Morgunblaðið - 11.06.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1967.
Mattías Á. Mathiesen
Sjálfstæöisstefnan hefur ávallt
átt sterkan hljómgrunn í
Reykjaneskjördæmi
VJ® komum á heimili Matthías-
ar Á. Mathiesen, alþingismanns
i Hafnarfirði í gærmorgun og
áttum við hann stutt samtal.
Matthías sagði:
— Að þessu sinni hefur kosn-
ingabaráttan snúizt um það fyrst
og fremst, hvort áfram skuli
ríkja hér sú stefna uppbygging-
ar og framfara, sem mótuð hef-
ur verið á tveimur síðustu kjör-
tímabilum, eða hvort upp skuli
tekin hafta- og skömmtunar-
stefna vinstri flokkana.
— Kosningabaráttunni hefur
verið hagað töluvert öðru vísi af
hálfu Sjálfstæðismanna hér í
kjördæminu en áður. Við efnd-
um til svæðafunda atvinnustétt-
anna. Þeir gáfu mjög góða raun
og sköpuðu nánara samband
okkar við kjósendur. Gáfu okk-
ur glögga yfirsýn yfir hags-
muna- og áhugamál þeirxa. Þá
markar það tímamót í sögu kosn
ingaundirbúnings hér á íslandi,
að teknar voru upp stjórnmála-
umræður í sjónvarpi. Reynsla
annarra þjóða hefur sýnt okkur
hversu áhrifaríkt fjölmiðlunar-
tæki sjónvarpið er.
— Hér í Reykjaneskjördæmi
hefur fjölgað á kjörskrá um
KOSIÐ MILLI FRJÁLSRA
VIÐSKIPTA OG HAFTA
FÉTUR Benediktsson skipar
annað sætið á lista Sjálfstæðis-
flokksins i Reykjaneskjördæmi
og fóruat honum m.a. svo orð I
viðtali við Mbl.:
— Kosningabaráttan hefur í
Reykjaneskjördæmi, eins og
rafalaust um allt land, snúizt
um efnahagsmálin öllum öðrum
málum fremur, og þá fyrst og
fremst hvort við viljum halda
áíram á braut frjálsra viðskipta,
tða hvenfa aftur að haftastefn-
unni. Alþýðubandalagið játar
það berum orðum, að það vilji
hafa vit fyrir mönnum um
það hvernig þeir verji þeim
fjármunum sem þeir eignast.
— Nú hefur Framsóknarflokk
urinn afneitað haftastefnunni?
— Jú. í orði kveðnu hefur
Eysteinn aíneitað sinni gömlu
haftastefnu a.m.k. þrisvar í sjón
varps- og úitvarpsumræðum. En
hann hefur gætt þess að taka
það skýrt fram, samtímis, að
Framsóknarflokkurinn vilji
eyða þegar í stað gjaldeyris-
vairasjóði landsins og sé það
gert, er ekki nema eitt úrræði,
sem sé að taka upp haftakerfið
á nýjan leik. Raunar má um
skamma stund safna erlendum
lausaskuldum, en eins og Ey-
steini Jónssyni á að vera manna
kunnugast, af áratuga reynslu,
hvenfur erlenda lánstfaustið
fljótlega þegar engihn gjaldeyr-
isvarasjóður er til.
— Nú hefur þú starfað mjög
mikið að utanríkismálum, Pétur.
Finnst þér að atburðir þeir sem
nú eiga sér stað við botn Mið-
jarðarhafsins eigi að hafa áhrif
á Alþingiskosningarnar hér?
— Vissulega. Um vorið 1956
var því flíkað af Hræðslubanda-
laginu og kommúnistum, að
óþanfi væri að hafa nokkrar
varnir á íslandi, en áður en það
ár var liðið færðu atburðirnir í
Ungverjalandi okkur heim sann
ir þess, að stórveldaófriður og
yfirgangur voru fjarri því að
vera orðin úrelt hugtök. Að und
anförnu hefur ófriðurinn í Víet
Nanj virzt vera aðaláhugamál
3800 manns, eða 25% síðan 1963.
Þetta verður til þess að úrslit
kosninganna verða hér óvissari
en ella. Þetta hefur líka lagt
Sjálfstæðisfólki í kjördæminu
aukna ábyrgð á herðar við að
kynna störf og stefnu flokks-
ins.
— Það hefur að sjálfsögðu
verið markmið okkar í kosninga
baráttu að gera kjósendum sem
ljósasta grein fyrir þeim málum,
sem efst eru á baugi og beita
málefnalegri baráttu. Fólk hér
í kjördæminu hugsar þannig um
m'álin að lítur jafnt á gengna
braut Sjálfstæðisflokksins og
framtíðaráætlanir hans. Tel ég
mig þekkja fólkið hér það vel,
að ég er viss um, að Sjálfstæðis-
menh þurfa ekki að kvíða þeim
dómi, sem' kjósendur kveða upp
í þessum kosningum.
— Fólkið, sem byggir Reykja-
neskjördæmi, hefur ávallt fylkt
sér um Sjálfstjeðisflokkinn. Hér
býr dugrrtikið fólk, sem hefur
vissrar manngerðar hér á landi,
ekki sízt þeirra, sem vilja „leiða
hjá sér“ hjaðningavíg í húsi sam
herja sinna og nágranna, — eins
og mótiframbjóðandi minn, Gi’s
Guðmundsson. Þessi átöik í Aust
urlöndum fjær hafa þó ekki haft
mikil áhrif á daglegt líf okkar
á íslandi, en ófriðurinn, sem
skyndilega gaus upp milli fsra-
elsmanna og Araba hefði get-
að orðið okkur mjög örlagaríkur,
ef hann hefði dregizt á langinn,-
— sem raunar &r ekkert útséð
um enn. Þarf ekki annað en að
nefna lokun Súezskurðarins og
hugsanlegan samdrátt á olíu-
flutningum, sem þar af leiðir,
til þess að allir hugsandi menn
átti sig á að þetta mál varðar
íslendinga miklu.
— Hvaða lærdóm telur þú að
draga megi af þessu varðandi
utanríkisstefnu íslands?
— Ég vil helzt svara þessu
sterka einstaklingshyggju. Það
sem hefur verið ánægjulegast er
að kynnast heiðarlegum og
ákveðnum skoðunum þessa
fólks, hireinskiptni þess og vel-
vilja. Það hefur verið áhrifaríKt
að skiptast á skoðunum við þessa
menn og ég er þakklátur fyrir
alla þá mörgu vini, sem ég hef
eignazt í þessari kosningabaráttu
og fyrir þær mörgu framréttu
hendur, sem hafa lagt hönd á
plóginn til þess að gera sigur
Sjálfstæðisflokksins sem mest-
an.
með nýjum spurningum. Hverj-
um er bezt treystandi að fara
með utanríkismál á hættutím-
um? Þeim sem alltaif hegða sér
eins og angurgapar og óska, að
landið sé opið og varnarlaust
gegn hvaða árásaraðila sém hér
vill setjast að? Framsóknar-
mönnum, sem eru á víxl með eða
á móti þátttöku í hinu vestræna
varnarkerfi, og skoða aðild ís-
lendinga að því fyrst og fremst
sem verzlunarvöru? Eða Sjálf-
stæðismönnum sem ætíð hafa
haft eindregna og opinskáa
stefnu í þessu máli? f þvi sam-
bandi er og vert að hafa'í huga
reynslu af forystu þeiirra I hin-
um vandasömustu utanríkismál-
um og er þá nærtækast að
minna á hin glæsilega sigur
Ólafs Thors í landhelgisdeilun-
’um við Breta.
— Hvernig hefur þér fundizt
1 að standa í kosningabaráttunni?
Einar Halldórsson
Sæmundur Þórðarson
Alfreð Gíslason
Snæbjörn Ásgeirsson
Jóhanna Sigurðardóttir