Morgunblaðið - 11.06.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1967.
BÍLALEIGAN
- FERÐ-
Daggjald kr. 350,-
og pr. km kr. 3,20.
SÍMI 34406
SENDUM
ÍMAGNÚSAR
SKIPHOITI 21 SÍMAR 21190
eftirlokun stmi 40381
SIH11-44-44
\mm
Hverfisgöto 103.
Simi eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
lngóifsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifalið í leigugjaldl.
Simi 14970
BILALEIGAIM
- VAKUR -
ISundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
lúA/Leffœr
RAUOARARSTIG 31 SlMI 22022
SIGURÐUR HELGASON
héraðsdómslögmaður
Digranesvegi 18, Kópavogi.
Sími 42390.
GOLFBOLTAR
gefa meiri
högglengd.
Skíðaskólinn
í Kerlingafjöllum
Simi 10470
mánud. — föstud. kl. 4—6,
taugard. kL 1—3.
Hópferðabilar
mllar stærðir
Simar 37400 og 34307.
Fer sjöundi hver
íslendingur utan
í sumar?
„Vistmaður á Hrafnistu“
skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Ég þakka þér pistla þína og
bréfabirtingar. Ég er orðinn
gamall og hálfpartinn kominn
úit úr þjóðfélaginu, en með því
að lesa dálka þína veit ég nokk
um veginn, hvað klukkan slær
hjá almenningi. Þótt ég hafi
verið talinn fremur litill
„Morgunblaðsmaður" um
ævina, get ég með engu móti
neitað því, að í dálkum Vel-
vakanda koma öll sjónarmið
fólksins fram.
Nú langar mig til að benda
á eitt atriði, sem of fáir talka
eftir, að mínum dómi: Það
hefur aldrei verið betra að búa
í þessu blessaða landi en ein-
mitt núna.
Ég man tímana tvenna. Ég
var öfundaður af því að vera á
togara og komast til útlanda,
þó ekki væri af öðru en því,
að ég gat gefið kerlingunni og
krökkunum epli, þegar heim
kom, en eins og miðaldra fólk
man, þá bannaði Eysteinn og
öll hans Framsókn innflutning
á ávöxtum um langa hríð.
Nú hrökk ég við um daginn,
þegar ég las í blaði, að tíundi
hver Akureyringur færi til út-
landa í sumar. Tíundi hver? —
Ég fór að reikna. Jú, það
stemmdi. Þetta hefði verið tal-
ið svo lygilegt og ótrúlegt fyrir
fáeinum árum, að hefði ég
haldið þessu fram sem spádómi,
sæti ég ekki hér, heldur aðeins
innar við Sundin.
En svo hélt ég áfram að
reikna. Útkoman var sú, sam-
kvæmt upplýsingum frá ferða-
skrifstofum, að sjöundi hver ís
lendingur fer til útlanda í ár.
Eigum við að
trúa þessu?
Eigum við að trúa þessu?
Já, þetta eru staðreyndir. Mér
finnst ekki langt síðan ég kom
bláfátækur norðan úr landi til
þess að róa hér syðra og eign-
ast peninga fyrir sjálfan mig,
foreldra og systkin. Síðan er
liðin heil eilífð í velferðarmál-
um okkar íslendinga.
Og hverjum eða hverju er
það að þakka? Ekki endilega
bara Sjálfstæðisflokknum, held
ur fyrst og fremst því hugar-
fari, sem hvetur til dugnaðar,
einstaklingsframtaks og sjálf-
stæðis í orðum og athöfnum.
Ég sé það nú á fullorðinsár-
um, að þetta hugarfar, þessi
þankagangur, skiptir mestu
máli, þegar velferð einstakl-
ingsins eða alls þjóðfélagsins
er borin fyrir brjósti. Og hvaða
stjórnmálaflokkur hefur svo
ævinlega barizt fyrir þessum
hugsunarhætti? — Ég þarf
ekki að svara.
í æsku minni sá ég oft föl
og mögur börn. Nú sé ég bara
frískleg, rjóð og pattaraleg
böm. Af hverju? Aí því að land
inu hefur verið vel stjórnað.
Ég hef fylgzt með því,
hvernig Reykjavík hefur þan-
izt út. Ég hef fylgzt með því,
hvernig fólk fer að gera meiri
kröfur til lífsins, og hvernig
fólk hefur fengið þær kröfur
uppfylltar. Á seinustu árum
hefur framvindan verið svo
hröð og örugg, að menn á mín-
um aldri gera ekki betur en
rétt að fylgjast með.
Ef farmhald verður á þessu
öllu, sem ég vona, þá hefur ís-
lenzk þjóð borið gæfu til þess
að kunna að velja sér forystu-
menn. Þá forystumenn er ekki
að finfta meðal barlómsmanna
Framsóknarflokksinis, sósíalista
Alþýðuflokksins eða landráða-
manna hins tvíhöfða Komm-
únistaflokks.
Nú ríður á, að allir gerl
skyldu sina við kjörborðið í
dag. Enginn má láta undir
höfuð leggjast að sækja kjör-
fund og leggja sitt af mörkum
til þess að haldið verði áfram
á sömu öruggu og stöðugu
framfarabrautinni. Hver vill
hafa það á samvizkunni að hafa
fellt stjórnina með atkvæði
sínu og þar með tekið þátt í
myndun nýrrar vinstri stjórn-
ar? Munið, að öryggi okkar er
ekki meira en svo, að stjórnar-
meirihlutinn hangir á einu ein-
asta atkvæði í annarri þing-
deild! Það má engu muna!
Með beztu kveðjum í von
um, að þú birtir þetta bréf mitt
óstytt,
Vistmaður á Hrafnistu".
Til „Einnar
forvitinnar“
Velvakandi biður „Eina
forvitna" afsökunar á því að
hafa ekki svarað bréfi hennar
fyrr, en bréfahrúgan á borði
hans er anzi þykk. Sfcofnun sú,
er bréfritari minnist á, hefur
fengið styrk frá Reykjavíkur-
borg. Velvakandi heldur enn-
fremur, — án þess að geta sagt
það með fullri vissu — að ríkið
styrki hana einnig, og að sá
styrkur muni aukast verulega á
næsta ári.
Þarf að banna
okkur?
„Stúdína" skrifar m.a.:
„Skelfing finnst mér vont að
hafa ekki kosningarétt. Ekki
væri ég í vafa, eftir að hafa
heyrt og lesið „bönnaðan ekkis-
en“ þvæfctinginn í þossari vesölu
stjórnarandstöðu okkar.
Já, ég kalla það þvætting að
reyna að segja okkur, að við
búum við fátækt og hörmung.
Mín skoðun er sú, kæri Velvak
andi minn, að allir hafi allt til
alls, þ.e.a.s. þeir, sem hafa
hirðu á að bera sig eftir björg-
inni, og það er enginn vandi í
þessu þjóðfélagi. Þú afisakar
orðalagið, en ég þoli ekki að
heyra þetta vesældarpíp í
kommum og Framsókn, þegar
við fclendin/gar höfum það
betra en nokkur sambærileg
þjóð. Getur nokkur manneskja
skrifað undir það, að hér sé
kreppa og peningaleysi, þegar
allir eru að byggja og kaupa
sér bíla og sjónvarp og þvotta-
vél og iskáp og flugfarmiða og
guðmávitahvað?
Hér berjast fjórir flokkar um
völdin. Tveir sósíalistískir og
einn í gleðikonustíl. Sá fjórði
virðist mér treysta á mannleg-
ar eigindir, sjálfstæðan hugs-
unarhátt, frelsi, framtak og
dugnað einstaklingsins. Þann
mundi ég kjósa, hefði ég ald-
ur til.
Hinir þrír leggja mikið upp
úr boðum og bönnum. En þarf
að banna okkur nokkuð? Meg-
um við ekki vera sjálfráð um
það, sem við viljum eða vilj-
um ekki?“
— Velvakandi þakkar bréf
„Stúdínu", en birtir ekki meira
úr því að sinni.
Hannimagnúsbal
„Nemandi" skrifar m. a.:
„Falleg voru nöfnin þeirra
Púnverja í Karþagóborg:
Hannibal, Hamilkar, Hasdrú-
bal. o.s.frv. Nú er komið eitt
nýtt: Hannimagnúsbal, þótt
ekki geti Livíus um það.
Því segi ég það, að lands-
kjörnstjórn, sem ræður út-
gáfu kjörbréfa á Alþingi fs-
lendinga, hefur einróma kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að
uppbótarþíngsæti skuli reiknuð
G-lista og I-lista sameiginlega.
Hún ræður ein þessu máli.
Þeir fara sameiginlega á þing
og greiða þar sameiginlega at-
kvæði um gildi eigin kjör-
bréfa.
Um það þarf því ekki að
deila, að á fyrsta fundi Al-
þingis mæta kommúnistar
Magnúsar Kjartanssonar og
kommúnistar Hannibals Valdi-
marssonar sameiginlega í einni
hjörð. Þeir verða að standa
saman í atkvæðagreiðslu, og
hið hlálega er, að þessi sjálf-
skipaði píslarvottur vondra
kommúnista, Hannibal Valdi-
marsson, getur ekki annað (þó
hann feginn vildi hitt) en
hjálpa fionsfcakkuðum kammún-
istum inn á þing. Hvað hefur
hann líka verið annað undan-
farin ár en hækja kommún-
ista?
Sá, sem kýs I-listann, er þvl
að hjálpa Magnúsi Kjartans-
syni við að drösla gallhörðum
Moskvu- og Pekingkommún-
istum inn á þing. Önnur var að
vísu (að öllum líkindum) ætl-
un Hannibals, en svo illa hef-
ur til tekizt, að „uppgjör" hans
við heimskommúnismann kem-
ur út í því að aðstoða þá, sem
hann unni verst en reyndist
bezt.
Nemandi".
Jæja, skelfing geta menn
orðið pólitískir, svona rétt fyrir
kosninjgar. Velvakandi kemst
ekki yfir að birta fleiri stjórn-
málabréf og biður þá velvirð-
ingar, sem útundan vexða, en
auðvitað vonar hann, að allir
vinni, — nema kommar, kratar
og framsókn.
★ Maður veit, hverju
maður sleppir,
en ekki, hvað
maður hreppir!
Já, kæru lesendur; það
var ekki meira í dag, 11. júní.
HEIMILISTÆKI SF.
SÆTÚNI 8,
SÍMI 24000
^\útóega..notale6a ofc
Þetta er nýja Philips rafmagnsrakvélin með
þremur kömbum. Átján hárskörp blöð
leggjast mjúklega að húðinni og snúast í
5000 hringi á mínútu. Þau gefa mjúkan
og notalegan rakstur. Rakstur fyrir daginn.
Þægilega. Á mettíma. Skóðið þessa nýju
rafmagnsrakvél. Reynið hana.
Þér getið neitað yður um flest
annað en góða rakvél —
Philips rafmagnsrakvél
Aðrar tegundir af Philips rafmagnsrakvélum ætíð fáanlegar