Morgunblaðið - 25.08.1967, Page 15

Morgunblaðið - 25.08.1967, Page 15
MORGUNBtLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1967 15 Hann keypti flakiö af Lusitania Bandarískur kafari við björgunarstörf út af írlandsströnd ÞAÐ er svipaða sögu að segja um skipsflök á hafsbotni og fulda fjársjóði, við hvort tveggja binda menn vonir um skjótfenginn auð, þótt þær vonir rætist sjaldan. Jafnvel flakið af stórskip- inu Lusitania, sem svo marg ir minnast með sorg í huga, á sína vonbiðla. Á frlandi eru nú menn, er bíða þess eins að fá að rífa úr flakinu allt það, sem unnt er að koma í verð. Menn þessir bíða við Kin- sale Harbour, sem er falleg- ur flói syðst á írlandi, út frá bænum Kinsale skammt fyr- ir vestan Cork. Umihverfis flóann eru hæðardrög og á hæðunum rústir gamalla kast ala, en innst við flóann ligg- ur bærinn Kinsale og teygir sig upp hlíðarnar, Krárnar í Kinsale eru orðn ar virðulegar, hótelin stór og glæsileg og fullsetin af ensk um gestum. í höfninni er fjöldi af snotrum skemmti- snekkjum og bærinn er orð- inn miðstöð sjóstangaveiða. f>essi velmegun í Kinsale er nýtilkomin, aðeins fimm ára, en samt virðist gamli fiski- báturnn frá Aberdeen, sem notaður er við að kanna flak Lusitania, alls ekki eiga þar heima. Eigandi bátsins er John Light, og gerir hann sér góðar vonir um að auðgast af flakinu. Hann var áður kafari í bandaríska flotanum, en býr nú um borð í bát sín- um, Doonie Braes frá Aber- deen, ásamt fjölskyldu sinni, öðrum kafara og varð'hundi til að halda forvitnum gest- um frá borði. Hann er fámáll og vill ekert láta uppi um fyrirætlanir sínar né heldur um hvernig björgun miðar. Er hann því lítt vinsæll í bænum. LUSITANIA SÖKKT Hinn 7. maí 1915 var Lusi- tania á heimleið frá Ameríku. Hún var, ásamt systurskipi sínu Mauretania, hraðskreið- asta skip Cunard-skipafélags- ins brezka. Þegar skipið var á leið útaf írlandsströnd, var dregið úr hraða þess vegna þoku, og átti skipið að fara til Liverpool þótt búizt væri við kafbátaárás á skipa- lægið þar á flóði. Þangað komst skipið aldrei, því klukk an tvö síðdegis varð það fyrir tundurskeyti frá 'þýzkum kaf- báti. Eftir sprenginguna kom strax mikill halli á skipið, og ekki var unnt að konxa út nema örfáum björgunarbátum og flekum. Fjöldi farþega lokaðist inni ískipinu og sökk með því í djúpið. Þeir sem af komust segja að ekki hafi bor ið á ótta eða skelfingu meðal þeirra, sem sukku með skip- inu, aðeins hafi heyrzt eins og ein margrödduð og hávær stuna um leið og 'skipið hvarf. Alls fórust 1.195 manns með skipinu, og eru sennilega um 900 lík enn í flakinu. Aðeins um þriðjungur þeirra, sem með skipiinu voru, bomust lífs af. Eftir að Lusitania sökk komust margar furðusögur á kreik. Skiþherra kafbátsins þýzka, Schweiger að nafni, skýrði svo frá að mikil spreng ing hafi orðið inni í skipinu eftir að tundurskeytð hæfði það. Var það almenn skoðun að skipið hafi verið að flytja vopn og skotfæri. Einnig var sagt að í skipinu hafi verið talsvert af gulli, silfri og demöntum, en John Light kveðst ekkert þess hát'tar hafa fundið. ÁSANDBOTNI Skipsflakið fannst með dýptarmælingum í október 193i5, og var kafari sendur niður að flakinu. Sagði hann að skipið væri ekki mikið s'kemmt, en ekkert varð úr björgunartilraunum í það skiptið. Skipið liggur á hliðinni á 92 metra dýpi í rúmlega met- ersdjúpum sandi um 18 kíló- metrum suð-austur af Kin- sale-skaga, eða Head of Kin- sale, eins og hann nefnist. Keypti John Light flakið fyr- ir 1.000 sterlingspund. Hann sá það fyrst fyrir fjórum ár- um meðan hann var að vinna að sjónvarpskvikmynd um skipið fyrir bandarískt sjón- varp. Þótt margar sögur gangi manna á meðal um starf hans, er skiljanlegt að hann vilji sem minnst um björgunina segja. Hann vill halda Öllum upplýsingum fyr ir sig, og hyggst væntanlega koma frásögninni á prent 1 framtíðinni. Fyrst ætlar John Light að ná skipsskrúfunum, sem eru úr kopar, selja þær og draga þannig úr björgunarkostnað- inum. Hann vinnur eingöngu þegar sjór er slét'tur, því björgunarstarf er erfitt á svona miklu dýpi þótt Light noti alla nýjustu tækni við vinnuna. Þegar hann kemur að landi er alltaf breitt segl yfir björgunartækin, og hann kafar ekki ef forvitnir áhorf- endur elta hann út að flak- inu. Hefur öll þessi leynd mælzt illa fyrir meðal fra, og eru frásagnir írsku blaðanna af björguninni vægast sagt lít ið vinsamlegar. (Þýtt og endursagt úr Observer). „Þegar samtíðin hrækir í andlit mér - skyrpi ég á möti“ ANDREI Voznesensky, eitt af beztu ungskáldum Rússa, á nú í miklu stríði við stjórn rússneska rithöfundaam- bandsins. Hann á yfir höfði sér brottrekstur — örlög, sem myndu ræna hann réttindum á að vinna fyrir sér sem rit- höfundur í Rússlandi. 1 júnímánuði sl. átti Voz- nesenski að koma fram í New York við Lincoln Center sum- arhátíðina. Rithöfundasam- bandið rússneska kom í veg fyrir för hans vestur um haf og gaf þá skýringu, að skáldið ætti við veikindi a'ð stríða. í reiði sinni yfir þessari meðferð skrifaði Voznesenski ritstjóra Pravda bréf, sem blaði birti aldrei — en seinna birtist bréfið í franska blað- inu Le Monde. „Hvers vegna reyna þeir að slá ryki í augu allra með því að segja ýmist, að ég sé veikur eða, að ég hafi dregið það of lengi að biðja um far- arleyfi? Og hvers vegna segja þeir nú (bréfið er skrifað daginn eftir að skáldið átti að koma fram í New York), þegar allir vita, að það er um seinan, að ég sé í þann veginn að leggja af stað? Vissulega hljóta stjórnarmenn rithöfundasambandsins að vita, hvað þeir eru að gera, en hvers vegna í ósköpunum hafa þeir þá ekki tilkynnt mér, að ég sé veikur? Ég er sovézkur rithöfundur, mannleg vera en ekki nein strengjabrúða. Þessar lygar, þessar vífillengjur og kúgan- ir eru venjuleg vinnubrög'ð þessara manna. Ég skammast mín fyrir að vera meðlimur sama þjóðfélags og þessir menn.“ Pravda birti ekki bréfið og Voznesensky hélt áfram að láta gamminn geisa. Við 200ustu sýningu Moscow’s Taganka Theater á leikriti hans: Antiworlds gekk Voz- nesensky fram á sviðið og las nýjasta ljóð sitt. í þessu kvæði réðst hann harkalega að ríkjandi kúgun listamanna í Sovétríkjunum og um vald- hafana sagði hann m.a.: Lygin stendur skrifuð í kvapkennd um andlitum þeirra, sem væru betur falin í buxunum. En ef til vill er skömmin þó stærst, þegar leiðtoginn hikar áður en hann fer úr ö'ðrum skónum á opinberum vett- vangi og segir ruglaður: Æ, ég man svo greinilega, að ég þvoði annan fót minn í gær Andrei Voznesensky — en hvorn? Þann hægri eða þann vinstri? I kvæðinu beindi Voznes- sky þessu skeyti að Sholok- hov. Ó, þú fremsti rithöfund- ur okkar klassískur — skammastu þín. Þessi ádrepa var tilvitnun í þann orðróm, sem nú gengur í Moskvu, að Mikhail Sholok- hov hafi ekki sjálfur skrifað Nóbelsverðlaunasögu sína, Lygn streymir Don. Þessi orð- rómur styðst við þá stað- reynd, að nýjasta bók Sholok- hovs: Þeir bör’ðust fyrir ætt- jörðina, hefur verið 25 ár í smíðum og er enn ólokið. En nú fannst rithöfunda- sambandinu mælirinn fullur. Tveim dögum síðar, hinn . júlí, kallaði það Voznesensky á sinn fund og krafðist þess, að hann bæði afsökunar og tæki aftur bæði ljóð og bréf. Voznesensky neitaði. Ekkert hefur frétzt af refsi- aðgerðum gegn Voznesensky ennþá. Engu að sfður á hann það á hættu, að andstaðan komi honum illa í koll. Brott- rekstur úr sovézka rithöfunda sambandinu hefði það í för með sér, að bækur hans, sem nú seljast í allt að 500.000 eintökum, yrðu bannaðar og hann sviptur réttinum til að lesa úr verkum sínum opin- berlega. í versta falli bíður hans fangaklefinn fyrir að bera út óhróður um ástandið í Sovét- ríkjunum og yrðu örlög hans þá þau sömu og rússnesku rithöfundanna Yuli Damel og Andrei Sinyavsky, sem nú þjást í rússneskum fanga- bú'ðum. Iceland ’66 komiö út NÝLEGA kom á markaðinn handbókin ICELAND 1966. Út- gefandi er Seðlabanki íslands og ritstjórar þeir Jóhannes Nordal, bankastjóri, og Valdi- mar Kristinsson, viðskiptafræð- ingur. í bókinni er fjallað um fsland nútímans, menningu þess og sögu. Þá eru í bókinni þætt- ir um atvinnulíf, stjómmál og löggjöf. Aftast í bókinni eru skrár yfir þing, stjórn, og ýms- ar ríkisstofnanir. Einnig er þar að finna skrá um bækur yfir íslenzk málefni, sem skrifaðar eru á erlendum málum. Og að lokum er svo skrá yfir atriðs- orð. í formála fyrir bókinni siegir, að hún sé framhald á handbóka- útgáfu þeirri, sem Landsbanki íslands hóf árið 1926. Höfundar efnis eru allir landskunnir fyrir störf sín á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Nokkrar litmyndir prýða bókina. HÓTEL Höfn, Hornafirði opnaði síðastliðið vor. í fyrradag voru síðustu hótelherbergin tekin í notkun og eru þau þá 20 að tölu með alls 34 rúmum. Her- bergin, sem síðast voru tekin í notkun, eru í kjallara hótelsins, sem i alla staði er hið vistleg- Bókin er prentuð í ísafoldar- prentsmiðju og myndskreyting unnin af Litbrá. asta og glæsilegasta. Hótelstjórar eru tveir, Árni Stefánsson og Þórhallur Dan Kristjánsson. Árni tjáði Mbl. að reksturinn hefði gengið mjög vel í sumar og hefði nær alltaf ver- ið fullbókað í vistaverur húss- ins, nema nú síðustu vikuna,. er svolítið hlé hefði orðið. uðust til að fólk kæmi og dveld ist hjá þeim í vetur — hvíldi Árni sagði að þeir félagar von sig frá ys stórborgarinnar um stund. Þá sagði hann að ýmis félagssamtök hefðu áætlað að halda fundi sína í hótelinu og mikið lægi fyrir af pöntunum í sambandi við vígslu brúarinnar á Jökulsá á Breiðamerkursandi hinn 2. september næstkomandi Sagði hann að þei rfélagar væru bjartsýnir á rekstur þessa glæsi lega hótels. Hótel Höfn tekið til starfa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.