Morgunblaðið - 24.09.1967, Page 19

Morgunblaðið - 24.09.1967, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPT. 1967 19 Hannes Þorsteinsson fann Galdra-Loft Síðari hluti Sú venja virðist hafa verið noktouð almenn í skólunum hér á landi á seytjándu öld og fram undir miðbik átjándiu aldar, að brottfarendur fengu síðasta veturinn, sem þeir voru í skól- anum, vottorð skólabraeðra sinna um góða hegðun, ásamt þakklæti fyrir samveruna og heillaóskum fyrir framtíðina. Voru vottorð þessi því eins konar kveðja til brottfaranda, er hann geymdi til minningar um skólaíbræður sína, enda rituðu allir nöfn sín undir slík vottorð með eigin hendi. Eru vottorð þessi venju- lega fallega rituð með munka- letri, og eru hin mestu mætis- skjöl. En því miður niokkuð fá- séð nú. Þó eru enn til fáein þessara vottorða, einkum úr Hólaskóla, og þaðan er hið elzts þeirra frá 1623, en hið næsta frá 1655, svo 1669, 1682, 1709, 1715, 1719, 1725 og 1740, að eins eitt frá hverju ári. Eitt þessara vott- orða, sem hér sikiptir máli,' er dagsett á Hólum 3. febrúar 1719, og gefið Jóni Guðmundssyni, síðar presti á Þóroddsstað (f 1749), með samþykki Snorra skólameistara Jónssonar. Frum- rit þessa skjals er í Landsskjala- safninu. Hafa 35 skólapiltar rit- að nöfn sín undir mgð eigin hendi, og þar á meðal Loftur Thorsteinsson, þ. e. Loptur frá Vörðufeli, Galdra-Loptur, Er óhiætt að segja, að rithönd hans muni nú hvergi til vera nema á þessu eina skjali. [Skjal þetta var hin fyrsta áreiðanlega heim- ild, er eg fann um skólavist Galdra-Lopts, og var mér skjótt Ijóst, að hér gat ekki verið um annan mann að ræða en hann, og að hann hefði, verið Þorsteins son, en ekki Gunnarsson, eins og síðar sannaðist betur, þá er eg (í fyrra haust) fann bréf Hannesar prófasts í Reykholti til -hans, er sannaði, að Loptur hefði stúdent orðið, eins og síð- ar staðfestist nánar með um- mælum Páls Vídalíns, og þótti mér þá mikið fengið. Var þá að eins eptir að, fá vissu um ætt- erni hans og uppruna, og það heppnaðist mér loks í Manntal- irnu 1703, sem áður er sagt] Að hann ritar sig Thorsteinsson, en ekki blátt áfram Þorsteinsson, þarf ekki að bera vott um for- di'ld eða tilgerð, því að þá var slíkur hégómi tíðkanlegur með- al lærðra manna, að rita Th í stað Þ í nöfnum sínum. Annars gæti verið, að skriptfróðir menn (skriptþýðendur) nú á tímum gætu lýst eitthvað lund- erni Galdra-Lopts eptir drátt- unum í nafni hans. Af því að mörgum mun þykja fróðlegt að sjá hverjir hafi verið samtíða Galdra-Lopti í Hóla- skóla veturinn 1718-1719, og len.gur, þá verða þeir hér taldir, sem ritað hafa nöfn sín undir skjal þetta ásamt Lopti, að við- bætt/um skýringurr, um síðari lífsstöðu þeirra, að því 'leyti, sem mér er kunnugt. En þeir eru þessir, að mestu leyti í þeirri röð, er þeir rita undir: Eiríkur Hallsson (prestur í Grímstung- um f 1779), Stefán Einarsson (prófastur í Laufási t 1754), Guð mundur Ólafsson (djákni á Munkaþverá, faðir síra Friðriks á Borg), Jón Jónsson (prestur í Grímsey t 1727), Stefán Ólafs- son (prestur á Höskuldsstöðum t 1748, faðir Ólafs stiptamt- manins), Hans Lárusson Schev- ing (klausturhaldari, faðir Vig- fúsar og Davíðs Scheving sýslu- manna), Sigurður Jónsson (pró- fastur í Holti undir Eyjafjöll- um t 1778), Grímólfur Illuga- son (prestur í Glaumbæ t 1784), Jón Rafnsson (frá Ósi í Hörgár- Vottorðið, sem Loftur Þorsteinsson (Galdra-Loftur), skrifar undir ásamt 34 öðrum Hólasvein- um — Vottorðið er varðveitt í Þj óðskjalasafni íslands. Undirskrift Lofts Þorsteinssonar. til grundvallar einhverjar galdra glettur og særingatilraunir ncikkurra ófyrirleitinna og hjá- trúarfullra skólapilta undir for- ust-u Lopts, því að slíkt var eikki einsdæmi í skólum hér á landi, nokkuð fram á átjándu öld. En vitanlega hefir Steinn "biskup gert al'lt til að þagga slíikan ósóma niður í skólanum, og því lítt hljóðbært orðið, þótt ein- hverjir skólapiltar yrðu uppvis- ir að fávjslegum bernskubrek- um eða kuklarabrellum, ef til vill bæði í gamni og alvöru. En þjóðsagan hefir náð tökum á þeim og gert Lopt að hinum rammasta galdramanni, er seldi sig fjandanum til að ná Rauð- skinnu eða Gráskinnu, svo að hann yrði fremstur allra fjöl- kynngismanna, og engin gæti staðið honum á sporði. En hefndin var sturlun á geði og sviplegur dauði á sjó úti, þar sem kölski sótti eign sína. Þann- ig fara þjóðsögurnar með yrkis- efni sitt. Síðustu þrjá árin, sem Loptur var í skóla (1719-1722), voru þar samtíma* bonum tveir fóstursyn- ir Páls Vídalíns lögmarins: Jón Sigurðsson og Jón Ólafsson [þ.e. Jón frá Grunnavík eða Jón Grunnvíkingur f 1779]. Var Páll lögmaður kunnur að því að hafa enga ó'beit á forne9kju, og ekki fjarri því að leggja trúnað á kukl og jafnvel fara með það sjálfiur, þótt undarlegt megi virðast um svo lærðan og merk- an mann. Jón Ólafsson frá Grunnavík, fóstursonur hans, var og trúaður á hindurvitni og gerninga, hafði alizt upp í því andrúmslopti. Er sennilegt, að allgoit vinfengi hafi verið'milli Lopts og nafnanna frá Víðidals- tungu. Voru þeir þrír útskrifaðir undir eins, seint í marzmánuði 17212, af Guðmundi skólameist- ara Steinssyni, og enn þrír piltar aðrir. Hefir Loptur þá staðið rétt á tvítugu. Segir Páll lög- maður í bréfi ti'l Hannesar próf- asts Halldórssonar í Reykholti 17. apríl 1722, að Hólaskóla hafi verið sagt upp 18. marz, og það- an hafi útsikrifazt sex piltar, og bætir svo við: „eg veit Loptur hefir þetta sagt“ (þ. e. sagt pxóf- asti frá þessu). Þessi Loptur, er lögmaðurinn minntist á, er ein- mitt Galdra-Loptur. En í hverju sambandi stendur hann við Hannes prófast í Reykholti? Það sést nokkuð af eiginhandarbréfi síra Hannesar til Lopts, dag- settu í Reykholti 9. desember 1722, og þykir réttast að prenta það hér í heilu lagi, því að það er samhliða undirskript Lopts í skólanum 1719, merkasta heim- ildarskjaiið um hann. dal, dó ungur), Eyjólfur Bjarna- son (prestur í Grímsey f 1778), Grímur Þorláksson (frá Viðvík, fór úr skóla), Páll Gunnarsson (þjónn Odds lögmanns, síðar bóndi í Fagurey), Jón Jónsson, Páll Sveinsson (djákni á Gufu- nesi f 1784), Björn Magnússon (prestur á Grenjaðarstað f 1766), [Hér ritar Loptur nafn sitt næst á eptir], Þorlákur Sigurðsson (prestur á Kirkjubæjarklaustri f 1778), Davíð Lárusson Schev- in.g (drukknaði ungiur), Pétur Eiríksson (Arnsted prestur á Hofi í Vopnafirði f 1738), Ingj- aldur Jónsson (drukknaði í Hér- aðsvötnum 1722), Magnús Ein- arsson (frá Hraunum í Fljótum), Einar Jónsson (Hó'laráðsmaður í Viðvík f 1779), Einax Ha'lldórs- son (prests á Bægisá Þorláksson- ar, síðari bóndi), Ólafur Þórar- insson (prestur á Eyjadalsá f 1742), Halldór Guðmundsson (úr Vatnsdal), Halldór Pálsson (prestur á Knappsstöðum f 1754), Skúli Illugason (prestur á Möðruvallaklaustri f 1744), Páll Jónsson, Jóhann Kristjánsson (prestur á Mælifelli f 1780),. Ólafur óiafsson (aðstoðarprests á Þóroddsstað Jónssonar f 1757), Sigurður Benediktsson (prestur í_ Garði í Kelduhverfi f 1780), Árni Daðason (prestur á Hofi á Skagaströnd f 1747), Þorlákur Runólfsson (úr Skagafirði), Jón Jónsson, Sveinn Eyjólfsson (drukknaði 1723, með Guðmundi skólameistara Steinssyni), og Eiríkur Jónsson (prestur á Hofi á Skagaströnd f 1779). Lengst þessara manna lifði síra Grímólfur í Glaumbæ, eins og fyrr er getið. Hann andaðist 2. nóvember 1784, en næst hon- um Páll Sveinsson djákni á Gufunesi, er andaðist 16. janúar sama ár — en hann var einmitt útskrifaður 1722, um leið og Loptur. Um 1720 munu þeir Skinna- staðabræður, Einar og Ari, synir Jóns prests greipaglennis, hafa komið í Hólaskóla, þótt áreiðan- legar heimildir séu ekki fyrir hendi um skólavist Ara, og víst er það, að skólanámi lauk hann ekki. [Hann var kallaður Galdra-Ari, og var illa kynntur, því að hann fór með hindur- vitni og kukl, ,sem fleiri ætt- menn hans. Einar bróðir hans varð prestur á Skinnastöðum eptir föður sinn, en gekk hrurn- ult, og börn hans úrættust. Hann dó 1784, áttræður að aldri]. Með því að forneskja og kukl var svo að segja ættgengt hjá Skinnastaðafólki, eða afkom- komendum síra Einars Nikulás- sonar galdrameistara, er ekki ósennilegt, að Loptur háfi lagt lag sitt við þá bræður, Einar og Ara, og að þeir hafi verið að- stoðarmenn hans í einhverjum brellum, ásamt Jóhanni Krist- jánssyni, er var jafnaldri Lopts og kom í skóla jafnsnemma honum. En hvort nokkur sögu- leg átyl'la sé fyrir særingarat- höfnum Lopts og þeirra félaga í Hólakirkj'U, er nú ekki unnt að segja, og bezt að láta allar slíkar getgátur liggja á milli hLuta. Fyrir þjóðsögn þessari geta legið Bréf Hannesar prófasts Hall- dórssonar í Reykholti til Galdra- Lopts 9. desember 1722. [Eptir bréfábók prófasts bl. 258 b. í Landsskj alasaf minu. E'iginhand- rit]. Bréf mitt til Lopts Þorsteins- sonar. Æruprýddi vellærði yngis- sveinn, elskulegi vin, Loptur Þorsteinsson, mín vinsamlega heilsan. Yðar vinsemdar tilskrif af dato 28. Novembris meðtók eg í gær, fyrir hvert sem sér- hver önnur yðar humanitatis offic[i]a eg yður alúðlega þakka. En upp á yðar ósk og eptir- spurn til min þar inni er mitt einfalt svar þetta, að eptir því ég séð og lesið hefi yðar gott Testimon.iium og dimissionem frá dómkirkjunnar skóla að Hólum, útgefið af æruverðugum Domino Rectore Guðmundi Steinssyni, þá consentera eg svo mikið sem mig áhrærir og kon- unglegt lögmál leyfir, að þér, Framih. á bls. 24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.