Morgunblaðið - 25.08.1967, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1967
BÍLALEIGAN
• FERÐ -
Daggjald kr. 350,-
og pr. km kr. 3,20.
SÍMI 34406
SENDU M
MAGIVUSAR
SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190
eftir lokun sími 40381 "
Hverfisgötu 103.
Simi eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstrætl 11.
Hagstætt teigugjald.
Bensín tnnifalið í leigugjaidi
Sími 14970
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Sundlaugaveg 12. Simi 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
SPARIfl TÍMA
FYRIRDOFN
f,--—* BflAlf/trAN
RAUÐARARSTlG 31 SÍMI 22022
Flest til raílagna:
Rafmagnsvörur
Heimilstæki
(Jtvarps- og sjónvarpstæki
Suðurlandsbraut 12.
Sími 81670 (næg bílastæði)
BíLAKAUR-^m*
Vel með farnir bílar til sölu
og sýnis íbílageymslu okkar
að Laugavegi 105. Tækifæri
til að gera góð bílakaup. —
Hagstæð greiðslukjör. —
Bílaskipti koma til greina.
Comet 62
Volkswagen 1500 S 64
Anglia sendibíll 63
Taunus 12 M sendibíll 66
Opel Record 63
Fairlaine 500, 66
Volkswagen, 10 manna, 65
Volkswagen Fastback 66
Tökum góða bíla í umboðssölu
Höfum rúmgott sýningarsvæði
innanhúss.
UMBOÐIÐ
SVEINN EGILSS0N H.F.
LAUGAVEG 105 SÍMI 22466
Vitavörðurinn kvæmilegri hætti.
Akureyringur skrifar: .
„Herra Velvakandi: ★ úraumar
1 grein eftir Helga Hallvarðs
son um vitavörðinn á Horn-
bjargi í Mbl. 13. ágúst sl. er
talað um, að dúndrað sé úr
haglabyssum á fuglamergðina
í bjarginu og „til gamans“
lýst með stórum orðum afrek-
um vitavarðar og félaga hans
við svartfugladráp þar.
í lögum um fuglaveiðar og
fuglafriðun segir, að aldrei
megi skjóta fugl í fuglabjörg-
um. Er hér ekki um vítavert
og refsivert athæfi að ræða, ef
rétt er hermt? Svo stórfengleg
slátrun svartfugls, sem í grein-
inni ex lýst, virðist varla gerð
nema í ágóðaskyni með mark-
að í huga. Sök sér þótt vita-
vörður fengi sér fugl og fugl
í soðið, ef gex*t væri með viður-
Lesandi skrifar:
„Kæri Velvakandi:
í dálkum þínum þ. 13. ágúst
s.l. birtist bréf undir fyrirsögn-
inni: „Laser-geislar með níföld
um ljóshraða og Nýals-sinnar“.
Ég heid að í þessu bréfi sé um
svolítinn misskilning að ræða.
í fræðigrein þeirri, sem fjallar
um rafsegulbylgjur, kemur
fyrir stærð, sem á ensku nefn-
ist „phase velocity" en sem við
gætum á íslenzku nefnt „fasa-
hraða“. í sambandi við bylgju-
leiðara (,,wave-guide“) í rad-
artækjum o. fl., þá er stærð
þessi jöfn ljóshraðanum deilt
með cosinus af horninu sem
geislínn myndar við veggi
bylgjuleiðarans. Fasa-hraðinn
getur því verið mörgum sinn-
Hafnarfjörður
Föndurskóli fyrir börn á aldrinum 5 til 6 ára, hefst
15. september. Upplýsingar í síma 52022.
Guðrún Júlíusdóttir, fóstra.
Vélaumboð, fyrirtæki
Get tekið að mér sjálfstætt eftirlit, viðhalds- og við-
gerðaþjónustu. Fyllsta vélstjóramenntun og víðtæk
reynsla. Sími: 20609.
Laxveiði, Hrútaf jarðará
28., 29., 30. og 31. ágúst lausir vegna forfalla.
Upplýsingar í síma 30909 og 33430.
Til leigu
Skrifstofuhúsnæði, 1. hæð um 100 ferm. og ris til
leigu í Aðalstræti 7. — Nánari uppl.
E. HELGASON & CO., Aðalstræti 7.
um meiri en ljóshraðinn. Þetta
þýðir þó ekki það, að nein
orku- eða efnisögn, þar með
talin rafsegulbylgjan í bylgju-
leiðara eða annarsstaðar, geti
farið hraðar en með ljóshraða.
Tökum dæmi þessu til skýring-
ar: Steini er varpað á sléttan
vatnsflöt. Ölduhringir myndast
á yfirborðinu, og eftir vissan
tíma hafa öldur borizt að öðr-
um ákveðnum stað á yfirborði
vatnsins, en með hraða sem er
minni en hraði hverrar öldu
fyrir sig. Sé vel að gáð, sést,
að er ein alda dofnar og hverf-
ur, þá rís önnur bak við hana,
og á hún því lengra eftir ófar-
ið. Þannig gengur þetta koll af
kolli.
Þótt við látum hugann
„reika“ um milljarða ijósára
fjarlægðir á broti úr sekúndu,
þá fæ ég ekki séð að slík starf-
seani í mannsheila brjóti í bága
við afstæðiskenningu Einsteins.
Það mundi vissulega verða
með merkari atburðum í sögu
vísindanna, ef hin sérstaka af-
stæðiskenning Einsteins yrði
afsönnuð. Ég hef ekki trú á því
að svo yrði. Bezt er þó að full-
yrða sem minnst, en gera sér
grein fyTÍr því, að þekking
okkar, eða öllu heldur hugsun-
arsvið okkar, er svo afar tak-
markað. En ég er þeirrar skoð-
unar, að fyrir þá, sem leita að
orsökum drauma og annarrar
heilastarfsemi, þá sé vænlegra
til árangurs að rannsaka minni
mannsins, þar með talið kyn-
slóðaminnið, ef til er, sem
e.t.v. má rekja ótal aldir aftur
í tímann, og hvernig það
blandast atriðum nútímans í
undirmeðvitund mannsins. Und
irmeðvitundin skilar kannske
einhverjum þessara óþekkjan-
legu kynjamynda til meðvit-
undarinnar í formi drauma eða
hugsana. Minnissameindir heil
ans, bæði erfðar og áxmnar, tel
ég líklegri skýringu, en ein-
hver fjar-áhrif, sem virðist
miklu ólíklegra að til séu. Ég
held að við þurfum ekki að
vísa á bug einu af viðurkennd-
um lögmálum nátturunnar til
þess að útskýra fyrirbærið
„draumar". Við ættum einmitt
alls ekki að vísa þessu lögmáli
á bug því að ýms lögmál, sem
standa og falla með því, hafa
verið marg-staðfest með til-
raunum, en hafa aldrei verið
afsönnuð. Þau björguðu reynd-
ar vísindunum úr hinum
verstu ógöngum um síðustu
aldamót.
Ennfremur þetta: Mér virð-
ist eín bein rökrétt afleiðing
af þessum lögmálum vera sú,
að tilveran sé tengd öðrum
„tilverum“ á svipaðan hátt og
einn staður í geimnum er
tengdur öðrum, eða fortíðin
tengd framtíðinni (á máli af-
stæðiskenningarinnar: „Einn
atburður tengdur öðrum“). Er
e.t.v. í tilverunni aðeins eitt
og það sama, séð frá mismun-
andi sjónarhóli?
Hin stórsnjöllu lögmál Ein-
steins eiga trúlega eftir að
reynast uppspretta nýrra upp-
götvana, bæði í raunvísindum
og heimspeki.
Áhugasamur."
jc Gamla fólkið
Hannes Jónsson skrifar:
„Vinur minn, Velvakandi.
„Hversu lengi á að níðast á
þolinmæði vorri“, sagði ein-
hverntíma göfugur Rómverji
Gamla fólkiíL sem reyndi
eymdina, er etm að vinna, það
hefir viljað hefja þjóðina upp
úr skítnum. Án vinnu verður
engin velmegun, það vita allir,
en of fáir viðurkenna það.
Gamla fólkinu er refsað fyrir
að vinna, það eru lagðir á það
jafn þungir skattar og þá, sem
fullfærir eru.
Mig minnir það væri 1887,,
sem Þorlákur í Fífuhvammi bar
fyrst fram frumvarp um elli-
lífeyri, Síðan eru liðin 80 ár,
og enn er ellilífeyririnn ekki
hærri fyrir hjón en 57 þúsund
um árið, greitt í hálfs eyris
krónum. Það eru nægjusöm
hjón, sem lifa á því. Og svo
sér gamla fólkið fullfæra menn
koma sér undan vinnu ,eyða og
spenna. Það sér líka mennina,
sem hreýkja sér hátt, safna
milljörðum erlendis, en greiða
furðu lága skatta. Þeir beztu
gefa jafnvel skattana.
Ég hefi verið að skrifa fyrir
gamla vini mína, 70—80 ára,
skakka og bjagaða, sem enn eru
að vinna og eiga að greiða allt
að 100 þúsund í skatta. Ég fæ
enga áheyrn fyrir þá, dæmið
er rétt reiknað. Við skattþjón-
ana er ekki að sakast, og ekki
heldur framtalsnefndina, þeir
vilja gera vel. En af þeim er
heimtað, að innheimta mikla
peninga, sem fara í eyðslu og
sukk.
Ég skrifaði fyrir 73 ára
gamlan vin minn, óvinnufær-
an, sem sér til afþreyingar
dundar við gamla iðn sína
heima, og vinnur sér inn á ári
um 30 þúsund. Þar af á hann
að borga söluskatt, aðstöðu-
gjald, iðnlánasjóðsgjald, launa
skatt og slysatryggingu af sjálí
um sér. Þessi gjöld eru ekki
heimtuð af þeim, sem dunda
við vinnu á elliheimilum, svo
mikil er vitleysan ekki. Útsvar
vinar míns var fellt niður, eftir
beiðni. Að vísu vinnur kona
hans nokkuð utan heimilis,
annars kæmust þau ekki af.
Annar vinur minn, álíka gam-
all, varð að borga 76 þúsund 1
tekjuskatt og tekjuútsvar.
Hann dregur á eftir sér annan
fótinn, eftir bílslys.
Ef unglingur frá fátæku
heimili vill leita menntunar,
verður hann að vinna mikið
að sumrinu. Ef hann losnar
undan því, að greiða skyldu-
sparnað, fær hann ekki skóla-
frádrátt frá skatti. Börn efn-
aðra foreldra þurfa ekki að
vinna, né greiða skyldusparn-
að. Þetta er léleg jafnaðar-
mennska.
Gamla fólkið hefir byggt
upp þjóðfélag okkar frá grunni
með vinnu sinni. Það hefir
verið jafnvægi þjóðfélagsins á
umrótstimum. Það á að mestu
að vera undanþegið sköttum,
vera nokkurskonar heiðurs-
borgarar.
Millistéttin, smákaupmenn
og iðnaðarmenn, þolir ekki sí-
aukna skatta, þar er hrun
framundan. Nú hefir sumar-
kaupíð brugðizt hjá mörgum
vegna erfiðs árferðis, og verð-
ur svo áfram. Atvinnuleysi
blasir við í haust, með örvænt-
ingu og umróti, sem því fylgir.
Eitthvað verður að reyna, en
allra helzt að hætta við að
leika stórveldi, og dreifa ekki
fjármununum um of. Það
gerir ekkert, þó eitthvað af
dreifbýlinu fari í eyði. Það
verður tiltækt síðar, ef á þarf
að halda.
Hannes Jónsson,
Ásvallagötu 65.“