Morgunblaðið - 30.06.1967, Page 32

Morgunblaðið - 30.06.1967, Page 32
 FYRSTAR MEÐ TÍZKU LITINA RtTSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIOSLA»SKRIFSTOFA SÍMI 1Q*100 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1967 34 skip með 6745 1. Sléttðnes ÍS. hæst með 460 lestir SÆMILBGT veður var fram eftir miðvikudeginum, en versnaði þegar leið á kvöldið og nóttina. Veiðisvæðið var 60 mílur A.S.A. frá Jan Mayen. 34 skip tilkynntu um afla, alls 6.745 lestir. Raufarhöfn lestir Sigurbjörg Ó!F 290 Gunnar SU 160 Helga n. RE 320 Örfirisey RE 250 Akurey RE 270 Víkingur IH. ÍS 145 Siglfirðingur SI 120 Ásberg RE 260 Ársæll Sigurðsson GK 170 Sigurpáll GK 150 Arnfirðingur RE 170 Krossanes SU 170 Hamravík KE 120 Jón Kjartansson SU 200 Vonin KE 190 Akraborg EA 120 tfrslit prests- kosningo í N-Þing. HINiN 11. júní síðastl. fór fram prestkosning í Sauðanespresta- kalli, N-f>ing. og hafa atkvæði nú verið talin. Einn prestur var í kjöri, Sr. Marinó Kristinsson, settur prófastur. Á kjörskrá voru 339 manns og kusu 293 og hlaut séra Marinó 280 atkvæði. Auðir seðlar og ógi'ldir voru 13. OÞá hefur einnig farið fram talning atkvæða að loknum prestkosningum í Skinnastaða- prestakalli og einnig þar var einm prestur í framiboði, séra Sigurvin Elíasson sóknarprestur- inm á Raufarhöfn. Á kjörskrá voru 347 og kusu 273 og hlaut séra Sigurvin 202 atkvæði, en f"iauðí? seðlar voru 71. Báðir hlutu prestarnir lögmæta kosn- ingu. -----m------- Grótta RE Dalatangi Haraldur AK Bjartur NK Sæfari II. NK Guðrún Þorkelsdóttir SU HraJn Sveinbj. GK Jón Garðar GK Sig. Jónsson SU Dagfari ÞH Sléttanes ÍS Guðm. Péturs ÍS Gullver NNS Ól. Magnússon EA Örn RE Reykjaborg RE Fylkir RE Gísli Árni RE Margrét SI Myndin er tekin úr Laugarnesi í gær, og má ljóst sjá hallann á Grjótey. Skipið fjær er Sandey, sem var til staðar ef á aðstoð þess þyrfti að halda. (Sjá einnig frásögn á bls. 3). Grjótey hœtt komin: Vantaði fet upp á a5 sjór kæmist í lestarnar og þá hefði skipið sokkið GRJÓTEY, sanddæluskip Björg- nnar hf. var all hætt komið út af Kjalamesi i gærmorgun. Grjótey hefnr að undanförnn verið að vinna við dýpkunar- framkvæmdir út á Sundum, og losar það farminn út af Kjalar- nesi. Var skipið rétt byrjað að losa í gær, er leðjufarmurinn í lestinni rann skyndUega út í bakborðshliðina, en nokkur vest- an alda var. Skipið hallaðist við þetta all- mikið, eða um 25 gráður, að sögn skipverja, og flæddi sjór upp á þilfarið á tíma'bilL Vantaði þá aðeins fet upp á að sjór næði að renna í lestina, og hefði skipið þá að öllum líkindum sokkið. Fljótlega tókst að losa akkerið, og rétti skip- ið sig þá nokkuð við. í ör- yggisskyni var beðið um aðstoð írá landi, og kom Sandey, sem er einnig eign Björgunar hf., og björgunanskipið Gísli Johnsen á vettvang. Ekki varð þó þörf fyr- ir aðstoð þess og fór það brátt til hafnar aftur. Til frekari öryggis fór ÖH áhöfn Grjóteyjar, að undantekin- teknum skipstjóra og 1. vél- stjóra, eða 9 menn, yfir í Sand- Gullfaxi hefur áœfl- unarflug á morgun Samningar hafa fekizt við alla aðila GULLFAXI hin nýja þota Flug- félags íslands hefur áætlunar- flug á morgun. Fer flugvélin fyrst til Lundúna kl. 08.00 og síðan til Kaupmannahafnar kl. 15.20. Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugfélagsins skýrði Mbl. frá því í gær, að samningar við flugvélstjóra og flugvirkja hefðu tekizt í fyrrinótt og myndi þotan fara í æfingaflug með flug liðana, sem fyrst fóru til æfinga vestur um haif, síðdegis í dag. Þá sagði Sveinn, að hér væru nú tvær áhafnÍT frá Boeingverk- smiðjunum, sem myndu fljúga með íslenzku flugliðunum fyrsta mánuðinn, sem þotan er í áætl- unarflugi. Þotan mun fara tvær áætlunarferðir á sunnudag og eina á mánudag, en þann dag er gert ráð fyrir að æfðar verði lendingar á Reykjavíkurflug- velli. ey. Grjótey var siðan látin reka inn í Sundin, og hallaðist skipið þá um 12-15 gráður. Var því síð- an siglt á hægri ferð inn Vatna- garða, þar sem aðsetur Björgun- ar hf. er. Samkvæmt upplýsíhgum Krist ins Guðlaugssoar, framkvæmda- stjóra Björgunar hf., seinni hiuta dags í gær, var unnið að því að mioka til í skipinu, þar sem það lá inn við bryggju í Vatnagörð- um, og hafði skipið þá rétt sig við að mestu. Sjór hafði hvergi komizt inn í það, og er skipið algjörlega óskemmt. Skemmtiferð í Breiðafjarðar- eyjar Sjálfstæðisfélagið Snæfell, Snæ fellsnesi efnir til skemmtiferðar í Breiðafjarðareyjar n.k. s>unniu- dag. 2. júJÍ. Lagt verður af stað klukikan 10 árdegis frá Rifshöfn. Farið verður með flóabátnum Baldri og verða kaffiveitingar um borð. Fangjald er kr. 300, farar- stjóri er Björn Emilsson, for- maður sjáMstæðisfélagsins Snæ- flell. Maí með 300 tonn v/ð Grænland — Jbrátt fyrir erfiðleika vegna iss Ævar Hólmgeirsson, sem tók út af Sigurborgu frá Siglufirði á síldarmiðunum fyrir Norð- Austurlandi, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Skipsfélagi Ævars, Þórður Ársælsson, stakk sér eftir honum, en tókst ekki að bjarga honum og var sjálfur að þrotum kominn, er annar skipsmaður, Sverrir Jónsson, stakk sér útbyrðis og synti með bjarghring til Þórðar. Skipið lónaði í 2—3 klst. á sömn slóð- nm og leitaði Ævars, en sú leit bar ekki árangur. TOGARINN Maí frá Hafnarfirði er nú að veiðum við Grænland og gengur bærilega þó að mikill ís sé á miðunum. Morgunblaðið hafði í gær samband við Halldór Halldórsson, skipstjóra, sem sagði að veiðarnar hefðu gengið erfiðlega vegna íssins. Nokkur skip voru fyrir á miðunum þegar Maí kom þangað, en hrökluð- ust fljótlega burt vegna íssins. En þrátt fyrir erfiðleikana var Maí búinn að fá 300 tonn af góðum karfa og á sjálfsagt eftir að bæta vel við sig þvi að tog- arinn kemur ekki til lands fyrr en á mánudagsmorgun. 12,2 mtfljónam joinað niður á Húsvíkinga ÚTSVARSSKRÁ Húsavíkur var lögð fram í gær. Jafnað var nið- ur 11 milljónum 149 þús. á 542 einstaklinga og 1 milljón 62 þús. á 20 félög. Við niðurjöfnun var fylgt lög- boðnum gjaldstiga, en útsvör Framhald á bls. 2. Fyrstu kúlurnar ber- ast til Surtseyjar EINS og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu,, stóðu for- ráðamenn Surtseyjarfélags- ins fyrir því, að gular froðu- plastkúlur voru settar í sjó- inn fyrir utan Klauf í Heima ey í Vestmannaeyjum. Var ætlunin að rannsaka með þessu móti strauma við Surts ey. Nú hefur Morgunblaðið fregnað, að fyrstu kúlurnar bárust til Surtseyjar aðfara- nótt sl. fimmtudagsins. Sigurður Richter, náttúru- fræðinemi , sem fylgjast mun með kúlunum, sem berast til Surtseyjar, tjáði blaðinu í gær að fyrstu kúlurnar hefðu fundizt í fjörunni í norður- hluta eyjarinnar snemma 1 gærmorgun og höfðu þær borizt að landi þá um nótt- ina, þegar norðvestan átt var og vindáttin því mjög hag- stæð. Voru kúlurnar mörg hundruð að tölu, og enn má búast við að fleiri berist til eyjarinnar næstu daga eink- um ef áttin breytist lítið eða ekkert. Sagði Sigurður að nú væri fyrsta áfanga þessarar sérstæðu tilraunar náð. Er fólk, sem kann að finna þessar kúlur við suðurströnd íslands, vinsamlegast beðið um að láta Surtseyjar- félagið vita Pósthólf 1238 R.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.