Morgunblaðið - 13.06.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1967.
11
Ferðahandbókin „Landið þitt“
og vegakort í samræmda útgáfu
§ex nýjar leiðarlýsingar
og sérstök Þingvallalýsing
FERÐAHANDBÓKIN er komin
á markað í 6. skipti. Henni fylg-
ir á flestum útsölustöðum nýtt
vegakort frá Shell, sem sérstak-
lega hefur verið breytt og endur-
bætt vegna Ferðahandbókarinn-
ar og bókarinnar „Landið þitt“
eftir Þorstein Jósepsson, sem kom
samtímis á markað í sérstakri
ferðaútgáfu. .I.andið þitt“ er nú
prentað á þunnan pappír og
bundið inn ísérstakt plastefni
sem þolir misjafna meðferð og
hefir jafnframt þann eiginleika
að hægt er að þvo bletti af káp-
unni. Þessi ferðaútgáfa af ,Land-
inu þínu“ er tveim hundruðum
króna ódýrari en venjuleg út-
gáfa og er sérstaklega gerð til
þess að hafa í bílum eða vasa,
enda Jétt og lipur í meöförum.
★ Samræmdar bækur og kort
Útgáfa beggja bókanna og
kortsins er samstillt átak gert í
Ijósi þeirrar reynslu sem útgef-
endurnir hafa öðlast á undan-
förnuim árum og vegna fjöl-
margra óska þar að lútandi. Meg
inhugsunin að baki útgáfunum
er sú að bækurnar og kortið
byggi hvert annað upp. Leiðar-
lýsingar Gísla Guðmundssonar í
Ferðahandbókinni vísa nú fólki
veginn um allt landið og segja
í stórum og skýrum dráttum frá
öllu því helzta er fyrir augun
ber, jafnframt eru £ Ferðahand-
bókinni hverskonar aðrar upplýs
ingar er snerta þjónustu við
ferðafólk í lofti, láði og legi.
Vildi ferðafólk fá enn ítarlegri
upplýsingar um sögu og sérkenni
einhvers staðar þá ætti „Landið
þitt“ að leysa þann vanda í flest-
um tilfellum, því bókin er upp-
sláttarrit um land og þjóð. Alls
eru í bókinni um 2000 upp-
sláttarorð. Á hinu nýja vegakorti
Shell munu svo finnast allt að
Allir eru þeir vandlátir
Allir velja þeir
KORÓNAFÖT
KÖfÍÖNAl KNAHKÓ'fÍÖNaIkW4ÖNA
90% af uppsláttarorðunum í
„Landið þitt“ og á því eru einnig
flest þau nöfn er snerta efni
Ferðahandbókarinnar. Margir
þeirra staða sem áður voru á kort
inu voru numdir burt en aðrir
settir inn er áttu þar meira er-
indi. Endurskoðun kortsins var
framkvæmd af Gísla Guðmunds-
syni,. leiðsögumanni, sem á undan
förnum árum hefur ritað leiðar-
lýsingar I Ferðahandbókina og
nú bætir þar stórlega við.
■ár Nýjar leiðarlýsingar
Nýmæli og breytingar eru fjöl-
margar í hinni nýju Ferðahand-
bók, þ. á. m. sex nýjar leiðarlýs-
ingar í byggð, þ.e.a.s. hringferð
um Reykjanesskaga, ökuferð um
nágrenni Reykjavíkur, leiðin frá
Keykjavík að Lómagnúp, leiðir
unt Eyjafjörð og leiðir um Þing-
eyjarsýslur. Þar með ná leiðar-
lýsingarnar um alla höfuðvegi
landsins. Samhliða þessu voru
endurskoðaðir eldri kaflar vegna
breytinga á vegakerfi landsins
og fleira.
Fremst í Ferðahandbókinni er
kafli eftir Björn Þorsteinsson,
sagnfræðing, sem hann nefnir
Þingvöllur, alþingiastaður ís-
lendinga að fornu og þjóðgarður.
Björn leiðir ferðafólk um hinn
söguhelga stað og er grein hans
prýdd teikningum af fjalla-
hringnum með nafni hvers fjalls.
Hinum mikla fjölda manna sem
árlega leggja leið sína til Þing-
valla mun án efa verða mikill
fengur að grein Björns og skýr-
ingateikningum.
Sigurjón Rist, vatnamælinga-
maður bætir að þessu sinni við
hálendisleiðir sínar Arnarvatns-
heiði og Stórasandi. Þá hefur
hann og endurskoðað og leiðrétt
þær leiðir sem áður voru komn-
ar. Hinum nýju leiðum fylgja
uppdrættir og alls eru nú 5 upp-
réttir í tveimur litum í bókinni
og margar vegalendatöflur varð-
andi miðhálendið.
k Kauptún og kaupstaðir
Hinn viðamikli kafli bókar-
innar Kauptún og kaupstaðir
hefir enn stækkað. Þar hafa
ýmsir staðir bætzt við, sem ekki
voru þar áður. Efni kaflans
hefir eins og annað efni bókar-
innar verið endurskoðað og
breytt í samræmi við breytingar
á hverjum einstökum stað. Ár-
lega senda útgefendurnir spurn-
ingaiista til forráðamanna allra
bæjarfélaganna og fá til baka
svör við þeim. Hafi einhver breyt
ing átt sér stað er samsvarandi
breyting gerð í bókinni. Mun
láta nærri að um 70% af öllu
slíku efni sé nýtt. Þá koma að
sjálfsögðu nýjar áætlanir í stað
þeirra sem giltu í fyrra, nýjar
reglugerðar í stað eldri, má í því
sambandi t. d. nefna nýju fugla-
friðunarlögin og margt fleira.
Alls nemur stækkun Ferða-
handbókarinnar að þessu sinni 48
blaðsiðum og er hún orðin 352
blaðsíður að stærð, eða 22 arkir.
Þess má að lokum geta að vega
kortið fylgir Ferðahandbókinni
á framleiðsluverði.
(Fréttatilkynning).
Til
sölii
Ford, árg. ’53 og Ford árg. ’54.
Upplýsingar í síma 40957 og 8107 Grindavík.
ZZZDW=^
mmmp
I. munstykkið fyrir
og eftir fjórar filter sígarettur.
Mikilvægastl árangur sem náSst hefur f reykingaöryggisvörnum.
Fjarlægir meiri hita-tjöru úr reyknum en nokkur filter-sía sem
fundin hefur verið upp og þaS er hreinsað auðveldlega með
bréfþurku. Það er yðar að ákvéða hvort þér hættið að reykja,
en það er álit okkar, að ef þér haldið áfram ættuð þér að
nota TAR GARD. Ánægja reyksins er hin sama. Engar síur eða
annað sem þarf að skipta um.
Fæst h)á tóbaksverzlunum og víðari
London, Hjá Tomma, H|artarbúO.
TAR-GARD UMBOÐIÐ-DALLAND SF.,
PÓSTHÓLF 1265, REYKJAVÍK.
ANGLI — SKYRTUR
COTTON - X Respi Super Nylon
Fáanlegar í 14 stærðum frá nr. 34 til 47.
Margar gerðir og ermalengdir.
Hvítar og mislitar.
ANCLI - ALLTAF