Morgunblaðið - 25.08.1967, Page 26

Morgunblaðið - 25.08.1967, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1967 Sjö erlendir íþróttamenn í sex keppa i sex greinum 800 metrarnir - hlaup ársins. Búist viS skemmtilegu afmœlismóti FRÍ AFMÆLISMÓT FRÍ fer fram á Laugardalsvellinum á laugardag og sunnudag og hefst mótið kl. 2 báða dagana. Inn í mótið er svo fléttuð úrslitin í unglinga- keppni FRÍ. Sjö erlendum íþróttamönn- nm hefur verið boðið til keppn- innar, tveimur Dönum, tveimur Norðmönnum, tveimur Pólverj- um og Vestur-Þjóðverja. Aliir þessir íþróttamenn eru í fremstu röð í heimalöndunum sínum. og keppa þeir hér við beztu frjálsíþróttamenn okkar. Verður keppt í sex greinum. Fyrri daginn verður keppt í eftirtöldum greinum: 400 metra hlaupi, og mætast þar Þorsteinn Þorsteinsson, Terje Larsen, Nor egi, Hanno Rheineck, V-Þýzka- landi, Þórarinn Arnórsson, Trausti Sveinbjörnsson og Ól- afur Guðmundsson. Verður þarna eflaust um mjög spenn- andi keppni að ræða. Þorsteinn á bezt 48.2 sek. í þessari grein, Larsen 49.2, Rheineck 49.2, Þór- arinn 49.9, Ólafur og Trausti 50.1. Þá verður keppt í 1500 metra hlaupi, og eru keppendur fjór- ir: Perben Glue frá Danmörku sem a tímann 3.42,8 á þessari Hvað gerðist - hvað skal gera? Eftirmceli um orustuna á Idrœtsparken VART var meira um annað talað hér í bænum í gær, en ósigur íslenzka landsliðsins i knattspyrnu gegn Dönum. því að oft hafa íslemzk lið leikið við erlend atvinnu- mannalið, sem hafa emn meiri hraða til að berá í saanleik Þeir bjartsýnustu höfðu jafn en Danirnir, og ósigurinn orð- vel búizt við sigri, þeir svart- sýnustu við 5—6 marka tapi — en cngan óraði fyrir því að liðið myndi tapa með 12 ið mun minni. Danska liðið hlýtur að hafa sýnt allt hið bezta, sem það hefur til að bera, í þessum leik, og ís- marka mun. Slikt hefði þótt lenzka liðið allt það lakasta. ósigur i handknattleik, og ekki verður beizkja knatt- spytnuunnenda minni, þegar þeir hugsa til þess, að Danir heféu getað gefið 10 mörk í forskot og unnið samt 4:2. Já, það er eitthvað meira en lítið bogið við íslenzka Gárungarnir viija reyndar halda því fram, að ástæðan fyrir ósigrinum sé, að Danir hafi látið íslenzku leikmenn- ina blása í blöðrumar 299, sem sleppt var áður en leik- urinn hófst, og þeir verið of- urþreyttir, þegar að leik var knattspyrnu í dag, og skammt komið. Væri óskandi að skýr- milli skina og skúra. Vart er ingin væri svona einföld — meira en mánuður frá því, að menn gengu bísperrtir um götur, og sjálfsánægjan skein úr augum. Ástæðan: tslenzka landsliðið undir 23 ára aldri hafði sigrað norska jafnaldra og staðið sig með ágætum á móti Svíum, þótt ekki feng- ist sigur þar. Ákveðið var að láta kjarna þessa landslifts mynda aðallandslið íslands, og næst var leikið gegn Bret- um. Dapurlegur leikur og lé- legur og einn ósigurinn til við bótar. Landsliðsnefnd sætti gagnrýni fyrir val sitt, og hún minnkaði ekki, þegar liðið gegn Dönum var valið. Knatt- spyrnuunnendur tö.du að rétt ara hefði verið að velja þenn- an mann í þessa stóðu og hinn mannin í hina stöðuna, og spáðu liðinu óförum gegn Dönum. Það kom líka á dag- inn — en ástæðurnar fyrir óförunum eru ekki valið á lið- inu, — svo mikill er munur- inn ekki á leikmönnum þeim, sem heima sátu og þeim sem utan fóru. Ástæðurnar liggja annars staðar — en hvar? íslenzkum íþróttafréttarit- urum, sem á leikinn horfðu, ber saman um, að munurinn á liðunum hafi fyrst og freimst legið í hraða samleiks- ins — þar hafi Danir haft yfirburði. En það eitt geíur ekki neina tæmandi skýringu, en su er eikki raunin. Hér er eitthvað miklu meira að. Reynir Karlsson, þjálfari ís lenzka iiðsins, sagði í viðtali við Mbl. að ósigurinn væri þörf áminning. En þetta er meira en áminning — þetta er svipuhögg í andlitið og ó- afmáanlegt um aldur og ævi. Háværar raddir eru uppi um að við hættum að heyja Iands leiki við aðrar þjóðir en Fær- eyinga og e.t.v. Grænlend- inga, þar sem við eigum sig- urinn fyrirfram tryggðan. Slíkt væri lítil karlmennska og skal hér tekið undir orð Björgvins Schram, formanns K.S.I., sem hann lét hafa eftir sér í blaðaviðtali, þegar hann var spurður, hvað gera ætti: „Ja, hvað gerir maður við krakka, som hafa fallið á prófi. Sendir þá heim, og læt- ur þá læra betur.“ Það er nákvæmlega það sem gera á. Sjálft „fallið“ er góður skóli út af fyrir sig, og með því að leggja harðar á sig við æfingar, lengja æfingatímann og með betra aðhaldi má reyna að heimta eitthvað af stoltinu aftur. Að leggja árar í bát, þótt mótvindur sé mikill, hef- ur sjaldan þótt gott til af- spurnar. Þá er betra að tapa stórt — jafnvel þótt sigur- vegararnir verði Danir. B. V. vegalengd, Tkaczyk frá Póllandi sem á 3.41,9, Halldór Guðbjörns- son,. sem á 3.59,2, og Gunnar Kristinsson, sem hlaupið hefur á 4.04,3. í stangarstökki eru keppend- ur þrír. Vecek frá Póllandi, sem stokkið hefur 4.96, Valbjörn Þorláksson, sem stokkið hefur 4.40 og Hreiðar Júlíusson, sem slokkið hefur 3.90. í kúluvarpi keppa Guðmund- ur Hermannsson, sem kastað hefur lengst 17.83, Björn Bang Andersen, sem kastað hefur 18.42, Erlendur Valdimarsson, sem kastað hefur 15.38 og Arn- ar Guðmundsson, sem kastað hefur 15.18. í hástökki keppa Jón Þ. Ólafs son, sem stokkið hefur í sumar 2.05 (íslenzka metið hans er 2.10) og Svend Breum, frá Dan- mörku, sem stokkið hefur 2.09. Er það danskt met og sett á meistaramóti Danmerkur nú fyr ir skömmu. Á sunnudag verður sennilega keppt í ölluim tæknigreinunum aftur. svo og 800 metra hlaupi. Verður það vafalítið eitthvert skemmt.ilegasta og mest spenn- andi millivegalengdahlaup, sem íslenzkir áhorfendur hafa nokkru sinni átt kost á. Kepp- endur verða sjö: Pólverjinn Tkaczyk, en bezti tími hans í þessari grein er um 1.49.0, Dan- mn Glue, sem á bezt 1.48,8, Larsen frá Noregi sem á bezt 1.49,4, Þorsteinn Þorsteinsson, sem hlaupið hefur á 1.50,1, Hall- dór Guðbjörnsson, sem hlaupið hefur á 1.54,2, Gunnar Kristins- son, sem hlaupið hefur á 1.55,6 og Þórarinn Arnórsson, sem á bezt 1.56,8. Eins og sjá má á þessari upptalningu á tímum hlauparanna verður væntanlega barizt um hvert sæti, og ættu menn að geta fengið þarna góða skemmtun. Haukar hyggja á hand- knattleiksferð til Pollands —og efna til happdrœttis til fjársöfnunar HANDKNATTLEIKSDEILD knattspyrnufélagsins Hauka í Hafnarfirði, hefur um nokkurt skeið kannað möguleika á utan- för fyrir 1. deildarlið félagsins. Leitað var eftir samvinnu við þýzka og pólska aðila um skipti- heimsókn. Nú hefur þessi leit borið þann árangur, að fyrir milligöngu pólska þjálfarans Bregula og Þorleifs Einarssonar jarðfræðings, íhafa tekizt samn- imgar millli Hauika og pólska 1. deildar liðtsins „Spojnia“ frá Gdansk, á þeim grundvelli, að 13 liðsmenn Hauka ásamt 3 manna fararstjórn komi til Var- sjá hinn 19. sept. nk. og dvelji þar tvo daga og taki þátt í hrað- kieppni, síðan haldið til Gdansk þar sem m.a. verður leikið við gestgjafana og haldið síðan aft- ur heim þann 26. september. Samningar standa nú yfir um að leika í Kaupmannaböfn á leiðinni til Póllands og gerir stjórnin sér vonir um að af því geti orðið. Áveðið hefur verið, að Haukar endurgjaldi heimsóknina á næsta ári með því að taka á móti „Spojnia". Yrði það vissulega fagnaðarefni fyrir íslenzka hand knattlleiksmenn og unnendur í- þróttarinnar, þar sem í liði þessu hafa leikið upp á síðkastið 5 liðsmenn í landsliði Póllands. Stjórn handknattleiksdeildar- innar gerir sér glögga grein fyr- ir að slík ferð er fjárhagslega mjög dýr, og til þess að létta undir með liðsmönnum, hefur verið ákveðið að efna til 4000 miða skyndihappdrættis á kr. 25.00 pr. S'tk., þar sem vinningur verður húsgögn frá húsgagna- verzluninni Dúna, fyrir krónur 30.000,00. Vonar stjórnin að happdrætti þessu. verði vel tekið af ölllum velunnurum handknatt leiksíþróttarinnar, því á þann veg gera þeir að vemleika að fá hingað til lands eitt þekktasta handknattlieikslið Póllands og gera jafnframt liðsmönnum Hauka kleift að ,auka þekkingu sína á sviði handknattleiks með því að etja kapp við liðsmenn frá einni sterkustu handknatt- leiksþjóð heims. Stjórn deildarinnar færir þeim aðilum, sem greitt hafa götu ihennar við undirbúning ferðar- innar innilegustu þakkir. (Fréttatilkynning frá Haukum) Átta frjálsíþrottamenn til IMoregs á vegum IR Keppa m.a. á alþjóðlegu móti í Osló FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD ÍR fer í keppnisferðalag til Noregs nJc. mánudag. Alls fara í þessa ferð átta keppendur, þar af þrír gest ir. Keppendurnir eru: Valbjörn Þorláksson (KR), Höskuldur Þráinsson (HSÞ) og Hreiðar Júlíusson (KR), og ÍR-ingamir Jón Þ. Ólafsson, Jón H. Magn ússon, Erlendur Valdimarsson, Þórarinn Arnórsson og Þorsteinn Löve. Fararstjóri er Karl Hólm. Ferðinni er heitið til Osló, þar sem tekið verður á móti ís- lendingunum af frjálsíþróttaráði Noregs. Verður m.a. keppt á Bislet 31. þ.m. og á ýmsum mót um í nágrenninu næstu daga. íslandsmeistarar FH 1967 Þetta er hið frækna lið FH-inga, sem í fyrrakvöld urðu íslandsmeistarar í útihandknattleik 12. árið í röð. Liðið skipa þessir menn, fremri röð talið frá vinstri: Ólafur Valgeirsson, Birgir Björnsson, Birgir Finnbogason, Kristófer Magnússon, Jón G. Viggósson, Geir Hallsteinsson. Aftari röð frá vinstri: Einar Mathiesen formaður handknattleiksdeildar FH, Páll Eiríksson, Árni Guðjónsson, Rúnar Pálsson, Einar Sigurðsson, Gils Stefánsson og Jóhannes Sæmundsson þjálfari. Á myndina vantar Auðunn Óskarsson, en hann gat ekki leikið með vegna meiðsla. Ljósm: Kristinn Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.