Morgunblaðið - 24.09.1967, Page 3

Morgunblaðið - 24.09.1967, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPT. 1967 3 Sr. Jón Auðuns dómpróf.: Hver var hann? Er Kristur, eins og hann er tíðast túlkaður í dag, hinn sami og sá Kristur var, sem samtíð- amenn hans sáu og heyrðu aust- ur á Gyðingalandi fyrir 19 öld- um? Það skiptir meira máli í krist- inni boðun en allt annað, að við sýnum myndina hans eins sanna og við frekast getum. I djúpum veru hans voru leynd- ardómar, sem enginn manns- hugur hefir kannað enn. En hvað segja um hann þær heimildir guð spjallanna, sem við teljum ör- uggastar um viðhorf hans, við- brögð hans, líf hans? „Þér hafið heyrt að sagt var . .. en ég segi yður“, — sagði hann oft, alls óhræddur við að ganga í berhögg við gamalviðurkennt Guðsorðs og kenningu feðranna. Menn hrukku við- Og menn hneyksluðust. Hér var verið að slá af hinni hreinu kenningu, — sögðr, menn. Við þekkjum þetta enn. Tíðum er haft hátt um það, að hinn „af- sláttarlausi kristindómur" eigi að bjarga kirkjunni. Og þá er mönn- um gjarnt að vitna til þeirra landa, þar sem haldið hafi verið fast við hinn „afsláttarlausa krjstindiim“. Víðsfjarri er mér að hælast um pað, en ég þekki'nokkuð vel kirkjulegt ástand í þessum lönd- um, og ég vil ekki að verið sé að gylla fyrir íslendingum a'ð ástæðulausu ástandið í hákirkju- legustu löndunum og löndum hins „afdráttarlausa kristin- dóms“. Ég hefi farið um þau lönd, um sum þeirra margsinnis. Og ég hefi reynt að hafa eyru og augu opin. Hve Jesús var fjarlægur þeirri hefðbundnu festu, sem Gyðinga- kirkjan hélt dauðahaldi í, má sjá af viðbrögðum hans og orðaskipt- um mörgum. En ekki sízt af sögunum, sem hann sagði. Eg tek til dæmis söguna af miskunnsama Samverjanum. Þér finnst sú saga ljúf og ynd- isleg, en hefir þú hugmynd um þann hneykslunarstorm, sem sagan vakti, þegar Jesús sagði hana? Samverjar voru nágrannar Gyðinga og náin frændþjóð. Samt er óvíst, hvort hið viðbjó'ðs- lega hatur þýzku nazistanna á Gyðingum var mikið verra en hatur Gyðinga var á Samverjum. í heyranda hljóði var Samverj- um bölvað í guðshúsum Gyðinga. Og svo ótrúlega mikið var hatr- ið, að í musterinu sjálfu, helgi- dómi allra helgidóma, fluttu prestarnir bænir til Guðs um, a'ð Samverjar yrðu útilokaðir frá því að ó'ðlast eilíft líf. En Guð hafði vit fyrir sinni útvöldu þjóð. Jesús vissi, hvað hann var að gera, hve óhemjulegri hneyksl- un það hlyti að valda, að gera Samverja að fyrirmynd Gyðings- ins — guðsbarnsins sjálfs — í líknarlund! Og það á kostnað fulltrúa Guðs á jörðu, prestsins og djáknans. Svo þverbraut hann dljandi hefðbundna hugsun og trú. Og hneykslun vakti hann líka, þegar hann fór inn í hús toll- heimtumannsins í Jeríkó, — eins og sú yndislega saga segir frá komu hans í sús Sakkeusar og samræ'ðum þeirra þar. Jesús er ekki með nokkurn guðsorðalestur eða trúboðsáhuga. Sakkeus, í dag ætla ég að dvelja, — borða — í húsi þínu! Og svo gekk hann djarfur og frjáls inn í hús fyrirlitna tollheimtumanns- ins, meðan sárhneykslaðir sóma- borgarar horfðu á. Eða fallega sagan af samversku konunni við Jakobsbrunn. Þjóðfélag Gyðinga var tröll- riðið af siðahræsni, ekki hva'ð sízt um samskipti karls og konu. Karlmaður mátti ekki yrða á konu á almannafæri, ekki einu sinni á móður sína eða systur, hvað þá á samverska konu, og meira að segja, samverska konu með flekkaða fortíð. Gersamlega skeytingarlaus um alla þessa hleypidóma gengur ' Jesús að þessari konu úti við brunninn. Hann biður hana fyrst um vatnsdrykk og á síðan lariigt j og merkilegt samtal við hana. ; Undrun konunnar er botnlaus. Lærisveinarnir undrast líka, og trúlega hneykslast þeir. Au'ðvitað flaug sagan um Gyð- ingaland. Og þegar sómamenn- irnir brunnu af vandlætingu, gekk Jesús enn djarflegar fram af þeim en nokkru sinni fyrr og sagði, að skækjurnar myndu ganga inn í guðsríkið á undan þeim. |.j Var hann ekki furðulegur mað- ur? Þannig segja guðspjöllin sjálf að samtíðarmennirnir hafi séð hann, séð hann og heyrt. Hvað segir hann við mig og þig i dag? Mig langar að fá að tala um það við þig á sunnu- daginn kemur. Síðasta ósk gamals skipstjóra uppfyllt: Sérstæð útför á Skagagrunni Osku aflakóngs dreift ó miðin Frá ylfingamótinu í fyrra. Yllingo- og ljósálíomót — í GÆR (23. september) var ylfinga- og ljósálfamót í Hafnarfirði. Þetta er í fyrsta sinn, sem sameiginlegt mót ylf- inga og ljósálfa er hal’dið, en sl. haiuist var haldið ylfingamót í Njarðvíkum. Það mót sóttu á 3. hunidrað yifiniga, svo búizt er við Fuglavermd- unarnefnd óstarfhæf í sambandi við athugasemd er Þorsteinn Einarsson íþrótafull- trúi gerði í gær, í sambandi við fugladráp, og birt var í fyrra- dag hér í blaðinu, gat hann þess aðspurður, að fuglaverndunar- nefnd, sem lög geri ráð fyrir að starfi, sé óstarfhæf og hafi verið það í rúmt ár. Nefnd þessi skal skipu'ð full- trúum frá Náttúrufræðistofnun- inni, frá Náttúrufræðifélaginu og Saimbandi dýraverndunarfé- laga, og loks skal ráðherra, — menntamálaráðherra, skipa tvo fulltrúa í nefndina, svo hún sé fullskipuð. Fyrrnefnd félög og Náttúrufræðistotfnunin hafa til- nefnt fuil'trúa sína, en en.n sem komið er hefur menmtamálaráð- herra ekki síkipað fulltrúa í netfndina o>g á meðan svo er getur nefndin ekki tekið til starfa. I\i|áll Guð- mundsson, jarðseftur Raufarhöfn, 22. sept.: — í DAG var gerð útför Njáls Guð- mundsson, frá Nýjabæ í Keldu- hverfi. Var hann 93 ára að aldri. Hann var um 40 ára skeið land- póstur um Melrakkasléttu, og þótti ákaflega happasæll og dug- legur póstur. — Einar. mjög mikilli þátttöku nú, víðs vegar að af landinu. Mót þetta var með fjölbreyttu sniði: Kl. 10 var mótsstaðurinn opnaður, og voru. þá ýmis leiktæki til að stytta mótsgestum stundir fram að hádegi, en mótið var sett kl. 14.50. Þá var helgistund, sem séra Ásgeir Ingibergsson annað- ist. Kl. 14.15 var kvikmynda- sýningar, ýmsar þrautir, leikir, keppnir o. m. fl. til skemmtun- ar. Varðeidur var svo kl. 17,25 og mótinu síðan slitið kl. 19.00. Mót þetta er aðeins fyrir ljós,- álfa og ylfinga og foringja þeirra. — í dag verður mótssvæðið opið fyrix öll börn frá kl. 13 — 18. Verður svæðið þá með „Tivolisniði" og að- gangseyri mjög stillt í hóf eða kr. 10.00. Þar verður margt til skemmtunar og gamans fyrir börnin, og allt reynt til þess að þau hjóti þess sem bezt að vera komi í „Skátativoli". Hull, Englandi — AP: í SÍÐUSTU viku fór fram sérstæð útför á miðunum á Skagagrunni. Þar var ösku gamals og þekkts togaraskip- stjóra frá Hull, Ambrose („Ammie") Fishers, dreift á sjóinn. Fisher andaðist í síðasta mánuði, 54 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi. Síðasta ósk hans var sú, að ösku hans yrði dreift einhvers staðar á íslandsmiðum, þar sem hann hafði stundað fiskveiðar í 30 ár — helzt á Skagagrunni. Kunnugir segja, að fáir brezkir togarskipstjórar, er stundað hafi veiðar á norð- lægum miðum, hafi komizt í hálfkvisti við „Ammie“ Fish- er. Hann lærði sjómennsku af föður sínum, og kom hvað eftir annað til Hull með atfla, sem bar atf að gœðum. Aðeins 24 ára gamall gerð- ist hann togaraskipstjóri og hann lét ekki aí skipstjórn fyrr en skömmu áður en hann veiktist af sjúkdómi þeim, sem dró hann til dauða. I einni veiðiferðinni, fyrir tíu árum, veiktist Fisher og var fluttur í flugvél til Bret- lands, þar sem gerð var á hon um meiriháttar skurðaðgerð. Fjarlægja varð annað lung- að, en tveimur árum síðar var hann aftur kominn á miðin á Skagagrunni. I síðustu heimsstyrjöld var Fisher ytfirmaður á einum tundurduflaslæðara brezka flotans, og hlaut hann otftar en einu sinni viðurkenningu fyrir vasklega framgöngu. Flotinn brást því skjótt við, þegar ekkja hins látna skip- stjóra, frú Mabel Fisher, fór þess á leit, að ösku hans yrði dreitft á íslandsmiðum. Ask- an var afhent í bækistöð brezku herskipanna, sem eft irlit hafa með brezkum tog- urum á íslandsmiðum, og komið um borð í herskipið Malcolm, áður en það fór frá Skotlandi í eina af regluleg- um eftirlitsferðum skipsins til miðanna norður af íslandi. Athöfnin um borð í Mal- colm fór virðulega fram, og var henni útvarpað til brezkra togara á Skagagrunni svo áhafnir þeirra gætu fylgzt með henni. H'é var gert á veiðum meðan afchöfnin fór fram, og áhafnir margra tog- ara hlustuðu á hana, einkum togaraáhafnir frá Hull. At- höfnin fór fram í suðvestan stormi, sem Fisher barðist við mörgum sinnum á ári hverju. Fisher var skipstjóri á tog- úrum fyrirtækisins J. Marr & Sons í Hull. Marr sagði um hann látinn: „Hann var einn af síðustu afiakóngunum af gamla skólanum. Hann þekkti miðin við ísland eins og lóf- ana á sér, og ég etfast um að nokkur annar skipstjóri hafi Ambrose E. Fisher, skipstjóri komizt í hálfkvisti við hann að því leyti“. Fisher átti ekki aðeins það sameiginlegt með föður sín- um, að vera sjomennskan í blóð borin, heldur einnig löngunina til að mála í frí- stundum. Tómstundum sínum varði Fisher einnig oft til veiða í litlu vatni skammt frá Hull, Hornsea Mere. Hann var búsettur í Swanland, skammt frá Hull.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.