Morgunblaðið - 22.06.1967, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1967.
^Jjtfornu
óLipiÉ
EFTIR
KRISTMANN
GUÐMUNDSSON
arinnar, en skýjaþykkni mikið
yfir pólsvæðunum. Þegar kom
ið var niður úr því, sást að þar
voru blómlegar byggðir víðsveg
ar. Andrúmsloítið var auðugt af
súrefni, og því heilnæmt mönn-
um. Hreyfingu og líl var hvar-
vetna að sjá, í þeim heimshlut-
um, bæði manneskjur og dýr á
kreiki. Vélknúin farartæki flugu
um loftið, oig flutu á skurðum,
sem grafnir (höfðu verið um lönd
in og virtust koma í stað vega.
Vötn voru fá og fremur lítil um
sig. Hávaxnir skógar huldu all-
ar lendur, nema hið sólbrunna
belti við miðjarðarlínuna.
Geimfararnir fóru niður i þús
und feta hæð, en urðu að hækka
sig fljótlega, því að állsstaðar
var skotið á þá með langdræg-
um flugskeytum. >arna var auð
sýnilega herskátt fólk og hættu-
legt.
Danó lék við hvern sinn fing-
ur: „Þetta líkar mér,“ sagði hann
hlæjandi. „Svona skemmtun fæ
ég sjáldan! Mannkyn sólnahverf-
isins eru flest orðin svo friðsöm,
að það er hreinasta leiðinda-
plága að eiga við þau! Til hvers
er að vera formaður árásasveit-
ar, ef maður kemst aldrei í
hann krappan?“
En félagar hans voru ekki eins
ánægðir yfir þessum viðtökum.
>eim var stranglega uppálagt að
þeir mættu hvorki meiða né
drepa nokkra lifandi veru, en
eigi að síður bar þeim skylda til
að kanna til hlítar og ná sam-
bandi við öll mannkyn sólna-
hverfisins, hvort sem þau voru
vingjarnleg eða fjandsamleg.
Þeir flugu nú yfir allt yrfir-
borð hnattarins, í fimmtán þús-
und feta hæð, en skutust svo
allt í einu niður í miðbik stærstu
borgarinnar á norðurhvelinu.
Diskurinn lenti á torgi einu,
þar sem mikil mannþröng var
fyrir, og byggði um sig ósýnileg
an varnargarð. Því næst stigu
geimfararnir út og tóku að virða
fyrir sér fólkið. Það var fjörlegt
og myndariegt, ekki allsólíkt
Jarðarbúum, og klætt á svipað-
an hátt og þeir, í buxur, ilskó,
og blússur líkar hinum rússn-
esku bændaburum.
Koma disksins vakti óskap-
lega mikla eftirtekt. Uutan við
ósýnilega múrinn flykktist fólk
ið saman og starði stjörfum aug
um á gestina.
Lol'la Hratari kom nú til skjal
anna og hóf samræður við Hnatt
OINIII
SOKKARNIR
sem sameina alla góða kosti með langri end-
ingu, hóflegu verði, og nýjustu tízkulitum.
KOSTAKJÖR
Enn á ný hafa hinar miklu sokkaverksmiðjur í
Tékkóslóvakíu lækkað verðið á framleiðslu sinni.
Hinir viðurkenndu, fallegu og óslítandi 30 DENIER
ÍSABELLA-REGINA sokkar kosta nú í smásölu
um 34,00 (í stað kr. 42,00 áður) og ÍSABELLA 20
den. um kr. 27,00 (í stað kr. 35,00 áður). — Vöru-
gæði ætíð hin sömu. — Fallegir sokkar sem fara
vel og endast lengi. Notið þessi kjarakaup, sem
eru einstök fyrir fyrsta flokks sokka.
Heildsala :
ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. HF.
búa. Henni gekk venju fremur
illa að átta sig á tungu þeirra,
og leið nærri klukkustund áður
en hún gat talað við þá að
nokkru gagni. Kallaði hún þá á
Danó, foringja árásarsveitarinn-
ar, og sagði honum að þeim
væri öl'lum hótað bráðum bana,
ef þau hyrfu ekki á brott þegar
í stað.
Danó brosti og bað hana
spyrja, á hvern hátt þeir ætl-
uðu að kála geimförunum.
„Með sprengjum," var svarað.
f sama bili birtust tvö flugför
uppi yfir torginu, og var hróp-
að úr þeim í hátalara, að disk-
urinn skildi hypja sig burtu án
tafar, því að öðrum kosti yrði
hann molaður mélinu smærra.
Dánó lét brúnir síga og gaf
stýrimanni sínum merki. Á
næsta augnabliki komu flugför-
in tvö niður og lentu á torginu,
innan við ósýnilega múrinn, og
var augljóst að þau höfðu verið
þvinguð til þess. Varð nú há-
reysti mikil, meðal mannfjöld-
ans, og reiðileg org heyrðust
hvaðanæva. En Danó bað Lollu
að spyrja, hvort þeir héldu enn
að þeir mættu sín nokkurs gegn
geimförunum.
„Þeir hóta að sprengja aila
borgina í loft upp, ef við hlýðum
ekki skipunum þeirra,“ sagði
Lolla og brosti fýlulega, eins og
hennar var vandi. „Þeir halda
víst að við séum einhver smá-
börn!“
„Segðu þeim að framkvæma
hótanir sínar, og að við munum
bíða hinir rólegustu á meðan,“
anzaði Danó.
Leið nú drykklöng stund svo
að ekkert gerðist. Loks kom
skraut'búinn maður vaðandi ut-
an úr mannþyrpingunni og gekk
beint á hinn ósýnilega vegg.
Honura var bersýnilega mikið
niðri fyrir, og það voru ekki
nein blessunarorð er hann taut-
aði fyrir munni sér, þegar hann
rakst á vegginn. Lolla hló og
mælti: „Þeir bölva ljómandi
skemmtilega!" En Danó gekk til
móts við manninn og heilsaði
honum virðulega. Kveðja hans
var aftur á móti köld og snögg,
og kvað Lolla mesta óþarfa að
þýða hana. Danó brosti þá ósköp
elskulega og mælti: „Herra
minn, ég er yðar auðmjúkur
þjónn. Mætti mér veitast sú
ánægja að tala við yður í bróð-
erni og vinskap?"
Hinn skrautklæddi maður,
sem var búinn gullbróderaðri
skikkju, er náði honum á hæla
niður, og gylltum hjálmi, var
hreint ekki á því að sýna að-
komumönnunum neina hæ-
versku. Hann steytti hnefann, í
átt til disksins, og hótaði öllu
illu, ef þessir djöflar, sem hann
ákvað, hyrfu ekki á brott þá
þegar. „Við höfuð fengið heim-
sóknir slíkra meinkvikinda ut-
an úr geimnum,“ sagði hann
fyrirlitlega. „Og við munum
ekki láta þá skipa okkur fyrir
á neinn hátt!“
Danó lét þá færa sér stól, sett
ist makindalega á hann, og sagði
við Lollu: „Spurðu durt hvort
hann kunni ekki aimenna kurt-
eisi, og hvort hann óski eftir því
að við sýnum honum í tvo heim
ana, eða beint fram sagt, tökum
alvarlega í lurginn á honum?“
Lo'lla litla túlkaði orð foringj-
ans, með meifýsnu glotti. En
skikkjumaður lét sér ekki segj-
ast, heldur jós úr sér mikilli
dembu að ókvæðisorðum. Kvaðst
hann myndu drepa geimfarana
alla, ef þeir hyrfu ekki úr aug-
sýn hans áður en hann fengi
andað fimm sinnum.
„Viltu spyrja hans heilagleika,
hvort hann ha'ldi ekki að það
muni reynast tafsamt að stúta
okkur, og hvort að það sé ekki
nokkur leið að fá að skeggræða
dálítið við hann fyrst?“
En í sama bili brá fyrir und-
arlegum ljósglampa, sem nálega
blindaði geimfarana, og þeir
sem komnir voru út úr diskin-
um fleygðust til jarðar, eins og
hvirfiivindur hefði dunið yfir.
Danó varð fyrstur á fætur.
Hann þreif í brjóst skikkju-
mannsins og hristi hann. „Bet-
ur má ef duga skal, kunningi,'"
— Pabbi leyfir aldrei að ég giftist þér, hann skilur ekki
brandara.
skal ég sýna þér svolítið." Hann
lyfti hendi sinni, og samstundis
þrumuðu lömunarfallbyssur
disksins, allar í einu. Hver ein-
asta mannvera, sem þar var
stödd, utan ósýnilega múrsins,
lyppaðist niður, eins og hún
hefði verið skotin, og algjör
dauðaþögn ríkti um stund á torg
inu. En Danó fór út fyrir varn-
ar vegginn og kippti skikkju-
manninum inn fyrir hann.
Röskar tíu mínútur liðu, áð-
ur en fólkið tók að rakna við,
og rúmlega fjórðungur stundar,
áður en foringi Hnattbúa varð
samtalshæfur. Danó spurði hann
þá, hvort hann vildi heldur, að
þeir tækju hann með sér út í
myrkur geimsins, en þaðan ætti
hann áldrei afturkomu von, eða
leysa frá skjóðunni og segja
geimförunum allt, er þeir ósk-
uðu að vita, án undandráttar.
Maðurinn reis á fætur og leit
i kringum sig. Hann var dökkur
á brún og brá, gulleitur á hör-
und, en hávaxinn og hnarreist-
ur. „Ekki veit ég hverjir þið er-
uð,“ sagði hann og var nú sýnu
hæglátari en áður. „Satt að
segja hélt ég að þessir fjandar
á ytri plánetunum væru búnir
að drepa hver annan fyrir löngu,
það hefur ekki gengið svo lítið
á þar. Og við höfum getað varist
þeim hingað til. Reyndar er orð-
ið langt síðan þeir komu hing-
að seinast, og við vorum að vona
að myrkurgyðjan hefði sótt þá
'■a 1 1 ra rr ’a,,g ^ e. ag" -a e. a g. ji
HREIIMAR I
léreffstuskur (stórar) kaupir
ftlnrgiiEM^iíb
prentsmiðjan
<§> MELAVÖLLUR
REYKJAVÍKURMÓT
í kvöld kl, 20.30 leika:
FRAM : KR
MÓTANEFND.
I Kjörgarði
Dragtarefni
úr ull og
terylene