Morgunblaðið - 07.09.1967, Page 10

Morgunblaðið - 07.09.1967, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. SEPT. 1967 Wassilij Stalin, glaumgosi, flugforingi, drykkjumaður Krúsjeff vildi bjarga syni einræðisherrans AÐ undanfömu hefur vestur þýzka tímaritið „Stem“ birt greinaflokk um fjölskyldu Stalíns, fyrrum einræðis- herra Sovétríkjanna. Með greinum þessum hefur tíma- ritið birt myndir, sem taldar hafa verið í fórum rússnesku leynilögreglunnar til þessa og hafa vakið mikla athygli. látið yrði liggja í þagnar- gildi. Það sem einkum hefur þó vakið tortryggni gagnvart frásögn Stems, eru myndir þær, sem tímaritið birtir með frásögninni. Því fer þó fjarri, að efast sé um sann- leiksigildi myndanna, heldur hefur það vakið tortryggni ast hafa gerzt öðm vísi nema með samþykki sovézkra yf- irvalda og þá vaknar spum- inigin: í hvaða tilgangi? Nær tækasta svarið, sem almennt er fallizt á, er það, sem getið var hér að framan: Að gera Svetlönu Alleujewu og þá um leið endurminningar hennar sem í vændum em, tortryggilegar. En hvað um það. Mynd- irnar, sem birtar em í fyrsta sinn á Vesturlöndum og Wassilij Stalín var þríkvæntur. Hér sést hann með þriðju konu sinni, Kapitalínu, sem var frábær sundkona og er nú sundkennari í Moskvu. Swetlana Allelujewa ásamt börnum sínum Kötju og Josef í sumarleyfi við Svartahafið. Þessar myndir eru fyrst og fremst af fjölskyldumeðlim- um hins látna einræðisherra og skýrir Stern í frásögn sinni frá ýmsu úr persónu- legu lifi þeirra, sem leynt hefur farið til þessa. Ymsir hafa hins vegar orð- ið til þess að rengja frásögn tímaritsins, m.a. vegna þess að það hafði áður keppzt um að fá einkarétt á birtingu endurminninga Svetlönu Alleujewu, dóttur Stalíns en orðið undir í þeirri sam- keppni. Frásögn sú, sem Stern birtir í staðinn, á að vera komin að austan, efnið lagt til að meira eða minna leyti af sovézku yfirvöldun- um sjálfum, sem hafi viljað fá tækifæri til þess að verða á undan Svetlönu, en endur- minningar hennar eiga að birtast mjög bráðlega. Það, sem gefur tilefni til þessar- ar ályktunar, er, að í frásögn Sterns eru birt ummæli, þar sem Svetlana er rægð eða reynt að kasta rýrð á hana. Þá er þar enn fremur skýrt frá ýmsu, sem hún minnist ekki á í endurminningum sínum og eigi það að hafa verið gert að ásettu ráði hennar. Þannig sé verið að varpa rýrð á Svetlönu á ýmsan hátt og ýta undir tortryggni gagn vart sannleiksgildi endur- minninga hennar, en búizt er við, að þar komi mjög margt fram, sem sovézk yfirvöld hefðu urnfram allt kosið, að fólks, með hvaða hætti Stem hefur getað komizt yfir þær. Þetta eru myndir, sem rúss- neska leynilögreglan hefur haft í nákvæmri vörzlu sinni og hljóta því að vera þaðan komnar. Slíkt getur þó naum sumt í frásögn Sterns hafa vakið mikla athygli og þá 9érstaklega þeir þættir frá- sagnarinnar, sem fjalla um hinn ógæfusama feril Wass- ilijs, uppáhaldssonar Stalíns. Hér eru birtar nokkrar þess- ara mynda og greint frá nokkrum þáttum þessarar frásagnar, og þá fyrst og fremst frá ferli Wassilijs Stalíns. Wassilij Stalin, bróðir Svetl- önu, komst a& raun um það vor- ið 1953, aðeins fáeinum vikum eftir dauða föður síns, er eftir- menn einvaldsins voru önnum kafnir í valdabaráttunni sín á milli, að nýtt tímabil var runn- ið upp í sögu Sovétríkjanna. Hinn drambsami lijðsforingi í flughernum, sem þá var 33 ára gamall, komst að raun um þetta á yfirfullum vei'tingastað Hotel Moskvu, sem er í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá Kreml. Wassilij óð inn i mat- sal veitingastaðarins með nokkr um svallfélögum sínum og benti með sama hætti og áð'ur fyrr- um með valdmannssvip næsta þjóni að ryðja borð það, þar sem hann var vanur að sitja við og að reka burtu friðsamlegan hóp sovézkra borgara, sem sátu þar og snæddu. Þjónninn gerði ekkert í þessa átt, heldur svaraði snarráður og stuttorður: „Völdin hafa brey>tzt“. Wassilij skildi heiminn ekki lengur. Hann æpti og sló í kring um sig. Þessir ræflar, þeir skyldu fá að beygja sig fyrir nafninu Stalín. Þeir vildu það ekki lengur. Nokkrir hugrakkir gestir gripu hinn drukkna yfirliðsforingja og héldu honum föstum, unz lög- reglan kom og flutti hann burt. Þessi atburður var upphaf fjölda svipaðra ávirðinga, sem ollu því, að eftir dauða Stalíns hrapaði Wassilij ört stig af stigi niður mannfélagsstigann. Mesti glaumgosi Moskvu Wassilij Stalín var alinn upp algjörlega í skjóli föður síns. Tíu ára gamall lék hann sér bak við stýri bifreiða í eigu rík- isins. 115 ára gamall átti hann sín fyrstu ástarævintýri með þjónustustúlkum, sem störfuðu við heimilishald föður hans. Haft er ef'tir þeim, sem höfðu það hlutverk að ala Wassilij upp, að Stalín hafi brugðizt rólegur við þessu með þeim orðum, að „kraftmikill strákur yrði að fá að hlaupa af sér hornin“. Hinn lélegi vitnisburðuir son- arins gerði samt einvaldsherr- ann órólegan, svo að hann léf senda son sinn 1938 á sérstak- an skóla fyrir fótgönguliða í hernum og síðan í forskóla fyr- ir flugherinn. Eins og hver reglu samur heimilisfaðir, skrifaði Stalin fram að stríðsbyrjun í vitnisburðabækur barna sinna, að sér hefðu verið sýndar þær. Árið 1941, er Hitler gagnstætt því sem Stalín hafði gert ráð fyrir, lét þýzka herinn ráðast inn í Sovétríkin, var Wassilij undirforingi í orrustuflugsveit í Moskvu. Það, sem þá gerðist, hinn ótrúlegi og skyndilegi her frami hans, svipti hinn unga mann öllu sambandi við raun- veruleikann.. Stalín var glaður yfir því, að sonur hans hafði val ið flugherinn, sem var í mestu samræmi við hæfileika hans og áhugamál. Allir starfsmenn Stalíns vissu þetta og vildu auð- vitað gera si'tt til þess að þókn- ast föðurnum. „Það var hlaðið lofi á piltinn“, er haf't eftir Krú- sjeff. Wassilij voru þakkaðir 34 sigr a«- í loftorrustum og heiðurs- merkjum var hlaðið á hann. í lok stríðsins, er hann var 24 ára, var hann skipaður yfirliðsfor-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.