Morgunblaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 10
r 2Q MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1967 vondri málaralist og góðri Spjallað v/ð Eirík Smith, listmálara, er nýlega hélt málverkasýningu í London 1 RAUÐU, dálítið sérkennilegu einbýlishúsi, er stendur við Keflavikurveginn í Kinnáhverf- inu í Hafnarfirði, býr Eirikur Smith listmálari. Og einn góS- viðrisdag í liðinni viku, er ég kominn þangað í heimsókn og listmálarinn býður mér inn í vinnustofu sína, bjarta og rúm- gróða. — Ég lagði mikla áherzlu á að fá vinnustofu þar sem ol- bogarými og birta væru í sæmi- leg sagði Eiríkur. Hálfunnið málverk stendur á Jtrönum undir loftgluggunum. Dökkir litir, einkum rauður, er áberandi og í dýpt málverksins er eins og maður sjáj brim við sandfjöru, eins og viða er á Suðurlandi. — bað getur vel ver ið að þetta sé brim, segir Eirik- ur, — ég verð fyrir miklum á- hrifum af landslagi i málverk- um minum, þótt þau séu ekki af neinu ákveðnu landslagi. Mér gengur oft erfiðlega að finna nöfn á myndimar og vill svo verða að þau eru út í bláinn. Þess vegna hef ég, uppá síð- kastið, tekið það ráð að hafa myndimar allar óskýrðar þegar ég held sýningu. Fyrir utan heyrðist sfeark í vinnuvélum ®em eru að leggja malbik á Ketflavíkurveginn. — I>að má segja, að rykið hafi ótft verið mikil plága héma hjá okkur segir Eiríkur. — En þetta breytist þegar þeir malbika veg inn og lækfea hann. Ég kann mjög vel við mig hér. Eirík Smith ætti að vera ó- þartfi að kynna. Nafn hans er orðið það vel þekkt öllum þeim sem ánægju hafa af listum, og hafa fylgst með þeim. Eiríkur er fæddur 1925 í Hafnarfirði og hóf si/tt my ndlisttar nám, eins og flestir yngri listmálarar okkar, í Handíða- og myndlis tarskólan- um í Reykjavík, var síðan í tvö ár í Rostrup Boyesen listskólan- um í Kaiupmannahöfn og síðan eitt ár við n(ám í Paris. Hans fyrsita sýning var í Reykjavík 1955, en síðan hefur hann hald- ið 4 einkasýningar og verið með á 11 samsýningum, þar á með- al í Róm, Moskvu, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, og Hanover. Og nú síðast hélt svo Eiríkur einka- sýningu í London. svo auðvitað heimsfræga mál- ara. Eg rakst á Alwin Gallery og leizt vel á þann sitað og fór að leita eftir því hjá forráða- mönnum þess að fiá að komast þar inn. Ég var þá nýlega bú- inn að sýna í bogasalnum og gat sýnt þeim litskuggamyndir af málverkum sem voru á þeirri sýnmgu. Nú, — í stuttu máli, þeim leizt það vel á þetta og buðu mér að sýna. — Og þá hefiur þú hafizt handa við undirbúninginn? — Þeir gáfiu mér ákveðinn frest og maður stóð lengi vel alveg á hausnum við að undir- búa sig við þetta, eða allt fram í júlí, en þá var sýningin opn- uð. — Varst þú ekki viðstaddur opnunina? styrjöld Araba og ísraelsmanna og hjá þessum stórþjóðum kipp- ist allt við þegar slíkt skeður og hefur hin ótrúlegustu áhrif, já, jafnvel að aðsókn og sölu mál- verkasýninga. Maður á svo erfitf með að skilja þetta. Stríð er ein hvem veginn svo fjarlægt okk- ur, íslendingum. — Voru málverkin til sölu? — Þau voru það, en ég hafði ekki reiknað með neinni sölu. Verk algjörlegra óþekktra mál- ara seljast ógjaman. Ég seldi nokkrar myndir, en eins og ég sagði áðan var það fyrst og fremst tilgangurinn með þessu brölti mínu að sjá myndirnar í öðm umhverfi en vant var og sjá náttúrlega að sjá viðbrögð þeirra er komu að sjá sýninguna og ef eitthvað væri skrifað um hana. — Og var það gert? — Náttúrlega ekki mikið, en þó meira en ég hafði fyrirfram Eiríkur Smith í vinnustofu sinni í Hafnarfirði. Óskýrt málverk eftir Eirík Annar tónn utan Norðurland- anna Út firá þessu berst talið að aðstöðu íslenzkna málara til þess að koma verkum sínum á framfæri úti í hinum stóra heimL — Það hafia sennilega fiáir verri aðstöðu en við, sagði Eirík ir. — Við erum svo skolli langt í burtu firá öllu, þrátt fyrir all- ar flugvélar og þotur og eld- flaugaöld. Það er þá helzt ein- hverjar samsýningar sem koma Eitt af málverkunum er var á sýningunni í London. Sýning í London Ég hafði frétt að Eiríkur hefði nýlega verið með sýningu í Lon- don og lá því beinast við að spyrja hann urn þá sýningu. — Mig hafði lengi langað til að sýna sjálfistætt erlendis sagði Eiríkur. — f fyrra fór ég svo utan til að spæja eftir plássi. Það er yfirleitt mjög erfitt að komast þar inn í gallery, nema þá fyrir einhverja ákveðna hópa, sem eiga þar fastan aðgang og — Jú, ég brá mér u'tan. Ann- ars setti ég ekki sýninguna upp sjálfur þarna. Ég var mjög ó- nægður með hvemig sýningin var sett upp. f sýningarsalnum var hálígert rökkur og notaðir voru ljóskastarar til að lýsa upp málverkin, — dálítið svipað og Menntaskólakrakkaroir voru með á sýningu þeirra í fyrra. Veggimir voru alveg svartir og manni fiannst myndirnar koma einhvem véginn á móti sér út úr myrkrinu. Ég sá þær í tölu- vert öðru Ijósi en áður. — Er ekki mikið fyrirtæki að sýna svona erlendis? — Það er það auðvitað og um fram allt, — það er mjög kostn- aðarsamt. Annars léttir það mik ið að maður getur sent þetta með flugvélum. — Hafiðir þú tækitfæri til að fylgjast með aðsókn og undir- tektum við sýningu þína? — Dálítið, já. Annars var ég kominn heim fyrir löngu þeg- ar sýningunni lauk. Þann tíma sem ég fylgdist nieð var að- sóknin ágæt og mér til mikillar gleði komu margir íslendingar til að sjá hana. Aðsóknin var fremur dræm til að byrja með, en það átti sér þær orsakir, — að því að fróðir menn tjáðu mér. — að um þetta leyti braust út ■ búizt við. Ég var mjög hriíinn þegar ég sá að hið þekkta tíma- rit Arts Review and Gallery Guide varði rúmlega hálfri síðu handa mér. Þar var hálf síðu litmynd af einu mátverkinu og stutt umsögn um þær. Eiríkur réttir mér blaðið, en margir hérlenzkir munu þekkja þetta tímarit. Þar segir m.a. um sýninguna í Alwin Gallery: Al- win Gallery heldur sýningu sem er á m-argan hátt atlhyglisverð, einkum þó málver-k íslendingsins Eiríks Smith. f málverkum hans er mikill fjöldi lóðréttra lita- samsetninga, — fjöll, fossar, eða hv-að sem þér annars sýnist það vera, hefur fleira innan síns sam aniþjappaða forms og tala í hreinni litum, heldur en maður g-erir sér grein fyrir. — Ertu með nokkur áform um fleiri sýningar erlendis? — Ég verð með á sýningu í þessu Gallerýi sem stendur all- an ágústmánuð. Þá sýna þeir verk listamanna firá mörgum löndum sem þeir hafa haít samband við. Ég reikna með að á þeirri samsýningu verði einn ig sýnd verk eftir Gísla Sig- urðsson, Svo verð ég einnig með á samsýningu íslenzkra lista- manna í Skotlandi í sambandi við Edinborgarihátíðina. til greina og þá oftast á Norð- urlöndunum, eða með Norður- ’landabúum, Annars er ég þeirr- ar skoðunar að það sé tiltölulega betra fyrir ofekur að sýna uta-n Narðurlandanna. Einhvero veg- inn er það þannig að Norður- landabúar hafa tilhneigingu til >að klappa á kollinn á okkur eins og við séum lítli bróðir. Það erum við bara alls ekki. Við höfum staðið þeim fyllilega á sporði og meira að segja hafia þeir kvartað yfir því að við vær Um otf nýtízkulegir. Svo eru sýningar á listaverk- um Norðurlandabú-a alltaf dá- lítið einhæfar. Síðasta Norður- landasýnin-g fékk t.d. heldur leið inlega dóma og þá fyrst og 'firemst hvað hún var lítið spenn andi. Heildarsvipur sýningarinn ar væri fLatur og myndirnar lík- 'ar ihverja-r anniari. Nei, — það er einhvern veginn frjálsara fyr ir okkur fslendinga að sýna ut- an Norðurland-anna og þar fá- um við líka yfirleitt betri blaða dóma. Það er alltof dýrt fyrir einstaklinga að vera að brjótast ’í þessu. Málarar hafa yfirleitt 'ekki alltotf mikla peninga. Aðstaðan hérlendis — En hvað er um sýningarað- stöðu hérlendis að segja? — Sem minnst. Það er hægt að sýna í Bogasalnum, en hann er alls ekki ætlaður fyrir mynd- listarsýningar og sumum virð- 'ist svo sem boginn verki illa á sum málverk. Listamian.naskál- inn er orðinn alveg ónothætf- ur og það er satt að segja háif- gerð móðgun við augað að vera að hengja þar upp faUegar mynd 'ir. Þetta stendur náttúrlega til bóta með mýjum sýningarskála sem verið er að tala um að byggja eigL 1 Erfitt fyrir rómantískan málara — Getur þú gefið þig ein- göngu að því að mála Eiríkur? — Það er langt frá því að maður lifi á þessu, og ég verð því að vinna að öðru. Stundum er það dálítið slæmt. Þó fer það náttúrlega eftir manngerð- um. Ég get ímyndað mér að það sé hreint djöfiullegt fyrir mál- ara sem er mikill -rómantíker og háttstemdur að vinna einhverja aðra vinnu. Ég held að hann yrði fljótlega bókstaflega vitl-aus og mundi vesl-ast upp. Gegnum- sneitt eru nútím-amálarar ekki þa-nnig stemmdir, og þar af leið andi geta það boðið sér að vinna eitthvert annað starf með. Það þarf í sumum tilfiellum ekki að vera svo slæmt. Það skapar manni t.d. visst aðhald og þol- inmæði. Málarar eru lengi að sfeapa sér úthald. Það er nauð- synlegt -að geta einbeitt sér að einhverju ákv-eðnu. Ef málverk er unnið og afiskrifiað í einum hvelli er alltaf hætta á að það sé g-runnt og risti ekki djú.pt. Sala og skilningur — Heldur þú Eiríkur, að það séu rétt hluföll hérlendis milli sölu málverka og skilning fólks á þeim? — Þessu er erfitt að svara. Ég mundi segj-a að hérlendis væri m-eiri áhugi almennings á mynd- list heldur en gengur og ger ist meðal ann-arra þjóða. Það er alltaf ákveðinn hópur manna sem er býzn-a klókur og fylgist vel með því sem er að gerast í málaralistinni og hefur mjög góðan ski-lning á henni. Sumir hatfa ef til vill ekki svo ýkja miki-nn skilning, en vilja skr-eyta hýbýli sín með „a-ktivum“ lista- verkum. Það er ekki síður góðra gjalda vert og við listmál-ararn- ir eigum því fólki mi-kið að þakk-a. Svo skapast einnig við það þeir möguleikar, að fólk sem h-efur ekki mikinn áhuga á mynd list fái h-ann við að eignast góð v-erk. En nú komum við að öðru: Mér finnst ekk'i nægilegur grei-n armunur gerður á góðr-i og vondri málaralis-t hérlendis. Ég á við, alvarlegri myndlist og myndlist allskonar fó-l-ks sem hleypur til og fer að sýna. Það er s-agt, að hér hal-di önnur hver vinnukona sý-ningu. Það þyrfti einhvern veginn að undirstrika þennan mun betur -en gert er, því að þetta fólk ru-glar mjög mikið og getur haft alvarleg á'hrif á smekk þess. Skreytin-g bygginga — Hvað finnst þér að hægt sé að ger-a til þess að bæta aðstöðu íslenzkra málara? Fram-hald á bls. 19. Ekki gerður greinarmunur á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.