
landamæralínunni, sem ákveðin
var 1949. El-Kony sagði ekkert
um hvort stjórn sin hefði í
hyggju að leggja niður vopn.
Þegar leið að þeim tíma, sem
öryggisráðið hafði ákveðið fyrir
Araba og ísraelsmenn að leggja
niður vopn (kl. 20 i kvöld), til-
kynnti yfirherstjórn Egyptalands,
að flugher landsins hefði valdið
miklu tjóni á herstöðvum fsraels
manna við Khatiya á Sinai-skag.
anum.
Á blaðamannafundi í Tel
Aviv seint í kvöld sagði varn-
armálaráðherra ísraels, Mos-
he Dayan, að iNraelsmenn
hefðu ekki áhuga á að taka
Fengu allt að
25 tonn í hali
TOGARINN Neptúnus kom með
fullfermi af Grænlandsmiðum í
gærmorgun. Morgunblaðið átti
stutt samtal við Jóhann Sveins-
son, skipstjóra. „Við höfum lík-
iega verið með eitthvað um 300
tonn eftir fjórtán daga ferð. Víð
byrjuðum fyrst á heimamiðum,
vorum þar í tvo daga en héld-
um Svo að austurströnd Græn-
lands. Þar lentum við í mjög
góðum fiski og fengum allt upp
í 25 tonn í hali, aldrei minna en
10 tonn.
Aflinn var allur þorskur og
sprak, sem við köllum. Þorskur-
inn er miðlungsstór. Veðrið var
ágætt fyrstu dagana, en undir
lokin var það orðið leiðinlegt.
Norðvestan bræla. Við höfðum
þó gott skjól af ísnum, sem var
töluverður á þessum slóðum.
Þegar við fórum voru önnur
skip komin á vettvang, m.a. Sig-
urður, Hallveig, Jón Þorláksson,
Kaldbakur og Narfi. Þeir gerðu
það ágætt held ég, en mér fannst
fiskurinn vera minni síðustu
dagana."
Verið var að landa úr Nep-
túnusi í gær, aflinn fer allúr til
vinnslu hjá Júpíter og Marz.
Matthías
Á. Mathiesen
Pétur
Benediktsson
Sverrir
Júlíusson
Fundir bambjóðenda D-listans
í Reykjaneskjördæmi
í KVÖLD halda frambjóðend
ur Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi fundi
með trúnaðarmönnum, hverf
isstjórum og sjálfboðaliðum á
kjördegi fyrir Kjós og Kjalar
nes í Fólkvangi og hefst sá
fundur kl. 9, í Grindavík
hefst fundur kl. 8.30. Fyrir
Njarðvík, Hafnir, Voga og
Vatnsleysuströnd verður fund
urinn haldinn í kosninga-
skrifstofunni í Njarðvíkum
og hefst kl. 8. Fyrir Garða-
og Bessastaðahrepp verður
fundur í samkomuhúsinu í
Garðaholti og hefst kl. 8.30.
Á roorgun (föstudag) verða
svo fundir í Barnaskóla Sand
gerðis og hefst kl. 9 og í
Sjálfstæðishúsinu í Hafnar-
firði á sama tíma.
Simaskráin
afhent
í DAG verður bynjað að afhenda
símnotendum í Reykjavík og
Seltjarnarnesi, nýju símasikréna,
sem tekur gildi 19. júní n.k. —
Símasikráin verður eklki send
símnotendum og skal gefið upp
nafn símnotenda og siimanúmer
þegar nýja Skréin er sótt. Fer
afgreiðslan fram í Góðtemplara
húsinu frá kl. 9—19 daglega. —
Símnotendur í Kópavogi og
Hafnarfirði geta sótt símaskrána
15. júni í pósthúsin og út um
land mun símaskréin berast
kringum miðjan júnimánuð.
Suez-skurðinn lierskildi þótt
þeim væri það í lófa lagið.
Hann sagði, að aðalmarkmið
ísraelsmanna væri að opna
aftur Ac/apa-flóarin, sem Nass
er lokaði ísraelskum skipum
fyrir 16 dögum. Dayan bætti
því við, að ef ísraelsmenn
hernæmu Suez-skurðinn gæti
það orsakað harðvítugar deil-
ur á alþjóðavettvangi, og /ísra
el vildi ekki vera frumkvöðull
að slíkum deilum.
Dayan, sem stjórnaði ísra-
elskum herjum í Suez-stríð-
inu 1956, sagði að flótti væri
nú brostinn í her Egypta og
ætti ísrael allskostar við öll
þau Arabaríki, sem barizt
hafa gegn þeim undanfarna
daga.
Axel Oddur
Jónsson Andrésson
Á laugardag verður svo
fundur í Sjálfstæðishúsinu og
hefst hann kl. 2 og í Sjálf-
stæðishúsinu í Kópavogi á
sama tíma.
Bræla á
miðunum
SÍLDVEIÐAR gengu slælega að-
faranótt miðvikudagsins og þann
dag allan enda veður ekki gott
á miðunum, 5—6 vindstig og
sjór. Fór það þó skánandi þegar
leið á daginn. Vigri var á leið
til lands í gær, en ekki er kunn-
ugt um aflamagn hans. Yfirleitt
tekur það bátana tvær til þrjár
nætur að fá fullfermi.
- JARÐSKJÁLFTI
Framhald af bls. 2.
laust fyrir klukkan þrjú utx
nóttina.
Er það sterkasti kippur, sem
mælzt hefur í Vík síðan jarð-
skjálftamælir var settur þar upp
fyrir þremur árum. Að Skamma
dalshóli er sérstakur mælir, sem
telur jarðskjálftakippi ef þeir ná
vissum styrkleika. Frá því kL
8 á þriðjudagskvöld og til kl.
2 í gær haldi hann 6 kippL
Bóndinn að Skammdalshóli var
einn þeirra sem vaknaði um
þrjú-leytið. Sá hann að ljósa-
krónan í lofti eins herbergisins
dinglaði til, en engar skemmdir
höfðu orðið. Elimar Gunnars-
son, smiður í Vík, var annar sem
vaknaði. Hann dreif sig á fætur
og leit úr um glugga. Sá hann
að allur fuglinn i klettunum
hafði hafið sig til flugs. Jarð-
skjálftamælar í Reykjavík sýndi
þrjá jarðskjálfta þessa nótt. Einn
kl. 23, annan kl. 02.58 og þann
þriðja kl. 06.16. Talið er að upp-
tök þeirra hafi verið í Mýrdals-
jöklL