Morgunblaðið - 07.09.1967, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.09.1967, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. SEPT. 19€7 H ingi. í>eir, sem til þekktu, vissu hins vegar, að þessi unga hetja hafði breytz)t í drykkjusvola og áflogahund. Þannig segist Josef, syni Svetlönu Allelujewu, frænda Wassilijs, en Stern full- yrðir, að mikið af írásögn sinni sé byggt á viðtölum við Josef, að Wassilij hafi sem glaumgosi átt til hin furðulegustu uppá- tæki. Þannig tamdi Wassilij einn hesta sinna sérstaklega fyr ir það, að birtast sem óbeðinn ges'tur í samkvæmum. f sumar- húsi Wassilijs settust gestir hans að ríkulegu veizluborði í sam- kvæmi hans, en á sama augna- bliki bixtist hesturinn og át allt, sem á borðinu var, en kvenfólkið æpti upp yfir sig, skelfingu lost ið. Sjaldan alsgáður, en klæddur liðsforingjabúningi, ók Wassilij, hvort heldur að degi eða nóttu, í sportbíl sínum að heiman og notaði sem einkakappaksturs- brautir stræti þau við Kreml, sem sérstaklega voru ætluð æðstu embættismönnum þar. Á hinum fáu næturklúbbum, sem til voru, var hann sífelldur og hávaðasamur gestur, Hjónabönd hans entust illa, hann varð þrí- kvænjtur. Stalín grípur í tanmana Loks tekur Stalín í taumana. Sökum ó'hóflegrar áfengisneyzlu var Wassilij sjálfur fyrir löngu hættur að geta flogið og lét flugsveit sína gagnstætt fyrir- mælum flugyfirstjórnarinnar fara á lofit i þoku við 1. maí há- tíðahöldin 1952. Þetta olli glund roða, svo að til flugvélaárekst.ra kom. í fyrsta sinn minntust há- talararnir á Rauða torginu ekki með ákefð á „flugsveitir undir stjórn Wassilij Stalíns hers- höfðingja". Faðirinn í Kreml taldi ráð- legt að senda son smn til frek- ara náms við fiugháskólann, en Wassilij sótti enga fyrirlesitra. Hann var þegar orðinn andlega truflaður áfengissjúklingur, and lit hans var orðið þrútið og líkam inn eyðilagður. Hann kaus held- ur hið ljúfa líf en frekari þjálf- un í flughernum. Nikita Krúsjeff varð sjálfur vitni að hinum áberandi rudda- skap Wassilijs við dánarbeð Stalíns. Eins og Svetlana hafði verið kallað á Wassilij til sum- arhúss föður þeirra, er Stalín varð fyrir hjartaslagi. Wassilij stóð mitt á meðal læknanna og flokksembættismannanna og hvolfdi í sig hverju vodkaglas- inu á eftir öðru. Loks varð að styðja hann reikandi út úr hús- iu og hélt hann síðan áfram drykkju í húsakynnum þjónustu fólksins. Við jarðarförina olli hann einnig hneyksli. Hann var þar líka drukkinn og ásakaði há- stöfum lækna þá, er stundað höfðu föður hans, um, að þeir hefðu „gefið föður sínum eitur“ og að meðlimir ríkisstjórnarinn Tvöfalt gler Útvegum frá V.-Þýzkalandi sérstaklega vandað tvöfalt einangrunargler. 10 ára ábyrgð. ^erzlunín^ •w Laugavegi 29 - Sími 24321 ar hefðu einnig átt þar hlut að máli. Stalín lézit 5. marz 1953. Hinn '28. apríl þar á eftir lenti Wassilij að nýju í áflogum á veitinga- stað, eins og greint vair frá hér að framan, og var handtekinn af lögreglunni. Herdómsitóll, sem kallaður var saman í skyndi, dæmdi þennan mann, sem hlotið hafði hershöfðingja tign í skjóli föður síns, í átta ára fangelsi. í ákæruskjalinu var honum gef ið að sök að hafa átt þátt í því ásamt öðrum, að nokkrir foringj ar í hernum misstu lífið og að hann hefði með rógi komið yfir- manni sínum, Nowikow mar- skálki, í fangelsi. Wassilij, sem nú hafði rankað við sér úr drykkjuvímu sinni, trúði því, að eftirmenn föður h'ans vildu ryðja sér úr vegi. Engu að síður skrifaði hann úr Wladimir-fangelsinu auðmjúk bréf með náðunarbeiðnum ein- miitt til þessara manna. ■ Krúsjeff reyndi að bjarga Wassilij Áður en Wassilij var látinn laus úr fangelsinu í janúar 1960, lét Nikita Krúsjeff, sem í milli- tíðinni var kominn til valda, málið ti-1 sín taka. Hann boðaði Svetlönu á sinn fund og bauðst til þess að láta í té vel yfir- vegaða hjálp. Bróðir hennar skyldi fá eftirlaun hershöfðingja, íbúð og sumarhús við Moskvu, ef hann hegðaði sér sómasamlega í framtíðinni, skipti um nafn og lifði hæglátu lífi. Ennfremur skyldi hann forðasit Georgíu Swetlana hét því að reyna að hafa áhrif á bróður sinn í þessa átt. Wassilij tókst aðeins að halda þessi skilyrði í þrjá mánuði í Moskvu. Hinn kæni Krúsjeff dró um þessar mundir enga dul á þann ótita sinn, að í Georgíu, hin um upphaflegu heimkynnum Stalíns, kynni að myndast þjóð- ernishreyfing með „krónprins- inn“ Wassilij í fylkingarbrjósti. Þess vegna ' skyldi erfinginn halda sór í fjarlægð frá Kákasus enda þótt hann langaði þangað vegna fjölmargra drykkjufélags, sem hann átti þar. Vegna brots á ferðabanni því, sem Krúsjeff hafði lagt á hann, var Wassilij handtekinn að nýju í Kislo- wodsk í Kaukasus. Hins vegar varð að láta hann iausan aftur þegar vorið 19®1 vegna hins lé- lega heilsufars hans. Áfengið hafði eyðilagt maga hans og lifur. Ásamt hjúkrunar konunni Mascha, sem hafði stundað hann í fangelsissjúkra- húsinu og varð ástmey hans, fluttist Wassilij, sem nú var full komið rekald til hinnar gömlu Tartaraborgar, Kasan. Hann for mælti konum sínum, börnum og fjölskyldu. Wodka var orðið hans einasla huggun. Þannig lézt hann 19. marz 1962, aðeins 41 árs að aldri. AUGLYSING Vegna malbikunarframkvæmda á Bæjarhálsi og Höfðabakka, verða þær götur lokaðar frá og með fimmtudeginum 7. sept., um óákveðinn tíma. Á meðan verður Rofabærinn opnaður fyrir gegn- umakstur frá Vesturlandsvegi á Suðurlandsveg. Ökumenn eru áminntir um að gæta sérstakrar varúðar, er þeir aka um Rofabæinn, vegna gangandi fólks og skólabarna. GATNAMÁLASTJÓRINN f REYKJAVÍK. AVALLT A IJIMDAIM TVÆR IMÝJAR RAFRITVÉLAR IBM STAIMÐARD MODEL D IBM EXECUTIVE MODEL D Helztu nýjungar: Nýtt lyklaborð ^ Sjö síritarar ^ Hálft orðabil Nýtt glæsi- legt útlit 'fc Auk fleiri nýjunga. IBM Model D rafritvélin sannar enn einu sinni að IBM er ávallt hestlengd á nndqn í þróuninni. Komið og kynnizt þessari nýju og glæsilegu rafritvél SKRIFSTOFUVÉLAR B Hverfisgötu 33 — Sírai 20560.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.