Morgunblaðið - 22.06.1967, Side 27
3
10000 PSI Liqua-Blaster
Fljótvirk hreinsivél
— Allsherjarþingið
Framhald af bls. 1.
hélt á Allsherjarþinginu, en
sagðist ekki vilja einbl'ína á þau
atriði, er skildu, hel-dur þau, er
gætu skapað sameiginlegan við-
ræð ugrundivöll.
Brown sagði, að Sameinuðu
þjóðirnar hefðu sjaldan fengið
til meðferðar alvarlegri mál og
væri framtíð þeirra undár því
komin, hvemig nú tækist til um
meðhöndlun málsins. „Ég verð
að jéta, að ég býð með eftir-
væntingu eftir úrslituTium
sagði B r o w n. Hann
lýsti yfir stuðningi við þá til-
lögu Bandaríkjastjórnar, að þeg-
ar yrði takmarkaður vopnaflutn
ingur til landanna fyrir botni
Miðjarðarhafsins.
„Stórkostlegur sjónleikur"
Abba Bban, utanríkisráðherra
ísraels, svaraði Brown og sagði,
að stjórn sín hefði þegar gert
ljó.sa stefnu sína varðandi Jerú-
salem. Samkvæmt henni yrði
!hin helga borg áfram í ísrael.
Hann minnti á, að Jórdaníu-
menn hefðu ekki haldið gömlu
borginni opinni og ekki leyft
Gyðingum að koma þangað. En
ísraelsmenn ætlnðu að leyfa öll
um mönnum, hverrar þjóðar eða
trúar, sem væri, að koma þang-
að og þeir mundu leggja alla
áherzlu á að varðveita einingu
borgarinnar og efla menaita-
og menningarlíf hennar.
Eban svaraði einnig fulltrúa
Egyptalands, Mahmoud Fawsi,
er áður hafði talað. Fawsd hafði
hafnað þeirri tillög.u Bandaríkja
manna, að fsraelsmenn og Ar-
abar hæfu samningaviðræður
með milligöngu þriðja aðila.
Kvað Fawsi óhugsandi, að Ar-
abar gengju til samninga við
ísrael.
Eban sagði, að afstaða Araba
í umræðunum væri „stórkostleg
ur sjónleikur". Það væri athygl-
isvert, að sjá „árásaraðilann
gera sig að fórnarlambi árásar",
— en Egyptar væru svo sannar-
lega engin fómarlömb árásar
heldur sá aðilinn, er átt hefði
upphafið og alla sök. „í allri
mannkynssögunni getur ekki um
stríð, þar sem ábyrgðin liggur
ljósar fyrir en ábyrgð arabíska
sambandslýðveldisins á þessu
hörmulega stríði og afleiðing-
um þess“, sagði Eban.
Hvorki Kosygin né fuiltrúar
annarra kommúnistaríkja
hlýddu á ræðu Ebans.
Meðal annarra sem tóku til
máls á fundinum í morgun v.ar
forsætisráðherra ítaiáu, Aldo
Moro, sem hvatti til þess, að Sam
einuðu þjóðimar hefðu milli-
göngu um friðarviðræður og
yrðu aðilar að friðarsamning-
um. Einnig talaði Jens Otto
Krag, forsætisráðherra Dan-
merkur og hvatti stórveldin til
að taka hðndum saman um að
leysa deiluna. Hvatti hann og
til þess, að sendur yrðf full-
trúi frá S. f>. til allra þeirra
rikja, er hlut ættu að deilunni
ög tók undir þau orð Browns, að
vopnaviðskiptin ættu ekki að
leiða til landvinninga. Hann
lagði á það áherzlu, að þær
skýrslur, sem borizt hefðu til
flS. Þ. um upphaf styrjaldarinn-
■ar, skæru á engan hátt úr um
það hvor aðilinn hefði átt upp-
tökin.
Krag hefur gengið mjög fram
í því að reyna að koma á fundi
þeirra Kosygins og Johnsons,
forseta. Bandaríkjaforseti hefur
boðið Kosygin að koma til
Washington og ræða við sig. en
Kosygin hafnað á þeirra for-
sendu, að hann sé ekki kominn
til Bandaríkjanna f heimsókn —
heldur aðeins til Sameinuðu
þjóðanna, til þess að halda þar
ræðu.
Kosygin snæddi hádegisverð
í boði U Thants í dag — en
liklegt er, að hann fari fljótlega
heimleiðis.
Á hinn bóginn áttl Andrei Gro
myko, utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna að snæða kvöldverð í
boði Dean Rusks, utanríkisráð-
herra Bandaríkj anna.
Þormóður goði
með 442 tonn
af Itarfa
í GÆR var landað afla úr tog-
aranum Þormóði goða hér i
Reykjavík. Kom togarinn af
Grænlandsmiðum með 442 tonn
eftir 13% dags útivist. Var afl-
inn mestmegnis karfL
í síðustu veiðiferð aflaði Þor-
móður goði 413 tonn af þorski.
Skipstjóri á togaranum er
Magnús Ingólfsson.
-----♦♦♦------
- SÍLDIN
Framhald af bls. 28.
langt undir meðallagi, telst vorið
1967 meðal hinna köldu vora,
sem hafa verið einkennandi und-
anfarin ár.
II. Á landgrunninu vestan-
lands varallmikið þörungamagn,
en vestan þess fór það minnk-
andi. Norðanlands var mikið
þörungamagn í maímánuði sem
og í júníbyrjun. Þetta seinna há-
mark mun líklega stafa af ísreki
upp að landinu í byrjun júní.
Mikið þörungamagn reyndist
einnig vera á svæðinu milli
Langaness og Jan Mayen og á
hryggnum milli íslands og Fær-
eyja.
Nokkur rauðáta var á svæðinu
vestan íslands, en norðanlands
var átusnautt með öllu nema
lítilsháttar ljósáta um 30—50
milur norður af Melrakkasléttu.
Á svæðinu milli Færeyja og Jan
Mayen var víðast allgóð rauðáta,
einkum norðan ti! og austan.
III. Aðal síldarmagnið fannst
í maímánuði frá 65°30'N að
67°30'N milli 00°30'A og
02°00'V. Síldin var óstöðug. Hún
var niðri á 100 til 200 föðmum
yfir daginn, en kom upp á 10 til
20 faðma yfir lágnættið. Vestan
2° lengdarbaugsins fannst í maí
mjög lítið síldarmagn. Þó varð
vart við síldartorfur í heitum
sjó um 10°00'V og 65°30'N. Því
miður hamlaði veður frekari at-
húgununum á þessu svæði. I
júní fannst allmikið magn síld-
ar á svæðinu frá 69°30'N að
70°00'N milli 01°00'V og
05°00'V. Einnig varð vart all-
mikils síldarmagns um 68°45'N
og 06°00'V fyrstu vikuna í júní,
en síldin dreifði sér í smærri
torfur og varð óveiðanleg, er
leið á mánðinn. Sunnanfil á
svæðinu milli 65°15'N og 65°45'N
austan 11. lengdarbaugs varð
einnig yart við nokkurt torfu-
magn, en þarna reyndist vera
um kolmunna að ræða.
í ár hefur síldin því haldið
sig allmiklu austar en venju
hefur verið. í fyrra miðuðust
vesturtakmörk síldarsvæðisins
við 8. lengdarbauginn, en þann
10. árið 1965. Að áliðnum maí
og í byrjun júnímánaðar hreyfð-
ist síldin nokkuð norðvestur á
bóginn, en dreifðist eftir fyrstu
viku júnímánaðar í smáa'r torf-
ur um svæðið norðan 70. breidd-
arbaugs. Ástæðan fyrir hinni
austlægu dreifingu síldarinnar
er álitin vera hinn óvenjulegi
sjávarkuldi, en einnig má vera,
að mikið rauðátumagn djúpt í
hafi austur af landinu hafi
hindrað vesturgöngu hennar.
Með tilliti til hins lága sjávar-
hita sr talið líklegt, að síldin
muni halda sig á svæðinu sunn-
an og austan Jan Mayen fyrri
hluta sumars og ekki ganga
vestur á bóginn fyrr en í ágúst
eða september.
-----f
Ekið á kyrrstæða
bifreið
FÖSTUDAGINN 15. þ.m. ók
Rússajeppi með H-númeri
á kyrrstæða Saab-bifreið, R-
4411, hvíta að lit, þar sem hún
var við Skipholt 56, og olli á
henni nokkrum skemmdum.
Ökumaður Rússajeppans er vin-
samlega beðinn að gefa sig fram
við rannsóknarlögregluna svo
og þeir sem urðu vitni að þessu.
FYRIR skömmu flutti Steinþór
Ásgeirsson nýja vatns- og sand-
blástursvél til la-ndsins. Vélin er
af gerðinni Liqua-Blaster og eru
aðeins um þrjú ár síðan hún kom
fyrst á markaðinn. Framleiðend
ur eru Patrek Corporation í
Texas. Þessi tegund hefur náð
mjög skjótri útbreiðslu og er nú
í notkun víða um heim en aðal-
kostir hennar eru lítil vabnsnotk
YFIRNEFNÐ Verðlagsráðs sjáv
anútvegsins ákvað á fundi 20.
þ. m., að lágmarksverð á síld í
bræðsiu veiddri við Suður- og
Vesturland, þ. e. frá Hornafirði
vestur um að Rit, tímabilið 16.
júní til 31. júM 1967, skuli vera
hvert kg. kr. 0,82.
Verðið er miðað við síldina
komna á flubningatæki við hldð
veiðisikips. Selijandi skal skila
síldinni í verksmiðjuþró og
greiði kaupandi kr. 0,05 pr. kg.
í flutningsgjald frá skipshlið.
Heimilt er að greiða kr. 0,22
lægra pr. kg. á síld, sem tekin
er úr veiði9kipi í flutningaskip.
Verðákvörðun þessi var gerð
Brandt í
Stokkhólmi
Stokldhólmi, 21. júní — NTB-AP
UTANRÍKISRÁÐHERRA Vest-
ur-Þýzkalands, Willy Brandt,
kom til Stokkhólms í kvöld.
Torsten Nilsson, utanríkisráð-
herra og fleiri fulltrúar stjórn-
arinnar tóku á móti honum á
flugvellinum.
Brandt kom frá Helsinki, þar
sem hann hefur m.a. rætt við
Kekkonen forseta, Paasio, for-
sætisráðherra og Karjalainen,
utanríkisráðherra. í opinberri
yfirlýsingu sem gefin var út að
loknum viðræðunum sagði, að
þær hefðu fjallað um ástandið i
alþjóðamálum almennt, ástand
og horfur í Evrópu, Þýzkalands-
málið og fleiri mál. Ennfremur
sérstök mál, er vörðuðu sam-
skipti Finnlands og Þýzkalands.
-----♦♦♦------
Ljósmynda-
vélum stolið
UM síðustu helgi var brotizt inn
í Stúdíó í Garðarstræti 8 og stol
ið þaðan fjórum myndavélum.
Ein þeirra var af Hasselblad-
gerð, kasettu og Mnsulaus, önn-
ur var Linhoff 4x5, þriðja Pola-
roid 180 og sú fjórða Kodak
metalic 6x9.
Þeir sem gætu gefið upplýs-
mgar um myndavélar þessar
geri svo vel að láta rannsóknar-
lögregiuna vila.
un og hár mögulegur þrýsting-
ur. Þá er vélin mjög auðveld í
meðförum. Þessi vél er einkar
hentug til allra hreinsistarfa,
svo sem á tönkum, fiskilestum,
þróm og fleiru en einnig má
auðveldlega hreinsa t.d. gamla
málningu af húsveggjum með
henni. Umboðsmaður fyrir Liqua
Blaster vélar er Steinþór Ás-
geirsson, Vesturgötu 3.
með atkvæðum oddamanns og
fulltrúa síMarkaupenda giegn
atkvæðum fuliitrúa síLdarselj-
enda.
í yfirnefndinni áttu sæti:
Bjanni Bragi Jónsson, deildar-
stjóri í Efnahaglsstofnuninni,
som var oddaimaður, Guðmund-
ur Kr. Jónsson, framkvstj. og
Ólafur Jónsson, fracmfcvsbj. af
hálfu síldarkaupenda og Jón
Sigurðsson, formaður Sjómanna
sambandsins og Kristján Ragn-
arsson, fuiltrúi, af hálfu síldar-
seLjenda.
(Fréttatilkynning frá Verð-
lagsráði sjávarúbvegsins).
Handfökur
í Grikklandi
Gefn, 21. júní NTB
ALÞJÓÐA lögfræðiinganefndin í
Genf skýrði frá því í dag, að
herstjórnin í Grikklandi hefði
handtekið fyrrverandi ntanrík-
isráðherra landsins, Evangelos
Averoff, einn af helztu forystu-
mönnum ráttækra. Ennfremur
hafi stjárnin síðustu vikur hand
tekið marga aðra kunna stjórn-
málamemn (rríska, m.a. Jean Zig
dis fyrrum iðnaðarmálaráðherra,
Konsfiantín Sefanakis, fyrrum
dómsmálaráðherra og Christos
Lambrakis, ritstjóra dagblaðsins
„VIMA“.
Að sögn nefndarinar hafa
rínilii 300 og 500 lögfræðingar
verið settir í varðhald eða stofu
fangeLsi og tekið fyrir símasam-
band á heimilum fjölmargra ann
arra.
Evanffelos Averoff var utan-
ríkisráðherra á árunum 1956 til
1963.
- ÍÞRÓTTIR
Framhald af bis. 26.
uldsson UMSE 4:40.6.
Árangur Halidórs í hástökk-
inu er jöfnun Akureyrarmets
og hefur hann náð þessum á-
rangri nokkrum sinnum. Mjög
hörð keppni var í 100 m hlaup-
inu og var það ekki fyrr en á
síðustu metrum að Reynir komst
aðeins fram fyrir Höskuld.
Stangarstökkskeppnin var og
mjög tvísýn en þar bar sigur
úr býtum (vegna færri tll-
rauna) Kári landsliðsmaður I
knattspyrnu.
Mótið gekk sem fyrr segir
mjög vei og var skemmtilega
skomist hjá öllum óþarfa eyð-
um og tímatöfum.
- ÞINGHÚSIÐ
Framhald af bls. L
Bretum og reka þá burt frá Ad»
en,
Bretar hafa tilkynnt, að þeir
muni veita Suður-Arabíusam«
bandinu sjálfstæði 9. janúar
næstkomandi.
Að sögn NBT-fréttastofunnar
hóÆust átökin í fyrradag vegna
misskilnings og fylgir fregninni
að ofurstarnir hafi hafið störf
á ný.
Útgöngubann var sett á í Ad-
en í kvöld og brezkum borg-
urum skipað að fara ekki út úr
húsum sínum. Slaólum var lokað
■og mörgum verzlunum. í dag
flugu brezkar þotur lágt yfir
borginni og nágrenni, að talið
Var til þess að leita uppi heirnd
■arverkamenn, sem leyndust í
klettum og gömlum rústum.
f. ---------------
- DE GAULLE
Framhald af bls. 12.
Kosygin forsætisráðherra og
Johnson forseti haldi fund með
sér. De Gaulle vilji vekja at-
hygli heimsins á þeirri skoðun
sinni, að spennan í sambúð
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
muni aukast og stofna friðinum
í Evrópu í hættu. í aðalstöðvum
SÞ hafa ýmsir viljað setja stýrj-
öld Araba og ísraelsmanna í sam
band við Vietnamstyrjöldina, og
mun yfirlýsing de Gaulles hafa
mikil áhrif bæði meðal stuðn-
ingsmanna Araba og ísraels-
manna.
I Kairó er fordæming de Gaul-
les á ísraelsmönnum talin sanna,
að hann hafi talað í einlægni,
þegar hann fordæmdi árásarað-
gerðir skömmu eftir að styrjöld-
in skall á. Mikla ánægju vekur,
að Frakkar skuli lýsa því yfir,
að þeir muni ekki viðurkenna
landamærabreytingar, sem knúð
ar séu fram með hervaldi, og
Egyptar eru de Gaulle innilega
sammála um, að samband sé á
milli styrjaldanna í Austurlönd-
um nær og Austurlöndum fjær.
Egyptar halda því fram, að
Bandaríkjamenn séu leiðtogar
gagnbyltingarstjórna, sem hafi
notað ísrael sem verkfæri til að
steypa „framfarasinnuðum"
stjófnuim í nálægari Austurlönd-
um af stóli.
- INNRÁS
Framhald af bls. 1.
árás og innrás. Egypzku her-
sveitirnar voru viðbúnar þvl
frá og með 26. maí að ráðast
inn í ísrael. Vantaði ekkert
annað en lokafyrirmæli frá
Kairó, og áttu fyrirmælin að
taka gildi þegar herforingj-
arnir egypzku fengju sím-
skeyti frá Kaíró með lykil-
orðinu „assad“, sem þýðir
ljón.
I fyrirmælunum frá Kaíró
er því lýst hvernig egypzki
flugherinn á að eyðileggja
mikilvægar stöðvar og flug-
velli í ísrael. 16. flugsveitin
átti að ráðast á Aquir-fíug-
stöðina og eyðileggja flugvél-
ar þar. 31. flugsveitin átti að
ráðast á loftvarnarkerfi við
Tel Aviv. 24. flugsveitin hafði
það hlutverk að eyðileggja
ratsjárkerfi við Hatzerim
Beer Menuha og á Ari'ha-
fjalii. 20. flugsveitin átti að
ráðast á Qastina-flugvöll. Aðr
ar flugsveitir áttu að varpa
sprengjum á flugvöll og hafn
armannvirki i Eliat við botn
Akabaflóa meðan hersveitir
umkringdu borgina og aðal-
herinn réðist inn á Negev-
eyðimörkina.
Fyrirmælin eru öll hin ítar
legustu og hver árás tímasett
miðað við upphaf stríðsað-
gerða. Þannig er t.d. ákveðið
að aðal loftárásin á flugvöll-
inn við Tel Aviv skuli gerð
nákvæmlega þremur klukku
stundum eftir að aðgerðir
hefjast.
Verð á bræðslusíld við
S- og Vesturland ákveðið