Morgunblaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1967
Alan Williams:
PLATSKEGGUR
4-78?
— Sprengdi gorillan upp búrið? — Nú. en hvað kemur .mér það
við, væni minn?
3. kafli.
Hrökklásinn small í að baki
honum. Hann var aieinn. Bíllinn
var ekki fyrir utan. Hann var
gripinn skelfingu og horfði upp
og niður eftir götunni.
Bíllinn var svo sem fimmtíu
skref í burtu, þar sem honum
hafði verið lagt við horn. Mað-
urinn hafði lofað að bíða við
dyrnar, en kannski hafði hann
farið dyravillt þegar hann kom
aftur.
Neil starði upp eftir sundinu
og flýtti sér. Þetta var rétti bíll-
inn — svartur Aronde. Þegar
hann kom að honum, tók hann
eftir því, að hægra frambrettið
hafði rekizt á gluggahlerann og
beyglazt. Ekillinn sat með höfuð
ið á sætisbakinu. Neil kom nú
móts við hann.
Hálsinn á manninum gapti
eins og opinn hákarlsmunnur,
vínrauður, en sundurskornar sin
ar skinu eins og dökk strik af
blöðrutyggjói. Báðar hendur
voru teygðar út á sætið, hnefarn
ir krepptir, umgerðarlausu gler-
augun höfðu dottið niður i
kjöltu hans, en blóðugur bréf-
miði var nældur í skyrtuna
hans, sem á voru ietruð þessi
orð með kúlupenna: „ÉG ER
PLATSKEGGUR". Neil furðaði
sig á því, að orðið skyldi vera
kvenkyns í frönskunni. Blóðið
var enn þykkt og óharðnað.
Hann sneri við og tók til fót-
anna. Hann kom að horni, rann
á ávexti, sem lá á götunni, rétti
sig í fallinu og hljóp áfram eftir
þröngu götunni, svo að fótatak-
ið glumdi milli steinveggjanna,
en svitinn spratt út á andliti
hans, lófarnir voru aumir eftir
fallið, og svo 'hljóp hann áleið-
is að götutálmun CRS-hersins.
Hann beygði fyrir horn, eins
og i hálfgerðum svima, og nú
hafði hann alveg misst af áttun-
um og sá ekkert annað en heila
röð af bogagöngum: beyglaðar
ruslatunnur og ávaxtabörk, og
hræðilega ketti, þvengmjóa og
horaða, sem horfðu á hann en
tóku síðan til fótanna.
Hann dró úr ferðinni og
reyndi eftir mætti að muna,
hvar CRS-götutálmunin hefði
verið. Honum fannst bíllinn hafa
beygt tvisvar, kannski þrisvar.
Það var eitthvert grindverk á
vinstri hönd, og lá að tröppum,
inn á lítið torg, með litlum pálm
um í kring.
Hann hljóp niður tröppurnar
og tók fjögur þrep í einu. Það
var gosbrunnur á torginu, þar
sem vatnið skvettist niður á
mosavaxna steina. Hann hljóp
inn í aðra götu og stefndi til
sjávar. Fyrir framan hann var
gaddavírsgirðing, sex fet á hæð,
fest í múrblakkir og svo í hús-
in sitt hvorum megin. Þarna
voru engir CRS-dátar og engin
undankomuleið.
Hann sneri aftur inn á torg-
ið og reyndi fyrir sér í annarri
þvergötu. Sundið var mjótt og
krókótt og endaði í auðum
óræktarbletti. Hann grillti að-
eins í sjóinn og tók að hlaupa
niður eftir brekkunni, en tómar
blikkdósir og annað rusl hraut
undan fótum hans. Hann heyrði
dyninn í umferðinni fyrir neð-
an sig, á götunni, sem þar var.
Þarna var vírgirðing um það
bil fjögurra feta há. Hann klifr-
aði yfir vírinn og reif um leið
buxnaskálmina sína innanfótar.
Á horninu var kaffihús. Það
var fullt af Evrópumönnum í
bláum vinnufötum, drekkandi
vín og étandi calimares. Hann
gekk inn og bað um einn konjak.
Barþjónninn virtist glápa lengi
á hann, meðan hann þurrkaði
glas að innan. Svo kinkaði nann
seinlega kolli og sneri sér að af-
greiðsluborðinu. Neil fann, að á j
hann var horft meðan verið var 1
að hella í glasið. Hann leit á sitt
eigið andlit í speglinum og kann |
aðist varla við það.
Þjónninn kom afiur með kor.j
akið. — Einn franka tíu, sagði S
hann og horfði í augun á Neil. I
Þetta var sköllóttur maður með j
skítuga svuníu. Neil fékk hon- J
um peningana og s'kellti í sig !
úr glasinu. Setti það síðan á borð j
ið og tók eftir því, að verið var
að glápa á hann. Einn maðurinn
gekk fram. Neil sneri sér við og
gekk hratt til dyra. Einhver
rödd kallaði á eftir honum: —
Hæ, herra minn!
Hann tók til fótanna og hljóp
út úr dyrunum og fyrir næsta
horn, inn í sund, sem allt var
fullt af appelsínu-hjólbörum.
Hann reyndi að hugsa af viti og
hafa vald yfir sér, og hugsa sér,
að hann væri langhlaupari. Hann
mætti ekki líta^um öxl. Bara
halda áfram að hlaupa, en þó
með fullri gát, smjúga milli
hjólbaranna og komast niður að
sjónum. Andlit þutu framhjá
honum, það voru evrópsk andlit
32
með skeggbrodda og vindlinga-
stubba í munninum, tortryggin
á svipinn sem litu við til þess
að horfa á hann. Einhver kom
fram undan einum hjólbörunum.
með bakka í höndunum. Þeir rák
ust á og bakkinn fór í götuna.
Hann þaut áfram og appelsin-
^rnar ultu á eftir honum eftir
götunni og hann heyrði æpt á
eftir sér, um leið og hann komst
niður í tröppur, sem lágu niður
á breiðgötuna. Hann sá Air
Francé-húsið, og nú vissi hann,
hvar hann var staddur.
Enginn elti hann lengur og
smám saman tók hann að róast
og nú beygði hann fyrir síðasta
hornið, þar sem hann átti ekki
eftir nema skamman spöl til
Miramar.
Brynvagnarnir voru þarna á
staðnum og harðlegir Farand-
verðir voru þarna líka með vopn
sín, og snögglega fann hann sér
vera óhætt þar eð nú væri hann
undir vernd. Enginn muni elta
hann hingað.
Hann fór inn í hótelið og upp
í lyftunni til herbergis sins.
Hann langaði í bað og kaldan
bjór, og hann mundi hafa næg-
an tíma til að hitta Anne-Marie
til hádegisverðarins í Le Berry.
Hann opnaði svefnherbergishurð
ina og gekk inn. Andlit glotti til
hans inn um gluggann: —
Komdu inn, við skulum fá okk-
ur eitt glas!
4. kafli.
Þetta var stór maður, um hálf
fimmtugt, með ljósleitt hár, sem
var tekið að grána, og ljósblá
svínsaugu, sem lágu þétt upp að
brotnu nefi. Hann sat og sneri
baki að glugganum, með konj-
aksglas í annarri hendi en
skammbyssu með löngu hlaupi í
hinni. Fingurnir voru digrir og
kubbslegir, og hnúarnir likastir
hui ðarhandföngum. Við hlið
hans lá Hine-flaskan, sem Neil
og Anne-Marie höfðu verið að
drekka úr kvöldinu áð<ur. Nú
var hún næstum tóm.
Hinn maðurinn lá á rúminu,
og var líka að drekka. Hann var
ungur, mjög laglegur með stutt-
klippt, ljóst hár og augu, sem
voru eins og örvar í laginu.
Munnurinn var stór og varirnar
þunnar. Hann var í strigabuxum
og silfurbláum vindjakka.
Stóri maðurinn lyfti glasinu
sínu: — Komdu inn og fáðu þér
einn lítinn, endurtók hann á
kokmæltri frönsku, en byssan iá
á hné hans og hlaupið vissi
niður.
— Neil sagði: — Gerið þið svo
vel! Hann hallaði sér upp að
veggnum og var dauðþreyttur.
Ungi maðurinn leit á hann, leti-
lega, og sagði á ensku, með draf
andi amerískum hreim, sem
Ameríkumenn nota aldrei sjálfir:
— Þú ert slæmur kall, Englend-
ingur. Hann hristi höfuðið til-
gerðarlega.
— Hvernig komust þið inn?
sagði Neil.
Yngri maðurinn leit á þann
eldra og þeir glottu hvor til ann-
ars. — Við komumst inn, sagð:
stærri maðurinn, — við eigum
vini hérna í hótelinu.
— Gott og vel, sagði Neil. —
Hvað viljið þið?
Stóri maðurinn tók að tifa
byssunni til og frá, milli hnjáa
sér. Sá yngri sagði á þýzku: —
Hann er bara bjáni, held ég. Svo
leit hann aftur á Neil og glotti
enn. — Þú hefur verið uppi í
Cabash? Hann saup á glasinu.
— Hvað varstu þar að gera?
— Ég er blaðamaður, sagði
Neil.
— Já,við vitum, að þú ert
blaðamaður, sagði sá ungi, —
hvað 'heldur þú, að við höfum
verið að gera í þessu andskot-
ans herbergi í hálftíma?
— Það heyrir undir starf miit
að fara upp í Cabash.
— Nei, ekki með manninum,
sem þú fórst með þangað, sagði
ungi maðurinn og sneri glasinu
í hendinni, — þó fórstu þangað
með platskegg. Þú veizt, hvernig
fer fyrir platskeggjunum?
Stóri maðurinn lauk úr |las-
inu og stóð upp. — Förum við
þá! Hann veifaði hendi til Neils:
— Þetta er gott konjak! Hlýtur
að hafa kostað þig talsvert! Hann
gekk yfir þvert gólfið og hand-
leggirnir voru bognir eins og á
apa. — Komdu þá, Englending-
ur, við förum niður.
— Ég þarf að hitta mann
klukkan hálf tvö, sagði Neil.
Þeir hógu báðir. Sá ungi
steig ofan af rúminu og hermdi
eftir honum á frönsku: — Ég
þarf að 'hitta mann!
— Ég þarf að hitta mann úr
leynihernum, sagði Neil.
— Þú hittir bara ekki neinn,
sagði stóri maðurinn og greip í
handlegg hans og sneri honum
við. Neil fann byssuhlaupið
snerta bakið á sér.
Sá ungi opnaði dyrnar og þeir
gengu eftir ganginum og fóru
niður stigann, en ekki í lyftunni.
Stóri maðurinn stakk skamm-
byssunni á sig þegar þeir komu
niður í forsalinn .Neil leit kring
um sig í örvæntingu og vonaði
að hann sæi eitthvert þekkt and
lit, Hudson, St. Leger, eða þá
Tom Mallory, fullan eða ófullan.
En eini maðurinn, sem þarna var
sýnilegur, var hár, magur maður
með Ijóst hár, sem stóð við af-
greiðsluborðið, með ferðatös'ku
og ritvél í vaxdúkshlíf. Rétt sem
þeir voru að ganga út að dyr-
unurn, tók maðurinn farangur
sinn og sneri sér við, og rétt sem
snöggvast mættust augu þeirra
Neils. Maðurinn leit viðkunnan-
lega út, sólbrenndur og brúnn og
með áberandi ljós, blá augu. Eitt
hvað hlaut að vera einkennilegt,
hvernig Neil leit á hann, því að
hann setti upp ofurlítið vand-
ræðabros.
— Eruð þér blaðamaður?
spurði Neil hátt og ; örvæntingu,
er hann gekk fram hjá mannin-
um. Það var eina vonin hans.
Hann fann, að stóri, ljóshærði
maðurinn potaði byssuhlaupinu
í bakið á honum og ýtti á eftir
honum að spegilglerhurðinni.
Nýkomni maðurinn stanzaði.
— Já, það er ég sannarlega.
Hann talaði enskuna með ofur-
litlum erlendum hreim. — Ég
haiti Nielsen, sagði hann og
rétti fram höndina. — Carl
Nielsen frá Svensk Dagblad. Ég
var að koma rétt i þessu.
Áður en Neil gat tekið í hönd-
vna á manninum, sagði ungi mað
_*'inn að baki honum. — Við eig
um því miður annríkt. Sé yður
seinna! Hann ýtti svo Neil út að
dyrunum, framhjá afgreiðslu-
mönnunum, sem litu vandlega
undan. Svíinn varð eitthvað
hissa á þessu, en veifaði hendi
og sagði: — Ég hitti yður þá
seinna! Sælir!
— Sælir! sönglaði ungi mað-
urinn um leið og þeir gengu út
um dyrnar, en svo hló hann og
kreisti handlegginn á Neil. —
Ekki mikið gagn í þessum, ha?
Neil svaraði engu. Þeir fóru
með hann yfir malarstíginn, að
svörtum Citroen-toíl. Risavaxinn
maður, sem leit út eins og
Korsíkutoúi, með harðneskjulegt
andlit og mikið yfirskegg, sat
undir stýri, torúni jakkinn hans
gúlpaði undir handarkrikanum.
Ljóshærði maðuTÍnn ýtti Neil
upp í aftursætið og settist við
Knnco
RAFIMAGIMSSTEIINIBORVÉLAR
eru hentugar við hvers Einkaumboð:
konar byggingavinnu.
Eru með eintasa mótor.
Sparið dýrar lottpressur
þar sem þér getið notað
rafmagnið.
V ARAHLUT AÞJÓNUST A
r
LUD\ STOI riG 1 RR J
k A
Laugavegi 15.
Sími 1-3333.
Hestur fundinn
Móbrúnn hestur hefur fundizt, merktur F. Upplýs-
ingar að Austurgötu 29 B, Hafnarfirði.
Viðtalstími
á lækningastofu minni í Domus Medica er alla daga
kl. 9.30—11 nema þriðjudaga kl. 4—5.30. Síma-
viðtalstími alla daga kl. 9—10 í síma 15477, nema
þriðjudaga í síma 20913.
JÓN GUNNLAUGSSON, læknir.