Morgunblaðið - 07.09.1967, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. SEPT. 1967
15
Erlendur Jónsson
skrifar um
BÓKMENNTIR
Hlutverk Skírnis
SNEMMA á þessu ári barst
félögum Hins íslenzka bók-
menntafélags í hendur hundrað
og fertugasti árgangur Skírnis,
það er að segja árgangurinn fyr
ir árið í fyrra. Ritið er orðið
ári á eftir.
Þessi nýjasti Skírnir er að
nokkrum hluta afmælisrit, þar
eð félagið sjálft varð hálfrar
annarrar aldar gamalt í fyrra.
Fremst er prentað erindi, sem
próf. Einar Ólafur Sveinsson
flutti við opnun bókasýningar,
sem haldin var vegna afmælis-
ins. I>á er í ýtarlegri grein rak-
in saga félagsins af Aðalgeir
Kristjánssyni. En Aðalgeir er
manna kunnugastur umsvifum
og amstri Hafnar-íslendinga á
nítjándu öld — frumskeiði bók-
menntafélagsins.
Ekki leynir sér, að Aðalgeir
ber nokkurn ugg í brjósti vegna
framtíðar félagsins. „Það lifir
ekki endalaust á fornri frægð“,
segir hann.
Próf. Einar ólafur geitur þess,
að Skírnir sé nú „elzta timarit
íslands og raunar Norðurlanda,
en hann er einnig kunnastur
íslenzkra tímarita, þar sem ég
hef farið, og að því er mér virð
ist mest 'til hans vitnað þeirra
allra“, segir hann. Þegar sagt er,
að Skírnir sé elzta tímarit, sem
nú er gefið út á íslandi, og síð-
asti árgangur hans er talinn
hinn hundrað og fer.tugas.ti, er
að sjálfsögðu átt við áframhald
andi útgáfu rits með sama nafni
•— einungis. Því Skírnir hefur
ekki verið samur og jafn þau
hundrað og fjörutíu ár, sem hann
hefur nú verið við lýði. Hann
hóf göngu sína sem fréttaitíma-
rit, og hélzt svo lengi. Síðar
varð hann alþýðlegt rit um ýmis
efni. Nú er hann nálega ein-
göngu helgaður íslenzkum fræð-
um.
f sögu þessa elzta tímarits
íslands má í raun og veru lesa
sögu íslenzkrar tímariitaútgáfu.
Hlutverk og hlutskipti Skírnis
hefur , síðan hann hóf göngu
sína, farið saman við hlutverk og
hlutskipti annarra íslenzkra tíma
rita sem og prentaðs máls í land
inu, yfirleitt.
f fyrstunni varð hann að full-
nægja brýnustu nauðsyninni,
fréttaþörfinni. Svo var þá mikill
seinagangur á lífinu, að ársrit
dugði til þeirra þarfa.
í upphafi þessarar aldar, þeg-
ar tímarit hefjast til vegs í þjóð
lífinu, er Skírnir afskrifaður
sem fréttarit og sniðinn eftix
öðrum tímaritum. Þá voru tíma-
rit tekin að gegna hlutverki fjöl
miðlunartækja. Og kjörorð allra
fjölmiðlunartækja hlýtur ávallt
að verða: eitthvað fyrir alla.
Skírni var sniðinn stakkur sam-
kvæmt því og gerður að tíma-
riti með blönduðu efni.
Þá var, eins og fyrr segir, að
hefjast blómaskeið íslenzkra
tímarita. Það stóð, þar til útvarp
og dagblöð tóku við hlutverki
því, sem þau höfðu gegnt.
Lítum t.d. á hundraðasta ár-
gang Skírnis, sem út kom fyrir
fjörutíu og einu ári. Þar er, auk
ritgerða um íslenzk fræði, ein
gnein um loftslagsbreytingar á
íslandi og Grænlandi, önnur um
þjóðernisbaráttu Finnlendinga
(þannig) og ferðasaga, þar sem
greint er frá skíðaferð suður
Sprengisand. Svo vill til, að
skáldskaparefni er ekki í þeim
árgangi, því Skírnir birti ann-
ars öðru hverju, svo sem önnur
tímarit, sögur og kvæði.
Hin síðari ár hefur Skírnir
verið vettvangur fyrir íslenzk
fræði nær einvörðungu. Og efni
þeirrar bókar, sem út kom í vor,
getur allt saman flokkast undir
þá fræðigrein.
Þróunin — frá blönduðu tíma-
riti til sérfræðirits — var sjálf-
sögð og eðlileg. Hlutverki al-
þýðlegra, blandaðra tímariita
hlaut að vera lokið.
Áður varð að miða efni tíma-
rita við óskir og þarfir sundur-
leits almennings. Útgefandi varð
að gera ráð fyrir, að sérhvert
eintak — hvert svo sem það
kynni að berast — yrði lesið af
fleiri en einum að minnsta kosti.
Því var reynt að gera það svo
úr garði, að flestir og helzt allir
lesendur fyndu þar eitithvað við
sitt hæfi. Einnig var talið sjálf-
sagt að miðla fróðleik, sem alla
varðaði.
Nákvæmlega sama hlutverkið
rækja nú dagblöð, útvarp og
sjónvarp. Og tvö síðarnefndu
tækin standa hinu prentaða máii
að því leyti framar í samkeppn-
inni, að þau hafa losað almenn-
ing við þá áreynslu og erfiði að
lesa. Tímaritum tjóir ekki leng-
ur að miðast við dægradvöl eina
saman. Það eitt efni ber þeim að
birta, sem lesandi vill síðar —
og hvenær sem er — eiga til-
tækt.
Enda þó Skírnir hafi nú um
allmargra ára skeið gegnt hlut-
verki sérfræðirits, má vera, að
einhverjir sakni hins blandaða
efnis, eins og það gerðist á fyrri
tíð.
Ekki eru ýkjamörg ár, síðan
Skírnir brá lítillega út af sinni
einhliða stefnu og binti fáein
frumsamin kvæði. Einhver, sem
gat ritsins á prenti, fagnaði því
og lét jafnframt í ljós þá ósk,
minnir mig, að Skírniir mætti nú
rísa til síns fyrri vegs, þegar
efni hans var fjölbreyttast.
Ég held sá góði maður hafi í
rauninni ekki gert sér ljóst,
hvers hann var að óska. Því
varla hefur hann metið íslenzk
fræði svo lítils, að hann teldi þau
ekki eins ársrits virði. Líklegra
þykir mér, að óskhyggja hans
hafi verið sprottin af söknuði
vegna liðinna tíma — þeirra
tíma, þegar áhrif prentaðs máls
voru hvað mest.
Þegar öllu er á botninn hvolft,
þarf ekki að óska Skírni neins
nema góðs gengis. Hann hefur
ærnu hlutverki að gegna sem
vettvangur fyrir íslenzk fræði.
Miðstöð þeirra fræða hlýtur
framvegis sem hingað til að
verða heimspekideild Háskólans.
Það er því engin tilviljun, að
kennarar við þá deild og ís-
lenzkufræðingar útskrifaðir það-
an hafa fyrir löngu lagt Skírni
undir sig. Þeir hafa lagt honum
til efni og þar með lyft honum á
svið vísindalegrar fræði-
mennsku.
Samt sem áður hefur þess ver-
ið gætt, að ritið héldi sínum al
þýðlega svip. Akademískur hef-
ur Skirnir verið aðeins í aðra
röndina. Að hinu leytinu hef-
ur efni hans alltaf verið miðað
við, að sjálflærðir áhugamenn
gætu notið þess og er það vel,
því íslenzk fræði hafa ávallt
verið og verða vonandi ávallt
almennust allra fræða, sem hér-
lendis eru iðkuð. Furðumargir
láta sig þau varða. Þannig hefur
Skírnir verið hinn ákjósanleg-
asti tengiliður milli sérfræðinga
og áhugamanna. Þar hafa lærð-
ir menn birt niðursitöður rann-
sókna sinna. Og þar hafa verið
prentaðir útdrættir úr prófrit-
gerðum kandídata. Sérfræðingar
í öðrum vísindagreinum hafa
ritað þar um sínar greinar að
því leyti, sem þær hafa varpað
ljósi á sögu og bókmenntir þjóð-
arinnar. Og þar hafa verið kynnt
og gagnrýnd rit um íslenzk
fræði, sem út hafa komið hér
lendis og erlendis.
Vandséð er — ef Skírnir hyrfi
af sjónarsviðinu, hver annar
vettvangur gæti tekið við hlut
verki hans. Hætt er við, að slíkt
fráfall mundi bitna á engu frem-
ur en þeirri fræðigrein, sem sízt
mætti við þvílíku áfalli: íslenzk-
um fræðum.
Þess vegna munu margir, sem
einhvern áhuga hafa á þeim
fræðum, óska þess, að Skírnir
megi á ókomnum árum gegna
því hlutverki, sem hann hefur
nú um sinn gegnt svo kostgæíi-
lega sem efni standa til. Aðeins
kann að vera álitamál, hve ræki-
lega ritið hefur verið sniðið eft-
ir því hlutverki, sem það er nú
látið gegna.
Hin alþýðlegu, blönduðu tíma-
rit fyrri ára voru að meira eða
minna leyti starfrækt með
frjálsu framboði efnis. Þau voru
opinber vettvangur, þar sem
hver og einn gat komið á fram-
færi áhugamálum sínum og sjón-
armiðum, væri hann aðeins
nógu pennalipur. Ekki aðeins
viðurkenndir rithöfundar kynntu
þar sum verk sín, áður en þau
komu út á bókum. Tímaritin
voru líka stökkpallur ungra rit-
höfunda, sem vöktu þar athygli
á ritsmíðum sínum, áður en þeir
áræddu að leita hófanna hjá út-
gefendum. Sérvitringar, nöldr-
arar og munnræpugarpar áttu
þar griðastað. Því einnig þeir
áttu sér lesendur. Fræðimenn
áttu þar innangengt með sína
speki, misjafnlega áreiðanlega,
eins og gengur.
Og — það sem ekki var
kannski minnst um vert — vildu
menn fylgjast með nýjungum í
vísindum, var ekki í önnur hús
fremur að leita. Loks voru eyð-
ur fylltar með sbrítlum og gam-
ansögum eða smellnum fer-
skeytlum, svo nokkuð væri líka
fyrir hina, sem áhugalausir voru
um alvörumál.
Enda þó Skírnir sé nú vett-
vangur einnar tiltekinnar fræði-
greinar, ber hann að sumu leyti
menjar þess skipulagsleysis,
sem frjálst efnisframboð hafði í
OPID BREF
Hr. Andri íaaksson, formaður
landsprófsnefndar.
í júnílok s.l. birtuð þér í dag-
blöðum höfuðborgarinnar ,Á-t-
hugasemd frá Landspróf®nefnd“
unidirritaðia af yður. Tilefni þess-
arar „aibhugasemdar" yar alrvar-
legur ágreiningur vegna lands-
prófs í dönsfeu s.l. vor.
Vegna þesaarar „athugasemd-
ar“ birti annar okklar undirit-
aðra stuitt svar í Alþýðublað-
inu þ. 4. júlí, þar sem jafnframt
voru lagðar fyrir yður tvser
þýðingarmikllar spurningar, að
gefnu tilefni frá yður.
Þar sem þér hafið, þrátt fyrir
tveggjia mánaða umhugisunar-
tíma, hliðrað yður hjá að svara
þeim einu orði, teljum við ólík-
legt að svars sé að vænta.
En vegna niðurlags „atihuga-
semdar“ yðar, þar sem þér ber-
ið okkur á brýn rakalausan og
ærumeiðandi áburð á lands-
prófsnefndarmann hr. Ágúsf
Sigurðsison, og yður auðnaðist
ekki að tilfæra ákæruatriðin,
teljum við nauðsynlegt að leggja
skjölin á borðið. Á þann hátt
getur landslýður fremur dæmt,
hver það er, sem fer með raka-
lausan áburð, að því ógleymdiu
þó, að trúlega er „athugasemd"
yðar flestum gleymd, nema
hlutaðeigendum.
Bréf okkar fer hér á eftir:
__ Rvlk, 24. maí 1967.
Hr. Andri ísakspon, form. lands-
prófsnefndar
c/o Firæðslumálaskrifstofan,
Rvík.
Hr. flormaður.
Við nokkuð nána aiflhugun á
verkefni til landsprófs í óles-
inni dönsku 1967, 2. gr. hefir
komið í ljós:
Orð, sem standa í Lesköflum
Ágústs Sigurðssonar, en ekki í
Ný kennslubók í dönsku eftir
Hiarald Magnússon og E. Sönd-
erholim, sem þó enu metnar jafn-
gildac til landsprófs, eru, sem
hér segir:
bistand, samfærdséi, kystfart,
hyppige, hyppigt, komfortabelt,
trafikeret, henvendelse.
Þar eð kunnátta í þessum orð-
um, eða vankunnátba, sibiptir al-
gerlega sköpum um getu nem-
enda til að þýða greinina, sjá-
um við ekki annað en að hér sé
beitt hluitdrægni við val texta,
sem við teljum óþolandi og mót-
mælum harðlega vegna okkar
nemenda.
í annan stað verður að líta
svo á, að prófsemjandi, sem
krefst jafn gífurlegrar ná-
kvæmni af nemendium í úr-
lausnum, ætti ekki að láta sig
henda annan eins frágang á
prófverkefni eins og í grein C 3
sbr. h-lið en geologi og j-lið
botanikér.
Það er furðuleg tilviljun, að
B gr. 1, 2 og 3 (tekið úr bókum
hans sjálfs) virðast ekki hafa
gaila af þessu tagi.
Þá er kastað höndum til b-
liðar II, þar aem ekki verður séð,
hvort á að 'umskrdfa allar setn-
ingarnar, eða einstök orð. Maits-
formið virðist krefjast ólhóflegr-
ar vinnu, fraimar en í öðrum
greinium og útyfir tekur sú
skefjalausa frekja, að krefjast
meðaleihkunnia úr öðrum lands-
prófsgreinum með dönskunni, er
úrlausnum er skilað tdl hans.
Hér er farið langt útyfir verka-
hring prófdómaria, enda á dansk-
an að metast sem slík, en ekki
með hiiðsjón af öðrum próf-
g.reinum,
Klykikt er svo út með því, að
segjia nemendum að skrifa nafn
siitt og heiri (sic!!!) skólans á úr-
laus'narblöðin,
Að okkar dómi ber hér aMt að
sama brunni og þar sem hér er
um að ræða síféllda árekstra við
þennan prófdómiara, en enga
aðra í landsprófsnefnd, óskuim
við eindregið eftir því, að skipt
verði um að því viðbættu, að
hann hljóiti verðugar átölur fyr-
ir rangsleitni í garð nemenda,
sem ekki hafa lesið baékur hans.
Vir ð ingarfy llst.
Óskar Magnússon
frá Tungunesi,
skólastjóri.
Oddur A. Sigurjónsson,
skólastjóri Gagnfræðaskólans
í Kópavogi.
Afrit af bréfli þessu verður
sent mennitamálaráðlherTa.
Og hver voru svo viðbrögð
yðar?
í stað þess, sem vænta hefði
mátt, að ósfca þess, að hlutað-
eigandi ráðuneyti léti fram fara
hlutlausa rannsókn kunnáttu-
manna á oflannefndunm atrið-
um, virðist yður hafa þótt viss-
ara, að halda sjáifur um mun-
dangið í „rannsókninni".
Það er ekki ætlun okkar, að
deila á þessa „rannsókn“ beint,
það sem hún nær, en aðeins
benda yður á, að það mun næsta
flátítt, að slík „rannsókn" sé gerð
í viðkvænuu deilumáli, án þess
að óhlútdrægir aðilar séu til
kvaddir, að ekki sé talað um þær
ályktanir, sem þér svo dragið af
„rannsóknunum" og vikið verð-
ur að síðar.
Áður en lengra er haldið er
rétt að benda á, að þóitt okkur
virtist önnur grein hins lesTta
texta úr bék H. M. og E. S. sýnu
þyngri en samsvarandi kafli úr
bók Á. S., töldum við ekki á-
stæðu til að taka það með að
svo komnu, enda éhægara um
vik um það, sem setlast er tiil að
nemendur hafi lesið og kunni
skil á. Hinsvegar er, að okfcar
viti, hlálegt, að veija úr jafn-
för með sér. Svo dæmi sé til-
greint, virðist meira en óþarft
að fjalla um nákvæmlega sama
efnið í tveim ritgerðum, hvorri
á eftir annarri, eins og gert er
í síðasta árgangi.
Þá eru, ásamt með Skírni,
prentaðar fundargerðir og reikn-
ingar Bókmenntafélagsins að
viðbættu félagatali, alls tæpar
fjörutíu síður. Þessir reikningar
og nafnalistar, sem birtir eru
samkvæmt gamalli hefð, eru að
vísu með sérstöku blaðsíðutaii,
en heftir með bókini. Enda þó sá
kálfur kunni að vera nauðsyn-
legur, er hann að minnsta kosti
fremur óskemmtilegur. En nóg
um það.
Því hitt vegur meira, að Skírn-
ir er þarft rit og vandað og rót-
gróið í hefð. Ekki er við að bú-
ast, að hann verði nokkurn tíma
almennt lesefni. En vonandi
berst hann í hendur sem flestra
þeirra sem áhuga hafa á íslenzlc-
um fræðum og dreifðir eru ekki
aðeins um íslandsbyggð, heldur
um víða veröld.
Erlendur Jónsson.
löngu lesmáli einhverjar örðug-
ustu málsgreinar, sem þar fyrir-
finnast.
Nú hafið þér sjálfur upplýst,
að með samanburði á úrtöbum
yðar sé meðaltal einkunna úr
bók Ágústs Sigurðssonar í les-
inni dönsku 8,05. Meðaltal eink-
unna úr lesnum texta úr bók H.
M. og E. S. sé 5,41. Hér er mis-
munur hvorki meira né minna
en 2,64 hinium síöari í éhag.
Telj ið þér þetta eðlilegt, ef allt
er með felldu?
Þér afsiakið, að sú skýring,
sem þér látið liggja að, að um
slakari nemendur sé að ræða,
sem lesa bækur H. M. og E. S.,
er vægast sagt of brosleg til að
vera tekin alvarlega, ef skemmta
má með óskemmtilegum hlut.
Við teljum hafið yfir allan
eía, að maður með yðar mennt-
un haifi kynmt sér rökfræði tiíl
nokikurrar hlítar. En þegar þér
haldið þvi blákalt fram, að hag-
stæðara sé niemendum, sem lásu
bækur H. M. og E. S. að fá í ó-
lesinmi dömsku í meðaleinkunn
6,50, en nemendum, sem lásu bók
Á. S., 7,16 í sama texta, hlýtur
trú okkar á skarpsýni yðar og
rökvísi að dofna verulega.
Hér er um srvo einifaldan hluit
að ræða, að ólíkiegt er að ó-
lærðum manni í rökfræði hefði
orðið fótaskortur á, jafnvel ekld.
óviljandi.
Hóflega lærður maður í rök-
fræði mundi trúlega flokka þess-
ar ályktanir yðar undir rökvill-
ur og rangar staðhæfingar.
Það er ekki út í hött, að talað
er um sífellda árekstra við próf-
nefndarmann, hr. Ágúst Sigurðs-
son, sem staðinn var að því síð-
ast í fyrra, að ætla að þyngja
fyrirgjöf í dönsku frá því, sem
hann hafði siálfur ákveðið bréf-
lega til allra skóla í landinu
og sá þyngdi dómur átti að
gilda á höfuðhorgarsvæðinu, en
skólar úti á landi voru þá búnir
að gefa sínar tölur, sem lands-
prófsmefnd má ekki breyta.
Þetta gerræði komum við í
veg fyrir þá.
Hér við bætist, að skólarnír
eiga í sívaxandi erfiðleikum
með að fá hæfa dönsfcukemnara
til þess að kenna við landsprófs-
bekki, sem örugglega verður að
hluta rakið til einstrengingslegra
viðíhorfa hans í samskiptum við
kennara um fyrirgjöf.
Þá teljum við ærna ástæðu til
að gaumgæfðar væru furðulegar
sveiflur í þyngd dönskupróf-
anna, sem okkur virðast vera frá
ökkla til eyra.
----O-----
Þér virðist ekki skilja, í ákafa
yðar að koma á okfcur höggi, að
fyrir okkur vaki annað en að
ærumeiða hr. Ágúst Sigurðssom,
að ástæðulausu.
Við skulum reyna, þótt torvelt
sé, að setja okkur í spor yðar,
sem eðlilega hafið mesta reynslu
í að sjá skóla frá annarri hlið-
inni, þ.e. nemendabekkjunium.
En við vilj.um jafnframt spyrja.
Hverjum ber skylda til ef ekki
•sbólastjórum og kennurum, að
I Framhald á bls. 19