Morgunblaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1987 > * } BILALEIGAN -FERÐ' Daggjald kr. 350,- og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SE N DU M MAGINIÚSAR skipholti21 símar21190 eftir lokurl simi 40381' " S,M11-44-44 m/iLíioifí 3ó£c&2ec<g.<2> Hverfisgötn 103. Sími eftir (okun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstraeti 11. Hagstætt leigngjald. Bensín innifaiið > leigugjaldi Sfftif 14970 BÍLALEIGAM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Síml 35135. Eftir loknn 34936 og 36217. RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörnr Heimilstæki Útvarps- og sjónvarpstæki Raf magnsvönibiiðin sf Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði). Goli KTLFUR BOLTAR og fleira. P. Eyfeld Laugavegi 65. LoodAear Hjólbarðar 560 x 15 P. Stefánsson hf. Laugaveg 170-172, sínai 13450. ÍC Umferðin á Hafn- arfjarðarvegi Velvakandi „Caballus skrifar: „Telja verður að ritglaðir les endur yðar hafi náð sér hæfi- lega á strik við að rita um „þotuöldina“ og nokkuð „þvingaða" afgreiðslu íslenzkra flugvéda á Keflavíkurflugvelli. Umferðin á Suðumesjavegi (þ.e. Hafnarfjarðarvegi um Kópavog) mætti þó gera en.n frekara umræðuefni, sérstak- lega þar sem umferðarstjóm gæti bætt þar verulega úr. Umferð þungra ökutækja þessa leið virðist fara vaxandi. Má þar nefna jarðvinnslutæki (krana, jarðýtur, moksturs- skóflur), þunga benzín- og olíu flutningabíla, stærri gerðir vöruflutningabíla, sem — vegna slælegrar umferðar- stjórnar — skeyta því lítið, að „við hinir“ þurfiun líka að kom ast áfram! Allt of algengt er, að þessi ökutæki tefji um of umferð- ina. í>á er og, að ekkert eft- irlit virðist með því haft, hvern ig ýmis farartæki (t.d. vöru- bílamir) eru hlaðin. Nýlega ók bréfritari t.d. lengi á eftir vörubíl, sem hlaðinn var timburhlassi, en svo illa, að bíl stjórinn var alveg að „fara í rusl“ (á tauguim). Síbremsandi, enda lömdust plankamir í bíl- pallinum niður í malbikið, og þá hefur líklegast urgað í taugakerfi bílstjórans — heml- að, haldið af stað, hemlað á ný, og svo heil röð bíla (með bílstjórum með eitthvað „á taugum") á eftir. éra“ eitthvað umferðina. Leyfa þyngri tækjum aðeins umferð á vissum tímum. dags, og þá held ég nú, að „löggan“ mundi taka sig vel út á mótorhjól- um við að hafa með þessu hæfi legt eftirlit t.d. eins og við þ j óðhöf ðing j aheimsóknir. Meginmál þetta: — Með skipulagðri umferðarstjórn er hægt að nýta lélegt vegasam- band við þá þarna í Hafnar- firði (og á Suðumesjum) mun betur. Hvernig væri t.d., að tvær „löggur", oft spanandi á Miklubraut og Hringbraut, tækju sig nú til við að hjálpa Kópavogs-,,löggunni“ við um- ferðarstjórnina? Með kærri kveðju, „Caballus". -jhr Hámarksaldur ökumanna Ungur maður, sem kallar sig Vegfaranda, skrifar eftirfar- andi: „Góði Velvakandi! Mig langar að koma á fram- færi hjá þér eftirfarandi: er ekki kominn tími tii að tak- marka hámarksaldur öku- manna.? Það hlýtur reyndar hver og einn, sem eitthvað hugsar, að sjá, að þess gerist þörf. Maður sér stundum menn, sem jafnvel eru komnir hátt á sjötugsaldur, akandi bíl. Flest- ir þessir menn kunna sáralítið í umferðarreglum þeim, sem nú eru í gildi og eru engan veg- inn færir um að vera í þess- ari miklu urnferð, sem nú er orðin, bæði í bæjum og úti á þjóðvegum. Maður veit, að sum um fullorðnum mönnum finnst þeir alltaf geta allt og tefla því á tæpasta vaðið, þangað til eitthvað kemur fyrir, en sem beur fer eru það fleiri sem hætta áður en illa fer. Þessir menn athuga ekki, að það er ekki alltaf mesta hætt- an fyrir þá sjálfa heldur ekki síður fyrir aðra í umferðinni. Finnst mér og mörgum öðrum, að fyrir þessu þurfi að setja lög, alveg eins og með lág- margsaldur bifreiðastjóra. Við vitum, að fullorðið fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því, þó að það sé farið að verða eitthvað utan við sig og heyri og sjái ekki eins vel og áðuT. Ég veit einnig, að skyldfólk þessara manna á oft í erfið- leikum með að sannfæra þá um þetta. Því þurfa lögin að koma til. Ég vona, að þú birtir þetta sem fyrst ef einhver skyldi hugleiða þetta nú fyrir mesta umferðartíma ársins“. Velvakanda finnst nokkuð til í þessu, en ekki er gott að fast ákveða vissan hámarksaldur, heldur ætti að athuga við- bragðsflýti ökumanna annað veifið og kanna, hvort þeir séu farnir að ryðga í umferðarregl unum. Margir aka ágætlega á áttræðisaldri, en auðvitað er þetta mjög mismunandi. Svo kemur hér annað bréf, sem bendir til þess að ekki kunni allir ungir menn umferð arreglumar of veh Stíflaði Fischers- sund M skrifar: „Kæri Velvakandi! Er sem mér finnst, að marg- ir ungir ökumenn kunni um- ferðarreglurnar verr en þeir, sem tóku próf hér fyrr á ár- um? Ég er talsvert á ferð hér í borginni og sé stundum ó- kurteisi og durgshátt í umferð- inni, og ótrúlega oft sýnist mér það vera ungir menn, sem ekki kunna sig. Tökum til dæmis misnotkun bílflautunnar. Margt ungt fálk virðist ekki vita, að notkun hennar er stranglega bönnuð (t.d. í Lögreglusamþykkt Reykjavíkur), nema umferðin krefjist þess sérstaklega. Er þetta kennt nú orðið? Ungling- arnir „liggja á flautunni“ og valda með því miklu ónæði, t.d. í íbúðahverfum, einkum fyrir framan fjölbýlisihús, þar sem alla vega getur staðið á hjá fólki (nýsvæfð ungbörn, veikt fólk o.s.frv.). Fólki finnst varla taka því að hringja til lögreglunnar, en þó ætti það að gera það, því að refsingar liggja við ólöglegri notkun flautunnar. Á laugardaginn fyrir verzl- unarmannahelgina þurfti ég að aka í leigubíl upp Fischerssund. Þá hafði bifreið (R-2044) ver- ið lagt í mitt sundið og hindr- aði hún alla umferð. Hægur vandi hefði verið að leggja henni upp við hús öðru meg- in götunnar. í bifreiðinni voru unglingsstelpur, sem ekki kváð ust hafa bílpróf og því ekki gefa hreyft bílinn. Eftir nokkra stund kom ökumaðurinn, ungur piltur, með rjómaís í höndum. Hafði hann þá skroppið í ís- búðina í Aðalstræti og lagt bílnum svona ósmekklega á meðan! Pilturinn var hvergi banginn heldur ósvífinn, og sagði, að ef ég vildi hringja á lögregluna, yrði ég að greiða símtalið sjálfur! Er nú ekki ráð að leggja áherzlu á kennslu mannasiða og umgengnishátta, að ekki sé talað um tillitssemi við náung- ann, í ökukennslu hér í borg? Velvakandj birtir þetta bréf með ánægju. Við hér á Morg- unblaðinu höfum kynnzt alls konar framkomu bílstjóra í saimbanöi við Fischerssund. Sundið er þráfaldlega stíflað, meðan bílstjórarnir skreppa eftir ís eða í Ingólfsapótek, vegna þess að bílunum er svo illa lagt. Að vísu er sundið þröngt, en þó má leggja bílum þar með lagni, svo að aðrir kom ist leiðar sinnar. Bf öll „legu- pláss“ eru „upptekin" verður bílstjórinn að gera svo vel að halda áfram og finma sér betri stað. ★ Fyrirgreiðsla þökkuð „Frissi skrifar: „Kæri Velvakandi! Við erum alltaf að nöldra 1 bréfunum til þín, og ósjaldan er opinberum starfsmönnum sendur tónninn. En ekki eru all ir vondir, þótt „opinberir" séu, og langar mig til að segja frá mjög fljótri og lipurri fyrir- greiðslu, sem ég hlaut nýlega í skattstofunni. Ég var í mikl- um vandræðum, og mig bráð- vantaði upplýsingar. Þetta var þó ekki beint á verksviði skatt stofunnar( og alls ekkert varð- andi einkamál annarra) En stúlkan, sem ég hitti þarna, leysTi samt mál mitt fljót og vel. eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Það er sjálfsagt að virða það, sem vel er gert, og sendi ég stúlkunni í skattstofunni mínar beztu þakkir. Víða er það gert, að „sort- Patreksfirðingar! Vestur-Barðstrendingar! Fundarboð Klúbburinn ÖRUGGUR AKSTUR í Vestur-Barða- strandarsýslu heldur fund að Hótel Sólberg á Pat- reksfirði mánudagskvöld 14. ágúst n.k. kl. 9—21. DAGSKRÁ: 1. Ávarp formanns klúbbsins, Jóhannesar Hall- dórssonar bifreiðaeftirlitsmanns. 2. Afhending viðurkenningar- og verðlauna- merkja Samvinnutrygginga til 33ja bifreiða- eigenda fyrir öruggan akstur: Baldvin Þ. Kristjánsson. 3. Umræður og fyrirspurnir. 4. Sameiginleg kaffidrykkja í boði klúbbsins. Nýir rétthafar til viðurkenningar eða verðlauna eru hér með sérstaklega áminntir um að mæta á fundinum. Áhugafólk um umferðarmál velkomið! Félagar, fjölmennið! Stjórn klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUB á Patreks- firði. RAPPNET H. BENE DIKTSSON, H F. Suóurlandsbraut 4 Steypustyrktarjárn KS-40 og St. 37 8—25 mm. H. BENEDIKTSSON, H F. Suðurlandsbraut 4 S'imi 38300 Frissi . r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.