Morgunblaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPT. 1967 Á æðarfuglinn að hljóta sömu örlög og geirfuglinn? MIKIÐ er skrifað og rætt um náttúruvernd og er allt gott um það að segja, a.m.k. hefði Reykjavíkursvæðið haft fulla þörf fyrir náttúruvernd. Örfir- isey hefði þá e.t.v. ekki verið svo grátt leikin, sem raun ber vitni. En það er fleira en fögur landssvæði, sem þarf að vernda, fuglalif okk.ar á sjó og la.ndi þarfnast líka verndar. Það er skuggalegt útlit með framtíð okkar gæfasta og arð- samasta fugls, æðarfuglsins, hans virðist ekkert bíða nema tontíming, ef ekkert er gert nú þegar honum til varnar. Tveir höfuðóvinir sækja að æðarfuglinum, svartbakur og minkur og vafalaust er sá fyrr- nefndi mesti skaðvaldurinn. Á síðustu áratugum hefur svart- baki fjölgað gífurlega, úrgangur frá frystihúsum og sláturhúsum kringum allt land hafa verið eldisstöðvar hans. Þessi hrausti og grimmi fugl er líka eins og húsdýr í hverri höfn landsins. Inn.a.n um þen.nan va.ng synda svo spakar og saklausar æðarkollur með ungana sína, en þeir eru fljótir að týna tölunni. Full- yrða má, að á mörgum stöðum tíni svartbakurinn upp 80— 90% af ungum um leið og þeir koma úr hreiðri og læra fyrstu sundtökin. En hvað er gert til þess að snúa tafiinu við, eyða ránfuglinum og iorða æðarfugl- inum frá tortímingu? Ekkert sem að gagni hefur komið. Það er ógerningur að vinna svart- bak með skotum, hann er mjög styggur og var um sig. 9ðeins þrjú ráð eru tiltæk: Fyrsta, taka öll egg, sem unnt er að ná til (Ef eggin eru tekin verpir svart bakurinn þrisvar). Annað, reisa háar girðingar, sem fylltar eru af úrgangi, fuglinn flýgur ofan í nær ekki flugtaki. Þriðja, gefa honum svefnmeðal eða eitur. æðarungar. Eitrun hefur verið bönnuð með lögum, til þess að vernda örfá arnarhjón, sem er þó mjög vafasamt að verði bjargað frá aldauða. Ég hefi beyrt af erni, sem lagðist í æðarvarp og drap einnig lömb um.vörpum, það voru ófagrar aðfarir. Æðarfuglinn gerir engri skepnu mein, hann fóðrar sig sjálfur og skilur eftir í hreiðri sínu dúninn ,sem er verðmæt- asta vara, sem framleidd er í landinu. Á slík atvinnugrein ekki kröfu á verr.d? Ein byggð eyja á Breiðafirði hafði 20 kg. af dún fyrir 50 árum, en aðeins 2 kg. núna. Eitt stórbýli á Ströndum hafði fyrir 1930 90 kg. varp, nú eru þar um 30 kg og er það með því bezta sem gerdst á landinu. Væri vargnum útrýmt væri dúnframleiðsla orðin stór útflutningsatvinnu- vegur, því að markaður er nær ótæmandi fyrir þessa sjaldgæfu vöru. Það sem erlendir ferða- menn spyrja fyrst og fremst um er, æðardúnn. Verðið hefur hækkað ár frá ári vegna minnk- andi framboðs og er kílóið nú komið yfir hálft þriðja þúsund í heildsölu. Sjélfsagt væri, að rikið veittí styrk, til þess að koma upp eldisstöðvum fyrir æðarfugl. Auðvelt væri að unga út eggj- um í vélum og girða af víkur og voga, þar sem ungarnir væru varðveittir, þar til þeir verða sjálfbjarga. Mikið átak mætti gera í eyðingu svartbaks og minks og reisa eldisstöðvar fyrir æðarfugl fyrir andvirði eins síldarbáts, ca. 20 milljónir, sem er látinn lemja sjóinn norð- ur í íshafi. Gísli á Mýrum í Dýra firði er löngu landskunnur fyrir sína miklu dúnframleiðslu og umhirðu um varplönd sín. Varpið er rekið sem búgrein, sem gefuir meiri a.rð en annar búrekstur. Alþingi það, sem senn kemur saman, ætti af fullri alvöru að taka þessi mál til umræðu og láta rannsaka hvað gera megi, Helgt Jónsson Akrnnesi 80 nrn HBLGI Jónsson skósmiðameist- ari Krókatúni 15. Akranesi, verður áttræður í dag. Hann er fæddur á Vöðlum í Vöðlavík í Suður-Mú'lasýslu ár- ið 1887. Hóf skósmíðanám á | Seyðisfirði árið 1904, og hefir stundað þá iðn alla tíð síðan. Að loknu námi vann hann sem sveinn hjá skósmiðju á Eskifirði úl ársins 1913, en það ár flutti hann til Neskaupstaðar. — Þar stofnaði Helgi sjálfstæða skó- ■ vinnustofu og skóverzlun, sem hann starfrækti til ársloka 1947. í janúarmánuði 1948 flutti hann hingað til Akraness og stofnsetti hér sikóverzliun, og hef- ur unnið og vinnur enn með fu'llum krafti að iðn sinni sem áður. Helgi var kvæntur frú Guð- rúnu Jónsdóttur, ættaðri frá Hlíðarhúsum í Reykjavík. Þau eignuðust einn son, Jón Helga- son, sem er vélvirki hjá Hval h/f í Hvalfirði. — Guðrún lézt árið 1962. Helgi er vel hraustur og hefir fúlla starfsorku, traustur og ákveðinn Sjálfstæðismaður, sem fylgist vel með bæjar- og þjóð- málum. Vinir hans víðsvegar á land- inu, senda honum framtíðar heillaóskir á þessum merku tímamótum. það dugar engin deyfð, stað- reyndirnar tala sínu máli. Útlitið er ekki svo glæsilegt, hvorki til lands né sjávar, að unnt sé að horfa sljóum augum á, að arðsamur gamall atvinnu- vegur sé lagður í rúst fyrir full- kominn vesaldóm og kæruleysi. Hjálmtýr Pétursson. - MÁLMVINNSLA Framlh. af bls. 10 Anmað stigið fæli í sér fram- leiðslu léti.na málma með raf- orku, maignesíum, natríuim og ef til vill fleir.i geysi verðmætra málma. Þefcta skapaði svo mögiu- leika fyrir þriðja stigi. Því við málmrvinnislunn.i má gera ráð fyr ir að mymdist töluvert magn af klóri. Klórið mætti væntanlega selja sem slikt, en einnig nota til að bygigja upp lífræn efn.asa.mlb. úr efnum, sem fást í samba.ndi við oliur. Þann.ig mætti fram- Leiða plasttegunidir og fleira sem við hefðum áhuga á. Auk þess er möguleiiki á þriðja stigi fyrir framleiðslu títaníum, sem er einn himn.a nýju létfcu mála. — Saltið er þá kanmski ekki miikilvægasti hluti mélsins? — Séð frá efnaihagslegum sjón arhól er.u það án alls efa léttu málimarmir, sem mesta þýðingu hafa fyrir okkur. Mér virðist enginn vafi lei.k.a á, að ef við skipulegigjum vel u.ppbyggimgu sllíkrar sjóefn.a vinnsl.u, þá getum við framleitt þessa létfcu málma fyr.ir óvenjiulega lágt verð. Eftir- spurmin eftir þeim fer ört vax- amdi og verðmætin eru mikil. Við ættum líka að standa nokk- u@ föstum fót.um í iðnaði, sem bygigist eingöngu á eigin hráefn- um og auðlimduim. Ég vona að memn séu að vakna til umhugs- unar u.m, að hér er atlhafmasvið með öllu ón.umið. f því gæti ver- ið fólgim ný og ha.gsæl atvinnu- gnein í okkar hráefnasnauða landi. — 1>. W. — Galdra-Loítur Frarnih. af bls. 19 yðar studiis til frekari ávaxtar, iðkið yður með prédikan og framburði guðs hjeilögu] orða af prédikunarstólnum opinber- lega fyrir söfnuðinum á hentug- um tíma, þó svo, að þér óskið leyfis yðar sóknarprests líka þar til, hvað eg vona hann muni yður ekki misunna. Eg óska yð- ur til lukkusamlegs ávaxtar í þessu áformi, sem sérhverju öðru, og fel svo að endingu þeim eilífa guði og orði hans náðar með rninni og minnar vinsemdar heilsan til yðar og yðar göfugra húsbænda með blessunaróskum. Reykholtji] Anno 1722 d[ag] 9. lObris. Hannes Halldórsson. Af því bréf þetta fer ei með vissum milliferðum, þá voga eg ekki því að fylgja láta Testimon- ium yðar, læt það því bíða betra færis. Af bréfi þessu fæst meðal ann- ars óyggjandi vissa um, að Lopt- ur hefir stúdent orðið, og í sam- bandá við ummæli Páls Vídalnís sést, að hann hefir einmitt út- skrifazt vorið 1722, líklega 18. marz, þá er skóla var sagt upp, og þá farið suður í Borgarfjörð, líklega orðið samferða fóstur- sonum lögmanns frá Hólum vestur að Víðidalstungu á leið suður að loknu burtfararprófi þeirra þriggja. Það sézt og enn- fremur af bréfi þessu, að haustið 1722, er Loptur sótti um prédik- unarleyfið til prófasts, hefir hann átt heima einhvers staðar í prófastsdæmi hans (Borgar- fjarðarsýslu) hjá „göfugum hús- bændurn", eins og prófastur get- ur um, og mundi hann ekki hafa komizt svo að orði, nema Lopt- ur hefði verið hjá einhverjum veraldlegum valdsmanni eða öðru heldra fólki. Er naumast nema um þrjú heimili þá að ræða þar í sýslu, er þetta geti átt við: á Hvítárvöllum hjá Sig- urði sýslumanni Jónssyni (f 1761), á Leirá hjá VigMsi stútent (f 1726), syni Jóns bisk- ups Vigfússonar, eða á Ytra- hólmi hjá Hannesi stúdent Há- konarsyni (t 1761), þó einna helzt þar eða á Leirá, því að svo virðist sem Loptur hafi átt heima alllangt frá Reykholti, eða lengra burtu en á HvítárvölLum, úr því að prófastur þorir ekki að senda vitnisburð hans, sakir óvissra ferða milli heimilis Lopts og Reykholts. En vitan- lega verður ekkert um það sagt með vissu, hvar í sýslunni Lopt- ur hefir dvalið þá um haustið, enda skiptir það ekki svo miklu. En ótruflaðiur að viti hefir Lopt- ur þá verið og ætlað að undir- búa sig til prestsskapar. Þetta bréf Hannesar er svo innilegt í garð Lopts, og velvildarfullt, að prófastur hefir hlotið að hafa náin kynni af Lopti og þau góð. Lítur helzt út fyrir, að hann hafi áður verið á heimili prófasts í Reykholti, og ef til vill lært und- ir skóla hjá honum, eða verið þar á sumrum, meðan hann gekk í Hólaskóla, en hæpið er samt að fullyrða nokkuð um það. Hannes prófastur — bróðir síra Jóns lærða í Hítardal — var hinn mesti sæmdarmaður og stakasta ljúfmenni, er allilr báru virðingu fyrir, og auðsætt er af þessu bréfi, að Loptur hefir ekki sýnt honum neinn óþokkaskap eða hans fólki. Það er Hannes prófastur sem með ummælum sínum varpar mildum blæ yfir minningu Galdra-Lopts. En með þessu bréfi — á jólaföstu 1722 — hverfur hann algerlega úr sögunni, hinni sönnu sögu, en þjóðsagan tekur við honum og leggur hann til hvíldar á marar- botni. Svo mikið er þó vist, að Loptur hefir ekki lifað lengi ept- ir þetta, og andazt ungur. Ef til er það rétt í þjóðsögninni, að hann hafi orðið geðveikur, og honum hafi verið komið í gæzlu hjá síra Halldóri Brynjólfssyni síðar biskupi, er þá hefir verið presur á Útskálum, en ekki á Staðastað. Þetta er því senni- legra, sem síra Halldór var kynjaður úr Snæfellsnessýslu, einmiitt á ættstöðvum Lopts, og hefir því þekkt skyldfólk hans vel, og það því leitað ásjár til hans um þetta fremur en ann- arra, einkum þar eð hægara var að koma Lopti suður til hans (úr Borgarfirði?) heldur en vestur á Snæfellsnes. En um það er sarnt ekkert hægt að fullyrða, að Loptur hafi andazt hjá síra Halldóri á Útskálum. Hitt þykir mér ekki ósennilegt, að þá er Halldór biskup kom norður til Hóla (1746), hafi hann heyrt þar sagnirnar um Lopt frá skóla- árum hans á Hólum, og hafi þá biskup, sem þótti ýkinn nokkuð, lýst æfilokum Lopts átakan- legra, sem kunnugur honum fyrr og síðar, og talið almenn- ingi trú um, að kölski hafi hremmt hann úr greipum sér, og hafi þjóðsagan um Lopt eptir það auikizt og magnazt og fengið fullnaðargervi. Og svo mikið er víst, að það hefir hún fengið á Norðuriandi, en ekki á Suðurlandi. Lýkur þar að segja frá GaLdra-Lopti, er hann að síðustu hverfur út í myrkur þjóðsagnanna, og þótt Ljós það, sem hér hefir varpað verið á æfiferil hans, sé harla dauft, þá má segja, að lítið sé betra en ekki neitt, og geta nú aðrir auk- ið við. Takið eftir - Takið eftir Til sölu jarðhæð á góðum stað í Kópavogi, sem er 6 herb. íbúð. Getur líka verið 2ja og 3ja herb. íbúðir (það eru tvö eidhús í íbúðinni nú þegar). íbúðin er öll nýstandsett og er laus nú þegar. Allt sér, ræktuð lóð. Þríbýlishús. Hagstætt verð. Útborgun aðeins kr. 500 þús. sem má skipta. Fasteignasala, Sigurðar Pálssonar, byggingarmeistara, Gunnars Jónssonar, lögmanns, Kambsvegi 32, símar 34472, 38414. HJÞ. JAMES BOND James Bond M IAN FIEWNG OWWINC BT JOHN McLUSKY IAN FLEMING Bond HESITAT9Þ. BUT AFTBK ALL. IF HE TOOK TUE GIPL ON TO, GBNEVA, HE O STILL BE ON GOLDFINGEP'S TAIL. . H Bond hikaði .... En þegar allt kom til alls yrði hann enn á hælum Goldfingers, þótt hann tæki stúlkunna með til Genf. — Allt í lagi. Mín er ánægjan. — Taktu þessa peninga og kaupfcu fyrir þá mat. Á meðan ætla ég að fá verkstæðispláss fyrir bilinn þinn. — Kærar þakkir. — Hvaða nafn á ég að gefa upp? — Soames. Ungfrú Tilly Soames. Segðu þeim að hafa samband við mig á Bergu- eshóteli í Genf. Stálpaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.