Morgunblaðið - 30.06.1967, Page 12

Morgunblaðið - 30.06.1967, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1967. Snmþykktir Prestnstefnunnor .VEGNA fréttatilkynningar frá ■krifstofu biskups, sem send hefir verið útvarpi og blöðum, viljum við taka þetta fram: 1. Ályktun sú, sem presta- •tefnan samþykkti um helgisiði þjóðkirkjunnar, var eins og fram kom í umræðum, aðeins ábend- ing til nefndar þeirrar, sem á að endurskoða helgisiðabók ísl. þjóð kirkjunnar. 1 2. Prestastefnan samþykkti að verða við ósk síðasta Kirkju- þings um að kjósa tvo menn 1 fimm manna nefnd, sem falið er að endurskoða núgildandi helgisiðabók, og liggur 1 hlutar- ins eðli, að tillögur þeirrar nefndar verða að ná samþykki lögmætra aðila á sínum tíma til þess að verða fullgildar. Nefnd þessi er nú fullskipuð og eiga sæti í henni: Biskup ís- lands, sem er formaður, Björn Magnússon prófessor og Þórður Möller yfirlæknir, kosnir af Kirkjuþingi, og séra Jón Auðuns dómprófastur og séra Garðar Þor steinsson prófastur, kosnir af prestastefnunni. 3. Prestastefnan heimilaði bis'kupi að tilefna tvo menn til að starfa með nefndinni. Rvík 28. júná 1967 séra Bjarni Sigurðsson séra Garðar Þorsteinsson séra Gunnar Árnason séra Jón Auðuns, séra Jón Thorarensen, séra Jón Þorvarðsson, séra Sigurjón Þ. Árnason “ í öllum kaupfélagsbúdum Fleiri frístundir Húsmæður þér fáið fleiri frí- stundir í sumar- leyfinu og heima ef að þér notið niðursoðin mat- væli. GKÆNA* BÚSÁHÖLD í LAUGAVEGI 59 SÍMI 23349 Vf&fffííf&íffíí m v; Alexei N. Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjan na, fór tii Kúbu á mánudag, að loknum viðræð- um við Johnson Bandaríkjaforseta í Glassboro og fundarhöldum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Mynd þessi var tek'in við komu Kosygins til Havana þar sem Fidel Castro forsætis- ráðherra tók á móti gestinum. Stjórnin í Kenya vísar kínverskum diplómat úr landi Nairobi, 29. júní — NTB — STJÓRNIN í Kenya kallaði í dag heim sendiherra sinn í Pek- ing og vísaði sendifulltrúanum í Nairobi úr landi á þeirri for- sendu að Kínverjar hefðu gert ástæðulausar árásir á stjórnina í Kenya og vinveittar þjóðir. Nýlega sagði efnahagsmála- ráðherra Kenya, Tom Moboya, á þingfundi að þróunarlöndin yrðu að varast leynimakk stór- veldanna, ekki aðeins Banda- ríkjanna heldur einnig Sovét- ríkjanna, Bretlands, Kína og Frakklands. Kínverska sendiráð- ið kvartaði yfir þessum ummæl- um í bréfi til blaðsins East Af- rican Standard og leiddi það til þess, að varaforseti Kenya, Dan- iel Moi, sakaði kínverska sendi- ráðið um afskipti af innanríkis- málum Kenya. ----♦♦♦------ — Flugsýn Framhald af bls. 3 Hægt er að útbúa vélarnar full- komnustu tækjum sem völ er á, og verðið er um 15 milljónir króna, með varahlutum. í gær var Otrinum flogið til Siglufjarð ar og Blönduóss og sýndur þar, en þeir hafa farið fram á það við viðkomandi yfirvöld að Flug sýn verði veitt leyfi til áætlun- arflugs til þessara tveggja staða. Flugtími til Blönduóss frá Reykjavík er 40 mínútur en 55 til Siglufjarðar. — A1 Bishop Framhald af bls. 3 Baldursison, rythma-gítar, Þór- hallur Sigurðsson, trommiur og Haraldur Sigurðsson söngvard. Þeir tveir síðast nefndu eru bræður. Fyrirkomutegið á dansleikjum verður þannig að þeir byrja allir kl. 9 eða 10. A1 Bishop verður með %—1 tíma sfcemimtiiskrá, en annars mun hanin fcoma fram af og til. Þeir félagar skemmita fyrst á Vesturlandi síðan Vesttfjörðum, Norðurland'i, Auistfjörðum oig lotos á Suðurlandi. Frú Luci Johnson Nugent, dóttir Bandaríkjaforseta, og maður hennar, Patrick Nugent, sjást hér með son sinn, Patrick Lyn- don, er frúin var að fara heim frá fæðingardeild Seton- sjúkrahússins í Austin, Texas, á mánudag. Hussein, konungur Jórdaníu, kom til New York til að taka þátt í umræðum á þingi SÞ um ástandið fyrir botni Mið- jarðarhafsins. Þetssi mynd var tekin þegar konungur ávarpaði Allsherjarþingið á mánudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.