Morgunblaðið - 30.06.1967, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1967.
Pétur Þorleifsson:
ÖRÆFAJÖKULL
gan.ga á Öræfajökul og
njóta hins ógleymanlega útsýnis
þaðan, á að vera markmiið hvers
eiinasta íslendimgs, sem hefur
yrwdi af fjallgöngum".
Þegar ég lagði upp í fyrstu
för mína á Öraefajökul komu
mér í hug þessi orð hins mikla
ferða- og jöklamanns Ingólfs
ísólfssonar.
Seinnipart vetrar árið 1965
kom Magnús Hallgrímsson, verk
fræðingur, að máli við mig og
stakk upp á að við eyddum páska
fríi okkar til þess að ganga á
hæsta tind landsins, Hvanna-
dalshnjúk á Öræfajökli (2/119
m). Til að auka líkur á, að við
fengjum hjart á tindinum ákváð
um við að hafa meðferðis allan
viðleguútbúnað og dvelja næt-
urlangt uppi á sjálfu fjallinu.
Er svö ekki að orðlengja það,
að lagt var af stað með flugvél
seinni part skírdags áleiðis að
Fagurhól'smýri í Öræfum og vor
oim við alls níu saman. Ferðin
til Fagurhólsmýrar gekk greið-
lega og lentum við þar heilu og
höldnu eftir klukkustundar flug.
Veðri var þannig háttað að á
var norðvestan hvassviðri, víst
ein 8—0 vindstig og glórði vart
í jökulinn fyrir þoku. Mátti með
sanni segja, að útlitið væri ekki
óbjörgulegt. Þrátt fyrir það vor-
/um við hinir vonbeztu og vel
minnugir þess, að á skammri
stundu skipast veður í lofti. Öxl
uðum við nú pokana og þrömm-
uðum aí stað í þá átt, er við
hugðum jökulinn vera, en þar
Tjöld okkar stóðu í skugga, því
sólin var ekki enn komin upp
fyrir fjallsbrúnina. Þótti okkur
nú heldur vænkast okkar hagur
og vorum fijótir að ferðbúast.
Leið okka-r lá nú upp fjalis-
hryggi nokkra er Sléttubjargir
heita og ekki höfðum við lengi
gengið, er við o/kkur blasti
Hnappur (1.851 m) á suðurbrún
Öræfajökuls, en í námunda við
hann lá leið okkar seinna í ferð
inni. Góðan spöl vestur frá
Hnapp gaf að líta Rótarfjalls-
hnjúk, aflangan kamb allmikimn
um sig. Tindar þessir sýnast ör-
skammt undan eins og jafnan er
á jökli. Nú var skammt eftir að
jökulröndinni, og er þangað kom
tókum við fram skíði okkar,
strekktum undir. þau selskinns-
borða. Þessi útbúnaður /gerir það
að verkum, að hægt er að ganga
beint upp snarbrattar brekkur
og ættu allir er hyggjast ganga
á jökla að hafa hann meðferðis.
Færi var þannig háttað að þunn
skel va.r á snjónum, og væri mað
ur án skíða tók snjóinn í hné
og þaðan af meira. Slíkt færi
nefnist víst brotafæri eða að-
eins broti.
Héldum við nú á jökulinn í
einni lest og gekk vel fram, þó
drjúgum sigu baggarnir í, en
hver okkar bar rösk 25 kg. Eftir
'því sem við hækkuðum, hvarf
’Sveitin fyrir neðan okkur smátt
og smátt undir jökulbungurnar,
en hafið í suðri varð víðáttu-
meira. Brátt varð á vegi okkar
allmikið sprumgusvæði og varð
Stuðlaberg við Svartafoss í Öræfum. (Ljósm.: Jörundur Guð-
mundsson).
griUtum við í timd einn skammt
frá jökulrönd og heitir sá Stór-
höfði og þangað var ferð okkar
heitið þennan daginn. Reistum
við tjöld okkar í flýti, bárum
grjót á skarir og gengum sera
bezt frá öllu.
Næsta morgun, föstudaginn
langa, vöknuðum við um kl. sjö.
Veðrið hafði gengið niður um
nóttina og komið svo til logn.
þar að beita allri varúð. AUvíða
er jökullinn sprunginn, en víast
hvar auðvelt að sneiðá hjá þeim.
Þannig þrömmuðum við upp
'hverja brekkuma af annarri
kl’ukkutímum saman. Loks kl. 6
komum við á hjalla nokkurn
undir Hnappnum, og var þar
alllöng hvíld. Þar féll einn okk-
ar í smá sprungu, en þar sem
við vorum bundnir saman, fór
Við rætur Hvannadalshnjúks.
allt vel. Er við liturn niður um
gatið sást að sprungan víkkaði
til beggja hliða og var þar í
svart myrkur að sjá.
Við hröðuðum nú för okkar
upp síðustu brekkuna og stóðum
vonbráðar á brún Öræfajökuls.
Brún jökulsins við Hnapp er í
um 1800 metra hæð yfir sjó, og
þar. sem við stóðum nú, blasti
Hvannadalshnjúkur við í norðri,
í nálega 4 km. fjarlægð. Á milli
tindanna er jökulslétta all mikil
er þekur hinn geisistóra gíg jök-
ulsins.
Dagur var nú að kvöldi kom-
inn, enda við vel að hvíldinni
komnir, því ganga frá Fagur-
hólmsmýri hafði tekið 11 klukku
stundir, og eiga baggarnir að
sjálfsögðu mestan þátt í því.
(Ljósm.: P.Þ.)
Tjöldin reistum við svo í nánd
við Hnapp og fengum okkur því
næst vel í svanginn. Að snæð-
ingi loknum lagðist mannskapur
inn til hvíldar, því snemma
skyldi risið næsta dag, enda lof-
aði veðurútlitið góðu. En á
skamm-ri stund skipast veður í
lofti. Það spakmæli átti eftir að
sannast oft í þessari ferð.
Ég vaknaði kl. 3 um nóttina,
þá var skollið á hið versta veð-
ur, blind stórhríð af norðvestri
með 20 stiga frosti. Þetta veður
hélzt samfleitt í ein og hálfan
sólarhring, eða fram á páskadags
morgun, en þó birti snögglega
'upp og sól skein í heiði. Var þá
ekki beðið boðanna, en búizt af
stað hið bráðasta. Létum við eft-
ir tjöld og annan farangur, tók-
um aðeins með okkur ísaxir,
mannbrodda og talstöðina. Síðan
var haldið yfir sléttuna í átt að
Hvannadalshnjúk. Við rætur
hnjúksins að sunnan voru skíði
og tálstöð skilin eftir, en menn
spenntu á sig brodda og tóku
sér ísexi í hönd, því mikið harð-
fenni igetur verið í hlíðum
hnjúksins. Var nú iagt í brekk-
una, þrír og þrír saman með
línu á milli sín. Hnjúkurinn var
talsvert sprunginn, eri allar voru
þær nú auðveldar yfirferðar, því
þær voru því sem næst fullar af
snjó.
Ævintýralegt var að horfa nið
ur yfir upptök Falljökulsins, þar
sem hann steypist út af sléttu
Öræfajökuls við rætur Hvanna-
dalshnjúks. Allt var sundur
sprungið og gengu heljarmiklar
bogadregnar sprungur góðan
spöl inn á sléttuna. Við hröðuð-
um nú för okkar upp síðustu
brekkuna og stóðum von bráðar
á hæsta tindi landsins.
Sú dýrðarsýn, sem nú blasti
við, mun enginn okkar nokkru
sinni gleyma. Fyrir fótum okkar
la landið, fjöll og jöklar svo
langt sem augað eygir. í vestri
hið næsta okkur, gaf að líta
Skaftafelisfjöll og að baki þeim
Skeiðarárjökul, þar sem hann
þrengir sér fram á milli Súlu-
tinda að vestan og Færinestinda
að austan ,en breiðir svo úr sér
sunnan við þrengslin fram á
Skeiðarársand. Skemmtiiegt var
að virða fyrir sér strandlengj-
una austan frá Ingólfshöfða og
allt vestur að Hjörleifshöfða. f
norðri og norðaustri breiðir
Vatnajökull úr sér, þessi ógnar
hjarn’skjöldur, og sem snöggvast
sjáum við Svínahnjúkum við
Grímsvötn bregða fyrir, en því
miður lá þoka á norðanverðum
jöklinum og virtist færast í auk-
ana meðan við stóðum við uppi.
í bezta skyggni mun sjást til
Heirðubreiðar, Kverkfjalla og
fjalla norðan jökuls, svo sem
Snæfells. Norðaustur af Hvanna
dalshnjúk sést Þuríðartindur í
Öræfajökli dökkur og algerlega
snjólaus. Tindur þessi mun heita
eftir Þuríði Guðmundsd. er eitt
sinn bjó í Skaftafelli í Öræfum.
í stefnu á Þuríðartind, en fjær
nokkru, sést hamrabrún ein all
mikil er Mávabyggðir heita o.g
þar austur af koma svo Esju-
fjöll.fjórir hamranúpar rísa í
röð og spyrna við jöklinum.
Fram af fjönum þessum breiðist
Framhald á bls. 19
sloifl
um
cröataaqsi