Morgunblaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 7
r* rm í
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPT. 1967
7
Langvíubyggð / Lóndrangi
LÓNDRANGAR eru taldir
TÍsa 250 f. yfir jafnsléttu, en
standa fremst á háu bjargi.
„Stóri Lóndrangur er fugla-
heimur mikill“, sagði Einar
Þorkelsson skrifstofustjóri Al-
þingis, sem upp alinn var á
nesinu. Á nokkrum stöðum
í annálum er og talað um
Stóra Lóndrang sem fugla-
bjarg. Mun þar hafa verið
langvíuvarp frá förnu fari, og
á það bendir vísan sem kveð
in var um Pétur elzta í Mál-
arrifi:
Þegar fært á flyðru vang
fróma dróttin metur,
lúrir meira Lón í drang
langvían en Pétur.
Ult þótti jafnan að veiða
fugl eða safna eggjum í
drangnum, og eru þess nefnd
dæmi að menn hröpuðu þar
til bana.
Nú er þetta orðið breytt. Á
seinni tímum hefur rita sótt
eftir varpstöðum í berginu, en
það hefur langvíunni fallið
illa, því að henni líkar ekki
óþrifnaður ritunnar. Hefur
langvían fyrst farið undan í
flæmingi, en hopað undan rit-
unni og seinast flúið þaðan
svo að nú er þar ekki nema
ein látil langvíubyggð, setin
af nokkrum tugum fugla. En
þenna stað ver langvían með
oddi og egg. Eru það furðu-
leg óhljóð, sem hún rekur upp
í hvert skipti sem rita nálgast
eða gerir sig líklega til að
setjast í bjargið á þessum
stað. Mætti líkja því við her-
óp, og svo ganga skammimar
og er langvían svo hávær að
glymur í báðum dröngum.
Þessi einangraða byggð lang
víunnar er í efri hluta drangs-
ins og er sá blettur milli
tveggja hleina og ljóslitur af
ÞEKKIRÐIJ
LAIMDIÐ
ÞITT ?
Londrangur,
fugladriti, eins og sjá má á
myndinni.
í bjarginu milli Lóndrangs
og Svalþúfu verpir nokkuð af
fýl. Ferðafólk mætti í sumar
tófu, sem kom hlaupandi neð-
an af bjargi. En er fólkið kom
niður á bjargbrúnina, var þar
dreif af eggjakoppum. Tófan
hafði leitað fanga í bjarginu,
borið eggin upp á brún og
gætt sér þar á þeim.
Hrafnar áttu hreiður í
Minnadrang í vor og komu
þar upp fjórum ungum. Þeir
munu einnig hafa „gengið
varpið" og lítt hlífzt við að
taka þau egg er þeir gátu náð
í.
Alls staðar í náttúrunni er
stríð, yfirgangur og rán.
Á. ó.
Nýiega hafa opinberað trú-
lofun sína í Osló ungfrú Nanna
Ólafsdóttir, listdansnemi, Kárs
nesbraut 111, Kópavogi, og Þór
hanmes Axelsson, stud. real.,
Álfhólsvegi 43, Kópavogi.
16. sept. opinberuðu trúlofun
síha ungfrú Elín Pálsdóttir,
Skólabraut 51 og Vigfús Þór
Árnason, Nöklkvavogi 34.
Spakmœli dagsins
ÞaÐ er raiunar eftirtektarvert,
frú mín góð, að þeir sem mest
ha.fa látið sig skipta velferðt
annarra. hafa yfirleitt sjálfir
verið náungum sinum til mikilsi
ama. — Anatole France.
Sjötug er í dag Franziska Sig
urjónsdóttir, Vatnsstíg 9. Hún
tekur á móti gestum í Átthaga-
sal Hótels Sögu í kvöld frá kl. 7.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína Hugborg Sigurðardóttir,
Heiðmörk 8, Selfossi, og Sigur-
mundur Arinbjörnsson, Álfheim-
um 64, Reykjavík.
Þann 15 september opinber-
uðu trúlofun sína arkitekt
Hanne Grunnet, Tssatrup og
arkitekt Hermann Foss Inigólsfs
son, Flemager 6, Glostrup.
Þann 9. september voru gef-
in saman í hjónaband í Háskóla
kapellunni af séra Fjalar Sig-
urjónssyni ungfrú Kristín Árna
dóttir, hjúkrunarnemi og Ein-
ar Sindrason, læknanemi. Heim
ili þeir.ra er að Lang-holtsveg
12.
(Ljósrn.: Jón K Sæmundsson,
Tjarnargötu 10 B).
VÍSUKORINi
Hrindum grómi úr hjartastað,
hyggjufrómir bræður.
Mestur sómi er því aö,
oft er dórnur skæður.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Laugardaginn 26. ágúst voru
gefin saman í hjónaband í Dóm-
kirkjunní af séra Jóni Auðuns,
ungfrú Halldóra Friðriksdóttir og
Hans Petter Poulsen. (Loftur hf.,
ljósmyndastofa, Ingólfsstræti 6,
Áheit og gjafir
Reykjavík).
Gjafir og áheit til Háteigskirkju:
Aheit 100; NN 400; Þórunn Olafs-
dóttir, Stórholti 28 1000; NN 300;
Björn Sigurðs-son. Skipholt 28 1000;
María Hálfdánard. og Guðm. Péturs-
son 1000; Hjördís Jóhannesd. og Hörð
ur Benediktss 1000; Sören Bögeskov
og frú, Safamýri 56, 620; Magnús
Jónsson, Stórholt 14 1000; Gunnlaug-
ur G. Björnsson 1000; Ragnh. Þor-
kelsdóttir Háaleitisbraut 56 100; BoUi
Agústsson 200; NN 5000; Gunnar Sig-
urgeirsson 100; NN 100; NN 100; Guð-
rún Björnsdóttir Háteigsveg 44 2000;
NIT 100; Guðlaug Þórarinsd. Drópu-
hl'íð 17 5000; Jón Jónsson 25; Sigríður
Ingvarsdóttir Bólstaðahl. 42 100;
Aheit frá L.B. & HH 50; sama 200;
Inn'komið við danska Guðsþjónu6tu
528; Ragnheiður Guðjónsdóttir 300;
Ur samskotabauk kihkjunnar 1605.
Mezð beztu þöikikum.
Cafnaðarstjórn.
Bréfritari
Gift kona með langvarandi reynslu við erlendar
bréfaskriftir óskar eftir vinnu hálfan daginn. Til-
boð merkt: „40“ sendist afgr. Morgunblaðsins
fyrir næstkomandi miðvikudagskvöld.
Ibúð til sölu
Til sölu er fimm herbergja íbúð (efri hæð) í
Laugarneshverfi. Upplýsingar í síma 81332
og 81592 eftir kl. 19.
Hafnfirðingar
Vetrarstarfsemi Bridgefélags Hafnarfjarðar liefst
með 5 kvölda tvímenningskeppni 27. sept. kl.
20 í Alþýðuhúsinu. Bridgemenn fjölmennið.
STJÓRNIN.
JAPY -
ritvélar
Franskar skólaritvélar
komnar aftur.
JAPY f®st með og án
dálkastillis.
JAPY er óf,ýr —
JAPY er sterk.
Það er leikur að læra
á JAPY
Einkaumboð fyrir ísland:
Hannes Þorsteinsson, heildverzlun
Hallveigarstíg 10. — Sími 2-44-55.
Söluumboð:
GUMA,
Laugavegi 43. — Sími 2-38-43.
GENERAL ELETRIC
(RADIO & TELAVISION) LTD. England.
23” skermur, nýkomið, með mjög hagstæðu verði.
Ferða-útvarpstæki, transistoruð og sjónvarpstæki
Þer kaupendur, sem beðið hafa eftir sjónvarps-
tækjum frá okkur, vinsamlegast hafi samband
við umboðið.
Einnig óskar umboðið eftir sölumönnum í borg
eða bæjum, sem hefðu áhuga á að selja framleiðslu-
vörur frá General Electric, Englandi.
Umboðið:
A. O. RADIP & Raftækjaverzlun,
Sólvallagötu 27, Reykjavík. Símar 12409 og 20233.
r
r