Morgunblaðið - 13.06.1967, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.06.1967, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1907. Fromsýni en ekki sknmmsýni í LEIÐARA Þjóðviljans 23. maí, sem ber fyrirsögnina Skam- sýni, er greint frá því að ný- lega hafi verið sjósett frá Stál- vík nýtt skip og þá hafi forstjóri fyrirtækisins látið svo ummælt að nú væri tvö skip á stokkum en ekki lægju fyrir pantanir um frekari skipasmíði og það mátti lesa það á milli lína að það væri ríkisstjórninni að kenna, þar sem 40 skip væru nú í smíðum er- len-dis fyrir íslendinga. Heldur leiðarahöfundur að einhverjum þætti ekki biðin löng eftir sínu skipi. Maður líttu þér nær. Á tímum vinstri stjórn arinnar var samið við Austur- Þjóðverja um smíði á 9 eða 10 lítilla togskipa. Ég spyr: Var ekki sköpuð aðstaða til að smíða þessi skip hér heima? Varla hef- ur viljann vantað, varla getur það kallasta skammsýni? Leyfist mér að kalla þetta fyrirhyggja- leysi. Og margt mætti á minn- ast svo sem einn Dagsbrúnar- fund, sem haldinn var svona rétt þegar vinstri stjórnin var búin að koma sér fyrir í sætum sínum. Að sjálfsögðu fer ég ekki að rekja í einstökum atriðum það sem þar gerðist enda ekki vett- vangur til þess hér, enda bezt og eðlilegast að geymt sé í fund- argerðarbók og til hennar vitna ég, að ég fer með satt mál og skal nú greint frá því er ég ætla. Þegar liðið var á fundinn kvaddi Guðmundur J. Guð- mundsson sér hljóðs og ræddi hann um atvinnumál og at- vinnuhorfur. Taldi hann helzt aukna togaraútgerð koma tii greina til atvinnuöryggis og nefndi í því sambandi, að keypt- ir yrðu inn 15 nýir togarar, já, sem iágmark. Mátti helzt á hon- um heyra, að fljótlega yrði haf- izt handa um þessar fram- kvæmdir og gerðu fundarmenn góðan róm að ræðu hans, því flestir töldu að þarna væri af raunsæi mælt og ekki væri ann- að en að bíða skipanna. En hvað skeður? 1958 var skollin á óðaverðbólga og þeytti ríkisstjóminni fram af hengi- fluginu og var hún engum harm- dauði — og enginn togari. Svo var nú um þær draumsýnir. vinstrimanna. Dylgjur ykkar í garð hins landskunna aflamanns Þorsteins Gíslasonar ættuð þið að spara ykkur, því það er vút, að hann mundi aldrei brjóta lög á sín- um hásetum og ég tíúi illa, að þeir liði það, að þeirra ástsæli skipstjóri sé ausinn aur, þó hann hafi ekki haft nema 15 menn, þegar hann fór til að reyna þesisi nýtízku tæki, sem skip hans er búið, hafandi það í huga að nót mundi hann meira nota en troll. Nei. Þorsteinn hef- ur meira gagn gjört þjóðarbú- inu en svo að hann eigi þessar dylgjur skilið. Ólafur Vigfússon. Simi •>2822 • 19775. Sumarblóm - HVALFJORÐUR Framh. af bls. 15. samstillt átak, hér þarf samtaka menn, sem leita 'hins sanna og rétta og láta ekki önnur sjónar- mið ráða afstöðu sinni. Þetta eru bara almennar hug- leiðingar um gildi tilrauna og nauðsynina á að niðurstöður þeirra komi sem fyrst að prakt- ískum notum. Annars er svo erfitt fyrir leik- menn í þessum fræðum að henda reiður á því, hvað í þessum mál- um gerist innan veggja rann* sóknarstofnanna. Meðan Verkfæranefnd starf- aði, var bækistöð hennar á Hvanneyri. Var Ólafur Guð- mundsson kennari starfsmaður hennar. Þegar lög voru sett um rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna árið 1965, varð það eitt af verkefnum rannsóknarstofnunar landbúnaðarins að annast „vinnu- og verkfærarannsóknir og tilraunir með búvélar". Hef- ur Ólafur annazt þær eins og áð- ur fyrir Verkfæranefnd. Er nú rannsóknarstofnunin að byggja íbúðarhús fyrir þennan starfs- mann sinn á hinu nýskipulagða svæði austan við heimreiðina að nýja skólahúsinu. Yfirleitt eru öll ný landbún- aðartæki prófuð áður en þau fara á sölumarkaðinn. Það hefur vitanlega mikla þýðingu fyrir innflytjandann að geta vitnað í umsögn rannsóknarstofnunar- innar og jákvæð niðurstaða til- raunanna ætti að vera trygging kaupandans fyrir góðri vöru. S.l. sumar voru prófuð u. þ. b. 20 tæki, bæði á Hvanneyrarbúinu sjálfu og næstu bæjum. Eitt nýtt tæki var í verkfæra- húsinu hjá Ólafi, sem vakti at- hygli okkar. Það er vél til að sá grasfræi í óbrotið land, sér- staklega ætluð til að nota á kalsvæðunum ef hún reynist vel. Vélin gerir með hnífum 15 risp- ur í. jarðveginn með 12 cm millibili og sáir jafnframt í rák- imar. Síðan þarf aðeins að valta landið. Ef vél þessi reynist vel, getur hún sparað endurvinnslu á kalsvæðunum. Á Hvanneyri er hin ákjósan- legasta aðstaða til.að prófa.land- búnaðartæki enda væri óhugs- andi að gera það annarsstaðar en þar sem etr stór, alhliða bú- skapur og nóg laridrými til jarð- Vinnslu og heyöflunar, en á Hvanneyri er um 70 ha tún og 100 ha áveituengi, heyskapur um 5000 hestar. Bústofninn er 60 mjólkandi kýr og 20—30 geld- neyti, sauðfé um 400. Hross eru fá, en nemendur eru jafnan með einhverja hesta, sem þeir hafa hjá sér í tamningu. — • — Árið 1947, sama árið og Guð- mundur varð skólastjóri á Hvanneyri, gaf landbúnaðarráð- herra, sem þá var Bjarni As- geirsson, út reglugerð um stofn- un framhaldsdeildar við skól- ann. Hefur hún starfað alla tíð síðan og hefur nú útskrifað 63 kandidata. Fyrst var framhalds- námið í tvö ár en var lengt upp í þrjú með bændaskólalögunum frá 1963. Inntökuskilyrði í fram- haldsdeildina eru þau, að um- sækjandi hafi lokið búfræðiprófi með 1. einkunn og, sé hann ekki stúdent, verður hann að hafa miðskólapróf og afla sér frek- ari menntunar í tungumálum og stærðfræði. Þá kennslu fá fram- haldsdeildarmenn nú í Kennara- skóla íslands. f framhaldsdeild eru að mestu sömu námsgreinar og í bænda- skólanum en farið ítarlegar í allt námsefnið og það tekið fast- ari tökum. A sumrin föra nemendur í ferðalög utanlands og innan, stunda nám í grasaskoðun, land- mælingum, tilraunum o. fl., sem við kemur daglegum störfum ráðunauta. Auk þess vinna nem- endur að sjálfstæðum rannsókn- um og skrifa um þær ritgerðir. Margir af þeim, sem lokið hafa prófi í framhaldsdeildinni hafa siglt til frekara nárns til und- irbúnings undir starf sitt. Nú munu 4 kandidatar frá fram- haldsdeild vera við siíkt náim. Um 40 af þeim 63, sem útskrif- ast hafa úr framhaldsdeildinni á Hvanneyri eru nú að störfum í þágu félags- og viðskiptamála landbúnaðarins, flestir sem ráðu- nautar búnaðarsambandanna. Má af því sjá, hve brýn nauð- sjm það var að stofna þessa deild, og að hve góðu gagni hún hefur komið í leiðbeiningarstarfi fyrir bændastéttina víðsvegar um landið. Fyrir forgöngu Sjálfstæðis- flokksins hafa tveir höfuðat- vinnuvegir landsmanna — iðn- aður og sjávaTÚtvegur — fengið rúmgóðar og glæsilegar bygging- ar í höfuðstaðnum fyrir fræðslu- starfsemi sína. Það eru Iðnskól- inn á Skólavörðuhæð og Sjó- mannaskólinn, sem setja svip sinn á austurhluta Reykjavíkur Og það er líka áreiðanlega engin tilviljun, að það er land- búnaðarráðherra Sjálfstæðis- flokksins, sem hefur beitt sér fyrir því, að nú er hafin bygg- ing nýs búnaðarskóla á Hvann- eyri, sem á að veita alla ytri að- stöðu til þess að gena búnaðar- fræðsluna í landinu svo full- komna sem kostur er. Senn eru liðnir 8 áratugir frá stofnun HvanneyraTskólans. Á þessum tíma hefur hann gegnt miklu og vaxandi hlutverki fyrir bænda- stétt landsins. Og til þess standa líka allar vonir, að þeir sem þangað sækja menntun sína í framtíðinni — þeir sanni það með starfi sínu í þágu landbún- aðarins að mennt er máttur. G. Br. Bjorgoð úr höfninni DRUKKINN maður féll í höfn- ina rétt fyrir neðan Hafnarbúðir, laust fyrir hádegi sl. laugard. Sat hann á smá steingerði þar og sneri baki að sjónum. Menn sem voru þar að vinnn sáu hann falla og kölluðu á lögregluna, sem kom fljótt á vettvang. Tókst lög- regluþjónunum að ná bonum upp og fluttu hann strax á Slysa varðstofuna eftir að hafa dælt upp úr honum mesta sjóinn. Maðurinn var meðvitundarlaus þegar þangað k —’ r- M reglulega. - KEA Framlh. af bls. 19. „Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga, Akureyri, 1967 lýsir yfir megnri óánægju með fram- 'leiðslu Áburðörverksmiðjunnar hf í Gufunesi og með áburðar- varzlunina í landinu yfirleitt. Virðíst svo, sem ástand kjarna- (áburðarins sé jafnvel verra nú í vor en nokkru sinni fyrr, og úrbætur í átt tiil meira val- frelsis um áburðarkaup ekki ■sýnilegar. Fyrir þvi skorar fund. urinn á stjórn Áburðarverk- smiðjunnar að hefja sem fyrst endurbyggingu verksmiðjunnar með endurbætur og au'kna fjölbreytni framleiðslunnar fyr- ir augium. Jafnframt telur fund- urinn, að nú þegar beri verk- smiðjunni að gera endurbætur á pökikuin Kjarnans, til dæmis með notkun plastumbúða“. í stjórn félagsins voru endur- 'kjörnir til þriggja ára, Jón Jóns- ■son kennari, Dalvík og Sigurður O. Björnsson, forstjóri, Akur- eyri. Endurskoðandi til tveggja ára var endurkjörinn Sigurður óli Brynjólfsson, kennari, Akur- eyri, og varaendiurskoðandi ti'l tveggja ára var endurkjörinn Steingrímur Bernharðss., banka- útibúsistjóri, Akureyri. í stjórn Menningarsjóðs til þriggja ára var kjörinn Jóhannes Óli Sæmundsson, fyrrv. skólastóri, Akureyri, og varmenn í stjórn Menningarsjóðs til tveggja ára Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi, Tjörn, og Ár'ni Kristjánsson, menntaskólakennari, AkureyrL Þá voru einnig kjörnir 15 full- trúar á aðalfund Sambands ísL samvinnufélaga. Um kvöldið báða fundardag- ana sýndi Leikfélag Akureyrar fulltrúum og gestum þeirra sjónleikinn „Draumur á Jóns- messunótt" eftir Shakespeare. (Frá Kaupfélagi Eyfirðinga). Sýndartillögur borgar- stjórnarminnihlutans FYRIR borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag lá tillaga frá Jóni Snorra Þorleifssyni (K) þess efnis, að borgin, byggði 200 leigu- íbúðir. Birglr ísl. Gunnarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók til máls um tdllögu Jóns Snorra og ræddi í því siambandi um tillöguflutning borgarstjórnaT- minnihliutans. Sagði hann tillög- ur þeirra skiptast í tvo flokka, annarsvegar tiRögur, sem þeir ætluðust til að teknar yrðu al- varlega og athugun liægi að baiki, hinsvegar yfirborðstillög- ur, sem eingöngu eru til þess ætlaðar að þeim séu gerð skil í viðkomandi málgögnum og flutn ingsmenn ætlast ekki tiL að samþykktar verði. Að þessu sinni flytur Jón Sn. tiilögu umt að borgin byggi 200 leiguíbúðir og er tfcninn, sem tillaga þessi er fliítt á vel val- inn, því aðeins eru 10 da'giar til kosninga. Sagði Birgir vel ski'lja þörf flutningsmanns á því að vera í sviðsljósinu vegna á- takanna í Alþýðubandalaginu þar sem hann væri ofanlega á öðrum lisba flokksins í Reykja- vík og verið borinn þeirn sökum af öðrum armi Alþýðubandalags ins, að hann hefði verið á móti hugmyndinni um byggingaáætl- anir verkalýðsfélaganna. þegar þær voru fyrst rædd" innan verkalýðssamtakanna. En það þyrfti þó a@ vera ljóst, að hús- næðismálin væru viðkvæm mál, og illa væri gert að vekja vonir þeirra, sem þar ættu um sárt að binda, með sýndartiillögum. Borg arfulltrúar yrðu að koma til dyranna eins og þeir væru klæddir en ættu ekiki að ástunda yfirboð. Birgir sýndi mieð sterkum rök- um fram á, að hér væri um sýndartillögur að ræða, hún fæli í sér mikii útgjöld fyrir borgina, en benti ekki á neinar leiðir til að leysa fjárlhagslega hiiið mális- ins. Benti Birgir á samþykkt bongarstjórnar hinn 17. marz 1966, þegar samþykkt var heild- aráætlun um íbúðabyggingar borgarinnar næstu 4—5 árin. Samikvæmt henni skyldi borgin byggja 250 íbúðir fyrir efnalitið fólk. Jón Snorri Þorlerfríson tók til máls og taldi einkennilegt, ef opinberar lánastofnanir gætu ekki staðið straum af kostnaði við byggingu leiguhúsniæðis. Birgir tsJ. tók aftur til máls og kvað ummæli Jóns Snorra sýna glögglega, að hann hefði ekki látið svo lítið sem að leiða hugann hið minnsta að fjárhags- hlið þessara framkvæmda, sem hann nú gerði tiltlögu um. Þessi tillöguflutningur væri honum því til látils sóma. Tillögiu Jóns Snorra nr að lokum vísað frá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.