Morgunblaðið - 11.06.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.06.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1967. KONUR í dag er valdið í ykkar höndum / | ÍSLENZKU konur. í dag er valdið í ykkar höndum. í dag ákveðið þið, hvernig þjóð- félag verður á íslandi næstu árin. L Þið, sem nú kjósið í fyrsta sinn, munið vart annað en þjóðfélag frjálsræðis og velmegunar. Látið atkvæði ykkar í dag verða stein í þann virkisvegg, sem um- lykur og verndar þessi ómetanlegu gæði, frjálsræði og öryggi. Það gerið þið með því einu að kjósa D-listann. | Fátt er konum jafn hjartfólgið og [ traust framtíð ungu kynslóðarinnar. Atkvæði ykkar, kvennanna í dag geta ! ráðið því, hvort börnin ykkar alast upp í þjóðfélagi, þar sem trúin á mátt manns- ins og rétt hans ræður ríkjum. Þetta tvennt er inntakið í stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Þess vegna er hann flokkur frjálsræðis og menningar. Þess vegna munu atkvæði kvennanna, sem kjósa D-listann í dag, treysta þann grundvöll, sem framtíð barnanna bygg- ist á. Og loks þetta. Auður Auðuns er eina konan á íslandi, sem telja má víst, að sæti eigi á Alþingi næsta kjörtímabil. Hún hefur um margra ára skeið unnið af fórnfýsi og ósleitilega að málefnum kvenna og Sjálfstæðisstefnunnar. Henni hafa verið falin mikil trúnaðarstörf, enda vinnur hún að málum af glöggskyggni, festu og mikilli háttvísi. Landssamband Sjálfstæðiskvenna heít- ir á konur í Reykjavík að veita frú Auði þann stuðning, sem um munar og hún hefur unnið til. Konur um land allt. Felum Sjálfstæð- isflokknum stjórnarstörfin og kjósum snemma — kjósum allar — kjósum D-listann. Ragnhildur Helgadóttir formaður Landssambands Sj álfstæðiskvenna. Konurnor getn ráðið úrslitum Frú Auður Auðuns var eina konan, sem sat á þingi s.l. kjörtímabil og er eina konan sem skipar öruggt sæti á framboðslistum við Alþingiskosningamar nú. Með því að skipa frú Auði í það sæti sýnir Sjálfstæðisflokkurinn ís- lenzkum konum, að hann metur þátt þeirra í stjómmálum og frú Auður hefur með setu sinni á Alþingi og í borgar- •rstjóm Reykjavíkur verið glæsilegur fulltrúi kvenþjóð- arinnar. Frú Auður hefur á kosningafundum með reykvískum konum m. a. komizt að orði á þessa leið: Konur í Reykjavík og um land allt, sem í dag ganga að kjör borðinu, geta haft úrslitavald um það hvaða stjórnarstefna verður hér ríkjandi næstu árin. Konumar verða að vega og meta, hvort þær vilja stuðla að því að sú viðreisnar- stefna, sem ríkt hefur verði áfram ráðandi eða hvort horfið verði til glundroða og valdatogstreitu stjómarandstöðu- flokkanna. Konur geta ráðið úrslitum um það, hvort áfram verði haldið að leysa vandamálin smátt og smátt eftir því sem efnahagur þjóðarinnar og aðstæður hverju sinni leyfa, eða að öllu verði stefnt í óvissu, og þeir menn, sem jafnvel ekki geta komið sér saman um framboðslista eins flokks eigi að bítast um það, hvernig vandamál þjóðarinnar séu leyst. Aldrei betrl lífskjör. Viðreisnin hóíst með efnahagslöggjöf snemma árs 1960 og hefur stjórnarandstaðan ekki linnt hrakspám um hana síðan. Var spáð atvinnuleysi og hörmungum hjó Öllum almenningi, verið væri að leiða yfir þjóð- Framh. á bls. 29 Stjórnmálin snerta daglegt Auöur Auðuns alþingismaður líf f jölskyldunnar FRÚ Geirþrúður Bernhöft, sem skipar 16. sætí á framboðs- ttsta Sjálfstæðisflokks ins í Reykjavik er fulltrúi hjá Reykja- vikurborg og fjallar einkura um málefni aldraðra. Á þeim fund um Sjálfstæðisflokks- ins, sem frú Geir- þrúður hefur tekið til máls á, hefur hún hvatt mjög til þess að sá stóri hópur ungs folks, sem nú kýs í fyrsta skipti kynnti sér stjómmál landsins ©g tæki ábyrga af- stöðu tál þeirra. Frú Geirþrúður segir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur skapað félagslegt Öryggi FRÚ Alma Þórarins- son skipar 18. sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Hún er starfandi læknir við leitarstöð Krabba- meinsfélagsins og því gagnkunnug heil- brigðismálum þjóðar- innar og þekkir þarf- ir hennar til þjóðfé- lagslegs öryggis. Á fundum með kjós endum hefur frú Alma rætt þessi mál ob sýnt fram á þær miklu umbætur, sem orðið hafa á þessu sviði á undanföraum tveim kjörtímabilum. 1 tryggingamálum hefur mjög mikið á- unnizt og keppt er að þvi marki að lífeyris- sjóður allra lands- manna verði stofnað- ur, bótagreiðslur al- mannatrygginga nema nú um 1500 millj. kr. á ári, þar af er um þriðjungur greiddur til aldraðra og hefur aðstoð við aldrað fólk aldrei verið jafn mikil og í tíð núverandl stjóraar undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Stórátök hafa verið gerð í heilbrigðismál- um um land allt, heil- brigðisþjónusta bætt, sett ný læknaskipunarlög, unnið ai byggingu sjúkrahúsa og heilsuvernd- „Kjósandinn er ekki einungis að kjósa fyrir sjálfan sig, — hann er að styðja ákveðna stefnu, sem verður ríkjandi næstu fjögur ár, nái hún meirihlutafylgi. Þess vegna verður sérhver kjósandi að gera sjálfum sér rökstudda grein fyrir hvað hann álítur að verði sér og þjóð sinni sinni fyrír beztu. Húsmæður eru ætíð í nánum tengslum við æskufólkið og þeim ber þvi að ræða við það um stjóramál, gefa því upplýsingar um eitt og annað, sem þeim er kunnugt frá liðinni tíð, en seskufólk þekkir ekki sakir æsku sinnar. Ríkjandi stjórnmálastefna í landlnu snertir allt daglegt líf fjölskyldunnar. Stjórnmálin eru þvi ekki aðeins fyrir karlmenn, heldur ber konum einnig að hugsa um og hafa áhuga á stjórnmál- um. Við konur viljum ekld láta bæði hugsa og ráða öllu fyrir okkur. Við viljum ráða því sjálfar hvaða k uat við höfum á borðum. Við viljum ráð þvi sjálfar hverju við klæðumst. Við viljum hafa einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi. Eigi þessar óskir okkar að rætast verð- um við að styðja þann hefur sömu sjónarmið stjóramálaflokk, sem og við aðhyllumst sjálfar. Af stjóramála- flokkunum er það að- eins Sjálfstæðisflokk- urinn. Á s.l. átta árum höf- um við Iifað eitthvert blómlegasta framfara- skeið í sögu þjóðar- innar. Lánveitingar til íbúðabygginga hafa stórum veríð auknar. Stuðningur við aldrað fólk og al- mannabætur hafa stórhækkað. Skólabyggingar hafa risið um allt land og menntunarmöguleikar þar með auknir og annar stuðningur við áhugamál æskulýðsins veittur. Fjárhagur þjóðarbúsins hefur vertð reistur við og nútímatækni og þekk- hign beitt til þess að auðlindir verði nýttar í þágu allrar þjóðarínnar. Þetta hefur allt gerst á 8 árum — eftir að Sjálfstæðismenn tóku við er hinir stjóramáiaflokkarnir þrír hrein- lega gáfust upp. 1 dag á því þjóðin um það að velja hvort hún vill örugga stjórn, sem berst fyrir einstaklings- og athafna- frelsi eða hvort við efigi að taka óvissa og glundroði. Valið er auðvelt. Við kjósum Sjálf. stæðisflokkinn". „Félagslegt öryggi er hverr! þjoð lífsnauðsyn, og það er eStt af fimm grundvaUaratriðum í stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Á undanfömum árum hefur tekizt, undir forystu Sjálfstæðis- fiokksins að tryggja öUum landsmönn- um næga atvinnu, en næg atvinna er hornsteinn féiagslegs öryggis og vel- megunar meðal landsmanna. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur beitt sér fyrir því að gera atvinnumöguieika hér á Landi fjölþættari en áður hefur verið, þannig að þjóðin sé betur búin undir slæmt árferði. Gerð hafa verið risaátök í húsnæðis- málum þjóðarinnar, aðstoð við hús- byggjendur aukin og fóiki, þúsundura ■aman, á þann hátt gert kleift að eign- ast framtíðarhúsnæði arstöðva viða um land. Læknamiðstöðvar eru að komast á fót víða um land, en þær munu stór- um bæta heUbrigðisþjónustu við al- menning. Áf þessari upptalningu má sjá af Sjálfstæðisflokkurinn hefur veitt okk- ur þjóðfélagslegt öryggi. Hvað getum við gert fyrir hann? Við getum kynnt okkur meginstefnu hans og þá mnnum við komast að raun nm að með þvi að kjósa hann veljum við frefed og þjóðfélagslegt öryggi, en höfnum öryggisleyad og höftum. Met þvi leggjum við okkar skerf til áfram- haldandi framfara en komum í veg fyrir stöðnun og afturför.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.