Morgunblaðið - 17.09.1967, Síða 5

Morgunblaðið - 17.09.1967, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPT. 1&67 5 Skákktppnin í dag: Vesturbær-Austurbær - Vígslumót hins nýja húsnœðis skákmanna Á SÍÐASTLIÐNU vori festu Taflfélag Reykjavíkur og Skák- samband íslands kaup á húsnæði að Grensásvegi 46. Síðan hefur verið unnið að umbótum á því og er svo komið, að Taflfélagið tekur nokkurn hluta þess í not- kun í dag með skákkeppni milli Vesturbæjar og Austurbæjar. Mótið hefst kl. hálftvö og mun borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, leika fyrsta leiknum í hinu nýja skákheimili. Teflt verður á 15 borðum og koma þar saman flest ir sterkustu skákmenn borgar- innar. Á fyrsta borði tefla sam- an Friðrik Ólafsson, sem keppir fyrir Vesturbæ, og Ingi R. Jóhannsson, sem er fulltrúi Aust- urbæjar. Þeir eru jafnframt fyr- irliðar sveitanna. í tilefni af þessum stÓTmerka áfanga í húsnæðismál'um T.R. efndu forystumenn félagsins til blaðamannafundar, þar sem við- staddir voru Hólmsteinn Stein- grímsson, formaður T.R., Bald- ur Möller, ráðuneytiss'tjóri, Jón Þorsteinsson, alþingismaður, Friðrik Ólafsson og Ingi R. Jóhannsson, auk margra ann- arra máttarstólpa skáklistar á íslandi. Á fundinum kom það fram, að öflun eigin húsnæðis hefur frá upphafi verið draumur Tafl- félagsins, sem stofnað var árið 1900. Margar stjórnir hafa rætt málið, sumar komizt nokkuð á veg, en hið langþráða takmark hefur ekki náðzt fyrr en nú. Stjórnarmenn lögðu áherzlu á rausnarlegan styrk, sem félagið fékk til kaupanna frá ríki og borg. húsnæðis. Skákmennirnir Bragi Kristjánson,, Jón Þ. Þór og Trausti Björnsson munu annast þjálfunina af T.R. Áformað er, að skákkennsla eða fjöltefli við skákmeistara fari fram viku- lega í vetur. Margt annað er á prjónunum hjá T.R. í haust og vetur. Núna á þriðjudaginn hefst svonefnt Septembermót. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monradkerfi og - GALDRA-LOFTUR Framhald af bls. 3. hann töluvert meira en áður. Ég er búinn að eiga með hon- um margar ánægjulegar stundir. — Dreymt hann meira að segja. — Þú ert ekkert hræddur við hann? — Nei, nei — ég óttast í sjálfu sér ekki það sem hann fæst við. Stundum liggur við að ég hugsi um að fara að stunda svartagaldur. — Er þetta ekki erfitt hlut- verk? — Ekki er að neita því að það reynir mikið á mann, en það hefur ómetanlegt gildi fyrir leikara að fá tækifæri til að leika í Galdra Lofti. Þetta er stórkostlegt leikhús- verk og gefur leikurum mik- ið tækifæri til að tjá sig. Fyr- ir utan nú það að verkið hef- ur mtkið bókmenntalegt gildi og koma mörg af spak- mælium Jóhanns Sigurjóns- sonar fram í því. — Hvað er með tónlistina hefur hver keppandi klukku- stund til þess að ljúka skák- ir.ni. Mótinu lýkur 28. septem- ber. Fyrsta október fer fram hrað skákkeppni haustmótsins. Inn- ritun í haustmótið fer fram 10. okt. en mótið hefst daginn eftir og stendur til 12. nóv. 22. nóv. fer fram bikarkeppni útsláttarkeppni og í febrúar og marz á næsta ári er keppni milli gagnfræðaskólanna á veg- um Æskulýðsráðs Reykjavíkur og T.R. í stjórn T.R. eru eftirtaldir menn: Hólmsteinn Steingríms- son, formaður, Hermann Ragn- arsson, Tryggvi Arason, Gylfi Magnússon, Gunnar Gunnars- son, Bragi Kristjánsson, Jóhann Sigurjónsson og Júlíus Friðjóns son. að segja? — Hún er stórkostleg og undirstrika vel þær tilfinn- ingar sem fram koma í leik- ritinu. Það er greinilegt að tónskáldið, Jón . Leifs, hefur verið gagntekinn af verkinu þegar hann samdi það, og það verða menn reyndar að vera til að fá samhljóm við það. Gunnar lýkur úr kaffiboll- anum og fær sér hressilega í nefið á eftir. Segir síðan: — Þetta er í síðasta skiptið sem ég leik Galdra-Loft. Ég hef aldrei átt óskarullu, en verð samt að segja það að ég mun sakna hans naikið. — Þú leikur nú Loft þegar þú ert orðinn sjötugur, skýt- ur Valur Gíslason inn í, en Gunnar brosir og svarar um hæl: — Ég leik annað þá. Ekki Galdra-Loft. En nú er að koma að þeim tíma að Gunnar Eyjótfsson bregði sér á nýjan leik í hlut- verk Lofts. Það er búið að kalla fram í kaffistofuna að leikararnir eigi að mæta á sviðinu. Meðan Gunnar hneppir efstu tölunni í háls- málinu á hvítri treyjunni svarar hann spurningunni sem ég lagði fyrir hann. „Að lokum“ verður að veTa í öll- um viðtölum. — Ég efast ekki um að Galdra-Loftur nær ekki síður til fólks á árinu 1967 en áður. Hin gömlu leikrit is'lenzkra höfunda eiga alltaf mikinn hljómgrunn hjá þjóðinni. Það sem þetta leikrit fjallar um er líka sígilt. Það fjallar um óskina. „í upphafi var ósk- in“, segir Loftur og „óskirnar eru sálir mannanna“. Leikararnir taka til að nýju. Svið þriðja þáttar er dómkirkja á Hólum. Galdra- Loftur særir Gottskálk bisk- up grimma upp úr gröfinni og seilist eftir Rauðskinnu. Klukknahringing kveður við. Leiknum lýkur. Benedikt Árnason leikstjóri er ekki al- veg ánægður með lobakafl- ann og hann er endurtekinn tvívegis. Síðan segir hann leikendum að þeir megi fara og minnir á æfingu, sem á að að hefjast kl. 10 á morgun. Starfsdegi sem hófst kl. 9 er lokið þegar kl. er rúmlega hálf ellefu. Ég fæ mér sæti hjá Benedikt og byrja að spyrja hann: — Hvenær hófuð þið æfing ar á Galdra-Lofti? — Við byrjuðum í vor. Þá komum við saman og lásum leikritið og ræddum um það. Flestum leikaranna var það gamalkunnugt, því að í leik- skóla er nær alltaf tekið fyr- ir kafli eða kaflar úr því. Síðan byrjuðum við æfingar að fullum krafti. 1. sept. sl. og höfum æft bæði kvölds og morgna. — Hvað eru margir sem koma fram í leikritinu? — Þeir eru 16, en stærstu hlutverkin er í höndum Gúnn ars Eyjólfssonar, Kristbjarg- ar Kjeld, Margrétar Guð- mundsdóttur, Vals Gíslason- ar, Erlings Gíslasonar og Árna Tryggvasonar. -— Þetta er í fyrsta skiptið sem þú stjórnar leikriti eftir Jóhann Sigurjónsson? — Já, ég verð að segja það að mér finnst það skemmti- legt viðfangsefni. — Fer þú hefðbundnar leiðir við uppfærsluna? — Nei, það er tæplega hægt að segja það. Ég breytti text- anum reyndar ekkert og leik- ritið er flutt óstytt, en ég bef lagt áherzlu á að fá hinar fall egu setningar, sem eru sumar hverjar spakmæli, til að renna saman við heildarsvip verks- ins. Það getur nefnilega skeð að leikararnir geri of mikið úr setningum sem þeiim finn- ast sérstaklega fallegar. — Og leikmyndin? — Hún er dálítið frábrugð- in því sem áður hefur verið gert við uppsetningu Galdra- Lofts. Sérstaklega í þriðja þætti, — sem gerist í kirkj- unni. — Hvað er að segja um leik ritið? — Gaidra-Loftur er mikið leikhúsverk. Meira heldur en manni virðist við fyrstu sýn. Það kallar fram margar spurningar — óteljandi margar. stjl. Þriðja alþjóðlega Reykjavíkur skákmótið hefst 19. maí á næsta vori, en þessi mót eru haldin ann að hvert ár. Þátttakendur verða 14, þar af 7-8 stórmeistarar og alþjóðlegir meistarar, auk skák- meistara T.R., skákmeistara Reykjavíkur og skákmeistara íslands. Friðrik Ólafsson mun að líkindum verða meðal keppenda og gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að fá erlenda meis’tara til þátttöku. Ætlunin er að reyna að fá tvo sovézka skákmenn og vonast er til þess að annar þeirra að minnsta kosti verði gamall og reyndur stórmeistari, t.d. Bolvinnik eða Keres. Góðar und- irtektir hafa fengizt hjá Skák- sambandi Bandarikjanna um að senda tvo skákmenn. Bent Larsen hef-ur og haft góð orð um að koma ef hann verður ekki upptekinn í heimsmeistara- keppninni og vonir standa til þess að Szabo geti komið. Fyrsta alþjóðlega Reykjavík- urskákmótið, sem haldið var árið 1964, var helgað minningu Péturs Zophóníassonar, eins af merkustu brautryðjendum skák menntar á íslandi, og önnuðust Taflfélagið og Skáksambandið það í sameiningu. Annað mótið, árið 1966, var tileinkað fertugs- afmæli Skáksambandsins og sá sambandið eitt um það mót. Taflfélag Reykjavíkur annast mótið í vor og verður það helg- að minningu Willards Fiske, sem allir skákmenn á Islandi og nemendur Menntaskólans í Reykjavík þekkja. Forráðamenn Taflfélagsins kváðust hafa von um styrk úr ríkissjóði og bæjarsjóði eins og til hinna fyrri Reykjavíkurmóta en svona mót eru skiljanlega mjög kostnaðarsöm. Auk þess verður hal'din hraðskákkeppni fyrirtækja 19. nóv. næstbomandi til fjáröflunar fyrir mótið. Samvinna hófst í fyrra milli Æskulýðsráðs undir forystu Reynis Karlssonar annars veg- ar og Taflfélags Reykjavíkur hins vegar um skákkennslu í skólum. Þessari samvinnu mun verða haldið áfram í vetur, enda er aðstaða til skákkennslu stór- bætt með tilkomu hins nýja Fífa auglýsir Úlpur, peysur, molskinnsbuxur, terylenebuxur, stretchbuxur, rúllukragapeysur á kr. 120.— strau- fríar drengjaskyrtur á kr. 128. Gallabuxur á kr. 115. Gallabuxur fulloi’ðinna á kr. 157, regnkápur á börn og fullorðna, regngallar í stærðunum 1—5. Verzlið yður í hag. Verzlið í Fífu. VERZLUNIN FÍFA, Laugavegi 99. (Inngangur frá Snorrabraut). Byggingarlóð Af sérstökum ástæðum er til sölu 2.200 ferm. eign- arlóð með byggingarleyfi í Mosfellssveit. Teikning af nýtízku húsi getur fylgt og er til sýnis á skrif- stofunni. Nánari upplýsingar gefur Nýja fasteignasalan Laugavegi 12, sími 24300. IMtR GLÆSILEGUR SVEFNSÚFI SKEIFAN SÓFINN ER FULLKOMIÐ TVEGGJA MANNA RÚM AÐ NÓTTU. KJÓRGAR-ÐI SÍMI, I8580-I697Í ÞANNIG LÍTUR SVEFNSÓFINN ÚT Á DAGINN.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.