Morgunblaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAR.DAGUR 12. ÁGÚST 1%7 27 Afmælismót G.S.Í. hefst í fyrramálið FjÖlmennasta mót sem haldiÖ hefur verið AFMÆLISMÓT Golfsambands fslands hefst á sunnudagsmorg- un kl. 9 á golfvellinum í Graf- arholti. Keppt verður í þremur karlaflokkum, einum unglinga- flokki og kvennaflokki. Er þetta lang fjölmennasta keppni sem háð hefur verið á landinu í golfi. Þátttakendur verða liðlega 100 talsins. Ræst verður út í tveimur aðal- hópum, hinn fyrri á tímaibilinu frá kl. 9—11, en hinn síðari kl. 2. Fyrstu hóparnir sem ræstir verða út eru unglingaflokkur og annar flokkur karla, en dregið verður um rásröð og tíma í klúbbhúsinu í Grafarholti kl. 13 í dag. Sjómælingar undan suöurströndinni CNDANFARIÐ hafa farið fram umfangsmiklar sjómælingar, framkvæmdar af varðskipinu Þór, undan suðurströnd fslands. Skipið lagði af stað í ferðina hin 4. júli og kom aftur sáðast- liðinn mánudag. Pétur Sigurðs- son, forstjóri Landhelgisgæzlunn ar, og aðrir er að þessum rann- sóknum stóðu héldu blaðamönn- um fund um borð í skipinu í gær og skýrðu frá gangi þeirra. Þessair rannsóknir skiptust í þrennt. í fyrsta lagi var þarna um að ræða almennar sjómæling aiir, þar sem sjávardýpið var mælt allt frá Þrídröngum og vestur undir Selvogsvita, frá landi og úti fyrir landhelgislínu. f öðru lagi voru nákvæmar mæl ingar í grennd við Surtsey og í þriðja lagi athuganir á undir- stöðu landgrunnsins. Stjórn tveggja fyrri hlutanna hafði Gunnar Bergsteinsson með höndum ésamt Róibert Jenssyni og Árna Valdimarssyni í sam- ráði við Pétur Sigurðsson, en Guðmundur Pálmason hjá Orku stofnuninni stjórnaði jarðlaga- rannsóknunum. Skipstjóri á Þór var Guðmundur Kjærnested. Fyrir velvilja Varnarliðsins á KeflavíkurflugveUi, sagði Pétur Sigurðsson, fengum við lánað staðsetningartæki — Raydist- tækið, sem er mjög nákvæmt — til sjómælinganna og reyndist það mjög vel. Okkur langar í svona tæki, en höfum ekki enn- þá getað fengið það. En reynsl- an af þessu tæki var okkur mjög verðmæt. Til mælinganna við Surtsey fengum við lánaðan vélbát á- samt 6 mönnum af brezka ra.nn- sóknarskipinu Hecla og höfðum hann í mánuð. Varla hefur verið imnt að gera þessar mælingar fyrr vegna stöðugra umbrota umhverfis eyna. Þetta svæði, sem mælt var núna, er um 3500 ferkm. og Þór hefur siglt nær 5000 mílur með- Afmæliskveðja Leiðrétting NIÐURLAG afmæliskveðju til Snæbjörns Eyjólfssonar er birc- ist í blaðinu féll niður. Biður blaðið afsökunar á mistökunum, en niðurlag greinarinnar átti að vera á þessa leið. Snæbjörn er kvæntur frænd- konu simni er Sigríður heitir Jónsdóttir, ágætri konu og eiga þau þrjú börn, sem öll eru upp- komin og gift, en þau heita: Eyjólfur, Búi og dóttir að nafni Ellen Þóra. Öll eru þau efnileg og vel gefin. Ég vil nú í tilefni dagsins færa vini mínum Snæbirni og fjölskyldu hans hugheilar heilla óskir mínar, með ósk um ham- ingju og langt líf. Lifðu heill Bjössi minn. Bragi Jónsson frá Hoftúnum. an á þessu stóð. Áður hafa eink- um verið mældar einstakar sigl- ingaleiðir hér við land, en þarna var svæðið tekið í heild. Veður vax afar hagstætt og við erum mjög ánægðir með árangurinn. Það verður mikið verk að vinna úr þeim gögnum, sem bú- ið er að safna, en vonazt er til þess, að unnt verði, að leggja fram niðurstöður í aðalatriðum næsta vor. Guðmundur Pálmason hafði veg og vanda að rannsóknunum á undirstöðu landgrunnsins, eins og fyrr segir. Hann kvað þetta framhald á mælingum, sem Orku stofnunin hefur gert undanfar- in ár á landi, Við fórum fram á aðstoð Landhelgisgæzlunnar, sagði Guðmundur, og mættum einstakri hjálpcfýsi og samvinnu vilja. Auk þess höfum við feng- ið styrk úr Vísindasjóði til þess ara starfa. Við byrjuðum á þessu í fyrra í Faxaflóa, og fengum svo afnot af skipinu núna. Þessar mæling ar á landgTunninu hafa að vísu ekki beina hagnýta þýðingu, eins og mælingar á þurru landi hafa fyrir boranir og fleira. Þetta eru aðeins almennar rann sóknir, gagnsöfnun um gerð berggrunnsins í kringum land- ið. Úthlutað úr Minn- ingarsjóði dr. Urbancic Á AFMÆLISDEGI Dr. Victons Urbancic, þann 9. ágúst sl., hélt stjórn Minæingarsjóðs Dr. Vict- ors Urbancic fund í LandsspítaJ- anum til þess að útlhluta styrki úr sjóðnium til læknis siem stumd- ar sérnám erlendis í heila- oig taiugaiskurðlækningum samkvæmt stofnskrá sjöðsins. Tvær umsóknir bárust og út- hlutaði sjóðstjórnin öðrum þeirra, Kriistni Guðmundssyni, lækni, styrk úr sjóðnum að upp- hæð kr. 15.000,00 ísil. Kriistinn Guðmundsison hefur stundað skurðlækningar í Banda ríkjunum og nú síðast nám í framangreindri sérfræðiigrein við Mayo Graduate sdhool of Miedi- cine í Rodhester, Minnesota. Stjóm Minningarsjóðs Dr. Victors Urbancic skipa: Þorsteinn Sveinsson, skirif- stofuistjóri, formaður, Snorri Hallgrímsson, prófessor, og dr. Melitta Urbancic, og til vara: Pétur Urbancic, bankafulltrúi, og kvava Þorbjarnardóttir. AUGLVSIHGAR SÍIVII E2.4.8Q Loftárás í Nígeríu Lagos 11. ágúst AP—NTB ÁREIÐANLEGAR heimildir í Lagos ihermdu í dag að flugvél- ar frá Biafra hefði gert loftárás á skotmörk í norðurhluta Níger- íu. Þýzkur flugvirki beið bana og nokkrir aðrir særðust í árás þessari. Tilkynnt var í Bonn í dag, að V-Þjóðverjar hefði kallað her- ráðunauta sína og tæknifræðinga heim frá Nígeríu er Biafra sagði sig úr sambandsstjórninni og hóf baráttú fyrir eigin sjálfstæði í júlí sh Dagblað í London segir í dag að Sovétstjórnin hyggist senda um 50 ráðgjafa til Níger- íu innan skamms. Gjöf fil Styrktar- fél. vangefinna I TILEFNI 100 ára afmælis Hall dórs heitins Högnasonar frá Skálmholtshrauni, gáfu börn hans og tengdabörn Styrktarfé- lagi vangefinna rausnarlega gjöf til minningar um hann og konu hans, Andreu Katrínu Guð mundsdóttur. Gjöfin var afhent á skrifstofu félagsins hinn 4. þm. Styrktarfélagið færir gefendum hugheilar þakkir og árnaðarósk- ir. - H-DAGUR Framhald af bls. 26. og skólum gagnfræðastigs. t gegnum skólana væri því auð- veldast að ná til flestra íslenzkra einstaklinga með leiðbeiningum og fræðslustarfsemi. En jafnhliða því, væru nemendur og kennarar þeir þjóðfélagshópar, sem líkleg- astir væru til aðsto’ðar, eftir áð þeir hafa losnað frá starfi við skólana. Benedikt sagði, að sam- kvæmt upplýsingum fræðslu- málastjóra yrðu öllum prófum í skólum lokið á næsta ári fyrir og um uppstigningardag, sem er 23. maí, nema landsprófi, stú- dentsprófum og lokaprófum úr kennara- og verzlunarskóla. Eft- ir þann tíma væri því verulegur hluti kennara laus til aðstoðar og einnig nemendur nema þeir, sem enn eru í prófum. Hann sagði ennfremur, að ef- laust væri auðvelt að fá skólana til liðsinnis við framkvæmdina áður en próf byrjúðu aimennt, þ.e.a.s. í aprílmánuði, en nefnd- inni hefði þótt vafasamt að mæla með þeim tíma vegna annarra ástæðna. T. d. hefði við val H- dagsins þurft að taka tillit til veðurs og akstursskilyrða, og væri meiri líkindi á því að að- stæður væru miður góðar í þeim mánuði en er lfður fram í maí eða júní. Um hvítasunnudaginn 2. júní sagði Benedikt, að hann hefði þann kost fram yfir hinn á- kveðna H-dag — sunnudaginn áður — að þá væru tveir sam- felldir frídagar fyrir vegfarend- ur til aðlögunar. Á hinn bóginn hefði það verið svo á undan- förnum árum, að lögreglan hefði þurft að dreifa talsverðu liði verulega um þessa helgi vegna hópfer'ða ungmenna um sveitir í nágrenni Reykjavíkur. Þá mætti einnig búast við að nokk- urar óánægju myndi gæta meðal almennings ef ein af þremur stórhátíðum kirkjunnar yrði fyr- ir valinu til breytinganna. Benedikt sagði ennfremur, að á þessum tíma væri umferðar- „strukturinn” heppilegur fyrir framkvæmdina, svo og aðstaða til verklegra framkvæmda, því að líkur væru á frostlausri jörð og góðu veðri. Hann sagði að umferðarkönnun, sem fram- kvæmd hefði verið á vegum nefndarinnar um allar helgar maí-mánaðar, og fyrstu helgi í júní, hefði ekkert leitt í ljós, sem taka þyrfti tillit til, þegar dagurinn var valinn. Hins veg- ar hefði hún leitt í ljós að umferð á sunnudagsmorgni er í lágmarki á tímabilinu frá kl. 5—7. - DANMÖRK Framhald af bls. 1 ið frá, með ofangreindum afleið- ingum. Stjórn RSsisjárnbrautarfélags- ins danska gerir ráð fyrir mikl- am bótaigreiðslum til ættingja þeirra er létust í slysinu og til þeirra er slösuðust illa. Sú á- byrgð hvílir á járnbra.utarfélag- inu, að greiða bætur án tillits til þess hver hafi verið orsök slyss, sem gefur tilefni til að bótakröf- ur séu settar fram. Eins og áður sagði er talið að mannleg mistök hafi vsrið orsök slyssins fen ekki tæknileg bilun. Sagja forráðamenn járnbra.utar- félagsins að sjálfvirka kerfið hafi í engai brugðizt. Miistökin voru þau, að eftirlitsmaður kerfisins gerði sér einhverra hluta vegna ekki rétta grein fyrir því hvar „Sydvostjyden” væri stödd á sporinu og heimil- aði því „Nordjyden” að aka á- fram. Kvaðst eftirlitsmaðurinn, Tage Petersen, hafa fengið skila- boð frá stöðvarstjóra einum er kvað annan lestarstjóra „Nord- jyden“ sjá rautt ljóis fra.mundan á merkjakerfinu. Ekki var þá annað að sjá á merkjatöflu um- dæmisstöðvarinnar, þar sem eft- irlitsmaðurinn var, en að sporið væri autt ag engin lest framund- an. Taldi eftirlitsmaðurinn þá, að „Sydvestjyden" hlyti að vera komin til Nyborg og heimilaði „Nordjyden” að halda áfram för sinni. Þagar svo stundu síð- ar báruist skilaboð frá öðrum stöðVarstjóra um vélarbilun ,,Sydvestjyden“ var of seint að afe'týra slysinu. —FORSETAKJÖRIÐ Framhald af bls. 1 deildarþingmaður hafi í dag tek ið undir með þeim er ásaka her- foringjastjórnina í Saigon um að hún hindri eðlilegan fram- gang kosningabaráttuimar í S- Yietnam. Kennedy sagði í ræðu, að margt benti til þess að her- foringjastjórnin hyggðist sitja áfram að völdum hver sem kosn ingaúrslitin verði. Sagði Kenne- dy að sannanir væru fyrir hendi um að herforingjarnir hefðu lát- ið handtaka stjórnmálaandstæð- inga sína og ákveði hverjir verði aðrir í framboði. Kennedy sagði, að ýmislegt benti til þess að þess ar kosningar myndu ekki fara fram á heiðarlegan hátt. Hann sagði, að ef svo færi, væri kom- inn tími til að Bandaríkin gerðu áætlanir um að hverfa frá Viet- nam. Margir aðrir öldungadeild- arþingmenn tóku í sama sterng og Kennedy.________ - SOVÉTRÍKIN Framhald af bls. 1 izt var þess að skipstjór- inn, sem ekki var nafngreindur, yrði þegar í stað látinn laus og skipi hans leyft að fara frjálsu ferða sinna burt frá Dairen, en þeim er sök ættu á atburði þess- um harðliafa refsað. Elkki fylgdi það sögu hvenær skipið hefði verið kyrrsett í Dairen. Bridge EINS og áður heáur verið skýrt frá fler Evrópumótið í bridge fram í Dublin dagana 4—-16 sept. nJk. Er þetta í Ii9 sinn, semi Evrópumótið er haldið. Hér fler á eiftir taflia yfir þaiu lönd, sem. í þeiim 18 Evrópumótum sem ald ih hafa verið, hafa hlotið eitt- hvert þriggja eflstu sætanna: Þátt l-S. 2js. 3,s, England 16 7 2 3 Ítalía 17 6 5 1- FraJkkland 18 4 4 2 Svíþjóð 18 1 3 0 Austiurríki 12 0 2 3 HoHand 16 0 2 1 Danmörk 17 0 0 2 Póliland 6 0 0 2 Noregur 17 0 0 2 Mand 11 0 0 1 Finnland 17 0 0 1 Sviss 13 0 0 1 ísland teflour að þessu sinni þátt keppn inni í opna : fLókknum. Mun íslenaka sveitin halda utan 31. ágúist heyjia landskeppni við Stkotland 31 ágúst og 1. septern- ber, en síðan hallda til írlands. íslenzka srveitiin hieiflur æft vel í surnar og er þessi landskeppni við Slkötland góð hugmynd semi síðasti þátturinn í æfingum fyrir Evrópiuimótið. Sumarmót Briidgesamhands fs- lands verðux að Lauigarvatni og hefst með tvímeinningskeppni föstudagskrvöldið 25. þ.m. kl. 20:00 en kl. 14:00 á laugardag hefst siveitaikeppnin, um kvöldið verð- ur sfcemmtun oig mótsilit. Keppnis stjóri verðiur Guðmundur Kr. Sigurðsison. Herbergiispantanir hjá Berg- steini Kristjánssy.ni, Laugarvatni. - LAXVEIÐI Framhald af bls. 28. Þór. Gönguseiðum var sleppt I margar ár og hafa skilað sér vel. í Kollafirði er búið að telja 200 laxa, við Lárós á Snæfells- nesi 67, og töluvert fyrir utan og í Tungulæk í Lanöbroti hef- ur sést mikill og vænn lax. Það er því farinn að sjást ótvíræður árangur á þrem svæðum, þar sem aldrei sást lax áður og sann ar það að aðferðin sem er við- höfð er sú rétta. Svo er annað mál og minna ánægjulegra: veiðiþjófar að laxveiðum úti á sjó. Samkvæmt lögum er bann að að veiða lax nema í fersku vatni. En nú er hann ákaflega dýr vara og því hafa skugga- legir náungar verið á ferli á nóttunni, og brotið þessi lög. M.a. hafa grunsamlegir menn sést á flækingi í Kolla- firði. Veiðimálastofnunin gerði út leiðangur í dag til að kanna netalagnir í sjó nánd við Reykja vík og á Kjalarnesi, og fann þessi leiðangur ýmislegt grun- samlegt. Verður eftirlit með þessu hert til muna á næstunni, því að það er anzi hart að ekki skuli fást friður, þar sem verið er að reyna að rækta upp lax- veiði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.