Morgunblaðið - 13.06.1967, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNl 1967.
+Stjörnu
óhiplÉ
EFTIR
KRISTMANN
GUÐMUNDSSON
hafði stór, fjólublá augu, og var
sakleysislegt á svipinn, jafnvel
barnslegt. Mikil forvitni var
auðséð í bverju andliti, en fram
koma fólksins bógvaer og prúð-
mannleg, engin ærsl eða há-
hávaði, aðeins málkliður nokk-
ur. Allir voru léttklæddir, í ljt-
ríkum kyrtlum, stuttum, og il-
skóm. Engin vopn voru sjáan-
leg, en allmargar konur héldu á
kylfulaga prikum, en þær virt-
ust nota sem göngustafi.
Lolla litla Hratari kom nú
fram og gekk að varnarmúrn-
um, glettnisleg til augnanna, en
mjeð sínum venjulega fýlusvip,
eins og henni leiddist þetta eða
nennti því ekki. Ávarpaði hún
þá er næstir stóðu, og tók að
ræða við þá með táknum og til-
burðum. Urðu konurnar fyxir
svörum, og mæltu á fjarska
ómljúfu máli. Virtist. Lollu ganga
mjög vel að skilja það, því að
eftir nokkrar mínútur var hún
sjálf farin að nota ýms af orð-
um Hnattbúanna, og að stund-
arfjórðungi liðnum talaði hún
við þá, sem væri hún ein af
þeim. Þá snéri hún sér að for-
ingja geimfaranna, en það var
einn af borðfélögum Ómars og
hét Pimm, stór maður, með gul-
grænt hár og bjarta húð, svip-
hvass notkkuð, en hið mesta
ljúfmenni, er vildi öllum gott
gera. „Þetta er skrítið fólk“,
mælti hún háðslega. „Konurnar
eru allsráðandi í þjóðfélaginu og
bera þessar kylfur til að verjast
óvinum sínum, er þær kalla
Meiá. Skilst mér að það séu
þeir hinir sömu, er við sáum
fljúga um loftið á stóru fuglun-
um“.
Pimm bað nú Lollu að segja
fólkinu að hann óskaði eftir að
hitta foringja þess eða yfirmenn
í borginni og ræða við þá.
Var því vel tekið, og eftir
skamma stund komu þrjár kon-
ur að múrnum ósýnilega. Höfðu
þær allar göfuglegt yfirbragð og
fyrirmannlega framkomu, og
voru klæddar snjóhvítum kyrtl-
um.
Pimm rauf nú hlið á múrinn
og bauð konum þessum innfyrir.
Stólar og borð voru tekin út úr
diskunum; fengu konurnar sæti,
og svaladrykkur var þeim boð-
inn, en þær gerðu honum lítil
skil. Þyrptust nú að þeim vís-
indamenn og sérfræðingar leið-
angursins og tóku þær tali, með
aðstoð Lollu. Leystu þær vel og
skírlega úr öllum spurningum,
en létu ekki fyrstu uppi neina
forvitni um komumenn.
Það kom í ljós að á þessum
hnetti voru aðeins tvær þjóðir.
Sú þeirra, er í borgunum bjó,
lifði á afrakstri landsins, það er
að segja grænmeti og ávöxtum,
en hafði stór tamin dýr til að
draga vagna sína, er voru tví-
hjóla kerrur, býsna klunnalegar.
en hitt fólkið bjó í grjóstköstul-
um upp til fjalla, og flaug um
landið á gandfuglum, er til
þess voru tamdir. Var það Hk-
ara dýrum en mönnum, að sögn
kvennanna þriggja og rændi
bæði fólki og matvælum frá
Líu, en svo nefndi borgaþjóðin
sjálfa sig. Gerði Meiá hana að
þrælum sínum, og létu þá vinna
ÖIl störf í köstulunum. Þótti það
að vonum illt hlutskipti að lenda
í klóm þessa herskáa fólks.
Ekki þekktu Líumenn neitt til
véla eða málmvinnslu, en gerðu
sér muni úr leir og viði, og
unnu olíu úr ávöxtum, sér til
ljósmetis og annara þarfa.
Listir iðkuðú þeir ekki aðrar en
ljóðagerð, er var mikils metin.
Þeir lifðu fábreyttu en góðu
lífi, og ekkert skyggði á ham-
ingju þeirra, utan ágengni hinna
fljúgandi Meiá. Þjóðfélaginu var
stjórnað af konum, og voru þrjár
þeirra æðstar í hverri borg, sem
var ríki fyrir sig, án sambands
við önnur. Misklíð var þó eng-
in, og stríð óþekkt fyrirbæri
meðal Líumanna.
Lofcs er geimfararnir hættu að
spyrja, mælti ein kvennanna í
lágum hljóðum: „Leyfist okkur
að vita hver þið eruð, og hvort
vænta megi hjálpar frá ykkur
til að hnekkja ofbeldi óvina
okkar? Lengi höfum við, og syst
kini okkar um alla jörðina, beð-
ið þess Skaparanum að veita
okkur liðsinni gegn þeim. Er það
nú svo að Hann hafi sent ykk-
ur hingað í líknarskyni, sem
svar við þeim bænum?“
Geimfararnir litlu hver á ann-
an, þeim hafði láðst að spyrja
um átrúnað þessa fólks.
„Hver er Skapari ykkar?“
spurði Pimm leiðangursstjóri.
Ein af konunum benti í átt til
ljósroðuðu sólar, er var talsvert
stærri en sunna Jarðar, og skein
í bláfjólulitu heiði. „Við vitum
að Hann, sem býr í hinu mikla
ljósi, heyrir bænir okkar, og við
höfum beðið þess þolinmóð um
óratíma að hann sendi okkur
hjálp. Er það rétt til getið hjá
okkur að þið séðuð þjónar
hans?“
Pimm varð eilítið vandræða-
legur á svipinn, en svo kinkaði
hann kolli og kvað það rétt vera
að þeir væru í þjónustu Hins
Hæsta“. Og vandræði ykkar er
— Æi, góði lánaðu honum úrið þitt, fyrst hann langar í úr-
smiðaleik.
okkur skylt að leysa, samkvæmt
lögum Hans, ef við erum þess
megnugir“.
Er Lolla hafði túlkað þesú
orð hans, brostu konurnar allar,
eins og góð og ánægð börn
brosa, þegar þau fá vilja sínum
framgegnt. Og sú er orð hafði
fyrir þeim mælti: „Við höfum
litlu að miðla, sem bjóðandi er
gestum, en þó viljum við gjarn-
an fá að gera ykkur veizlu hér
á torginu, að stundu liðinni.
Ekkert af húsum okkar er nógu
stórt til að rúma ykkur alla, en
auðvitað er ykkur heimilt að
ganga um borgina og sjá bú-
staði okkar, ef þið viljið láta
svo lítið“.
Að svo mæltu stóðu þær á
fætur, kvöddu með djúpum
hneigingum, og hurfu aftur til
síns fólks.
En geimfararnir leystu upp
múrinn ósýnilega, því að sýnt
þótti nú að engin ógn stafaði
af þessum mönnum. „Hættan
virðist koma að ofan, ef nokkur
er“, sagði Pimm íhugull. „Mun-
um við því setja ósýnilegt þak
yfir okkur í nokkurri hæð, því
að vera má að kastalabúar reyni
að gera okkur einhverjar skrá-
veifur?“
Var nú sett upp íhvolft þak,
af ósýnilegri mótstöðu, í fimm-
tíu metra hæð yfir öUu torg-
inu. Þar var mikill við'búnaður,
fjöldi borða settur upp og á þau
hlaðið stórum leirskálum, er i
voru ávextir og grænmeti. Kom
nú í ljós að fólk þetta sauð ekfci
mat sinn, en lagði sér einungis
hráæti til munns. Það þekkti
eldinn, og gat jafnvel framkall-
að hann á líkan hátt og stein-
aldarmenn Jarðar, en hafði hans
enga þörf í daglegu lífi.
Þegar undirbúningi var lokið
komu konurnar þrjár aftur og
buðu geimförunum til sætis.
Ekki voru stólar við borðin, en
AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HÍBÝLAPRÝÐI
cn-CNMirrn. oo Avaxta.
nwood Chef
,'W
Sími
11687
21240
Engin önnur hrærivél býður upp á jafn-
mikið úrval ýmissa hjálpartækja, sem
létta störf húsmóðurinnar. En auk þess
er Kenwood Chef þægileg og auðveld í
notkun og prýði hvers eldhúss.
KENWOOD CHEF fylgir:
Skál, þeytari, hnoðari, hrærari, sleikjari
og myndskreytt uppskrifta- og leiðbein-
ingaLók.
— Verð kr. 5.900.00.—
Viðgerða- og varahlutaþjónusta.
Laugavegi
170-172