Morgunblaðið - 22.06.1967, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1967.
- Tannlækningastofan, að Laugavegi 11 verður lokuð vegna sumarleyfa frá 22. júní til 10. júlí. Viðtalsbeiðnum verður veitt móttaka í stofusíma frá kl. 10—5 daglega. ÓMAR KONRÁÐSSON, tannlæknir.
íbúð Læknir óskar eftir 3 — 5 herbergja íbúð með hús- gögnum til leigu frá 1. ágúst til 30. október og e. t. v. lengur. — Upplýsingar í síma 22400. Reykjavík, 21. júní 1967. SJÚKRAIIÚSNEFND REYKJAVÍKUR.
Til lcigu skrifstofiihúsnæði eða iðnaðarhúsnæði, 82 ferm., 3 herbergi á 3. hæð í húsinu nr. 6 við Suðurlandsbraut. Upplýsingar gefnar hjá Þ. Þorgrímssyni & Co.
17 faijiega Mereedes Cenz 1964 Höfum til sölu nýinnfluttan Benz diesel 1964. Mjög fallegan og vel með farinn bíl. SÝNINGARSALURINN SVEINN EGILSSON.
Skiptaíiindur Skiptafundur verður haldinn í þrotabúi Stanz h.f., Hafnarfirði, föstudaginn 23. júní n.k. kl. 14.00 á skrifstofu minni að Suðurgötu 8, Hafnarfirði. Tekin verður ákvörðun um sölu eigna búsins. Skiptaráðandinn í Hafnarfirði, 19. júní, 1967. MÁR PÉTURSSON, ftr.
Bifieiðastjórar Óskum eftir að ráða bifreiðastjóra vanan akstri þungra bifreiða. Upplýsingar á skrifstofunni milli kl. 10 og 12 fimmtudag og föstudag. Ekki svarað í síma. VERK ’ H.F., Skólavörðustíg 16.
Húsgagnasmiður Viljum ráða húsgagnasmið eða mann sem vanur er vélavinnu, nú þegar eða að loknu sumarleyfi. Einnig viljum við ráða laghentan mann við fram- leiðslustörf. KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF„ Laugavegi 13.
Moskwitch til sölu árgerð 1964. Lítið ekinn og mjög vel með farinn. — Upplýsingar gefnar hjá BIFREIÐUM OG LANDBÚNAÐARVÉLUM Suðurlandsbraut 14 — Sími 38600.
USA harmar árás á sovézkt skip
Ljósmyndari sovézku fréttastofunnar Tass tók þessa mynd þeg-
ar vöruflutningaskipið „Turkestan" kom til Vladivostok, og má
sjá tjón það, sem varð á skipinu í loftárás Bandaríkjamanna.
Washington, 21. júní NTB-AP.
BANDARÍSKA stjórnin hefur
beðið sovétstjórnina afsökunar
vegna tjóns þess, sem varð á
sovézka vöruflutningaskipinu
„Turkestan“, þegar bandarískar
flugvélar réðust á það af mis-
gáningi þar sem það lá við
hryggju í Cam Pha í Norður-
Vietnam í síðasta mánuði. í orð
sendingu til sovézka sendiráðs-
ins í Washington er því heitið,
að slikt skuli ekki endurtaka
sig.
Fyrir ndkkrum diögum játaði
bandaríska landvarnaráðuneytið,
að bandarískar flugvélar kynmu
,að hafa skotið á skipið, er þær
voru í árásarferð yfir Norður-
Vietnam. Sovétstjórnin mót-
mælti loftárásinni harðlega. Áð-
ur hafði landvarnaráðuneytið vís
að ásökunum Rússa á buig og
gefið í sikyn, að skipið hefði orð-
ið fyrir skotum úr loftvarnaibyss
um Norður-Vietnammanna.
Nú er sagt, að komið hafi í
ljós, að bandarísikar flugvélar
hafi verið yfir Cam Pha-svæðinu
2. júní, en ekki hafi verið vitað
um það áði»r. Sagt er, að þessar
flugvélar kunni að hafa valdið
tjóninu, og harmar bandaríska
stjómin tjón það, sem varð á
skipinu, en sérstaklega þó dauða
eins áhafnarmeðlims og meiðsli
annarra. Vörufilutningaskipið
„Turkestan“ er 3.358 lestir.
Þrjár vélar skotnar niður.
Hanoiútvarpið hélt því fram
í dag, að þrjár bandarískar flug-
vélar hefðu verið skotnar niður
yfir Norður-Vietnam í dag. Tvær
þeirra voru könnunarflugvélar,
og voru þær skotnar niður yfir
Hanoi. Alls voru farnar Ii24 ár-
ásarferðir yfir Norður-Vietnam
í dag.
Suður-vietnamiskir fótgöngulið
ar felldu 62 hermenn kommún-
ista í bardögum á sléttunum í
norðanverðu Suður-Vietnam í
dag. Mannfall var sagt lítið í
liði Suður-Vietnammanna.
Vietcongmenn hafa að undan-
fiörnu aukið mjög árásir sínar á
almenna borgara og myrtu 178 í
síðuistu vifcu, þrisvar sinnum
fileiri en í vikunni á undan.
Hryðjuverkum hefur fjölgað sam
tímis því sem tiltöluíega kyrrt
hefur verið á vígstöðvunum. Eins
og venjulega varð mannfallið
mest meðal þeirra, sem vinna að
friðunarstörfium í landsbyggð-
ínm.
Fluigvélaskipið „Intrepid", síð-
aista risaskipið sem sigldi um
Suezsteurð áður en honum var
lokað, er komið til Tonikinflóa.
DE GAULLE:
„Vietnam orsök stríðs
/r
Araba og Israelsmanna'
Segir að Israelsmenn hafi byrjað stríðið
París, 21. júní NTB-AP.
De Gaulle forseti sakaði ísra-
elsmenn í dag um að hafa hafið
styrjöldina fyrir botni Miðjarð-
arhafs 5. júní, en sagði að „íhlut-
un“ Bandaríkjamanna í Vietnam
hefði leitt til styrjaldarinnar.
Forsetinn sagði á stjórnar-
fundi, að Vietnamstyrjöldin
hefði haft sálfræðilegar og p>óli-
tískar keðjuverkanir, er leitt
hefðu til ófriðarins í Austurlönd-
um nær. Hann sagði, að heimin-
um stafaði mikil hætta af því
að styrjaldir breiddust út. Hann
sagði, að friður yrði því aðeins
tryggður í heiminum, að Banda-
ríkjamenn héldu á brott frá
Vietnam, en undirrót styrjald-
arinnar þa-r væri bandarísk íhlut-
un.
í yfirlýsingu, sem lesin var
fyrir blaðamönnumí eftir stjórn-
arfundinn sagði, að Frakkar
hefðu lagzt gegn styrjöldinni
fyrir Miðjarðarhafsbotni og við-
urkenndu tilverurétt allra ríkja
í þessum heimshluta. Frakkar
hafi fordæmt hótanir Araba-
ríkjanna um að afmá ísrael og
afstaða þeirra til siglinga um
Akábaflóa sé óbreytt, en þeir
fordæmi það að ísraelsmenn
skuli hafa hafið styrjöld.
í yfirlýsingunni segir, að þar
sem styrjöld hafi skollið á í
Austurlöndum nær, telji Frakk-
ar að engar horfur séu á því að
friði verði komið á í heiminum
nema því aðeins að nýtt afl í
heimsmálunum komi til sögunn-
ar, en slíkt afl verði og geti
bundið enda á styrjöldina í Viet-
nam. En skilyrði þess sé, að er-
lend afskipti verði bönnuð.
De Gaulle minnti á, að hann
hefði lagt til að leiðtogar fjór-
veldanna héldu fund með sér
til þess að koma í veg fyrir
styrjöld í Austurlöndum nær og
að Frakkar mundu fordæma
þann aðila sem hæfi styrjöldina.
Frakkar telji nú, að breytingar,
sem komið hafi verið til leiðar
með hervaldi, séu ekki óhaggan-
legar.
Bent er á, að de Gaulle gef-
ur þessa yfirlýsingu sína skömmu
eftir viðræður sínar við for-
sætisráðherrana Kosygin og Wil-
son. Bornar hafa verið til baka
fréttir um, að Frakkar hafi af-
létt banni sínu við vopnasend-
ingum til Austurlanda nær.
í Washington neitaði blaða-
fulltrúi Johnsons forseta að ræða
yfirlýsingu de Gaulles, en hann
bar til baka þá staðhæfingu de
Gaulles, að Vietnamstyrjöldin
hefði leitt til ófriðarins fyrir
Miðj arðarhafsbotni. Hins vegar
sagði opinber heimild, að hin
einkennilega röksemdafærsla de
Gaulles væri uggvænleg, og átti
hann þar við þá staðhæfingu for-
setans, að samband væri á milli
styrjaldanna tveggja. De Gaulle
hélt því enn fremur fram, að
Vietnamstyrjöldin væri orsök
þess, að Kínverjar hafa smíðað
vetnissprengju.
Fréttaritari Reuters í París,
Harold King, segir, að de Gaulle
leggi nú mikla áherzlu á að afla
sér stuðnings meðal Arabaríkja,
þar sem hann hafi nú í fyrsta
skipti sakað ísraelsmenn um að
hafa byrjað styrjöldina. Frétta-
ritarar í París telja yfirlýsing-
de Gaulles enn eina staðfestingu
á bölsýni hans með tilliti til þess
að varðveita megi heimsfriðinn.
De Gaulle telur, að ekki verði
unnt að koma í veg fyrir þriðju
heimsstyrjöldina, nema því að-
eins að stórveldin komist að sam
komulagi um lausn brýnustu
vandamála heimsins.
Því er haldið fram, að de
Gaulle hafi birt yfirlýsingu sína
nú, þar sem líkur eru á því, að
Framhald á bls. 27.