Morgunblaðið - 25.08.1967, Qupperneq 28
Húsffögnin
fáið
þér hjá
VALBJÖRK
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1967
RITSTJÓRIM • PREIMTSMIÐJA
AFGREIÐSLA«SKRIFSTOFA
SÍMI 10*100
Flugvél Vestan-
flugs hlekkist á
FLUGVÉL Vestanflugs, sem er
af gerðinni Piper Apache PA
7 skip
I síldarfréttum LÍÚ frá því í
gær segir:
Veiðisvæðið var á sömu slóð-
um og áður. Veður var gott á
miðunum.
7 skíp tilkynntu um afla, 1550
iestir.
Raufarhöfn Lestir
Stígandi OF 240
Sigurbjörg DF 240
Gísli Árni RE 250
Þorsteinn RE 200
Albert GK 220
Gjafar VE 200
JDalatangi Lestir
Árni Magnússon GK 200
23, hlekktist á í lendingu á flug
vellinum við Arngerðareyri
við mynni Langadals við ísa-
íjarðardjúp kl. 18.34 á laugar-
dag. f flugvélinni voru auk flug
manns þrír farþegar og varð
engum meint af.
Flugvélin var að ienda, er nef
hjól brotnaði. Stakkst hún á nef
ið og tóku hreyflarnir niðri.
Samkvæmt upplýsmgum Skúla
Sigurðssonar fulltrúa hjá Loft-
ferðaeítirlitinu eru sjáanlegar
skemmdir á flugvélinni ekki
stórvægilegar, en ekki verður
þó unnt að fullyrða um þær,
fyrr en að rannsókn lokinni.
Flugvélin stendur enn á flug-
brautinni við Armg-erðareyri
og hefur enn ekki verið tekin
ákvörðun um það, hvort hún
verður flutt á brott í pörtum eða
henni ílogið.
Héraðsmót Sjálfstæðis-
flokksins í Vík í Mýr-
dal ocj Höfn í Hornafirði
UM þessa 'helgi verða haldin tvö
eftirtailin héraðsmót Sjálfstæðis-
flokksins:
Vík í Mýrdal á morgun, iaug-
ardaginn 26. ágúist kl. 21. Ræðu-
menn verða Einar Oddsson, sýslu
maður og Óli Þ. Guðbjartsson,
kennari.
Höfn í Hornafirði, sunnudag-
inn 27. ágúst kl. 21. Ræðumenn
verða Birgir Kjaran, alþingiis-
maður, og Sverrir Hermannsson,
viðskiptafræðingur.
Skemmtiatriði anna.st Ómar
Ragnarsson og hljómsveit Magn-
úisar Ingimarssonar. Hljómsveit-
ina skipa Magnús Ingimarsson,
Alfneð Alfreðsson, Birgir Karls-
son og Villhjálmur Vilhjálmsson.
Sön'gvarar með hijómsveitinni
eru Þuríður Sigurðardóttir og
Vilhj'álmur Vilthjálmsson.
Að loknu hvoru héraðsmóti
verður haldinn dansleikur, þar
sem hljómsveit Magnúsar Ingi-
marssonar leikur fyrir dansi
og söngvarar hljómsveitarinnar
koma fram.
Einar
Birgir
Sverrir
Gífurlegur mannfjöldi fylgdist með er Gullfaxi, Boeing-þota F. í. lenti í fyrsta skipti á Ak-
ureyrarflugvelli. Hér má sjá mannfjöldann við þotuna og eins samfelldan bílastrauminn
frá bænum að vellinum. Sjá frásögn á bls. 3. (Ljósm. Mats W Lund jr.)
Skýrsla kjararnnsóknarnefndar fyrir 7966
Kaupmáttur dagvinnu-
kaups jókst um 6,6%
HÆKKUN á tímakaupi verka-
manna í dagvinnu var 20% á ár-
inu 1966, og vísitala kaupmáttar
hæikkaði urn 6,6%. Þetta ásamt
fjöknörgum upplýsingum um
kaup og kjör verfca og iðnaðar-
manna er að finna í nýútkom-
inni s'kýrslu kjararannsóknar-
nefndar. Nefndin byggir niður-
stöður sínar á úrtaki á launa-
greiðslum 60—70 fyrirtækja í
Reykjavík.
í skýrsliunni kemur fram, að
meðaltímakaup verkamanna leð
al'tai vinnu, eftirvinnu og svo
frv. hefur hækkað nokfcuð meir
eða um 21,3%.
Engar sveifiur hafa átt sér
stað í lengd vinnutfcnans og er
hann mjög svipaður og undan-
farin ár. Að vísu var vinnuvikan
stytt niður í 44 stundir úr 48 á
árinu 1965, en vinnu'tíminn jafn-
ar sig aftur upp með aukinni
eftirvinnu sem því nemur. Virð-
ist nokkurt jafnvægi vera komið
á hvað lengd vinnutímans snert-
ir.
Athyglisvert er að vísitala
kaupmá'ttar tímakaups verka-
mianna í dagvinnu haakkaði um
6.6% á árinu. Einkum átti hækik-
un þessi sér stað á síðasta árs-
Framhald á bls. 27
Rússnesk flugvél
á Keflavíkurvelli
.Stærri nökkvi myndi henta betur'
SVIFNÖKKVINN fór aftur í
gang í gær, en brezkir véla-
menn komu með nýja aflvél
Lögfræöi-1
leg at-
hugun
Menntamálaráðherra hefur ;
ekki enn tekið ákvörðun um \
hvort kísilgúrvegurinn skuli I
lagður á þeim stað, sem l
ákveðið hafði verið eða hvort /
hann verður við beiðni Nátt- \
úruvemdarráðs og stöðvi veg i
argerðina. Málið er í lögfræði l
legri athugun og er beðið eft /
| ir úrslitum hennar. )
frá Svíþjóð og unnu að því
fyrri hluta dags að skipta um.
Fréttamaður Mbl. hitti að máli
skipstjóra svifnökkvans Bob
Strath, sem sagði, að þeir
væru sneypulegir yfir þessu
óhappi. Þetta hefði í rauninni
alls ekki átt að geta komið fyr
ir, því að það hefði verið bú-
ið að kanna hér aðstæður, og
þeir átt að fá aðvörun um hve
sandurinn væri fíngerður. Hann
sagði að þetta myndi ekki verða
neitt vandamál í framtíðinni,
því að það væri lítið verk að
setja þéttar síur í vélina, fyrir
loftinntakið í vélina.
Skipstjórinn hefur mikla
reynslu í notkun og meðferð
svifnökkva, og fréttamaður
spurðd hann að því, hvað hann
áliti um framtíð þessa farar-
tækis á fslandi. Strath svaraði
því til, að hann teldi að stærra
skip myndi henta betur sem
gæti flutt bíla og mikið magn
af vörum ekfci síður en far-
þega. Hann kvaðst ekki geta
sagt um, hve veður myndi
hamla mikið ferðum, en sagði
þó að alltaf mætti gera ráð fyr
ir að ferðir féliu niður að vetr-
arlagi, ef veðurhæð væri mjög
mikil. Það vægi svo á móti, að
svifnökkvinn getur farið allra
sinna ferða í svartaþoku, sem
myndi stöðva flugferðir.
Bob Strath gat þess ennfrem-
ur, að bezta nýting fengist
sennilega með því að leggja
góðan veg út á sandana, og láta
nökikvann koma beint þar upp
frá Eyjum.
Keflavíkurflugvöllur, 24. ágúst.
KLUKKAN 19.45 í gærkvöldi
lenti á Keflavíkurflugvelli rúss
nesk farþegaflugvél af gerðinni
TU 114. Vél þessi var á leið frá
Havana til Moskvu, en vegna
mikilla mótvinda, neyddist flug
stjórinn til að biðja um lend-
ingarleyfi á Keflavíkurflugvelli
til þess að taka eldsneyti.
Með flugvélinni voru 44 far-
þegar og 14 manna áhöfn. Flug-
véiar af þessari gerð eru hið
mesta íerlíki, því að fullhlaðn-
ar vega þær 180 tonn, en til sam
anburðar má geta þess að RR-
400 vélar Lofíleiða vega aðeins
105 tonn. Farþegarnir fóru ekki
í land úr vélinni, enda hefði
verið erfitt að koma því við,
þar sem engir farþegastigar á
Keflavíkurflugvelli náðu upp
að dyrum flugvélarinnar.
Eftir klukkustundar viðdvöl
hélt flugvélin áleiðis til Murm-
ansk og var áætlaður flugtími
þangað um 4 klukkustundir.
Rússneskar vélar hafa ekki lend
ingarleyfi á íslandi, vegna þess,
að enginn gagnkvæmur loftferða
samningur er milli landanna.
Verður því að sækja um leyfi
utanríkisráðuneytisins hverju
sinni. Hins vegar mun lendingin
í gærkvöld hafa verið talin al-
gjört neyðartilfelli, þar sem
flugvéiin varð að lenda sakir
eldsneytisskorts. — B. Þ.
Rússneska skrúfuþotan TU 114.