Morgunblaðið - 17.09.1967, Síða 11

Morgunblaðið - 17.09.1967, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPT. 1967 11 Kristján C. Císlason formaður V.í. Frjáls verzlun og traust þjóöarinnar á Verzlunarráði efst í huga KRISTJÁN G. Gíslason stór- kaumaður er núverandi for- maður Verzlunarráffs íslands, en hann tók við þeim störfum s.l. ár. Kristján er sonur Garðars Gíslasonar, fyrsta formanns Verziunarráðsins. Mbl. fékk Kristján til að svara nokkrum spurningum um uppbyggingu og starf- semi Verzlunarráðsins: — I stjórn Verzlunarráðs- ins eiga sæti 18 menn, sagði Kristján. 8 þeirra eru til- nefndir af félögum og sam- tökum, en tíu eru kosnir. Fé- lag ísl. iðnrekenda, Félag ísl. stórkaupmanna og Kaup- mannasamtök íslands tilnefna hvert um sig formann sinn og annan fulltrúa, sem kosinn er hjá þessum félögum á fé- lagsfundum. Síðan tilnefna ýmis sérgreindafélög tvo full- trúa í stjórnina Meðlimir í Verzlunarráði í Reykjavík kjósa síðan 8 menn í stjórn- ina og meðlimir utanbæjar tvo menn. Þegar að loknum aðalfundi ráðsins skiptir stjórnin með sér verkum. Formaður og varaformaður eru kosnir sérstaklega, en auk þeirra taka 7 aðrir menn sæti í framkvæmdastjórn, til- nefndir af þeim aðilum sem áður hafa verið nefndir. — Hverjir eiga nú sæti í aðalstjóm Verzlunarráðsins? — Auk mín eiga þar sæti sem fyrsti varaformaður Magnús J. Brynjólfsson og annar varaformaður Gunnar J. Friðriksson. Framkvæmda- stjórinn er Þorvarður Jón Júlíusson. í framkvæmda- stjórn eru auk mín og Gunn- ars Friðrikssonar, Björgvia Schram, Sigurður Magnús- son, Haraldur Sveinsson, Othar Ellingsen, Egill Gutt- ormsson og Sigurður Óli Ólafsson. — Eru störf og markmið Verzlunarráðsins hin sömu nú og við stofnun þess? —í meginatriðum eru þau það, — hafa einungis aðlag- ast breyttum tímum og auk- izt. í mjög stuttu máli eru störf Verzlunarráðs þessi: Við leytumst við að vinna sem mest og bezt að sam- eiginlegum hagsmunamálum þeirra atvinnugreina sem taka þátt í ráðinu, rekum upp lýsingaskrifstofu, þá einu sem er starfandi hérlendis, og reynum þar að greiða sem bezt götu þeirra er þangað ur þátt í alþjóðlegu sam- leita. Þá tökum við ennfrem starfi verzlunarráða. — Nú hafa margir merkir áfangar náðst í 50 ára starfi? — Já, mjög margir. Það getur verið erfitt að tilnefna einstaka, en mér er efst I huga að nú hafa samtök er ekki tóku þátt í starfi Verzl- unarráðsins um tíma, gengið inn í það aftur, og er nú Verzlunarxáð íslands sameig- inlegur vettvangur fyrir verzlun og iðnað í landinu. — Og hvað er þér svo Kristján G. Gíslason efst í huga við þessi tímamót? — Frjáls verzlun á íslandi og viðurkenning og traust þjóðarinnar á Verzlunarráði íslands. Merkir áfangar í sögu íslenzkra verzlunarmála Verzlunarskóli Islands og Tollvörugeymslan MERKUR áfangi varð í sögu Verzlunarróðs Islands 30. júlí 1922, en þá var ákveðið að ráð- «5 tæki að sér umsjón og yfir- umsjón Verzlunarskóla íslands og sæi um rekstur hans. Verzlunarskóli íslands var stofnaður árið 1905 af Kaup- mannafélaginu og Verzlunar- mannafélaginu og gekk rekstur hans allvel framan af, eða allt til ársins 1910, en þá var svo komið að leggja átti skólann niður sökum fjárskorts. Var þá gripið til þess ráðs að ganga á milli kaupmanna og safna fé til rekstursins og var það lag haft á til ársins 1922, að Verzlunar- ráð tók við rekstri hans. í fyrstu stjórn skólans, skip- aðri af Verzlunarráði íslands voru Sighvatur Bjarnason, justisráð, Jón Brynjólfsson, kaupmaður og Jón Ófeigsson menntaskólakennari. Skólinn var á þessum árum til húsa að Vesturgötu 10, en það hús full- nægði engan veginn kröfum hans. Árið 1931 var stofnað hlutafélag Verzlunarskólahúsið h.f., með framlögum kaupsýslu- manna sem leiddi til þess að fest voru kaup á húseigninni Grundarstíg 24. Leigði síðan Verzlunarskólahúsið h.f. skól- anum húsnæðið allt til ársins 1964, en þá var félagið leyst upp og skólinn þá orðinn eigandi hús- eignarinhar. 1958 var svo hafizt handa við byggingu nýs skóla- húss við Þingholtsstræti og þar byggt tveggja hæða hús. Á neðri hæðinni er samkomusalur nemenda, kaffistofa kennara og eldhús, en á efri baeðinni eru fjórar kennslustofur og kenn- arastofa. Áformað er að byggð- ar verði tvær hæðir til viðbótar. Árið 1965 festi svo skólinn kaup á Hellusundi 3, og var því húsi breytt í kennslustofur fyrir vél- ritun og reiknivélakennslu. Fyrir nokkrum dögum fékk svo skólinn úthlutað lóð við við Kringlumýrarbraut, og mun ekki langt að bíða þess að þar hefjist byggingaframkvæmdir. Enn er ekki búið að ákveða hve stór áfangi fyrsti hluti þeirrar byggingar verður, samkvæmt upplýsingum formanns skóla- nefndar, Gunnars Ásgeirssonar, mun hann sennilega verða fyrir 500 nemendur miðað við að ein- setja í kennslustofurnar. Fyrsti skólastjóri Verzlunar- skólans var Ólafur G. Eyjólfs- son, og gegndi hann því starfi til ársins 1915, en þá tók við skólastjórastörfum Jón Sívert- sen og var hann skólastjóri til ársins 1931. Þá tók við stöðunni Vilhjálmur Þ. Gílason og gegndi hann starfinu til ársins 1953, en þá varð hann Útvarpsstjóri. Síðan hefur dr. Jón Gíslason verið skólastjóri. Skólanefndarformann hafa verið þessir: D. Thomsen 1905— 10, Jón Ólafsson 1910—1916, Sighvatur Bjarnason 1916—1928, Páll Sveinsson 1928—1931, Carí Proppé 1931—1938, Sveinn M. Sveinsson 1938—1945, Magnús Kjaran 1945—1948, Gunnar Hall 1948—1951, Egill Guttormsson 1951— 1952, Hjörtur Jónsson 1952— 1954, Magnús Brynjólfs- son 1954—1963. Núverandi skóla nefndarformaður er Gunnar Ás- geirsson. ANNAR merkur áfangi í sögu verzlunarmála á íslandi var þegar hugmyndin um Tollvöru- geymslu varð að veruleika. Toll- vörugeymslan er hlutafélag, sem Verzlunarráð íslands og fleiri samtök gengust fyrir að stofnað yrði. Stofnfundur Tollvörugeymsl- unnar var haldinn 24. febrúar 1962. Á þeim fundi var kosin stjórn hennar og skipuðu hana þeir Albert Guðmundsson, Ein- ar Faresveit, Sigurliði Krist- jánsson, Sigfús Bjarnason og Hjalti Pálsson. Á stofnfundin- um voru gefin hlutafjárloforð fyrir 2,5 milljónum króna, en hlutaféð var síðar aukið í fimm milljónir króna. Stofnendur voru 229, en hluthafar eru nú rúm- lega 300. Upphaflega fékk Tollvöru- geymslan 15000 ferm. lóð við Héðinsgötu á Laugarnestanga. Þar var byggð 2500 ferm. vöru- skemma auk skrifstofuhúsnæðis og aðstöðu fyrir tollþjónustuna. Fyrst eftir að byggingu skemm- unnar var lokið var hún leigð út sem almenn vöruskemma, en fyrstu vörurnar til tollvöru- geymslu komu þangað 14. ágúst 1964. Mikil aukning hefur síðan orðið í starfsemi Toilvöru- geymslunnar og er nú svo komið — Afmælisblaðið Framhald af bls. 10 viðtal er við Árna Reynisson um upplýsingaskrifstofu V. í. Dr. Oddur Guðjónsson viðskipta- ráðunautur ritar grein er nefn- ist Ástand efnahagsmála og stjórnaráðstafanir sköpuðu verk efnin — hugleiðingar í tilefni 50 ára afmæli Verzlunaráðs ís- lands, Helgi Bergsson fyrrv. skrifstofustjóri ritar um störf hans í þágu íslenzkrar verzlun- arstéttar. Þá eru í blaðinu greinar um félög og stofnanir í sambandi við Verzlunarráðið. Þar ritar Gunnar Ásgeirsson um Verzl- unarskóla íslands, Björgvin Schram um Félag ísl. stórkaup- manna, Sigurður Magnússon um Kaupmannasamtök íslands, Gunnar J. Friðriksson um Fé- lag ísl. iðnrekenda, Gunnar Ás- geirsson um Félag bifreiðainn- flytjenda, Höskuldur Ólafsson um Verzlunarbanka íslands og viðtal er við Albert Guðmunds- son um Tollvörugeymsluna. Þá er að lokum getið bókar er Verzlunarráð íslands hefur fengið Sigfús Andrésson til að rita um „Upphaf fríhöndlunar og almennu bænaskrána" þ. e. íslenzku verzlunina á árunum 1774—1807. Að lokum ritar svo ritstjórinn, Jóhann Briem, eftir- mála. Þá eru I ritinu skrá yfir þau fyrirtæki er senda Verzlunar- ráði ísland kveðjur í tilefni af- mælisins, en þau eru á fjórt- ánda hundrað. Tollvörugeymslan. að húsnæðið er orðið of lítið fyrir starfsemina, og munu nú um 70 aðilar vera á biðlista um húsnæði þar. Sem dæmi um um- fangsmikið starf Tollvömgeymsl unnar má nefna að árið 1966 voru afgreiddar út og inn rösk- lega 10 þús. vörusendingar, og enn hefur fjölgað, það sem af er þessa árs. 1964 nam inn- kaupsverð vara, sem geymdar voru i Tollvörugeymslunni rúm- lega 15 millj. kr.. og tolltekjur 7 millj. kr., Hliðstæðar tölur ár- ið 1966 voru 112 millj. kr., og 92 millj. kr. Nýkomið Geysimikið tirval af baðskápum, bæði með og án spegla. Verzlið þar sem verðið er bezt, og úrvalið mest J. Þorláksson & IMmann Bankastræti 11.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.