Morgunblaðið - 25.08.1967, Page 2

Morgunblaðið - 25.08.1967, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1967 19 laxar með áber- andi netaförum VEGNA orðróms um veiðiþjófn að við Lárós á Snæfellsnesi, sem getið hefur verið um hér í blaðinu, sneri Morgunblaðið sér til Jóns Sveinssonar, fram- kvæmdastjóra fiskeldisstöðvar- innar í Lárósi, og spurði hann um þetta mál. Hlíf svarar FRÁ Verkamannafélaginu Hlíf barst Mbl. í gær eftirfarandi: í tilefni af síðari greinargerð Vinnuveitendasambands Islands vill Verkamannafélagið Hlíf taka fram eftirfarandi. Þessi greinargerð Vinnuveit- endasambandsins hrekur ekki þá staðreynd, sem Hlíf hefur áð- ur haldið fram, að samningarnir við Búrfell voru gerðir af Vinnu veitendasambandi íslands og Fosskraft og kaup þar nákvæm- lega hið sama og ákveðið var í samningum Verkamannafé- lagsins Hlífar við Straabag- Hochtief frá 5. marz sL Samningarnir við Búrfell og Straumsvík eiga ekkert skylt við yfirgreiðslur sem tíðkast hafa á vinnumarkaðnum. Svar Hlífar við fyrri greinargerð Vinnuveit endasambandsins, að það skuli nú hlakka yfir því að yfir- greiðslur fara minnkandi vegna samdráttar í atvinnulífinu. Verkamannafélagið Hlíf. — Um síðustu helgi var stór- streymt, sagði Jón Sigurðsson, og þá gengu 140 laxar í gildr- ornar í ósunum. Af þeim voru 19 með áberandi netaförum, sumir svo mikið skaddaðir, að við neyddumst til þess að slátra þeim, en annars hefðu þeir ver- ið geymdir fyrir klakð. Hér er um að ræða þann stofnfisk, sem vi byggjum framtíðina á varð- andi öflun hrogna til klaksins. í>að eru líkur til þess að þetta hafi verið stundað í allt sumar og við höfum haft fregnir af því núna, að lax hafi verið veiddur í sjó á þessu svæði í fyrrasumar. Þetta snertir fleiri en oikkur, því að verið er að rækta lax bæði í Dalánum utar á nesinu, svo af þessu getur hlotizt ómet- anlegt tjón. Þetta athæfi er sauðaþjófnaður vorra tíma. Hvað myndu bændur segja, ef ærnar væru drepnar frá þeim á vorin? — Ég tel ekki líklegt að veiði þjófnaður hafi verið hafður í frammi við ósinn sjálfan, þótt ég geti ekkert fullyrt um það. Hins vegar vitum við um neta- veiði í sjó á svæðinu frá Ólafs- vík og inn undir Búlandshöfða. Þarna er um að ræða tilraunir til þess að veiða lax í ýsu- og þorskanet á þeim slóðum, þar sem líklegast er að göngurnar fari um. Kirkjan í Hólmavík HÚN er reist á bjargi og gnæfir yfir þorpið. Aldrei hafði ég komið þama áður, og til- gangur komu minnar til Hólma- víkur var að sjá kirkjuna og tala við prófastinn Andrés Ólafsson, konu hans og Vígþór Jörundsson um hana. Árin eru orðin nokkuð mörg, síðan kirkjubyggingin hófst. Þá voru góðir tímar í Hólmavík, fiskaflinn mikill og atvinnan, og var mikið fé gefið til byggingar kirkjunnar, sem brátt varð fok- held og vel það. En síðar brást fiskaflinn, atvinnan dróst sam- an, en verðlag og kaupgjald hækkaði með hverju ári, og varð þess vegna erfiðara að fullgera kirkjuna. Samt var haldið áfram, þótt seint gengi, en nú er svo komið, að aðeins vantar sem svarar andvirði áfengis- neyzlu einnar kvöldstundar í landinu, eða um eina milljón krónur. Ég heyrði um þessa kirkju- byggingu af tilviljun og hef síð- an kynnt mér málið nokkuð. Ég er ungu skrifstofustúlkunni hjá skipulagsstjóra ríkisins þakklát- ur fyrir, að hún minntist á kirkj- una í Hólmavík, þegar ég var að tala við skipulagsstjóra um kirkju í Hveragerði. Reyndar held ég, að þetta hafi ekki verið tilviljun, heldur bending til þess að vinna að miklu velferðar- máli fyrir fólkið, sem svo oft gleymist. Fólkið, sem vinnur erfið störf á afskekktum stöðum í harðbýlu og strjálbýlu landi. Kirkjan í Hólmavík er fyrst og fremst kirkja fólksins þar og á Myndin sýnir nokkrar af fundarkonum á 17. Iandsþingi Kvenfélagasambands íslands. 17. landsþing Kvenfélaga- sambandsins 17. LANDSÞING Kveníélags- sambands íslands hófst í gær- morgun með guðsþjónustu í Nes kirkju. Prestur var séra Jón Thorarensen. Fulltrúar á þing- inu eru 45 frá 22 kvenfélögum víðs vegar að af Iandinu. Hádegisverð snæddu fundar- konur í Ráðherrabústaðnum í boði landbúnaðarráðherra. Sið- degis í gær voru síðan almenn mál tekin til umræðu í Hall- veigarstöðum. Fundarstjóri var Helga Magnúsdóttir, Blikastöð- um, sem er formaður Kvenfé- lagasambandsins. Svava Þor- leifsdóttir ritstjóri Húsfreyjunn- ar. sem gefin er út af Kven- félagasambandinu, talaði um rekstur blaðsins og aðra tilhög- un. Sagði hún m.a. að nú væru áskrifendur að Húsfreyjumni 4500, en samt sem áður væri því ekki að heilsa að blaðið bæri sig, en vonandi liði ekki á löngu þar til svo yrði. Með aukningu áskrifenda og bættri aðstöðu myndi Húsfreyjan ganga betur með hverju árinu. Sigríður Haraldsdóttir talaði um leiðbeininganstöð húsmæðra sem hún veitir forstöðu og gat um mikilvægi þess að þar væru ætíð til umræðu þau mál, sem efst væru á baugi í það og það skiptið. Um þessar mundir er neytendafræðsla einkum það sem húsmæður hafa fthuga á að tileinka sér enda mikilvægt at,- riði, að þær þekki sem bezt. Frú Auður Auðuns flutti er- indi um Hallveigarstaði, en hún er í framkvæmdarnefnd húss- ins. Sagði hún m.a. að bygging- arkostnaður hússins vaeri orð- inn rúmar 18 millj. og þar af væru tæpar 8 millj. skuld'.aus eign. Brunabótamat hússins er rúmar 25 millj., sem líta má á verðmæti hússins. Auk þessa var rætt um bréfaskóla hús- mæðrafræðslu næsta ár, laga- breytingar o.fl. í dag og á morgun heldur Sáttafundur - en enginn árangur í FYRRAKVÖLD var haldinn sáttafundur með aðilum í StraumsvíkurdeilunnL Enginn árangur náðist. þingið áfram störfum. Klukk- an 14 í dag flytur Andri ísaks- son, íorstöðumaður skólarann- sókna erindi. Á morgun, laugar- dag, verður kosið í nefndir og þinginu slitið. Hólmavíkurkirkja. Hún speglast í höfninni. Henni þjónar séra Andrés Ólafsson, prófastur í Strandasýslu. Siröndum — en hún er ein af kirkjum landsins og þess vegna er hún einnig kirkja okkar allra, sem fyrir kristni og kirkjú viljum vinna, hún er því kirkj- an yðar og kirkjan mín. Enginn hefur beðið mig um að skrifa grein í fjöllesnasta blað landsins til þess a’ð fara fram á fjárhagslegan stuðning Hólma- víkurkirkju til handa, en ég geri það vegna þess, að ég held, að margir lesendur muni hugsa líkt og ég. Okkur er alveg sama, hvar við leggjum hönd á plóginn góðu málefni til styrktar. Við gerum það, vegna þess að við erum sannfærð um, að án samvinnu og samtaka verði málum ekki komið í höfn. Hólmavíkurkirkja er búin að vera rúm tíu ár í byggingu. Fiskurinn er farinn, atvinna og allar aðstæður hafa gerbreytzt og þess vegna ættum við að rétta þeim örvandi hönd og ljúka kirkjunni með þeim. Morgunblaðið hefur góðfúslega lofað að taka á móti fjárfram- lagi yðar. Gísli Sigurbjörnsson. Bændur á Suðurlandi biða eftir þurki ÞAÐ mun vera óhætt að full- yrða að bændur hér á Suður- landi bíða nú eftir góðum þurrk dögum, en úrkomusamt hefur verið írá því um viku af ágúst- mánuði. Þannig komst Jón Ól- afsson, bóndi í Geldingaholti að orði við Morgunblaðið í gær, en hann er fréttaritari Mbl. í Gnúp verjahreppi og leit sem snöggv- ast inn á ritstjórn Mbl. í gær- dag. Hjá okkur í Gnúpverjahreppi veit ég að bændur hafa ekki lokið fyrra slætti. Hey eru víða í sætum og á nokkrum bæjum lá það flatt er lauk hinni ein- stöku heyskapartíð er stóð yfir allan júlímánuð. Jón Ólafsson sagðg að háar- sláttur yrði mjög lítiil ef þá nokk ur. Garðávöxtum hefur farið mjög vel fram og bændur í hreppunum farnir að taka upp, a.m.k. tildaglegra nota á heim- iium sínum. í Hrunamanna- hreppi myndi þessu nokkuð öðru vísi varið, því að þar hefði kál fallið allvíða í júlí en þá gerði þar um slóðir frost eina nóttina. Tilraunir meö flutninga á fersk- síld til söltunar og frystingar Síldarútvegsnefnd lætur gera víðtækar tilraunir SfLDARÚTFLUTNINGSNEFND hefur ákveðið, að láta faira fram tilraunir um, (hvemig hagkvæm- ast og bezt sé að koma síld á land af fjarlægum miðum, án þess að hráefnið skaðist á nokk- urn hátt. Jafnframt hefur nefnd- in ákveðið að leggja fram í þessu skyni 250 þúsund krónur. Mun nefndin síðan að tilraunum lokn- um taka ákvörðun um það með hvaða aðferð hún mælir. Frétta- tilkynning um þetta efni frá Síldairútvsgsnefnd fer hér á eft- ir: „Á fundi Síldarútvegsnefndar hinn 22. þ. m. var eftirfarandi tilllaga samþykikt með atkvæð- um allra nefndarman na: „Síldarflutningar á fersksild frá fjarlaagum miðum til söltun- ar eða frystingar í iandi eru svo sem kunnugt er ýmsum ann- mörkum háðir. Ekki liggur enn sem komið er Ijóst fyrir íhvaða leið er ihentug- ust til þess að koma sáldinni til verkunar í sem beztu ásigkom.u- la.gi og með sem minnstum kostn aði á hverja smálest síldar. Sildarútvegsnefnd telur nauð- synlegt, að áður en ákveðin leið sé valin í þessiu skyni séu gerðar tilraunir um mismunandi aðferð ir við flutning síldairinnar og meðferð áður en hún kemur í land. T.d. þarf að gera víðtækan samanburð á því að salta síld- ina um borð í veiðiskipunum í tunnur á venjulegan hátt, eða ísa hana í veiðiskipunum eða varðveita hana á annan hátt eða umskipa henni og ísa í stíium eða Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.