Morgunblaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPT. 1967 5 Tel veiðar varasamar þarna á þessum tíma — Stutt samtal við Pát Guðmundsson, skipstjóra á „Árna Magnússyni" ( Neskaupstað, 18. sept.: — VÉLBÁTURINN Árni Magn- ússon frá Reykjavík lá við bryggju hér, og datt mér í hug að fara um borð í hann og ræða við skipstjórann, Pál Guðmundsson, um síldveið- arnar. — Við komum í nótt, seg- ir Páll, vorum með 160 tonn og það tók 3 sólarhrin.ga að berja í land, fengum vont veður IV2 sólarhring og var síldin orðin mjög slæm, er við lönduðum, þó erum við með góða uppstíun í lest. Síld in er mjög feit núna og þó látið sé í fulla lest, þá rýrn- ar síldin fljótt og þá fer hún að kastst til í lestinni og ef bátar fá vont veður þá er þetta orðin hálfgerð drulia, er í land kemur. — Er ekiki erfitt að stunda síldveiðar á svo fjarlægum miðum, þegar þessi tími er kominn? — Ég tel að ógerningur sé að stunda veiðar þarnj á þessum slóðum, þegar þessi tími er kominn, bæði gagn- vart sjómönnum og eins fyrir útgerðarmanninn og fjárhags lega bera sjómennirnir lítið úr býtum og ekki get ég ímyndað mér að útgerðar- maðurinn hafi mikinn »f- gang. Þegar komið er langt fram í september og í byrj- un október þá er allra veðra von þarna, og samkvæmt upplýsing.um, sem ég hefi fengið frá veðurstofunni, má búast við brælu 5—6 vind- stigum annan hvern dag þarna á þessum slóðum og þarna er vont sjólag, svo að á þessu sést að ekki er hægt Sigurður Helgason héraðtdómslögmaður OIBron*iv.B 1* • Kópovogl • O. «ox 1N tlml 43S10 að búast við mörgum veiði- dögum þarna á næstunni. — Þetta mun vera samkvæmt athugunum þarna sl. 10 ár. Meðalhiti í október mun vera um 1 stig þarna. Nú, ef sildin færist ekki nær á næstu vikum, mun síldarflot inn hætta veiðum þarna. Ég tel veiðar varasamar þarna á þessum tíma, og nokkrir bátar munu hafa hætt veið- um í bili og ætla að sjá til hvað síldin gerir á næstunni. Við tókum núna 700 tómar turinur um borð og salt og ætlum við að gera tilraun með að hausskera síldina í tunnurnar og láta svo salt í þær, en við ætlum ekki að, raða í þær. Ég álít mlklu meira öryggi í því að ferðast með þessax 700 tunnur í iest inni heldur en vera með bát- inn hlaðinn af bræðslusíld. Þar að auki ef þetta heppn- ast, þá gerir svona farmur með 700 tunnur af saltsíld sama og þrír farmar af bræðslusíld. Ef á að veiða síld á þessum slóðum í framtíðinni, þá verð ur að verða breyting á þessu. Við verðum sjálfir að nýta aflann um borð, salta sjálfir, en þá verða sjómennirnir og útgerðarmennirnir að fá meira fyrir síldina en nú er, og á ég þar við, að allir þess- ir milliliðir, sem nú draga mikið til sín hverfi, svo hægt sé að greiða meir til þeirra er afla. — Hafa ekki orðið erfið leikar hjá mörgum bátum í sumar með olíu? — Jú, margir hafa lent í örðugleikum, flestir minni HÖRÐUR EINARSSON HÉRAPSDÓMSLÖGMAÐUR MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA AÐALSTRÆTI 9 — SÍMI 17979 bátarnir hafa ekki nógu stóra olíugeyma, ogþegar þeir eru búnir að stima 600—700 míi- ur á miðin þá er lítið eftir, og margoft hefur það komið fyrir í sumar, að bát- ar hafa orðið að fara í land með tómar lestar einungis tii að ná í meiri olíu. Flutninga skipin hafa hjálpað nobkuð þarna, en hvergi nænri nóg. Ég álít að olíuskip þurfi og eigd að koma út til flat- ans á vissu millibili og lát.a bátana hafa olíu og þá einn- g vistir. — En hvernig hefur verið háttað viðgerðum, svo sem á talstöðvum, ratsjám og fiski- leitartækj.um? — Engin þjónusta hefur verið við flotann gagnvart viðgerðum á þessum tækjum og hafa bátarnir því orðið að keyra í land yfir 1000 mdl- ur fram og til baka, ef þeir hafa þurft að fá viðgert. Nú er Óðinn kominn þarna til okkar og fögnum við sjó- menn því, en dýrt er drott- ins orðið, eins og þar stend- ur. Um daginn fékk vélbát- urinn Ásgeir úr Reykjavík nótina í skrúfuna, þeir spurðu þá Óðinsmenn, hvort ekki væri hægt að fá aðstoð hjá þeim. „Jú, hún var fyrir hendi, ef beiðni kæmi frá þeim, næst var spurt hvað þetta mundi kosta og svarið var 2% af tryggingarverði bátsins, sem hefði þýtt ca. 200 þú&und krónur. Þeir af- þökkuðu aðstoðina en féngu froskmann frá Reykjaborg og náði hann úr skrúfunni. — Hvað segir þú mér um læknamál flotans? — Ég vil segja að ég tel mjög miður að ekki skuli hafa fengizt læknk til að fylgja flotanum eftir, en það er annað þó læknir fengist, þá þarf hann að hafa þá að- stöðu í skipi, að hann geti framkvæmt skyndiaðgerðir, sem alltaf hljóta að koma upp, ég kem ekki auga á þá aðstöðu. — Er mannskapurinn ekki orðinn þreyttur á þessum veiðum? — Sjómenn, er stunda sdld- veiðar þarna í hafinu, eru orðnir ákaflega þreyttir á þessum veiðum, og komi ekki góð hrota í haust og síldin komi nær landi, er ég hrædd ur um að erfitt verði að manna bátana. Það er nú þegar farið að bera á því, að síldarsjómenn leiti fyrir sér um vinnu í landi, og ég vil undirstrika það, að ef ekki er hægt að bjóða þessum mönnum meiri laun en þeir geta fengið annarsstaðar, fæst enginn á þessar veiðar. Ekki má ég tefja skipstjór ann meira, því nóg er að gera þær stundir sem dvalið er í landi, þar er í mörg horn að líta og þarna koma þeir með tunnurnar. Við skulum vona að þessi tilraun þeirra heppnist og ég kveð skipstjórann og held í land. — Ásgeir. Meira Ijós! Lengra lif! Minni eyðsla! Fluoresent-perurnar, sem allir F40CW/ S&- u.s.a. LIFEUNE / SYLVANIA ^ TREYST! Leitið upplýsinga SÍMI 2 42 50 SYLVANIA DIVISION OF p GENERALTELEPHONE & ELECTRONICS VJ l&fc, Einkaumboð fyrir fsland: G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON HF. & Fyrir veiðimanninn Áttavitar með og án Vasaljós — kastarar lítil og spegils, kr. 185—355. stór. Rafhlöður og perur. Bakpokar — Benys, allar stærðir. Kortamöppur, mikið úrval. Ullarsokk- ar og vettlingar. Kaupið vöruna hjá þeim, sem hafa reynslu í notkun hennar. S^aABÚÐIN Snorrabraut 58 — Sími 12045 <§» KARNABÆR Klapparstíg 37 — Sími 12937. SKÓDEILD Höfum fengið hið þekkta umboð DOLCIS. Toppurinn í skó- gæðum. SKÓLASKÓR IMÝKOMIMIR! Snyrtivörudeild Nýkomin sending af hártoppum. Stórkost- leg uppfinning á með- ferð hárs, gerir þessa toppa EINSTÆÐA. < •»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.