Morgunblaðið - 25.08.1967, Síða 24

Morgunblaðið - 25.08.1967, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1967 Lang-mest seldu filter sígarettur Ameríku Avallt nýjar og ferskar frá U.S.A. Reynið Winston strax í dag Neil tók fyrir sig úr flöskunni á borSinu og settist svo við hlið- ina á beddanum. —- Jú, við erum í súpunni! sagði Po’l. — Heldur betur! Hann ranghvolfdi í sér augunum til Neil og glotti. — Þú verður að komast sem fljótast úr landinu, Ingleby, sagði hann. — Eftir það, sem gerðist í morgun, reyna báðir aðilar að hafa hendur í hári þínu. Neil fann einhvern kaldan klump harðna á maganum í sér, og fingurgómarnir voru smá- hrukkóttir eins og skinn á eðlu. Hann sagði: — Báðir aðilar? Pöl kinkaði kolli, skuggaleg- ur á svipinn. Dyrnar opnuðust og þrakvax- inn maður með stóran, rauðhærð an 'haus gekk inn reykjandi, úr stórri,leðurfóðraðri pípu. Hann leit fyrirlitningaraugum á Pol, og síðan á Neil og sagði — Þér eruð enski blaðamaðurinn, Ing.'e by? — Já. — Ég er Duxelles, foringi í ríkislögregiunni. Hann dró til sín stól og settist, andspænis Nei'l. Hann var í grófum fötum með flakandi skyrtu, og ennið á honum og handarbökin voru alsett freknum, sem minntu mest á tebletti. Hann athugaði GISTING: 1 manns herbergi frá kr. 260,— 2ja manna herbergi fr kr. 360,— Veitingasalur opinn frá kl. 7 — 11.30. OPIÐ TIL 5 .SEPTEMBER. HÓTEL OARPUR" HRINGBRAUfSlM11591» Alan Williams: PLATSKEGGUR Hann leit hvortki á Neil né her mennina, sem voru að ná'lgast, en stóð bara kyrr og starði yfir brúna, niður eftir grunnum far- vegi Qued Zain, þar sem hún rann til sjávar. Hann var beygð ur og gamall. Hann svaraði ekki, þegar foringi kom til að taka hann fastan. >eir fóru með hann upp í jeppa og settu hann þar innan um fjóra vopnaða CRS- menn, og foringinn, sem tók hann fastan, var mjög kurteis og ávarpaði hann með „Mon Géné- ral“, og hjálpaði honum upp, enda þótt hann heilsaði ekki. Le Hir sat enn upp við Citro- en-bílinn. Þeir voru búnir að bera unga undirforingjann út á vegarbrúnina. Ópin i honum voru þögnuð og hann var að deyja. Neil var settur upp í ann an jeppa, sem átti að fara til yfirherstjórnarinnar, fyrir ofan borgina. Lautinantinn sem gætti hans, brosti grimmdarlega: — Falleg veizlulok þetta! Neil horfði á það, sem eftir var af fremra Citroenbílnum. Stóri, ljóshærði Þjóðverjinn sat þar uppréttur, með höfuðkúp- una sniðna af, líkast soðnu eggi og heilaslettur út um allt sætið. Likið af hinum yngra lá upp við beyglaða hurðina. — Minnsta kosti fimm dauð- ir, sagði lautinantinn, — og Guérin og Le Hir handteknir. Ég er hræddur um, að Leyniherinn þatoki þér ekkert fyrir þetta. — Ég hafði ekkert með það að gera. Lautinantinn yppti öxlum. — Þú varst i bílnum. Það var eina ástæðan til þess, að þeir vjiu teknir. Það fréttist, að Englend- ingur væri í för með þeim. Að minnsta kosti frétti ég það. — Ég átti engan þátt í þessu, sagði Neil og nú rólega, rétt eins og hann væri að tala við sjálf- an sig. Foringinn fór ekki frekar út í þá sálma. Hann velti því bara fyrir sér, hvernig þeir hefðu get að fengið Englending í þetta. Sjötti hluti. FLÓTTAMAÐURINN. 1. kafli. — Jæja, þá sitjum við báðir í súpunni, Ingleby minn sæl'l, taut aði Pol, er feitur, særður líkami hans var borinn burt, glenntur eins og eitthvert Búddalíkneski á örmum fjögurra, sem voru nú að stritast upp á sjöundu hæð í húsi aðalherstöðvanna. Neil elti, og hlustaði dapur á kvein- stafi Pols: — Allir þrír dauðir — Marouf og Boussid sprengdir í tætlur og Ali La Joconde dauður áður en sjúkrabíllinn kom á vett vang. Og flestir platskeggirnir dauðir líka; andskotinn sjálfur! Sveitta andlitið, atað í ryki og storknuðu blóði afmyndaðist af sársauka, og dátarnir stönzuðu. — Hvernig gáztu komizt burt? sagði Neil meðan dátarnir reyndu að koma Pul í þægilegri stellingar. Hann var með tvo skurði yfir auganu, stóra kú'lu á höfðinu og gula blómið var orðið visið í ‘hnappagatinu á jakkanum hans. — Ég var úti í skúrnum, svar aði hann og greip andann á lofti, í „litla húsinu“. Þessir ríku ný- lendubændur halda enn uppi sið um sveitamanna. Svolítill stein skúr með ofurlítilli sandgryfju. Ég var búinn að drekka ofmik- ið te með Broussard — það fór gegnum mig eins og skot — og þarna sat ég á hækjum mínum með buxurnar á hælunum, þeg- ar allt sprakk í loft upp og ég þaut alla leið upp í þak, og svo niður á rassinn aftur, svo upp aftur og niður aftur í einum fjórum sinnum, áður en þetta hætti. Þeir hljóta að hafa notað 36 mim. sprengjur, því að þarna úti var allt á tjá og tundri. — Ertu mikið meiddur? spu"ði Neil, er þeir komu upp á níundu hæð. — Ég meiddist á rófubeininu. Rak líka hausinn í, þrisvar eða fjórum sinnum — en eins og ég hef sagt þér, er ég harður í haus. En þetta er í hryggnum, rétt fyrir ofan rassinn. Hann reyndi að hlæja, en andvarpaði þess í stað, eránnar feiti fóturinn seig niður á gólfið. Nei'l hafði beðið tvær klukku- < PIR C05PER Ég fær enga barnapíu fyrir brúðurnar og kemst ekki til þín. stundir í herbergi niðri, þegar þeir komu með Pol úr sjúkrabíln um. — Þú ert heppinn að vera með lífi, sagði hann. — Það er ég ekki viss um. Þessir déskotans lögreglumenn, þeir elska mig nú ekert sérstak- lega! Ég er búinn að eyðileggja þetta ágæta samkomulag stjórn- arinnar við Arabaherinn. Þeir elska hvorugan okkar. Við erum báðir heldur óvinsælir, Ingleby minn sæ'll. — Já, en þeir náðu í Guérin og Le Hir. Láta þeir sér það akki nægja? Pol hristi höfuðið. — Ekki lögreglan, og heldur ekki njósna ráðuneytið. Guérin og Le Hir voru handteknir af CRS — og samkvæmt bendingu frá mér, ef satt skal segja. Og það ríkir mik- il afbrýðisemi milli ráðuneyt- anna. Lögreglan og njósnaráðu- neytið fá engar þakkir fyrir að hafa náð í Guérin, enda þótt þeir hafi mikla fyrirhö.fn í sambandi við morð Arabahersins. Það er þessvegna, sem ég get ekki ’hugs- að mér að vinna fyrir lögregl- una. Hún er smásmuguleg eins og krakiki — en bara ekki eins að'laðandi og krakki. Nú var komið upp á elleftu hæð og Pol var látinn hvíla sig þar á bedda, og þarna var bef- ur af saurindum, sementsryki og lögreglu-skriffinnsku. Einn dát- inn stakk viskíglasi í höndina á Pol. — Hvað verður nú? sagði Neil. — Fáðu þér einn sterkan viskí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.